Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Síða 9
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
HLJÓMPLMU
Ýmsir flytjendur - Megasarlög
Megnið í flokki meistarans ★★★
Flestir aðdáendur Megasar myndu líklega segja aðskilnað verka hans
og flutnings ómögulegan, jafnvel til ónýtis. Við áheyrn þessarar plötu
yrðu þeir hinir sömu að viðurkenna að Megas hefði jafhvel „meikað
það“ sem laga- og textasmiður eingöngu.
Platan Megasarlög hefur að geyma 14 tón- og textasmíðar „meist-
arans“ í útsetningum nýrrar kynslóðar tónlistarmanna. Útgáfa plötunn-
ar er frábært framtak sem sýnir enn eina hliðina á þessum alhliða lista-
manni. Útsetningarnar eru að vísu misjafnar, en þegar á heildina er lit-
ið er þessi plata jathgóð viðbót í Megasarsafnið og hún er góð byrjun á
hinu sama.
Jóhann Jóhannsson er atkvæðamesti útsetjari safnsins. Hann útset-
ur ljúfmannlega fyrir Pál Óskar lagið Sennilega það siðasta (sem vík-
ingurinn mælti um eða eftir dauða sinn) og fyrir Emilíönu Torrini lag-
ið Tvær stjörnur, sem bæði breyta hrjúfu yfirbragði „meistarans“ í
yndisfagrar laglínur og má segja að í raun séu þama á ferðinni hjarta-
bræðandi popplög. Jóhann útsetur Paradísarfuglinn fyrir Funkstrasse ágætlega. Asamt Pétri Hallgrímssyni
(sem útsetti einnig lag Páls Óskars) gerir Jóhann lagið „Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig“ að sérdeil-
is grípandi popplagi í flutningi sveitar sinnar Lhooq.
Magga Stína er Megas kvenþjóðarinnar og útsetur og flytur lagið Aðeins eina nótt mjög skemmtilega
ásamt Valgeiri.
Verðlaunin „Endurútsetning plötunnar" fara til Sölva Blöndal og félaga hans í Quarashi fyrir óskiljanleg-
an Krókódílamann. í raun má segja að hér sé á ferðinni meiri endurgerð en endurútsetning Quarashi til
framdráttar. Þessi unga rappsveit er nýtt afl í íslensku tónlistarlífi og við miklu að búast þegar breiðskífa
lítur dagsins ljós fyrir þessi jól.
Aðrar góðar útsetningar plötunnar eru t.d. útsetning Curver á laginu Mæja, Mæja (ýlfrandi gítarar og
trommuheili) og útsetningar Dr. Gunna, Ó Jónson og Grjóna (pínu Urge Overkill) og PPPönk.
Vonbrigði mín eru hins vegar bundin við útsetningar Kolrössu krókríðandi, Ununar og Botnleðju. Allar
þrjár hljómsveitirnar völdu sér lög sem Megas toppaði í eigin flutningi og verða því miður ekki betrumbætt,
allavega ekki með einfóldunum. Ástæða vonbrigðanna er einnig sú að þessar hljómsveitir hcifa allar gert
frábæra hluti á eigin vegum og halda því vonandi áfram. Spáðu í mig, Heilræðavísur og Reykjavíkurnætur
hefðu því mátt halda upprunalegri mynd.
Stefán Ingólfsson á sérstakan heiður skilinn fyrir að halda utan um þennan hóp tónlistarmanna, en Stef-
án hefur verið nefndur gúrú hins íslenska tónlistariðnaðar, jafnvel þótt hann sé jafn ósýnilegur almenningi
og raun ber vitni.
Mergurinn málsins er: Ekki fullkomin, en ómissandi í íslenska plötusafnið!
Guðjón Bergmann
Stuðmenn - Ærlegt sumarfrí
Að skemmta sjálfum sér og öðrum ★*★
Það er ekkert vafamál að Stuðmenn er einhver albesta og vin-
sælasta hljómsveit sem við íslendingar höfum átt. Stuðmenn er líka
sú hljómsveit sem á lengstan og farsælastan feril. Eftir þá liggja mörg
lög sem þegar eru orðin klassísk í íslenskri poppsögu, auk þess sem
þeir léku í og gerðu vinsælustu íslensku kvikmyndina frá upphafi,
Með allt á hreinu. í framvarðasveit Stuðmanna voru lengstum Egill
Ólafsson, Jakob Magnússon og Valgeir Guðjónsson og voru þeir allir
til staðar þegar Grái fiðringiu-inn og í góðu geimi komu út 1983 og
1985, en af þessum tveimur plötum eru lög tekin á Ærlegt sumarfrí
sem nýkomin er út. I tilefni útkomunnar komu Stuðmenn saman eft-
ir fimm ára hlé, hljóðrituðu eitt lag og léku á einum dansleik og fóru
síðan aftur í frí.
