Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1997, Page 9
JL*"V FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
HLJÓMPLjíTU
Dee Dee Bridgewater - Dear Ella itkirk
Ella Fitzgerald er trúlega
frægust allra söngkvenna sem
fengist hafa við djasstónlist,
mikill listamaður sem hefur
haft gífurleg áhrif á söngkon-
ur af öllu tagi. Það kemur
ekki á óvart að það skuli
einmitt vera Dee Dee
Bridgewater sem fyrst djass-
söngkvenna sendi frá sér
hljómdisk til heiðurs Ellu
heitinni. Dee Dee hefur mikið
starfað í Evrópu, aðallega þó í
Frakklandi og á tónleikum
hefur hún flutt efni til heiðurs
Ellu með gítarleikaranum Joe Pass og bassaleikaranum, og fyrr-
um eiginmanni Ellu, Ray Brown. Hún er afskaplega lífleg söng-
kona, ágæt spunakona og á hægt með að fara í fótin hennar Ellu
t.d. með „scat“ söng (það má kannski kalla þetta að „skattaleggja"
lögin). Hún apar þó ekki eftir, gerir þetta eftir sínu höfði en sú
gamla er samt nálæg í minningunni.
Undirleikur er í sumum tilfellum í höndum stórrar hljómsveit-
ar og í öðrum er það big band, kombó eða tríó og i einu tilviki
dúett með gítarleikaranum Kenny Burell, þar sem þau Dee Dee
flytja prýðilegt lag hans og texta „Dear Ella“. Annars eru þetta
mest þekkt lög sem Ella gerði fræg á sínum langa söngferli. Marg-
ir kunnir hljóðfæraleikarar koma við sögu, m.a. Grady Tate, Ray
Brown og píanistinn Lou Levy. Útsetjarar eru Slide Hampton,
Cecil Bridgewater og John Cleyton. Upplagður diskur fyrir aðdá-
endur Ellu og einnig þá sem ekki hafa enn þá kynnt sér hina frá-
bæru Dee Dee Bridgewater.
Ingvi Þór Kormáksson
The Verve - Urban Hymns:
Meistaraverk ★★★★
Richard Ashcroft sýnir á
Urban Hymns að hann er
einn þessara söngvara sem þú
getur orðið háður. Platan
Urban Hymns verður að telja
meðal meistaraverka ársins
og ég er persónulega þakklát-
ur fyrir það að sveitin hélt
áfram þrátt fyrir vandamál og
örðugleika í samstarfi.
The Verve prýðir það
þrennt sem þarf til að gera
hljómsveit góða eða frábæra:
góðar lagasmíðar, frábæran
flutning og hæfílegan skammt af frumleika.
Lögin Bitter Sweet Symphony og The Drugs Don’t Work á
Urban Hymns þarf ekki að kynna en ég verð að nefna önnur frá-
bær lög eins og Sonnet, Space And Time, Weeping Willow og
Lucky Man.
The Verve hefur þroskast töluvert frá plötunni A Northern Soul
sem þó gat talist meistaraverk í hugum sumra aðdáenda sveitar-
innar. Sveitin höfðar nú til stærri hóps án þess að breyta stíl sín-
um sem er ánægjuleg þróun. Hér er yfirbragðið fágaðra og yfirveg-
aður heildarsvipur ræður ríkjum
Páll Svansson
Rolling Stones - Bridges to Babylon
Stórta'ðindalítið úr Steinaríkinu ★*★
Það er raunaleg staðreynd
en sönn að minnisstæðasta lag-
ið sem The Rolling Stones hef-
ur sent frá sér síðastliðinn
hálfan annan áratug eða svo er
gamall smellur eftir Bob Dylan,
tónleikaútgáfan af Like a Roll-
ing Stone á plötunni Stripped.
Sú tið virðist því miður vera
liðin að fjórmenningamir láti
frá sér fara lög sem verða
ódrepandi í minningunni. Hið
síðasta stóra var Start Me up.
Gamlir Steinhausar þnrfa þó
náttúrlega ekki að láta sér leið-
ast þegar þeir hlusta á Bridges to Babylon þótt á plötunni standist því
miður fátt samjöfnuð við stærstu afrek liðinna áratuga. Hafi mönn-
um líkað Voodoo Lounge og Steel Wheels er engin ástæða til annars
en að ætla að nýja platan falli í kramið. Vandamálið er bara það að
hún sker sig svo lítið frá tveimur siðustu hljóðversplötunum. Enda
læðist að manni sá grunur að útgáfa hennar sé eingöngu ástæða fyr-
ir liðsmenn Stones til að fara í enn eitt ferðalagið um heiminn og
spila gömlu smellina frá þeim dögum þegar það var óumdeilt að
hljómsveitin var sú svalasta í heimi.
Þótt fátt beri fyrir eyni á Bridges to Babylon sem reikna má með
að lifi langt fram yfir aldamót á eitt og annað eftir að skrimta í
skammtímaminninu. Má þar nefna reggaefluguna You Don’t Have to
Mean It sem Keith Richards syngur eins og honum einum er lagið.
Always Suffering hefur ágætis krók og karlremban í Too Tight minn-
ir um margt á gamla tíma. Eitt og annað til viðbótar mætti sjálfsagt
tina saman en hér skal látið staðar numið.
