Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Qupperneq 28
36 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 Kommar eða aftur- haldsmenn „Sá sem hefur hátt um að það sé rangt og ósiðlegt að ríkir verði forríkir og forríkir ofsaríkir meðan hagur þeirra sem lakast eru settir versnar enn - þeir fá að heita kommar eða afturhalds- menn á víxl.“ Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. Andhverfa jafnréttismála „Starfsemi kærunefndar jafn- réttismála hefur verið að snúast upp í andhverfu sína og hún er orðin varðhundur kerfísins í stað þess að vernda hagsmuni einstaklingsins, einkum kvenna." Vildís K. Guðmundsson versl- unarmaður, í Morgunblaðinu. Ummæli Grátbiðjandi stjórnvöld „Það var eingöngu fyrir gunguskap, þröngsýni og skort á nýjum hugsunarhætti að íslensk stjórnvöld köstuðu sér fyrir fæt- ur Bandarikjamanna og grát- báðu þá um að hafa herinn hér áfram.“ Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins, í Degi-Tímanum. Prakkarar og hrekkja- lómar á ritvellinum „Helst er ég fráhverfur því, að taka upp þá siðfræði prakkara og hrekkjalóma á ritvellinum, að fara út fyrir málefnið og veitast að persónu og list þeirra sem ég deili við í skrifum minum.“ Bragi Ásgeirsson myndlist- argagnrýnandi, í DV. Myrkur er ákvaröaö sól og sjón- baug. Myrkur Myrkur í stjörnufræðilegum skilningi (stjörnumyrkur) telst þegar sólmiðja er 18° eða meira undir sjónbaug. Er þá himinninn aldimmur yfir athugunarstað, þannig að stjömur af 6. birtustigi sjást í hvirfilpunkti í góðu skyggni. í siglingafræði telst myrkur (siglingamyrkur) þegar sól er 12° eða meira undir sjón- baug, en þá sést hafsbrún óglöggt eða ekki. Almannamyrkur telst þegar sól er 6° eða meira undir sjónbaug. Er þá svo skuggsýnt að venjuleg útistörf verða ekki unn- in án ljósa. Á íslandi verður ekki stjörnumyrkur frá 6. apríl til 6. septemher eða þar um bil. Blessuð veröldin Sól- og tunglmyrkvi Myrkvi er það fyrirbæri þegar einhver himinhnöttur skyggir á annan hnött séð frá hinum þriðja. í sólmyrkva gengur tungl fyrir sól séð frá jörðu. Almyrkvi verður aðeins á afmörkuðu svæði þar sem skuggi tunglsins fellur á jörðina. í tunglmyrkva gengur jörð fyrir sól séð frá tungli. Sá hluti jarðskuggans, þar sem sól er almyrkvuð nefnist alskuggi (umbra) en ytri hlutinn, þar sem nokkuð af sólinni nær að skína, nefnist hálfskuggi (pen- umbra). Stjömumyrkvi er einnig til, það er þegar einhver hnöttur (venjulega tunglið) gengur fyrir stjömu sem sést frá jörðu. Gengið á Esju Nýverið var Esjudagurinn. Fjöldi manns lagði leið sína á Esju og gekk upp á fjallið eftir þekktum gönguleiðum. Einnig var efnt til hlaups upp á toppinn fyrir þá allra hörðustu og voru það margir sem létu hafa sig í þá þrekraun. Flestum sér þó nægja að rölta í ró- legheitum. Umhverfi Esjan er einhver vinsælasta gönguferð sem Reykvikingar taka sér fyrir hendur og hefur frést af einum gönguhópi sem hefur það á stefnuskrá sinni yfir sumarmán- uðina að ganga á fjallið einu sinni í viku. Stutt er frá borginni að rót- um fjallsins og þar er hægt að velja um leiðir sem sýndar eru á kortinu hér til hliðar. Þó farið sé að hausta er enn vel fært á Esjuna í góðu veðri og ef það er einhver sem gengur sér til heilsubótar og hefur ekki gengið á Esjuna i sum- ar ætti hann að láta verða að því sem fyrst. Hrólfur Guðmundsson: Ferðaþjónusta í miklum vexti á Ströndum DV, Hólmavík: „Við höfum reynt að láta gestum okkar líða eins vel og hægt er við þessar aðstæður, þeir geti verið eins frjálsir með sitt og nokkur kostur er og þeir helst kjósa. Komið og líka farið á þeim tíma sem þeim hentar best, eldað og verið út af fyrir sig ef þeir það kjósa. Þetta hefur gefist mjög vel því hjá okkur dvelur oft fólk sem þarf að sæta lagi til að komast yflr Steingrímsfjarðarheið- ina að vetrinum eða hefur komið . yfir hana og er orðið of seint fyrir til að halda í suðurátt það kvöldið. Þá dvelja hér oft starfsmenn opin- berra fyrirtækja, eins og Pósts og síma, sem hafa óreglulegan vinnu- tíma. Þetta hefur allt gengið fyrir sig án árekstra og allt verið í lagi og þess vegna erum við mjög ánægð og vonum