Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 24
32 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 JLj’V ikvikmyndir Konur, leikkonur, geimverur í Contact leikur Jodie Foster konu umkringda körlum, sem þarf að berjast fyrir tilverurétti sínum, svona ekki ósvipað og hún væri geimvera sem brotlent hefði á jörð- inni og þyrfti að sanna mannkyninu tilvist sína. Ellie Arroway er kona mitt í orðræðu vísindanna, kona sem á yfirborðinu samþykkir lög- mál raunvísinda en afneitar þeim undir niðri með óbilandi trú sinni á, og þörf sinni fyrir eitthvað sem er röklaust og ósannanlegt, svo sem tilvist geimvera. Þetta er ekki í fyrsta sinni sem Foster leikur hlut- verk þarsem staða hennar sem kona er mikilvægur þáttur í myndinni, en hlutverk hennar sem FBI lög- reglukonan Clarice Starling í mynd Jonathan Demmes The Silence of the Lambs (1991), var hafið til skýjanna sem dæmi um auk- ið jafnrétti kvenna og breytt viðhorf í þeim málum. Á hinn bóginn þótti myndin bera vott um hatur á sam- kynhneigðum og tóku bandarísk samtök þeirra sig til og opinberuðu samkynhneigð Fosters (án hennar samþykkis eða við- urkenningar) sem mótmæli við þátttöku hennar í myndinni. Nú þegar lesbíur eru orðnar að hálf- gerðu tískufyrirbæri þykir kyn- hneigð Foster ekki eins mikið til- tökumál, en eftir stendur þónokkur efasemd um kvennapólitík þá sem þöglu lömbin hafa upp á að bjóða. Kvenfrelsi það sem þar er iðkað kemur nefhUega dálítið spánskt fyr- ir sjónir með tilliti til stöðu persónu Fosters innan myndarinnar. Sterl- ing kemst áfram, ekki á því að vera kona heldur á þvi að vera meira karlmenni en karlmennimir. Hún er kynlaus fremur en kvenkyns og er sú hugsun dregin skýrt fram i andstæðunni sem sett er upp milli hennar og fómarlambanna, þarsem hún er grönn og stælt og næstum karlmannleg, með sinn sérþjálfaða lögreglulíkama meðan þær konur sem drepnar eru af Buffalo Bill em þéttvaxnéir og kvenlegar, og vinna hefðbundin kvennastörf, svo sem saumaskap. Meðan Sterling er ein af strákunum og sigrast þessvegna á Bill, em þær fómarlömb kvenleika síns. í Contact er kvenleiki Arroway hinsvegar dreginn fram á jákvæðan hátt. Sem kona er staða hennar inn- an raunvísindanna ekki eins rig- bundin lögmálum þeirra og hún er sú eina sem hefur rétt á og getur vingast við geimverumar. Hún skil- ur þær betur og á auðveldara með að trúa á þær, af því að hún er eins og þær, alltaf dálítið utan (karla- )samfélagsins, eins og kemur skýrt fram þegar fyrrverandi yfirmaður hennar og höfuðandstæðingur yfir- tekur verkefni hennar eftir að sam- bandið hefúr komist á, sambandið sem hann neitaði alltaf að trúa á (enda deyr hann verðskuldað). Aðal- hjálparmaður hennar er líka eins- konar geimvera, hinn dauðsjúki auðjöfur S.R. Hadden (John Hurt) sem býr í flugvél og að lokum í geimstöð, því hann þolir ekki við á jörðinni. Samband Foster við geimverum- ar minnir á annað frægt samband geimveru og konu þarsem eru Alien myndirnar og leikkonan Sigoumey Weaver. Þar era geimveran og Wea- ver andstæðingar, en reglan er sú sama, Weaver er sú eina sem getur sigi-ast á geimveranni þarsem hún er sú eina sem þekkir hana og skil- ur (og nú í væntanlegri fjórðu mynd Species. er hún beinlínis orðin geimversk að hluta og sambandið því enn nán- ara). í hinni meingölluðu en sjar- merandi Species er geimveran bein- línis ræktuð sem kona (á sömu for- sendu og risaeðlurnar í Jurassic Park voru kvenkyns, kvenkynið var talið viðráðanlegra) og í einni af for- mæðrum geimveramyndanna, The Day the Earth Stood Still (1951), er það konan sem vingast við geimver- una í trássi við fordóma karlanna. Málið er ljóst; konur era ekki kon- ur, þær era geimverur. (p.s. pant fá far með næsta skipi) Eitt af því sem gerir Contact að óvenjulegri geimverumynd er sú áhersla sem lögð er á sambandið sjálft. Geimverumyndir era yfirleitt uppteknar af því hvað það er sem geimveramar vilja og skiptast þá iðulega i tvo einfalda og aðgengilega flokka; heimsyfírráðamyndir, sem era margar og margvíslegar, s.s.: The Thing (1951) The War of the Worlds (1953) Invasion of the Body Snatchers (1956, endurgerð 1978 og 1994) Plan 9 from Outer Space (1956) They Live (1988) The Puppet Masters (1994) Independence Day (1996) og heimsfriðarmyndir sem eru öllu færri, s.s.: The Day the Earth Stood Still (1951) Close Encounters of the Third Kind (1977) Cocoon (1985) The Abyss (1989) fyrir utan allt Star Trek apparatið. Mars Attacks Tim Burtons (1997) gerir síðan stólpagrín að hvoru- tveggja með því að láta sína drag- drottnandi marsbúa nýta