Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Page 2
20 %rikmyndir
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 JjV
Háskólabíó - Career Girls
Frama hvað? iri,
Leikstjórinn Mike
Leigh er íslendingum
að góðu kunnur, en fer-
ill hans hefur verið
óvenju glæsilegur.
Nægir að nefha hinar
margverðlaimuðu
„Naked“ (1993) og
„Secrets and Lies“
(1995) sem eru með því
besta sem birst hefur á
hvíta tjaldinu síðustu
árin. „Career Girls“ olli
mér þó sárum von-
brigðum. Leigh er
þekktur fyrir að þróa
handrit í samráði við
leikara og því fer venjulega lítið fyrir hefðbundinni frásagnarfléttu.
Leikararnir bregðast við ólíkum aðstæðum með spuna og fyrir vikið
verða samræðomar eðlilegri en gengur og gerist. Með nokkurri ein-
földun má segja að styrkur Leighs felist í frábærri persónusköpun og
því mikilvægt að þær manngerðir sem birtast á tjaldinu séu trúverð-
ugar.
í „Career Girls" heimsækir Annie (Lynda Steadman) gamla vin-
konu sína, Hannah (Katrin Cartlidge) sem hún hefur ekki séð í sex
ár. Endurfundirnir vekja upp minningar frá þeim tíma er þær deildu
saman íbúð á skólaárunum. Sá hluti myndarinnar sem gerist í nútíð-
inni gengur að stórum hluta upp. Ekki er hægt að segja hið sama um
þann sem tilheyrir fortíðinni og var hann á köflum átakanlega slæm-
ur. Daginn sem Annie flytur inn í íbúð Hannah er ljóst að stúlkurn-
ar eru að engu leyti venjulegar. Hannah hvæsir út úr sér orðunum
og stangar loftið í ýkjukenndum æsingi. Annie, sem þjáist af húðsjúk-
dómi, stígur aftur á móti undirleit í ölduna. í hvert sinn sem hún opn-
ar munninn skáskítur hún augunum og jarmar í angist. Túlkun
Steadman og Cartlidge gengi hugsanlega upp ef myndin snerist um
konur sem búa á áfangaheimili fyrir geðsjúka. Það kom mér því á
óvart að Leigh skyldi velja þessa leið í lýsingu á lífi tveggja stúlkna
í tækniháskóla. Þegar feitlaginn vinur þeirra, Ricky (Mark Benton),
flytur inn á heimilið verða senurnar enn vandræðalegri því engu er
líkara en leikaramir séu komnir í taugagrettu- og geiflukeppni.
Myndin nær sér aðallega á strik í þeim senum sem greina frá end-
urfundunum. Niðurlagið er þó óvenju hallærislegt, en á síðasta degi
heimsóknarinnar hitta vinkonumar fyrir tilviljun þrjá af gömlu fé-
lögunum á þremur mismunandi stöðum í Lundúnum. Slík misbeiting
á frásagnarfléttu hefur ekki sést síðan tilfinningaskáldsagan komst
úr tísku fyrir um tvö hundruð árum.
Leikstjóri og handritshöfundur: Mike Leigh. Aðalhlutverk: Katrin Cart-
lidge, Lynda Steadman, Kate Byers, Mark Benton og Joe Tucker.
Guðni Elísson
Háskólabíó - Siggi Valli á mótorhjóli
Si® Valli og Sniglarnir
Á undan mynd Mikes Leigh, „Career Girls", sýnir Háskólabíó ís-
lensku myndina „Siggi Valli á mótorhjóli" sem leikstýrt er af Böðv-
ari Bjarka Péturssyni. Myndin var eina framlag íslendinga til heim-
ilda- og stuttmyndahátíðarinnar Nordisk Panorama nú í sumar og
var þar sýnd sem stuttmynd. Böðvar Bjarki mótmælir þeirri skfl-
greiningu og segir „Sigga Valla“ lúta lögmálum heimildamyndarinn-
ar. Sú nafngift er að mínu mati vafasöm þótt aðalleikarinn, Sigurður
Valgarð Jónsson, sé vissulega sá Siggi Valli sem myndin er skírð eft-
ir. Frásagnarramminn er of fastmótaður og þrátt fyrir að samræðurn-
ar séu ekki æfðar eru þær allar sviðsettar. Þannig glatast óvænti þátt-
urinn sem er eitt af aðalsmerkjum heimildamyndarinnar þar sem frá-
sögnin verður að fá að gerast sjálfkrafa, a.m.k. að hluta til. Ég geri
kannski of miklar kröfur til vægis, en sviðsett heimildamynd um
nokkurra klukkutíma mótorhjólaferðalag eldri borgara þykir mér
ekki spennandi viðfangsefni.
