Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 hónlist Hljómsveitin Quarashi er að gefa út sína fyrstu breiðskífu á mánudaginn og af því tilefni fékk ég Sölva Blöndal f viðtal til að upplýsa alþjóð um stuttan feril þessarar stórgóðu og vinsælu hljómsveitar. Hljómsveitin er skipuð fjórum ungum mönnum, þeim Sölva Blön- dal sem forritar og trommar, auk þess að semja öll lögin, Steinari Orra sem rappar, Höskuldi Ólafs- syni sem syngur og rappar og að síðustu Richard sem er DJ sveitar- innar. Nafn sveitarinnar varð til þegar Steini rappari bjó í Bandaríkjunum og þarlendum félögum hans þótti erfitt að bera nafnið fram. Hann var því kallaður Quarashi sem Sölvi segir mér að sé í rauninni eftimafn Múhameðs spámanns. Það var vorið 1996 sem sveitin var stofnuð af Sölva og Steina. Þeir tóku þetta mátulega alvarlega, að sögn Sölva, tóku upp rapp og trommutakta en ákváðu síðan að vinna að smáskíf- unni Switchdance sem kom út fyrir jólin sama ár. Það var þá sem Hösk- uldur og Richard slógust í hópinn. Engir stjörnudraumar Switchdance var gefin út í 500 eintökum sem öll seldust upp á Hljómsveitin Quarashi er að gefa út sína fyrstu breiöskífu á mánudaginn. DV-mynd ÞÖK augabragði. „Við vissum ekki hvað var eiginlega að gerast og fengum hálfgert taugaáfall," segir Sölvi. Nú er þetta orðin eins konar cultplata og ég veit til þess að það var verið að selja hana á sjö þúsund kall!“ Þrátt fyrir þessi viðbrögð voru með- limir Quarashi með fæturna á jörð- inni. „Við vorum og erum ekki með neina poppstjörnudrauma, við vinn- um bara okkar hluti og sjáum hvað gerist næst,“ segir Sölvi. Þegar reynt er að skilgreina tón- list Quarashi kemur margt upp í hugann því ásamt hip-hopi eru greinileg áhrif rokks og fonks í tón- smíðunum, „hip- hop í harðari kant- inum,“ segir Sölvi. „Rokk-hop gætu sumir kallað það en þetta gæti allt saman breyst þegar nýja platan kemur út. Þar er til dæmis aö finna fyrsta íslenska rapplagið! Við lögð- um mikinn metnað í að hafa eitt lag á íslensku, sérstaklega fyrir okkur sjálfa, því það er mikið atriði fyrir okkur. Eins og Björk komst svo skemmtilega að orði þá er ekki hægt að tala útlensku við íslend- inga! En þegar við vorum að byrja í sveitinni var ætlunin að gera hip- hop og einu fyrirmyndimar voru erlendis frá. Þangað sóttum við líka það að gera texta á ensku, þó svo að við stefnum að því að gera meira af íslenskum textum í framtíðinni." Fyrsti rapparinn Um stefnuvalda hér heima og er- lendis segir Sölvi: „Við erum mjög ólíkir innbyrðis varðandi tónlistar- smekk en samt held ég að Public Enemy gangi yfir okkur alla. Per- sónulega get ég síðan sagt að ég leiti alltaf í íslenskt pönk, og þá sérstak- lega Ham, og Einar Örn tel ég vera fyrsta rapparann á íslandi. Þó að ég nefni Public Enemy erum við ekki pólitískir eins og þeir.“ Þeir Hösk- uldur og Steinar sjá nær alfarið um textana og Sölvi segir að eins og aðrir rapptextar fjalli þeir um dag- legt líf, það sem maður fæst við dagsdaglega, án þess að verið sé að velta sér upp úr stórum spuming- um, þó að ádeilu sé að finna inn á milli. Lagasmíðar Quarashi hefur Sölvi séð um aleinn en oft á tíðum fær hann aðra hljóðfæraleika til liðs við sig til að spila bassalínu eða þvíum- líkt. „Ég er bara einn heima og sampla og forrita og þegar heildar- mynd er svo komin á lagið er það sett á kassettu og rappararnir Steini og Höskuldur taka við.