Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 JJí"V
Islenska leik-
húsið er eitt
þriggja leikhúsa
sem frumsýna
verk sín um
helgina. íslenska
leikhúsið mun
frumsýna nýtt
íslenskt verk á
morgun. Verkið
ber heitið
Draumsólir
vekja mig. Höf-
undur og leik-
stjóri verksins
er Þórarinn Ey-
tjörö. Þetta er
þriðja leikstjórn-
arverkefni Þór-
arins fyrir ís-
lenska leikhús-
ið. Hann á
einnig að baki
fjölda annarra
leikstjórnar-
verkefna. Hann
leikstýrði m.a.
Hinu ljúfa lífi
sem nú er sýnt í
Borgarleikhús-
inu.
Draumsólir
vekja mig er
byggt á skáld-
verkum Gyrðis
Elíassonar.
Verkið er unnið
upp úr þremur bókum Gyrðis: Svef-
hjólinu, Gangandi íkoma og Bréf-
bátarigningunni. Auk þess hefur
höfundur verksins sótt efnivið í ljóð
og smásögur Gyrðis. Með þeim
hætti reynir höfundurinn að spanna
saman hina ólíku heima verksins.
Höfundur búninga er Linda B.
Árnadóttir. Hún er mörgum íslend-
ingum kunn því hún sigraði í al-
þjóðlegri fatahönnun-
arkeppni á vegum
Smirnoff árið 1995.
Linda hefur verið
búsett í París síð-
astliðin tvö ár
þar sem hún hef-
ur verið við nám
og störf. Auk
þess hefur hún
unnið fyrir fjöld-
ann allan af öðram
leikhópum og við
myndbönd fjöllista-
hópsins Gus-gus.
Frumsýningin á
Draumsólunum hefst
kl. 17 á morgun í Hafn-
arfjaröarleikhúsinu á
Vesturgötu 11 í
Hafnarfirði.
glm
Draumsólir vekja mig eftir Þórarin Eyfjörð.
íjölbreyttan hugmyndaheim skáld-
verkanna.
Tónlistin skipar stóran þátt í
verkinu. Hjálmar H. Ragnarsson
tónskáld samdi tónlistina fyrir sýn-
inguna og um flutning hennar sér
finnski harmoníkuleikarmn Tatu
KantomEia.
Hlutverk hljóðfæraleikarans er
ekki einungis að spila undir í sýn-
ingunni heldur leiðir hann áhorf-
endur í gegnum söguna og tengir
Þórarir
Eyfjörö.
T .
-s
V-
Verk eftir Birgittu Silverhielm.
Listahópurinn
Target
Listahópurinn Target mun opna
sýningu í Norræna húsinu á morg-
un kl. 15.
Targethópurinn samanstendur af
sjö ungum listamönnum frá Islandi,
Sviþjóð, Noregi og Danmörku. Þeir
heita Birgitta Silverhielm, Brynhild
Bye, Magnea Ásmundsdóttir, María
Friberg, John Öyvind Eggersbö, Sol-
veig Birna Stefánsdóttir og Tor-
björn Skaarild. Listamennimir hafa
búið saman í listamiðstöðinni í
Straumi við Hafnai-fjörð undan-
farna tvo mánuði. Þar hafa þeir
unnið að þessarri sýningu sem mun
einnig verða haldin í Stokkhólmi,
Ósló og Þrándheimi.
Verkefniö er styrkt af Norrænu
ráðherranefndinni og Stokkhólms-
borg sem verður lista- og menning-
arborg Evrópu 1998.
Ævintýrablær á verkum Gyrðis
Þórarinn Eyfjörð er bæði
handritshöfundur og leikstjóri
verksins Draumsólir vekja mig.
Aðspurður um af hverju hann
hafi valið að skrifa leikverk
byggt á verkum Gyrðis Elías-
sonar segir hann: „Verk Gyröis
hafa á sér mjög sérstakan ævin-
týrablæ. Textinn er mjög sér-
stakur og myndrænn. Mig lang-
aði einfaldlega að prófa að
vinna með texta Gyrðis á leik-
sviðinu."
Þórarinn seglr verkið vera
hugsaö fyrir alla fullorðna en
ekki neinn ákveðinn hóp. „Ég
vona að verkið geti staðið eitt og
sér og fólk geti notið þess þótt
það þekki ekki verk Gyrðis.
Hins vegar vona ég einnig að að-
dáendur verka Gyrðis mæti á
sýninguna og fái þar innsýn inn
í verk hans.“
Eins og áður sagði er Þórar-
inn bæði höfundur handrits og
leikstjóri verksins. „Það mæðir
óneitanlega mikið á manni
þessa dagana og sólarhringur-
inn er alltof stuttur. í sjálfstæð-
um atvinnuleikhúsum eins og
íslenska leikhúsinu vinna fáar
hendur öll verkin þannig að
álagið er óneitanlega mikið.“
Aðspuröur um hvort það geti
ekki verið faglega erfitt að vera
bæði handritshöfundur og leik-
stjóri svarar Þórarinn því neit-
andi og segir: „í raun og veru
má segja að ég leggi fram hand-
ritið sem eins konar tillögu að
verkinu. Síðan er það í stöðugri
endurskoðun við vinnslu verks-
ins og það er mikil samvinna
milli min og annarra sem koma
að verkinu, s.s. leikara og tón-
skálds.“
En hvað tekur við eftir frum-
sýningu Draumsólanna? „Ég er
með nokkrar hugmyndir á
teikniborðinu en núna ætla ég
að eyða meiri tíma með fjöl-
skyldunni sem hefur litið séð af
mér að undanfornu. Samt sem
áður hefur vinnan við þetta
verk verið mikið og skemmti-
legt ævintýri." -glm
1» utn helgina_______________________________________________
Islenska leikhúsið:
Draumsólir vekja
mig