að gestir okkar séu það einnig," segir Hrólfur Guðmunds- son, Borgabraut 4 á Hólmavík, en þau hjónin, Nanna Magnúsdóttir og hann, hafa rekið þar gistiaðstöðu allt frá árinu 1990 en í litlum mæli fyrstu árin. Fyrir rúmum tveimur árum réðust þau í þá framkvæmd að láta breyta húsinu í þeim til- gangi að skapa með því aukið rými og betri aðstöðu til móttöku ferða- manna. Húsið var á tveimur hæðum auk óhentugrar ris- hæðar sem var til lítilla eða nánast engra nota. Þak- inu var lyft, sem kallað er, og vandaðri gistiað- stöðu komið upp með sérinngangi. Fyrir var þá frá- gengin neðsta hæðin til gesta- móttöku. Nú er því í húsinu 21 gestarúm auk nokkurs svefn- pokapláss. Hrólfur segir að þau hjón geti ekki merkt annað en að vantað hafi stað þar sem fólk getur séð um sig sjálft, það sem vill það. Úr þeirri Hrólfur Guðmundsson. Maður dagsins augljósu þörf hafi þau hjón viljað bæta og fmna ekki annað en að það líki vel. Með þetta sama í huga festu þau því kaup á 49 fermetra húsi sem flutt var í heilu lagi sunnan úr Svínadal við Akranes og settu það niður i fógr- um skógarjaðri við minni Þið- riksvalladals, skammt sunnan Hólmavíkur. Húsið er með öll- um nútímaþæg- indum og kostaði 2,8 milljónir. Nokkur viðbótar- kostnaður var við niðursetn- ingu og frágang. Það hefur fyrir nokkru verið opnað fyrir dval- argesti og getur fólk fengið það til styttri eða lengri dvalar eftir ósk- um hvers og eins. Þar er nægilegt rými fyrir tvær samhuga fjöl- skyldur og hefur áhugi verið nægur síðan opnað var. Dvöl yfir vetrartímann ætti að vera fólki þar þægileg og auðsótt mál verði eftir leitað,“ segir Hrólfur. -GF Myndgátan Foreldrafundur Valur og IR, sem hér sjást ieika, veröa bæöi í eldlínunni í kvöld. Tíu leikir í handboltanum Handboltinn verður í sviðs- ljósinu í kvöld en þá verða leikn- ir sex leikir í úrvalsdeild karla og fjórir leikir í 1. deild kvenna. Handboltinn hefur farið vel af stað hjá körlunum og leikir yfir- leitt verið jafnir og er erfitt að spá um hverjir verða íslands- meistarar í ár. í kvöld leika Stjarnan-KA í Ásgarði í Garða- bæ, Fram-HK í Framhúsinu, Fh-ÍR i Kaplakrika, Breiðablik- Haukar í Smáranum, Valur-Vík- ingur í Valsheimilinu og ÍBV-UMFA í Vestmannaeyjum. Þrír fyrstnefndu leikirnir hefjast kl. 20.30 en hinir þrír kl. 20. Iþróttir f 1. deild kvenna leika Stjarn- an- Valur í Ásgarði, Fram-Grótta/KR í Framhúsinu, FH-Víkingur leika í Kaplakrika og Haukar-ÍBV leika í Strandgöt- unni. Allir leikirnir hefjast kl. 18.30. Bridge 4 AKD5 V ÁK107 4 Á8 4 842 4 8642 «4 5 ♦ KDG10743 * 5 N 109 63 96 ÁDG10976 * G73 * DG9842 * 52 * K3 Austur Suður Vestur Norður Sheehan Pomfrey Rose Hugget 3 4 pass 5 4 dobl pass 5 «4 6 4 6 «4 p/h Spilið kom fyrir i landsliðskeppni í Bretlandi og Sheehan og Rose þurftu nauðsynlega að hækka sig til að eiga möguleika á landsliðssæti. Rose heyrði félaga sinn opna á þremur laufum, en hindrun þeirra á þriðja sagnstigi lofaði góðum lit með a.m.k. 2 af þremur efstu. Rose var fljótur að lyfta i 5 lauf á einspil- ið og lét ekki þar við sitja og sagði 6 lauf við 5 hjörtum suðurs. Norður taldi næsta víst að suður ætti eitt eða ekkert lauf og sagði því 6 hjörtu. Honum var illa brugðið þegar vöm- in byrjaöi á því að taka slag á lauf- ás og trompa síðan laufkóng suðurs. ísak Öm Sigurðsson Breska hókaforlagið Batsford gaf í septembermánuði út fjórar nýjar bridgebækur. Það eru bækurnar Secrets of Success eftir Tony Forr- ester, Basic Defence eftir Freddie North, Step by Step: Preempts eftir Alan Mould og The Times Book of Bridge eftir Robert Sheehan. Þessar bækur eru allar eflaust eigulegar, enda eftir vel þekkta bridgehöfunda. Robert Sheehan, höfundur bókar- innar The Times Book of Bridge, til- einkar hana félaga sínum, Irving Rose, sem lést langt fyrir aldur fram á síðasta ári, aðeins 58 ára að aldri. Sheehan birtir meðal annars þetta spil í minningu Rose, en þar fór Rose á kostum í sögnum í vestur- sætinu. Lesendur ættu aðeins að skoða hendi vesturs í upphafi og þróun sagna. Austur var gjafari og NS á hættu: < i i I 1 í í í i I 4 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.