Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
31
Sviðsljós
<
i
i
I
I
I
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
David Bowie í
beinni útsend-
ingu á Netinu
Furðupopparinn hefur lengi
verið á undan eign samtíð, eins
og margar plötur hans frá því í
gamla daga bera vitni um. Ekki
vill karlinn láta það spyrjast til
sín að hann fylgi ekki straumi
tímans og bregði sér á Netið.
Þess vegna ætlar hann að halda
fyrstu tónleika sina í beinni út-
sendingu á Netinu í Boston í
kvöld. Tónleikarnir hefjast
klukkan hálfeitt í nótt að ís-
lenskum tíma. Slóðin er:
www.davidbowie.com.
David Bowie hefur verið á
tónleikaferðalagi um Bandarík-
in undanfarnar vikur. Ferðalag-
ið kallar hann „Jarðarbúaferð-
ina“. Viðtökur hafa hvarvetna
verið mjög góðar, bæði aðdáend-
anna og ekki síður gagn-
rýnenda. Sumir þeirra eiga ekki
nógu sterk lýsingarorð til að tjá
hrifningu sína.
Netverjar geta kynnt sér her-
legheitin í kvöld.
Leikkonan Tori Spelling fór í sitt fínasta púss á mánudagskvöld þegar hún
mætti til frumsýningar á myndinni „The House of Yes“ í Hollywood. Mynd
þessi er flokkuö sem sálfræðilegur gamanleikur og gerist á þakkargjörðar-
hátíð þeirra Kananna. Aörir leikarar sem koma fram í myndinni eru Parker
Posey, Rachael Leigh Cook og Genevieve Bujold. Símamynd Reuter
Pamela bráðum með
þrjá stráka í húsinu
Pamela Anderson, fyrrverandi
Strandvarðagella, á von á öðru
bami sínu eftir þrjá mánuði. Hún
veit þegar hvers kyns barnið verður
og er búin að gefa því nafn.
Pamela er búin að segja frá þvi að
Brandon litli eigi von á bróður sem
mun hljóta nafnið Dylan Jagger
Lee. Hún segir að Dylan-nafnið sé
ekki í höfuðið á söngvaranum Bob
Dylan. Jagger-nafnið er hins vegar
nafn Micks Jaggers.
„Bráðum verð ég með þrjá litla
drengi í húsinu, börnin mín tvö og
svo Tommy,“ sagði leikkonan hlæj-
andi í viðtali við erlent tímarit.
Með Tommy á hún við villtan eigin-
mann sinn.
Pamela er nýbúin að skrifa undir
sex ára samning um leik í nýjum
sjónvarpsmyndaflokki. Það er því
ekki öll von úti um að aðdáendur
Pamelu hér á landi fái að njóta feg-
urðar hennar á skjánum á ný.
Karl leitar til gömlu barnfóstrunnar:
Tiggy fer með
Harry til Afríku
Karl Bretaprins hefur persónu-
lega boðið Tiggy Legge-Bourke að
koma með í safaríferð til Afríku þar
sem hún á að vera Harry prins til
aðstoðar og skemmtunar. Áður en
Díana prinsessa lést hafði hún lofað
Harry syni sínum að taka hann með
til Afríku í stuttu skólafríi í lok
október. Karl ætlar nú að efna lof-
orðið. Vilhjálmur verður ekki með
þar sem hann verður önnum kafinn
í Eton-skólanum.
Ákvörðun Karls um að taka
Tiggy, sem hætti barnfóstrustörfum
hjá honum fyrr á þessu ári vegna
kröfu Díönu að því að fullyrt var,
staðfestir hversu mikilvægu hlut-
verki hún mun gegna í uppeldi
prinsanna nú þegar Díana er öll.
Áður hafði Tiggy, sem prinsarnir dá
og dýrka, aðeins farið með í einka-
skíðaferðalög og til konungshalla
eins og Balmoral.
