Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1997, Blaðsíða 5
JDV FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
19
ir~*
um helgina
** *
Leikfélag Akureyrar frumsýnir í
kvöld á Renniverkstæðinu við
Strandgötu leikrit Jökuls Jakobs-
sonar, Hart í bak. Leikritið er næst-
fyrsta leikrit Jökuls sem sett var á
svið en það var frumsýnt hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur í nóvember árið
1962. Á frumsýningu LA í kvöld
verða því liðin tæp 35 ár frá því
þetta leikrit skipaði Jökli á bekk
með fremstu leikritaskáldum ís-
lendinga.
Sýningar Leikfélags Reykjavíkur
á Hart í bak urðu 205 talsins á þrem-
ur leikárum og sagan um Jónatan
strandkaptein, Áróru spákonu, dótt-
ur hans, og strákinn Láka, auk Ár-
dísar, stúlkunnar ungu að austan,
er enn jafnhrifandi og hún var fyrir
35 árum.
Texti Jökuls er leiftrandi íyndinn
og hnitmiðaður en undir hnittinni
er sár broddur sem gæðir leikrit
hans sönnu lífi. „Sviðið er húsaport
í Vesturbænum nálægt höfninni"
eins og segir í lýsingu Jökuls á
sviðsmynd leikritsins Hart í bak. í
hrörlegu húsi á þessum slóðum búa
aðalpersónur leikritsins og berjast
við að lifa þrátt fyrir brogaða fortíð.
Árdís, unga stúlkan að austan, kem-
ur eins og hlýr sólargeisli inn í
kaldranalegan heim Láka Áróru-
sonar og Finnbjörn skransali berst
við að ná valdi á æskuástinni sinni,
Áróru Jónatansdóttur. Stígur skó-
smiður og trúboði er nágranni
Áróru og Jónatans. Honum er vel
ljóst hve blóðhiti Áróru er mikið
vatn á myllu safnaðar hans en sjálf-
ur óttast hann ástríður spákonunn-
ar svo að samskipti þeirra verða á
köflum hin kátlegustu. Pétur kenn-
ari gegnir einnig mikilvægu hlut-
verki í mósaíkmyndinni sem Jökull
dregur upp af lífi persóna sinna, Halldór Gylfason og Marta Nordal í hlutverkum Láka og Árdísar.
mynd sem ns hæst í lokaatriði leik-
björg Thoroddsen verður i hlut-
verki Áróru spákonu, dóttur hans.
Halldór Gylfason, nýútskrifaður úr
Leiklistarskóla íslands, fer með
hlutverk Láka og Marta Nordal leik-
ur Árdísi. ! öðrum hlutverkum eru
Hákon Waage, Þráinn Karlsson,
Marinó Þorsteinsson, Agnes Þor-
leifsdóttir, Eva Signý Bergs og Ólaf-
ur Sveinsson. Leikstjóri er Eyvind-
ur Erlendsson, Halhnundur Krist-
insson gerir leikmynd í samvinnu
við leikstjórann og Jóhann Bjami
Pálmason hannar lýsingu. -gk
ntsins. er það Sigurður Hallmarsson sem
I sýningu Leikfélags Akureyrar leikur Jónatan skipstjóra og Guð-
Ástarsaga úr
fjöllunum
Brúöubíllinn gleöur yngstu kynslóöina.
Brúðubíllinn
í Gerðubergi
Nú stendur yfir í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi ljós-
myndasýning norrænna bama
sem ber heitið Að skapa í og með
náttúrunni. Sýningunni lýkur um
helgina og af því tilefni verða ýms-
ar uppákomur fyrir börn. Börnun-
um gefst kostur á að byggja sitt
eigið umhverfislistaverk auk þess
sem Brúðubillinn kemur í heim-
sókn.
Á veggjum Gerðubergs verða til
sýnis gamlir kunningjar úr
Brúðubílnum og Stundinni okkar.
Auk þess verða sýnd. leikritin í
Dúskalandi og Bimm-bamm. Sýn-
ingarnar verða á morgun og á
sunnudaginn. Báðar sýningarnar
hefjast kl. 14. Miðaverð er 500
krónur.
í leikritunum koma fram yfir
fimmtíu brúður af öllum stærðum
og gerðum, allt frá litlum hanska-
brúðum upp í stórar brúður sem
leikararnir klæðast. Þar má m.a.
nefna trúðinn, Dúsk, refinn,
úlfinn, krókódílinn, vatnahestinn
Rósa og marga fleiri. Ekki má
gleyma Lilla litla apa sem alltaf
vill vera með. Sýningin tekur eina
og hálfa klukkustund. Hvort leik-
rit fyrir sig inniheldur litla leik-
þætti, söng og sögur.
Það er gleðin sem ræður ríkjum
á sýningum BrúðubUsins en þar
er einnig ýmislegt fróðlegt að sjá.
-glm
Möguleikhúsið við Hlemm
sýnir á sunnudaginn kl. 15
barnaleikritið Ástarsögu úr
fjöllunum. Það mun vera 155.
sýning á leikritinu sem hefur
verið sýnt í leik- og grunn-
skólum landsins að undan-
fómu.
Leikritið er byggt á sam-
nefndri sögu Guðrúnar Helga-
dóttur. Þar segir frá
tröllskessunni Flumbru,
strákunum hennar átta og ást-
inni í fjöllunum. Þetta er
einnig saga af landinu okkar
og leyndardómum þess. I leik-
ritinu fléttast saman leikur
leikara og leikbrúða auk þess
sem tónlist skipar veglegan
sess. Sýningin er ætluð böm-
um á aldrinum tveggja til sjö
ára.
Leikstjóri er Stefán Sturla
Sigurjónsson. HLín Agnars-
dóttir hannaði leikmynd.
Björn Heimir Viðarsson
samdi tónlistina og söngtextar
eru eftir Pétur Eggerz. Leikar-
ar em Pétur Eggerz og Mar-
grét Kr. Pétursdóttir. -glm
Þessi brúöa er ekki beint frýnileg.
SCÍRSCI IRSKI PUB f € V R Ó P U
Kringlunni 4
Föstudags- ojj;
laugardagskvöld
10. otr 1 1. okt.
östudairs
tugardagskvöld
KARMA
liiukasalir fast k igdii jyrir allai iififuikonmi s..s
ajma’lisvcisliti og fyrirlcstra. l'antit) i siina SS.S •/6(>'/