Ærlegt sumarfrí er heiti plötunnar og er einnig heiti á því eina lagi
sem nýtt er á plötunni. Aldrei þessu vant er ekki um frumsmíð að
ræða, heldur hafa þeir félagar dustað rykið af gamla smellinum Old Devil Moon, hafa að fyrirmynd vinsæla
útsetningu Louis Prima og Keely Smith á þessu lagi og eru Egill Ólafsson og Ragnhildur Gisladóttir í hlut-
verkum þeirra. Oftast hafa Stuðmenn gert betur og er satt best að segja lítill veigur í þeim í þessu lagi.
Á Ærlegt sumarfrí eru lög sem þjóðin þekkir, eins og Það jafnast ekkert á við jazz, Segðu mér satt,
Búkalú, Ástardúett, íslenskir karlmenn, Blindfullur og Úti i Eyjum, allt stórskemmtileg lög sem yfirleitt
hafa elst vel. Þama er einnig að finna lög sem hafa lítið heyrst, en eru einnig ágæt laga- og textasmíð. Er
þar eftirminnilegast gott lag Valgeirs Guðjónssonar, Bréf til Báru, og hið stórskemmtilega Úfó. Þess má geta
að gestatrommari á Bréf til Báru er enginn annar en Vinnie (Vince) Colaiuta, sem heillaði áhorfendur í
Laugardalshöllinni þegar hann spilaði með Sting í sumar.
í heild er Ærlegt sumarfrí góð skemmtun, textarnir eru leiftrandi af húmor, söngur góður og lögin mörg
hver sérlega vel samin.
Hilmar Karlsson
Björk - Homogenic
Eigi skal festast ★★★★
Framsækni, dirfska og hugmyndaauðgi einkenna þessa nýjustu
plötu Bjarkar öðru fremur. Á köflmn má meira að segja fúllyrða að
hún áreiti hlustandann þegar allt ætlar um koll að keyra, hvort held-
ur sem er rödd söngkonunnar, torkennilegur ómstriður skarkali
hljóðgervilsins eða firnahraður ásláttur trommuvélarinnar.
Homogenic er engin partíplata, tónlistin eins fjarri okkar landlæga
sjúddirarirei eins og hægt er að komast. (Sú spuming vaknar reynd-
ar I þessari andránni hvort það sé kannski vort landlæga sjúddirari-
rei með viðeigandi metnaðarleysi sem sé að drepa íslenska dægurtón-
list. Sköpunin hafi verið lögð á hilluna fyrir fullt og fast hjá þorra tón-
listarmanna.) Björk vinnur auðheyrilega að því hörðum höndum að
festast ekki í neinu fari sem velgengni platnanna Debut og Post hefði
auðveldlega getað skapað. Fyrir vikið verður uppskeran ennþá bragð-
meiri en ella hefði orðið.
Lögin á Homogenic eru vitaskuld misaðgengileg. Pluto og All Is Full of Love eru tormeltust. Bachelor-
ette á áreiðanlega eftir að hafna á smáskífu áður en langt um líður, enda aðgengilegasta lag plötunnar.
Björk valdi Jóga sem fyrsta smáskífulag Homogenic, alls ekki sísta kostinn, en óneitanlega minnir valið á
það þegar Mark Knopfler átti kvölina og völina er platan Love over Gold kom út. Jóga venst hins vegar vel
eins og Private Investigations forðum og ekki spillir vandað myndband sem gefur til kynna að Björk eigi
langt í land með að rífa þjóðerniskenndina úr hjarta sér.
Til undantekninga heyrir að fjallað sé um umbúðir platna í umsögnum DV og þá helst ef þær þykja sér-
lega hraklega unnar. Frágangur umbúða plötunnar Homogenic er hins vegar til einstakrar fyrirmyndar,
raunar listhönnun á því sviði. Ásgeir Tómasson
_________aj tónlist 27
Mariah
Carey
- vinsælasta söngkona áratugarins
Nýjasta plata bandarísku söng-
konunnar Mariah Carey heitir Butt-
erfly og kom út fyrr i haust. Nokkru
fyrir útkomuna var byrjað að ræða
um að ekki stæðu eingöngu yfir
stórbreytingar í einkalífi söngkon-
unnar. Hún væri einnig að feta sig
inn á nýja stigu í tónlistinni.
