Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1997, Side 12
*26
lyndbönd
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
The People vs Larry Flynt
Klámkóngurinn Larry Flynt ****
Larry Flynt er guðfaðir og aðaleigandi klámblaðsins
Hustler, sem er sennilega eitt af þeim svæsnustu sem
seld eru í bókabúðum hér á landi. Þessi mynd rekur
æviferil hans, uppgang hans i klámiðnaðinum og sam-
band hans við eiginkonu sína, en leggur þó mesta
áherslu á baráttu hans fyrir máifrelsi sinu og stöðugum
málaferlum. Myndin kemst að þeirri niðurstöðu að
hömlur á klámi séu aðfór að tjáningarfrelsinu. Boð-
skapurinn er umdeilanlegur en mjög umhugsunarverð-
ur og settur fram á vitrænan og sannfærandi hátt. Þá
er persónusköpun með besta móti í myndinni og leik-
aramir góðir. Woody Harrelson er frábær í sínu hlutverki en best er Court-
ney Love, sem vinnur leiksigur í hlutverki Althea Flynt og verður því
ógeðslegri og aumkunarverðari sem lengra líður á myndina og persóna
hennar sekkur dýpra í eiturlyfjafikn. Aðalkostur myndarinnar er þó ein-
faldlega hversu skemmtileg hún er. Larry Flynt átti litríka ævi og það er
afar skemmtilegt að fylgjast með uppátækjum hans. Hann gaf skít í allar
viðteknar hefðir og gildi og notaði auð sinn til að koma óvinsælum skoðun-
um sínum á framfæri. Hér er miskunnarlaust gert grín að hræsnisfullum
siðapostulmn, sem er þarft verkefni á okkar tímum.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Milos Forman. Aðalhlutverk: Woody Harrel-
son, Courtney Love og Edward Norton. Bandarísk, 1996. Lengd: 124 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ
Beavis and Butt-Head Do America:
Yfirgengileg heimska
Beavis og Butt-head eru holdgervingar MTV-kyn-
slóðarinnar. Þeir fara endrum og eins í skólann en
læra aldrei neitt þar. Allur fróðleikur þeirra kemur
úr MTV. Þá dreymir um að vera eins og flotta fólkið
í MTV, en eru sjálfír allt of miklir lúðar til þess. Um
leið eru þeir gelgjustrákar hverra húmor gengur út
á kúk- og pissbrandara og dónaleg orð. Dóp, kynlif,
ofbeldi, hraðskreiðir bílar, sprengingar, hávær tón-
list og yfirleitt allt það sem þeir eru mataðir á í sjón-
varpinu er í miklu uppáhaldi hjá þeim, en þeir eru
oftast í áhorfendahlutverkinu. í byrjun myndarinnar
er þetta tekið frá þeim þegar sjónvarpinu þeirra er stolið og þeir leggja
í pílagrímsfór þvers og kruss um Bandaríkin til að leita að því. Hjóna-
komin Bruce Willis og Demi Moore ljá tveimur persónum raddir sínar
og gera það vel, en skapari þáttanna, Mike Judge, sér um flest önnur
hlutverk. Beavis og Butt-head eru snilldarleg sköpunarverk og Beavis
vinnur leiksigm- undir lok myndarinnar í Hvíta húsinu. Þessi mynd er
einfaldlega ein af fyndnustu myndum síðari ára. Margir hafa megnustu
skömm á Beavis og Butt-head, tala um ófyndinn auiahúmor og vUja
meina að þeir séu fyrir neðan virðingu hugsandi fólks. Við þetta fólk er
aðeins eitt að segja: Þið eruð lúöar!
Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Mike Judge. Aðalhlutverk: Beavis
og Butt-head. Bandarísk, 1996. Lengd: 82 min. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
StarTrek First Contact
Star Trek 2b **
Oft em góðar hugmyndir mjólkaðar vel í kvik-
myndaiðnaðinum og nokkrar framhaldsmyndir gerð-
ar, yfirleitt því lélegri sem rómverski tölustafurinn
fær hærra gUdi. Fyrir ca 30 árum hófu Star Trek sjón-
varpsþættirnir göngu sína og hafa síðan getið af sér
þrjár viðbótarseríur og aUs átta myndir. Fyrstu sex
myndimar vora með upphaflega genginu en nú eru þeir orðnir of gamlir
og þreyttir. First Contact er sem sagt önnur myndin með næstu kynslóð
Star Trek-leikara. Myndin ber upprana sinum vitni. Hún er mjög
heimskuleg og Ula leikin og i raun aðeins upphafinn sjónvarpsþáttur,
teygður upp í kvikmyndalengd og hlaðinn ágætmn tæknibreUum. Mynd-
in er þó ekki tóm leiðindi, því hún er oft ansi brosleg, sérstaklega þegar
bjartsýnisstUlinn og góðmennskan keyra úr hófi. Allir leikarar era léleg-
ir en vert er að geta skipstjórans Patrick Stewart, sem er verðugur arftaki
WUliam Shatner og toppar hann eiginlega með því að vera enn eUUegri
og enn lélegri leikari. Tryggð trekkaranna við þetta rasl er aðdáunarverð
(eöa aumkunarverð sé maður í þannig skapi).
Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Jonathan Frakes. Aðalhlutverk:
Patrick Stewart, Jonathan Frakes, Brent Spiner, Alice Krige, o.fl. Banda-
rísk, 1996. Lengd: 106 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Dangerous Ground: ..
Ice Cube í hefndarhug
Ice Cube vakti á sér athygli með leik sínum í Boyz
in the Hood, en hefur gengið upp og ofan að koma sér
á framfæri síðan. í Dangerous Ground er hann með
puttana í framleiðslunni og ræður sjálfan sig tU aö
leika aðalhlutverkið, Vusi. Vusi er s-afrískur að upp-
runa en hefur búið í Bandaríkjunum frá unglingsaldri.
Hann snýr aftur tU að vera viðstaddur útfór fóður sins
og kemst þá að því að bróðir hans er týndur. Hann hefur leit að honum og
kemst að því að hann var Uæktur í eiturlyfjaviðskipti í Jóhannesarborg.
Myndin er annars vegar að reyna að vera töff spennumynd og hins vegar
að koma háleitum boðskap á framfæri. Boðskapurinn er aUt of grunnhygg-
inn og barnalegur tU að koma að nokkru gagni og leikararnir era of lúða-
legir, eða kannski undir stjóm of lins leikstjóra, tU að vera töff. Þar fer
fremstur í flokki topplúðinn Ice Cube í sínu versta hlutverki tU þessa og
rétt á eftir kemur semUúðinn Ving Rhames í hlutverki eiturlyfjabarónsins.
Elizabeth Hurley er varla með, en aukaleikaramir era síður pinlegir.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Darrell Roodt. Aðalhlutverk: lce Cube og
Elizabeth Huriey. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Myndbandalisti vikunnar
/- rte
23. til 29.september
SÆTIj
i
1 j
2 j
j
3 j
j
4 j
5 j
j
6 j
J
- )
7 )
j
S j
j
4 J
FYRRI
VIKA
Kí
{ VIKIIR
jáLI
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
1
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
13
14
13
15 J 14
j
1S j 12
17
1S J 20
19 15
20 { Ai
TA)
j
j
j
j
j
Sfcffaa
)
WnMrajiA’ J Cm
TITILL
Englisb Patient
Vepis Vicatíen
Metre
ierry Maguire
Remee + Juliet
Star Trek: First Centact
Michael
Chest and the Darítness j eic-flvndHae j Spmm
Bloed and Wine
ÚTGEF. J TEG
Skffa
Skffta
QtanAM J *-----
eiwTBjwwwwe epwiiw
19 j j j 9 j j j j s j j j Extnme Meatures j j j Skffts j J SfMU )
11 j j Rý j j 1 j j CaspenA Spirrted Be{ÍDiii{ j j Skta j Caua
12 j j j 19 j j j 5 j j j Supercop j j j Skta J J SpMM J
19
SpaceJam
Mars Attacks!