Ásgeir Tómasson
________________________________________________ tónlist ,
Allar stórstjörnurnar á tónlistarverðlaunum MTV-Europe 1997:
- tilnefnd sem besta söngkonan
6. nóvember verða tónlistarverð-
laun MTV afhent í Rotterdam í
Hollandi. Þeir sem koma fram eru
U2, Spice Girls. Aerosmith, Jon Bon
Jovi, Backstreet Boys, Javanotti og
Skunk Anansie. Tilnefningar hafa
þegar verið tilkynntar. Ber það
hæst fyrir okkur íslendinga að
Björk er tilnefnd sem besta söng-
konan og íslandsvinimir í Skunk
Anansie em tilnefndir til tvennra
verðlauna. Keppt er um eftirfarandi
verðlaun:
Besta hljómsveitin: Oasis,
Prodigy, Radiohead, Spice Girls og
U2.
Besti karlsöngvarinn: Babyface,
Beck, Michael Jackson, Jon Bon
Jovi og George Michael.
Besti kvensöngvarinn: Björk,
Toni Braxton, Sheryl Crow, Janet
Jackson og Madonna.
Besta rokkhljómsveitin: Aerosm-
ith, Bush, Jon Bon Jovi, Oasis og
Skunk Anansie.
Besta lagið: The Cardigans - Lo-
vefool, Hanson - MMM B P, No Do-
ubt - Don’t Speak, Puff Daddy/Faith
Evans - I’ll be Missing You og Will
Smith - Men in Black.
Besta danshljómsveitin:
Backstreet Boys, Chemical
Brothers, Daft Punk, Prodigy og
Spice Girls.
Þeir/þau sem hafa slegið í gegn:
Meredith Brooks, Hanson, No Dou-
bt, Puff Daddy og Spice Girls.
Besta rapphljómsveitin (ný verð- _
laun): Blackstreet, Coolio, Notori- ’
ous B.I.G., Puff Daddy, Will Smith.
Bestir á tónleikum (BEST LIVE
ACT) Aerosmith, Michael Jackson,
Radiohead, Skunk Anansie og U2.
Besti valkosturinn (alternative):
Beck, Blur, Prodigy, Radiohead og
The Verve.
Þessum mikla atburði verður
sjónvarpað um allan heim. Þeir sem
hafa aðgang að fjölvarpi Stöðvar 2
eða gervihnattadisk munu geta séð
dagskrána í beinni útsendingu á
MTV Europe. Þegar er uppselt á há-
tíðina.
-DVÓ/HI
Brosllirá
G-eirmandi
DV. Sauðárkróki:
„Eg held það verði gaman að
þessu. Að mínu mati er ekki lakari
tónlist á þessari plötu en þeim
fyrri en fólk metur það náttúrlega
sjálft þegar þar að kemur. Ég hef
svo sem ekki þurft að kvarta und-
an viðtökunum til þessa,“ segir
Geirmundur Valtýsson um nýju
plötuna sina, Bros, sem kemur út í
byrjun næsta mánaðar. Á Brosinu
verða 14 lög, þar af níu glæný.
„Þetta er fjölbreyttari tónlist en
á fyrri plötum mínum. Þama eru
t.d. tvö línudanslög sem Snörurn-
ar syngja með mér, sveiflur og
ballöður. Flytjendur eru fleiri en
hafa verið með mér hingað til og
ég held að þessi plata sé mjög vel
unnin,“ segir Geirmundur sem er
ánægður með árangurinn.
Auk Geirmundar sjá Ari Jóns-
son, Rúnar Júlíusson, Guðrún
Gunnarsdóttir og Snörumar um
sönginn. Jóhann Sigurðarson leik-
ari syngur eitt lag, sem og Ríó tríó.
Auk þess leikur bandarískur kán-
trígítarleikari á flestum lögum
plötunnar. Kristján Hreinsson á
langflesta textana á plötunni, 11 að
tölu. Það var Magnús Kjartansson
sem aðstoðaði Geirmund við út-
setningar og Skífan gefur plötuna
út.
Aðspurður hvort tími hefði ver-
ið kominn á þessa nýju plötu sagð-
ist Geirmundur vonast til þess að
sú yrði raunin. „Það hafa komið
plötur frá mér með tveggja ára
millibili en maður veit náttúrlega
aldrei hver er rétti tíminn í þessu.
Það er vinsælt að gefa plötur út
fyrir jólin en við ætlum að koma
þessari plötu út með fyrra fallinu
eða í byrjun næsta mánaðar. Það
er ábyggilega betri útgáfutími en
lok nóvember eins og hinar plöt-
urnar mínar hafa komiö út á,“ seg-
ir Geirmundur.
Auk nýju laganna eru á Brosinu
fjögur lög sem Geirmundur hefur
átt í dægurlagakeppni Kvenfélags
Sauðárkróks síðustu árin og end-
urgerð lags sem var á bakhlið smá-
skífunnar Bíddu við sem sló svo
rækilega í gegn sumarið 1972.
Hvetur fjöl-
skyldubændur
[JzJJjJ
Tíundu árlegu ágóðatónleik-
amir fyrir bændur (Farm Aid)
voru haldnir í Chicago um síð-
ustu helgi. Nokkrar óvæntar upp-
ákomur voru á þessari hátíð,
meðal annars tróð söngvarinn
Beck upp meö Willie Nelson og
sungu þeir saman lagið Peach
Picking Time in Georgia með
kántrísöngvaranum Jimmy Rod-
gers. Nelson er einmitt upphafs-
maöur þessara tónleika ásamt
John Mellencamp og Neil Young.
Sá síðastnefndi vakti einna
mesta athygii á þessu tónleikum
þegar hann réðst harkalega á fyr-
irtækjabændur en það kaldhæðn-
islega er að þeir framleiða mest af
þeim mat sem Bandaríkjamenn
borða. „Við höfum kraftinn og við
erum alls ekki að hætta," hrópaði
Young og síðan leiddi hann áhorf-
endaskarann i hvatningarhróp-
um þar sem öskrað var: „Fjöl-
skyidubændur, já! Verksmiðju-
bændur, nei!“
-HI