sér heims- friðartemað, ekki til að ná heimsyf- irráðum, heldur til að skemmta sér í ’interaktívum’ tölvuleik við mann- kynið. Öllu drama kastað út um gluggann, og glottandi rauðeygðir marsbúamir gætu ekki haft minni áhuga á deilum karlhetja ofantal- inna mynda um illan eða góðan til- gang gesta utan úr geimnum. -úd KflKMY IMNR Sam-bíóin - Contact Konan sem féll til stjarnanna *** Jodie Foster er konan sem féll til stjamanna í þessari tilvistarlegu geim(vera)mynd um trú og tilverur. Vísindakon- an Ellie Arroway (Fost- er) hefur helgað líf sitt leitinni að lífi í geimn- um og þegar hún fær heimboð frá fjarlægri stjömu hikar hún ekki við að grípa tækifærið til að breyta (al)heims- myndinni eins og við þekkjum hana. Leik- stjóranum Robert Zemeckis og handritshöfundunum James V. Hart og Michael Goldenberg er mikið í mun að aðgreina sig frá tæknibrellu- þungum og fantasiufullum geimmyndum og skapa í staðinn raunsæa og vitræna mynd fyrir hugsandi fólk. Þetta tekst vissulega, en ákafinn er svo mikill að þeir kollkeyra sig á stundum; smá fantasía hefði verið holl og góð og létt aðeins á öllu dramanu og nærvera forseta Clintons varð fremur til þess að minnka raunsæið en að auka á það. Þrátt fyrir aðdá- unarverðan aga og greinilegan vilja til að draga úr ofurdramatískum há- punktum varð dramatíkin á tíðum yfirkeyrð, og skipti tilgerðarleg tón- list Alan Silvestri þar sköpum. Þessi atriði skemmdu dálítið fyrir og gerðu það að verkum að það sem hefði getað orðið hæsta klassa mynd nær ekki alveg að hefja sig upp til stjamanna. Þar fyrir utan er Contact geim(vera)myndin sem beðið hefur verið eftir. Handritið er vel skrifað og byggt á áhugaverðri sögu, þarsem tekist er á við þessa grundvallarspumingu bakvið geimæði það sem heltekur nú heimssbyggðina; eram við, og getum við verið, ein í alheiminum? Þess- ari spumingu er siðan stillt upp við hlið spurningarinnar um trúna og trúarbrögð og báðar era speglaðar í heimsmynd og vinnubrögðum raun- vísinda. Þessi þrjú þungavigtaratriði era ekki aðeins gerð aðgengileg heldur áhugaverð og hugvekjandi, auk þess sem skemmtanagildið gleymist ekki. Ánægjan er aðallega fólgin í því hvað myndin er vel leik- in og er valinn leikari í hverju rúmi. Jodie Foster hefur aldrei verið betri en í þessu hlutverki einangranar og sambandsleitar og minnir ekki lítið á gestkomandi geimvera David Bowie í mynd Nicolas Roeg, The Man Who Fell to Earth (1976). Aðalmennimir Matthew McConaug- hey, Tom Skerritt og James Woods skila allir sínu fagmannlega, en að öðram ólöstuðum era það þau Angela Bassett, John Hurt og Jake Bus- ey sem eiga eftirminnilegustu og markverðustu karakterana. Þegar loksins kemur að tækinbrellum og tækjakosti þá er hvorttveggja sérlega vel útlitshannað, ’sambandið’ sjálft er vel útfært og geimskipið er einstaklega fallegur og eftirsóknarverður farkostur (sér- staklega ef maður fær búninginn lika lánaðan). I heildina séð skilar Contact því sem hún lofar; sterkri og skemmtilegri mynd af því einfalda en samt víðtæka atviki sem samband við verur utan úr geimi hlýtur að vera. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Handrit: James V. Hart og Michael Golden- berg, eftir skáldsögu Carl Sagan. Aðalhlutverk: Jodie Foster, Matthew McConaughey, James Woods, John Hurt, Tom Skerritt, Angela Bassett, William Fichtner, Jake Busey. Úlfhildur Dagsdóttir. TOPP 2 0 - aðsókn dagana 26.-28. september. Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur. Fyrsta stórmyndin frá Draumasmiðju Spielbergs og félaga, The Peacemaker, nær efsta sætinu af In & Out þessa vikuna, en ekki eru tölurnar sannfær- andi, sjálfsagt hafa Draumasmiðjumenn búist við meiri aösókn. Sú mynd sem erí þriðja sæti, Soul Food erí raun að gera það mun betur en hún var sýnd í mun færri sýningarsölum. Tekjur Heildartekjur l.(-) The Peacemaker 12.311 12.311 2.(1) In & Out 11.225 30.376 3.(-) Soul Food 11.197 11.197 4.(-) The Edge 7.733 7.733 5.(2) The Game 5.015 35.810 6.(4) L.A. Confldentlal 4.422 11.574 7.(3) Wishmaster 3.134 10.846 8.(5) The Full Monty 2.752 13.999 9.(6) A Thousand Acres 1.586 5.528 10.(7) G.l. Jane 1.345 44.618 11.(9) Alr Force One 1.216 167.901 12.(8) Money Talks 1.033 38.741 13.(13) Men In Black 0.906 241.217 14.(-) My Best Friend’s Wedding 0.726 122.510 15.(14) George of the Jungle 0.668 100.849 16.(12) Consplracy Theory 0.631 73.632 17.(15) Hercules 0.569 94.992 18.(10) Fire Down Below 0.464 14.921 19.(11) Hoodlum 0.437 22.836 20.(-) Nothing to Loose 0.424 43.462

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.