Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 4
helgina
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 JLj"V
22
Buslugangur
á Tjörninni:
Alþjóðlegur
fuglaskoðun-
ardagur
Fuglavemdarfélag íslands stend-
ur fyrir alþjóðlegum fuglaskoðunar-
degi hér á landi á morgun. Dagur-
inn er haldinn hátíðlegur í tæplega
100 löndum viðs vegar um heim.
Markmið fuglaskoðunardagsins í ár
er að beina athygli fólks að þeim
fjölmörgu fuglategundum sem em í
útrýmingarhættu í heiminum.
Fuglaskoðun verður við Grafar-
vogsleiruna í Reykjavík milli kl. 13
og 16 á morgun. Þar má sjá margar
tegundir fugla s.s. vaðfugla, máfa og
endur. Fólki er bent á að koma með
sjónauka. Reyndir fuglaskoðunar-
menn verða á staðnum með sterka
sjónauka og leiðbeina fólki við
greiningu fuglanna.
Gunnella hefur tekið þátt í mörgum samsýningum en sýningin nú er fjórða einkasýning hennar.
Lúðrasveitin
Svanur
Lúðrasveitin Svanur er að
hefja sitt 68. starfsár. Sveitin er
skipuð ungu og efnilegu fólki.
Hljómsveitarstjóri er Haraldur
Árni Haraldsson. Fyrstu tón-
leikar starfsársins verða haldn-
ir á morgun kl. 16 í Leikskálum
í Vík í Mýrdal. Á efnisskránni
verður ýmiss konar létt efni
bæði íslenskt og erlent. í upp-
hafi tónleikanna verða hljóð-
færi sveitarinnar kynnt. Að-
gangur að tónleikunum er
ókeypis.
Gunnella sýnir a Garoatorgi
Myndlistarkonan Gunnella, Guð-
rún E. Ólafsdóttir, opnar mál-
verkasýningu í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar að Garðatorgi í Garðabæ
kl. 15 á morgun.
Gunnella stundaði nám í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands á ár-
unum 1974-1976 og á árunum
1983-1986 og lauk prófi þaðan úr
graflkdeild.
Fyrstu árin voru flest verk hennar
grafík- eða silkiþrykksverk en hin
síðari ár hefur hún snúið sér að
olíumálverkum. Á sýningunni eru
um 20 olíumálverk sem máluð eru
á síðastliðnum tveimur árum.
Lamba- og
selskinn
er.
Listakonan Ólöf Matthíasdóttir
opnar í dag sýningu á leöurfatnaði
og ýmsum smávörum úr leðri í
Galleríi Handverks og hönnunar að
Amtmannsstíg 1. Ólöf lærði skinn-
fatatækni í Svíþjóð en að námi
loknu hefur hún rekið litla sauma-
stofu á Akureyri. Helsta
hráefnið sem hún notar er
íslenskt lambaskinn,
mokka- og selskinn. Þetta
er fyrsta einkasýning
Ólafar. Sýningin er opin
virka daga frá þriðju-
degi til föstudags milli
kl. 11 og 17 og laugar-
daga milli kl.
12 og 16.
Sýningin
stendur
til 18.
októb-
Ingibjörg Hauksdóttir viö eitt verka sinna.
Einn af furðu-
fuglum Sig-
ríöar A.E.
Nikulásdótt-
ur.
Þræðir
Ingibjörg Hauksdóttir opnar sýn-
ingu á olíumálverkum í Gallerí Fold
við Rauðarárstíg á morgun. Sýning-
in ber heitið Þræðir.
Ingibjörg er fædd árið 1961. Hún
stundaði nám við Otis Art Institute
of Parsons School of Design í Los
Angeles á árunum 1984-1986, Lag-
una Art Institute í Kaliforníu áriö
1986-1987 og Myndlista- og handíða-
skóla íslands frá 1988 til 1992. Ingi-
björg var einnig gestanemi við
Listaskólann í Þrándheimi árið
1991. Sýningin nú er fjórða einka-
sýning hennar en hún hefur einnig
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
í kynningarhorni gallerísins sýn-
ir Ása K. Oddsdóttir vatnslitamynd-
ir úr gamla Iðnó.
Ása er fædd árið 1945. Hún lauk
kennaraprófi í myndmennt frá
Myndlista- og handíðaskóla íslands
árið 1968. Hún hefur síðan þá sótt
ýmis námskeið í Myndlistarskólan-
um í Reykjavík og listaskólum í
Bandarikjunum. Sýningamar
standa til 19. október. Galleríið er
opið virka daga milli kl. 10 og 18,
laugardaga mUli kl. 10 og 17 og
sunnudaga milli kl. 14 og 17. -glm
Furðufuglar
Myndlistarkonan Sigríður Anna E. Nikulásdóttir
opnar sýningu á morgun kl. 15 í Stöðlakoti, Bókhlöðu-
stíg 6. Á sýningunni em grafíkmyndii-, unnar með
ætingu og blandaðri tækni. Sýningin ber yfirskriftina
Furðufuglar. Sigríður Anna stundaði nám við Mynd-
listarskólann í Reykjavík og Myndlista- og handiða-
skóla Islands á áranum 1989-1992. Hún hefur tekiö
þátt í fjölda samsýninga en þetta er fyrsta einkasýn-
ing hennar. Sýningin í Stöðlakoti stendur til 19. októ-
ber og er opin milli kl. 14 og 18. -glm