í upphafi myndarinnar dundar Siggi Valli sér við að horfa á flug-
vélar í gegnum kiki. Niðri á Ingólfstorgi hittir hann félaga úr bif-
hjólasamtökunum Sniglunum sem bjóða honum á rúntinn. Siggi
Valli þiggur boðiö og daginn eftir þeysir hann út úr bænum sem far-
þegi á einu hjólinu. Hópurinn er sýndur í pásu á bensínstöð einhvers
staðar utan við borgarmörkin og myndinni lýkur þar sem Siggi Valli
situr heima hjá sér og hlustar á „Langa Sela og skuggana".
Stuttmyndir (stuttar heimildamyndir?) eru erfitt form þar sem
reynir á ímyndunarafl þess leikstjóra sem vill segja heildstæða sögu
á þeim 10 til 20 mínútum sem venjulega fara í kynningu í kvikmynd
af fullri lengd. Margir leikstjórar herða því á hinum myndrænu þátt-
um og sprengja út frásagnarrammann með vísunum á táknlegu plani.
„Siggi Valli“ er í alla staði raunsæisleg og Böðvar Bjarki lætur lítið
reyna á formmöguleika stuttmyndarinnar. Þegar ævintýrum Sigga
lýkur er ekki laust við að maöur spyrji hver tilgangurinn hafi verið.
Myndataka og hljóðsetning eru til fyrirmyndar og myndin ætti að
styrkja jákvæða ímynd Sniglanna sem eru eins og allir vita heiðurs-
fólk.
Ég gef myndinni ekki stjörnur þar sem stuttmyndir eru sjaldséðar í
islenskum kvikmyndahúsum og samanburðurinn því lítill sem enginn.
Leikstjórn: Böðvar Bjarki Pétursson. Adalhlutverk: Sigurður Valgarð Jóns-
son, Jón Ingi Hannesson og félagar í Sniglunum.
Guðni Elísson
Laugarásbíó tekur til sýningar
kvikmyndina 187 með úrvalsleik-
aranum Samuel L. Jackson í aðcd-
hlutverki. Leikstjóri kvikmyndar-
innar er ekki af verri endanum,
Kevin Reynolds, en hann hefur
leikstýrt áður mörgum heimsfræg-
um myndum. Meðal þeirra má
telja myndinar Waterworld, Robin
Hood; Prince of Thieves og Fand-
ango, svo aðeins fáeinar séu nefnd-
ar. Framleiðendur myndarinnar
187 eru Bruce Davey og Steve
McEveety en þeir hafa staðið að
framleiðslu á myndum eins og
Braveheart, Maverick, Forever
Young, Immortal Beloved, The
Man without a Face og Hamlet.
Söguþráðurinn í 187 er mjög for-
vitnilegur. Kennarinn Trevor
Garfield (Samuel L. Jackson) er
frekar dæmigerður sem slíkur,
gengur með þykk homspangargler-
augu og klæðist jakka úr tvíd-efni.
fyrir morð í Bandaríkjunum - og
Trevor list ekki á blikuna. Nem-
andinn sem hann hafði fellt var
meðlimur í glæpagengi.
Stuttu síðar, þegar Trevor er að
olnboga sig í gegnum þvögu nem-
enda á skólaganginum, ræðst 16
ára nemandi að honum með hníf
að vopni og stingur Trevor marg-
sinnis. Enginn kemur kennaran-
um tfl hjálpar en fyrir eitthvert
kraftaverk lifir hann árásina af.
Ári síðar er Trevor farinn að
vinna sem forfallakennari en er
allt önnur persóna en hann áður
var. Hann lifir fyrir hvern dag og
er stöðugt hræddur um að hver
dagur verði hans síðasti. Trevor
fær langtímaverkefni, að sinna
nýjum bekk og þar eru margir
óstýrilátir nemendur. En á milli
leynast verulega efnilegir nemend-
ur og það er kennarans að ná að
virkja hæfileika þeirra.
Kennarinn Trevor Garfield (Samuel L. Jackson) þarf aö horfast í augu viö
vandamál sem eru ekkert venjuleg.
Þaö er ekkert grín aö fá upp á móti sér nemendur sem eru meölimir í glæpa-
gengjum.
Hann hefur brennandi áhuga á því
að ná tökum á óstýrilátum nem-
endum sínum.
