Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 ic ★ var náð keypti móðir hennar handa henni almennilegan gítar. í fyllingu tímans flutti Meredith sig frá Oregon suður til Kaliforníu, nánar tiltekið til Los Angeles. „Það er svo lítið af plötufyrirtækjum heima í Oregon,“ segir hún. „Ég var búin að gera eitthvað af plötum og gefa út hjá óháð- um, litlum fyrirtækjum og langaði til að at- huga hvort ég gæti ekki náð lengra ef ein- hver af þeim stóru vildi gefa út lögin mín.“ Meredith lék í þrjú ár með kvennasveit- inni The Graces og þegar hún var búin að fá nóg af vistinni þar ákvað hún að reyna fyr- ir sér upp á eigin spýtur. Capitol var tilbúið að gefa út með henni plötu og sú kom út í vor, platan Blurring the Edges. Meredith Brooks samdi öll lög plötunnar, ýmist ein eða í samvinnu við aðra. Hún sér um allan sönginn og leikur einnig á gitar. En hvort skyldi hún líta frekar á sig sem gítarleikara eða söngvara? „Æ, ég er fyrst og fremst að segja sögur,“ svarar hún. „Ég get ekki aðskilið það tvennt ____________að spila á gítar og syngja. Hvort fylgir hmu. Ég get reyndar ekki sungið án þess að spila á gítarinn en ég get spilað án þess að syngja. Ég hef hvorki lært að spila né syngja og hvort tveggja hefur þróast einhvern veginn með stuðningi hvort annars.“ Fyrirmyndirnar Meredith Brooks segist ávallt hafa litið upp til Chrissie Hynde þegar hún var að leita að sjálfri sér sem tón- listarmanni. „Og mér finnst hún meiri háttar enn þann dag í dag,“ segir hún. „Hún hefur auðvit- að elst og eignast menn og börn en þrátt fyrir það er hún enn þá verðugur fulltrúi rokktónlistarinnar og hefur heilmargt að segja. Þannig vonast ég til að verða. Mér finnst ég hafa heilmikið að segja i dag og vona að þannig verði það áfram." 1 ínlist 29 Þotuliðið í Borgarnesi Danshljómsveitin Þotuliðið mun leika fyrir dansi í Búðarkletti í Borgamesi í kvöld og annað kvöld. Léttir sprettir í Kringlukránni Hljómsveitin Léttir sprettir mun leika í Kringlukránni í kvöld og annað kvöld. í Leikstofunni mun Viðar Jónsson trú- bador leika fyrir gesti. Sniglabandið á ferð í kvöld verður Sniglabandið á Langa- sandi á Akranesi með fyrsta dansleik mánaðarins. Annað kvöid munu þeir hins vegar leika fyrir dansi á Hótel ís- landi að lokinni sýningu á Braggablús. Kirsuber í Gjánni Hljómsveitin Kirsuber leikur í Gjánni á Selfossi annað kvöld. Hljómsveitina skipa Örlygur Smári, Bergþór Smári, Stefán Sigurðsson, Ingvar Lundberg og Tómas Jóhannesson. Upplyfting í Danshúsinu I kvöld mun hljómsveitin Upplyfting spila í Danshúsinu ásamt Ara Jónssyni. Bylting á Amsterdam Hljómsveitin Bylting frá Akureyri skemmtir gestum á Kaffi Amsterdam í kvöld og annað kvöld. ( i ( ( I < Bandaríska söngkonan Meredith Brooks sló í gegn hér á landi og víðar síðastliðið sumar með lagið Bitch. Því fylgdi hún síðan eftir með tólf laga plötu upp á gamla móð- inn. Sú heitir Blurring the Edges eða Brún- irnar sljóvgaðar og er öfugmæli. Frk. Brooks er nefnilega alls ófeimin við að fjalla um það sem henni liggur á hjarta i opinská- um textum. Hún er svo sem ekkert tiltakan- lega reið en segir skoðanir sínar umbúða- laust. „Ég er svo heppin að geta séð hlutina í heild sinni og þaö nýtist mér þegar ég er að semja textana mína,“ segir Meredith Brooks. „Þeir eru allir um mig og síðan bæti ég við einu og öðru um fólkið sem ég um- gengst. Ég var í kvennahljómsveit í þrjú ár og maður hefði haldið að sjóndeildarhring- urinn þrengdist við slíkar aðstæður. En eft- ir að samstarflnu lauk komst ég að raun um að ég sá heiminn með sama hætti og annað fólk. Við lifum öll ósköp svipuðu lífi þegar upp er staðið. Við erum kannski ekki öll í sama leikritinu í einu eða sama kaflanum í bókinni en við erum öll að upplifa skylda hluti." Byrjað í leikskóla Erfitt er að tímasetja hvenær tónlistarferiil Meredith Brooks hófst. Hún söng eigin lög strax í leik- skóla heima í Or- egon og orti við þau texta um stóra úlfa og þess hátt- ar. Þegar stóra systir hljópst að heiman tók Meredith gítarinn hennar og einsetti sér að ná að minnsta kosti jafn góðum tök- um, og helst betri, á hljóðfærinu og eig- andinn hafði gert. Þegar þeim áfanga Meredith Brooks: Hún byrjaöi aö syngja eigin lög í leikskólanum. Sigga, Grátar og Inga Eydal í kvöld verður No Name-glæsikvöld á Kaffi Akureyri þar sem boðið er upp á mat, skemmtun og tískusýningu. Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson leika fyr- ir dansi. Annað kvöld verður hins vegar dansleikur þar sem hljómsveit Ingu Ey- dal & co. leikur. Sigríöur Beinteins skemmtir ásamt Grét- ari Örvarssyni á Kaffi Akureyri í kvöld. Braggablús, söngbók Magnúsar Eiríks- sonar, verður sýndur á Hótel íslandi ann- aö kvöld. Braggablús Magnúsar Vegna fjölda áskorana verður Bragggablús, söngbók Magnúsar Eiríks- sonar frá síöasta vetri, sýnd á Hótel ís- landi annað kvöld. Flytjendur eru Bjarni Arason, Pálmi Gunnarsson, Ellen Krist- jánsdóttir og íris Guðmundsdóttir. n e i fcL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.