“ Ný plata Um nýju plötuna segir Sölvi: „Hún er alveg frábær, ég segi það al- veg óhræddur. Þetta er sextán laga plata og það var ekki beint létt verk að klára svo stóra plötu. Það var ekki fyrr en ég kom heim, eftir að búið var að mixa plötuna og ég spil- aði masterdiskinn, sem ég gerði mér grein fyrir að við höfðum gert frábæra plötu!“ Og undirritaður tekur undir það eftir að hafa hlust- að á nýja diskinn hjá Quarashi. Hér er á ferðinni frábært verk hjá þeim félögum. -ps Pottþétt 9: Tvær og hálf klukkustund af tónlist Stundum er talað um að fá mik- ið fyrir peninginn og óhætt er að segja að þeir sem verða sér úti um Pottþétt 9 fá mikið fyrir sinn snúð. Á tveimur geislaplötum eru hvorki meira né minna en þrjátíu og níu lög þar sem fjölbreytain er í fyrir- úmi í vali laga sem þó öll eru ætl- uð ungu kynslóðinni. Bæði er um um að ræða íslensk og erlend lög. íslensku lögin eru nánast alveg ný af nálinni og meöal flytjenda má nefna Greifana, Móu, Land og syni, Ny danska, Maus og Helga Bjöms- son sem er einn á báti i þetta skipti. Erlendu lögin eru flestöll þekkt >' og hafa risið hátt á vinsældalistum úti um allan heim að undanfómu. Ætta allir að geta fundið sitt uppá- haldslag. Meðal hljómsveita sem eiga lag á Pottþétt 9 eru Radiohead, Oasis, Steel Pulse og Texas. Einnig eiga söngkonumar Maria Montell, Diana King, Shola Ama og Paula Colem allar eiga lög á plötunni. Af þessari upptalningu má því sjá að hægt er að haída uppi heilu sam- kvæmi bara með því að setja Popp- þétt 9 í spilarann. -HK Wall of Sound Plötufyrirtækið Wall of Sound hefur getið sér gott orð fyrir ferska danstónlist. Nú stendur fyrirtækið fyrir danskvöldum í höfuöborgum víðs vegar um heiminn og um helg- ina verður fyrirtækið hér á landi. í kvöld verður danstónlist í fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn frá 20.30-23.30 og í Tunglinu frá mið- nætti til klukkan þrjú. Annað kvöld veröur síðan dans- kvöld í Dynheimum á Akureyri. Þar er aldurstakmark 16 ár. Næsta kvöld verður haldið um miðjan nóvember. -HI Reggae on lce norður í kvöld fer hljómsveitin Reggae on Ice norður til Akureyrar og mun spila í SjaUanum. Heyrst hefur að hljómsveitin taki með sér leynigest og muni hann taka nokkur lög með sveitinni. Reggae on lce verður fyrir norðan um helglna. Lífvera á Höfn Hljómsveitin Lífvera spilar á Víkinni, Höfh í Homafirði, í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitina skipa Ragnar Grét- arsson, söngvari og bassaleikari, Sigurð- m- Jakobsson sem spilar á trommur og Haraldur Gunnlaugsson á gítar. DJ Birdie í kvöld og annað kvöld verður DJ Birdie með diskótek á Kaffi Amsterdam. 8-villt á írlandi Hljómsveitin 8-villt spilar á írlandi í Kringlunni í kvöld. Annað kvöld spilar hljómsveitin á herrakvöldi hestamanna- félagsins Fáks í félagsheimilinu í Víði- dalnum. Ari Jóns og Upplyfting í kvöld og annað kvöld spila Ari Jóns- son og Upplyfting á Danshúsinu í Glæsi- bæ. Dægurlagahljómsveit Ey- jólfs Kristjánssonar Hin síkáta dægurlagahljómsveit Eyj- ólfs Kristjánssonar mun leika fyrir dansi á Ráðhúskaffi á Akureyri i kvöld og ann- að kvöld. Hljómsveitina skipa, auk Eyj- ólfs, þeir Örvar Aðalsteinsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Bergsteinn Björg- úlfsson. Danshljómsveit Eyjólfs Kristjáns- sonar verður á Ráðhúskaffi á Akur- eyri. Kirsuber á Gauknum Hljómsveitin Kirsuber leikur á Gauki á Stöng i kvöld og annað kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.