Díana var afbrýðisöm út í Tiggy
vegna þess hversu prinsarnir
hændust að henni. En þegar Díana
lést gerði Karl strax boð eftir Tiggy
og bað hana um að koma og hugga
Harry og Vilhjálm. Síðan hefur hún
verið til taks til að hjálpa þeim að
vinna úr sorginni. Sumir segja að
enginn þekki þá eins vel og Tiggy.
Carmen Electra, nýjasta gellan í Strandvörðum, var einu sinni með Prince:
Aukablað
Miðvikudaginn 15. október mun aukablað um hús og
húsbúnað fylgja DV.
Meðal efnis:
Að gera upp gömul hús
Að byggja eigið hús Innréttingar
Vinnuaðstaða
Öryggi á heimilinu
Látið híbýlin blómstra
Híbýlaþróun
Tíska í húsbúnaði
Lýsing
Gluggatjöld
Allt um flutninga
Þeim sem luma á skemmtilegum hugmyndum eða vilja koma á framfæri efni í blaðið
er bent á að hafa samband við Sesselju Traustadóttur, blaðamann DV, hið fyrsta
í síma 550 5819, bréfsími 550 5020.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, hafi samband við
Selmu Rut Magnúsdóttir, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550 5720.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga
í þetta aukablað er fimmtudagurinn 9. október.
Kærastinn var á hærri
hælum og fékk sparkið
Strandvarðagellan Carmen El-
ectra, sem kom í staðinn fyrir yflr-
geUuna Pamelu Anderson, sagði
kærastanum upp af því að hann
gekk á hærri hælum en hún.
Kannski ekki skrítið þar sem
kærastinn var enginn annar en
dvergpopparinn Prince.
Prince er vanur að ganga á
fimmtán sentímetra hælum.
Þannig tókst honum að kíkja yfir
kollinn á Carmen.
Annað var upp á teningnum þeg-
ar kappinn fór úr skónum. Þá var
Carmen hvorki meira né minna en
fímm sentímetrum hærri. Og það
getur engin kona með sjálfsvirð-
ingu liðið.
„Það versta sem getur komið fyr-
ir mann er að þurfa að fara frá ein-
hverjum sem maður elskar, ekki
vegna einhvers sem hann hefur
gert af sér, heldur sjálfs manns
vegna,“ segir Carmen.
Leiðir þeirra Carmenar og
Prince lágu saman árið 1992. Þá sá
hann hana dansa á næturklúbbi.
Hann sendi flugvél eftir henni og
fékk hana til að dansa fyrir sig ein-
an í stórhýsi sínu í Minneapolis. Þá
varð ekki aftur snúið.
Prince jós í Carmen peningum,
fékk hana til að syngja inn á plötu
og þar fram eftir götunum. Platan
seldist ekkert og skömmu siðar
heyrði ástarsamband þeirra sög-
unni til.
í opinskáu viðtali við breskt
slúðurblað segist Carmen hafa ver-
ið vitlaus í stráka frá fyrstu tíð.
„Ég fæddist vitlaus í stráka. Ég
man vel eftir að hafa daðrað við þá
í leikskólanum.
Ég reyndi að lemja þá í klessu.
Carmen Electra er verður arftaki
Pamelu Anderson.
Þannig fór ég nú að,“ segir Car-
men.
Nú ber hún sig aðeins öðruvísi að.
Að vísu stekkur hún enn á strákana.
Ekki til að lemja þá, heldur til að
draga þá í bólið.
„Um leið og ég fæ símanúmerið
þeirra stekk ég á þá,“ segir Carmen.
Nýja strandvarðagellan er karl-
mannslaus þessa stundina. Hún er
þó að líta í kringum sig. Vinir henn-
ar vara þó við að erfítt sé að gera
henni til hæfís í svefnherberginu.
„Ég er ekki bara vandlát," segir
Carmen. „Þegar ástin er annars veg-
ar er ég vön því besta sem völ er á.
Ég ætlast til að karlinn sé fullur
sjálfstrausts, kynþokkafullur og
leiftrandi. Og hann verður að kunna
að gleðja konu.“
Hún bætir við að útlitið skipti
ekki höfuðmáli.