„Það held ég að sé nú nokkuð orð-
um aukið," sagði hún þegar nýja
platan var kynnt á blaðamanna-
fundi i New York á dögunum. „Mér
finnst ég alls ekki vera að skipta um
stil og vil ekki að fólk haldi að ég sé
að færa mig yfir á vinstri kantinn ef
því finnst að ég hafi haldið mig á
þeim hægri til þessa.“
Á Butterfly eru tólf lög. Tíu
þeirra eru róleg. Honey heitir lagið
sem var notað sem aðallag á fyrstu
smáskífuna og það fór rakleiðis í
efsta sæti bandaríska vinsældalist-
ans þegar það kom út. Hið sama
gerðist þegar hún sendi frá sér plöt-
una Daydream fyrir tveimur árum.
Sjö milljónir eintaka seldust af
henni og þrjú lög í röð með Carey
náðu þá efsta sætinu, það er að
segja lögin Fantasy, One Sweet Day
og Always Be My Baby.
Ýmsir þekktir tónlistarmenn taka
þátt í gerð plötunnar Butterfly,
þeirra á meðal nokkrir kunnir úr
hip hop tónlistinni, svo sem Combs,
Dru Hill og liðsmenn úr Bone Thugs
n’ Harmony. Upptökustjórar nýju
plötunnar voru Sean „Puffy“ Combs
og David Morales. Þeir sáu síðan
um að endurhljóðblanda Honey fyr-
ir smáskífuútgáfuna ásamt
Jermaine Dupri.
Mariah Carey er orðin tuttugu og
sjö ára og tónlistarferillinn telst
hafa staðið í sjö ár. Á þeim tíma hef-
ur hún selt yfir áttatíu milljón ein-
tök af plötum sínum og talsmaður
útgefandans, Tommy Mottola, fram-
kvæmdastjóri Sony, segir að það
geri hana að vinsælustu söngkonu
Mariah Carey: Lag hennar, Honey,
fór beint í efsta sæti vinsældalista í
Bandaríkjunum.
tiunda áratugarins. Þau tvö hafa
reyndar verið gift síðustu ár en til-
kynntu fyrir nokkrum vikum að
þau væru skilin að borði og sæng.
Mottola var eigi að síður viðstaddur
þegar útgáfa Butterfly var kynnt og
virtist fara vel á með þeim.
„Auðvitað höldum við áfram að
tala saman þótt ýmislegt hafi breyst
hjá okkur í einkalífinu," sagði Mar-
iah Carey við það tækifæri. „Við
tökumst á við það eins og fullorðið
fólk.“
Myndband við lagið Honey sýnir
þegar Mariah Carey sleppur á hrott
ffá tveimur svartklæddum körlum
og stingur sér til sunds í Karíbahaf-
ið. Ýmsir hafa túlkað söguþráðinn
þannig að þar sé Carey að losna frá
Tommy Mottola og Sony en hún seg-
ir slíka túlkun af og frá.
„Mig langaði bara að fara í smá
James Bond-leik í myndbandinu.
Við tókum þaö upp við Puerto Rico
og það er ekkert táknrænt við sögu-
þráð þess. Bara ég að leika mér.“
10. nóvember kemur út smá-
skífa frá hljómsveitinni Pulp
með laginu Help the Aged (hjálp-
um öidruðum). Hljómsveitin ætl-
ar að gefa stóran hluta ágóðans
af þessu lagi til átaks sem ber
sama nafn og lagið. í texta lags-
ins, sem aö sjálfsögðu er samið
af Jarvis Cocker, segir meðal
annars að ekki eigi að setja gam-
alt fólk inn á elliheimili heldur
eigi að hjálpa því. Þaö sé lítið
gaman fyrir þetta fólk að vera
skilið eitt eftir. Betty McBride
sem er einn af aðstandendum
átaksins segir það mjög gott að
hljómsveitin hafi hugsað til
þeirra og ekki síöra að hún hafi
samið lag um þetta mál.
Einhver orðrómur hefur verið
á kreiki um aö markaðsdeild Is-
land-plötutyrirtækisins, sem gef-
ur lagið út, hafi selt smáskífúna
í sérstökum verslunum sem
starfræktar era í tilefni af átak-
inu. Aldraðir eiga að fá sérstak-
an afslátt af laginu. Þetta hefur
ekki fengist staðfest. Hins vegar
upplýstu forsvarsmenn átaksins
að Jarvis Cocker væri fyrsti
listamaöurinn sem lýsti opinber-
lega yfir stuðningi við átakið.