She's the Ooe
Dansereas Greond
My Fellev Americans
High Scheel Higti
Fled
Winur Bijndjr j Gaua
Waraer aijradir j Caaua
SkSaa
Mjadfana j Sptaaa
Wara*r aiyaaGr j Gaaua
Skffaa
Wamarnvadr j Spaaaa
Það kemur fáum á óvart að óskarsverðlaunamyndin The Eng-
lish Patient skuli fara í efsta sæti myndbandalistans þessa vik-
una. Þetta er sú kvikmynd sem sló hvað eftirminnilegast í
gegn á síðasta ári og var sigurvegarinn á síðustu óskarsverð-
launahátíð. Það vekur aftur á móti athygli aö Vegas Vacation
skuli fara beint í annað sæti, aðallega vegna þess að mynd
þessi fór aldrei í kvikmyndahús hér á landi þótt hún hafi gert
það ágætt vestan hafs. Yfirleitt hafa þær myndir sem eru í
efstu sætum myndbandalistans verið sýndar í kvikmyndahús-
um og má ætla að það sé einsdæmi aö kvikmynd sem ekki
hefur verið sýnd í bíóum höfuöborgarinnar fari svona hátt í
fyrstu viku sinni á myndbandalistanum. Á myndinni eru
Chevy Chase og Randy Quaid í hlutverkum sínum í Vegas
Vacation.
English Pati-
ent
Ralf Fiennes og
Kristin Scott
Thomas.
Undir lok síðari heims-
styrjaldarinnar leita
nokkrar stríðshrjáðar
manneskjur skjóls í
gömlu klaustri í Toskana-
héraði á Ítalíu. Allar leit-
ast þær við að græða sár
sín og finna frið, hver á
sinn hátt. Við hverfum
aftur til fortíðar, kynn-
umst sandbreiðum Sa-
hara-eyðimerkurinnar
þar sem nokkrir menn
vinna að því að kortleggja
svæðið og finna merka
staði. í öllum hitanum og
ringulreiðinni kviknar
ást sem á eftir að hafa af-
drifaríkar afleiöingar.
Þungamiðja myndarinnar
er þó alltaf enski sjúkling-
urinn, dularfullur og
óþekkjanlegur.
54 ” «
' ' Va catioN
■r)
Vegas Vacation
Chevy Chase og
Beverly D'Angelo
Þegar Clark Griswold
skipuleggur sumarleyfl
gerir hann sér grein fyr-
ir öllum þeim smáatrið-
um sem upp kunna að
koma og nú skal halda
til Las Vegas. En ein-
hvem veginn er það svo
að Griswold fjölskyldan
dregur að sér óvænta
hluti. Clark gat til dæm-
is ekki séð það íyrir að
fjölskyldumeðlimirnir
myndu umhverfast og
brátt verður spumingin
sú hvort fjölskyldan get-
ur nokkum tímann horf-
ið aftur til fyrra lífs.
i :i i ii + 2íf
■ y
Metro
Eddie Murphy og
Michael Rapport
Samningamaðurinn
sjálfumglaði, Scott
Ropert, hefur gert það að
sérgrein sinni að semja
við ræningja og gísla-
tökumenn. Fram til
þessa hefur gengið nokk-
uð vel hjá Scott. En hæfi-
leikar og tungulipurð
nægja ekki til að koma
honum út úr þeim vand-
ræðum þegar geðveikiu-
morðingi tekur unnustu
Scotts í gíslingu. Við
þennan mann er ekkert
hægt að tala og Scott
verður aö grípa til ann-
arra ráða.
Jerry Maguire
Tom Cruise og
Cuba Gooding jr.
Jerry (Cmise) starfar
hjá mnboðsfyrirtæki og
er sérfræðingur í að búa
til stjömur úr efnilegum
íþróttamönnum. Einn
daginn tekur hann upp á
því að fara að efast um
siðgæðið innan fyrirtæk-
isins. Þetta hefur þau
áhrif að hann er rekinn.
Einn skjólstæðinga
hans, ruðningskappi, vill
hafa hann áfram. Jerry
ákveður að gera hann að
stjömu og sanna fyrir
sér og öðrum að hann
hafi rétt fyrir sér.
Romeo
Juliet
Claire Danes og Le-
onardo DiCaprio.
t Verona Beach gnæfa
tveir skýjakljúfar ofar
öllum húsum. Þessi stór-
hýsi tilheyra tveimur
flölskyldum og þær hafa
um árabil eldað grátt
silfur og hafa þau átök
leitt til þess að yngra
fólkið í fjölskyldunni
hefur stofnað gengi til að
herja hvert á annað. í
viðleitni sinni til að
stilla til friðar hefur ver-
ið ákveðið að halda
grímuball þar sem fjöl-
skyldumar koma saman.
í þessari veislu hittir
hinn ungi Romeo hina
heillandi Júlíu i fyrsta
sinn.