Dag einn, þegar hann skoðar
verkefnabækur nemenda sinna,
sér hann töluna 187 merkta í
möppu eins nemandans sem hann
hafði nýlega gefið falleinkunn í
stærðfræði. Talan 187 er tákntalan
Einn þeirra, Benny, reynist
Trevor sérlega erfiður en hann er
meðlimur í glæpaklíku. Spurning-
in er bara sú hvemig Trevor tekur
á málum í þetta sinn, reynslunni
ríkari. Er hann tilbúinn að hætta
lífi sínu á ný?
-ÍS
Mel Gibson í
Payback
Nú er í óöaönn veriö aö gera þær
stóru myndir sem eiga að vera
sumarsmellirnir á næsta ári. Ein
þeirra er sakamálmyndin Payback
meö Mel Gibson í aöalhlutverki.
Sá sem leikstýrir myndinni og
skrifar handritiö er Brian
Helgeland, flestum ókunnur, en
hann skrifaöi handritiö aö kvik-
mynd Curtis Hansons, L.A. Con-
fidential, sem hefur undanfariö
nfengið afbragðsdóma. Payback
er gerð eftir skáldsögunni Hunt-
er, en sú bók var einnig notuö af
John Boorman þegar hann gerði
Point Blank með Lee Marvin,
áriö 1967. Auk Mel Gibsons
leika i Payback, William Devane,
Bill Duke, Maria Bello, James
Coburn og David Paymer.
' :
MTV í kvik-
myndabrans-
a ann
Sjónvarþsstöðin MTV hefur fært út
kvíarnar og er búiö að stofna fyrir-
tækiö MTV Rlms. Ein fyrsta kvik-
myndin frá þessu fyrirtæki er Elect-
lon. í myndinni leikur Reese Whiter-
spoon gagnfræöaskólastúlku sem
fer í framboö sem formaöur nem-
endafélagsins. Andstaöa frá einum
kennaranum, sem Matthew Broder-
ick leikur, hefur óvæntar afleiöingar.
Whiterspoon, sem byrjaði feril sinn
sem barnastjarna, hefur náð aö
festa sig í sessi og er ein eftirsótt-
asta unga leikkonan í Hollywood um
þessar mundir. Hennar næsta
mynd er The Magic Hour, þar sem
hún leikur á móti Paul Newman og
Susan Sarandon.
Miklar
vinsældir Bean
Hin kostulega gamanmynd Bean
veröur ekki frumsýnd í Bandaríkj-
unum fyrr en I byrjun nóvember.
Framleiðendur myndarinnar þurfa
þó ekki aö hafa áhyggjur aö við-
tökunum þar því viötökurnar í öör-
um heimshlutum hafa veriö mjög
góöar og er Mr. Bean þegar kom-
in yfir 100 milljón dollara markiö í
aösóknartekjur. I nokkrum lönd-
um er hún mest sótta kvikmynd
ársins, má nefna Noreg og
Serbíu. þaö er mjög sjaldgæft aö
kvikmynd sem gerö er að mestu
fyrir Bandaríkjadollara skuli vera
látin bíöa svona lengi þar f landi.
Sjálfsagt eru menn þar hræddir
um aö Bean höföi ekki eins sterkt
til Bandaríkjamanna og Evrópubúa.
■ I
Oskrið hærra
eða Öskrið aftur
Wes Craven hefur nú byrjaö tökur á
framhaldi af Scream og þeir leikarar
sem liföu af hildarleikinn í Scream,
Neve Camþbell, Courtney Cox, Dav-
id Arquette, Jamie Kennedy og Liev
Schreiber leika öll f myndinni, auk
þeirra bætast viö Jada Pinkett og
Jerry O’Connell. Wes Craven sagöi
aðspuröur aö allt heföi gengiö svo
hratt aö enginn tími væri til aö
finna nafn: „Eg hef stundum kallað
hana Scream Louder eöa Scream
Again, en þaö eru engin endanleg
nöfn. Eins og er er nafniö jafn mik-
iö á reiki og söguþráöurinn."
Stóri Lebowski
Bræðurnir Joel og Ethan Coen munu
á vetrarmánuöum senda frá sér The
Blg Lebowskl. í myndinni leika Jeff
Bridges og John Goodman keilufé-
lagana Jeff Lebowski og Walter
Sobcek sem lenda í alls konar
ógöngum þegar Lebowski er tekinn f
misgripum fyrir milljónamæring sem
heitir sama nafni. Þetta er í fyrsta
sinn sem Bridges leikur fyrir þá bræö-
ur en þriðja sinn sem John Goodman
leikur i mynd eftir þá. Meðal annarra
leikara eru John Turturro og Steve
Buscemi sem báður eru nánast fasta-
menn hjá þeim.