Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 %n!ist hápuntki þegar gervallur salurinn tók undir af lífs og sálar kröftum í laginu Fatlafól. Eftir vel heppnaða tónleika bauð Megas svo góða nótt. Einfari í tónlist Ef Geirmundur Valtýsson er kon- ungur sveiflunnar þá er Megas sam- nefnari fyrir allt hitt - þetta skemmtilega sem enginn þorir al- mennilega að tala um nema hann sjálfur. Megas hefur í gegnum tíðina unnið sér sess í hugum almennings sem einfari í tónlist. Það er í sjálfu sér ekki svo fráleitt að kalla hann einfara. Það er á færi afar fárra tón- listarmanna að halda manni hug- fóngnum í tvo klukkutíma með að- eins kassagítar sér til aðstoðar. Meg- as hefur fetað slóð sem ekki er fjöl- farin. Textar hans eru oft á tíðum beint af götum Reykjavíkur og fjalla um það sem gerist þegar rökkva tek- ur og dularfullir menn með plastpoka fara á stjá. Á miðvikudagskvöldið sýndi hann allar sinar bestu hliðar á tónleikum sem eiga eftir að lifa í minningu þeirra sem á hlýddu. ÖU helstu verk meistarans eru nú loks fáanleg á geisladiskum sem verður að teljast gott framtak þar sem fjölda margir hafa ekki átt kost á því að nálgast plötur hans lengi. -jaj Súrefni Síðastliðið miðvikudagskvöld hélt meistari Megas tónleika í Tíarnar- bíói á vegum Listafélags Mennta- skólans í Reykjavík. Vart þarf að taka fram að fullt var út úr dyrum á tónleikunum enda er það ekki oft sem þessi ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar heldur tónleika. Um áttaleytið hóf hljómsveitin Sigurrós að greiða úr mismiklum sálarflækj- um áhorfenda með seiðandi, takt- fastri tónlist og undurfagurri falsetturödd Jóns Þórs, söngvara Sig- ur Rósar. Tónlist Sigur Rósar á eng- an sinn líka hérlendis. Enda linnti fagnaðarlátunum seint eftir hið frá- bæra uppklappslag þeirra, Sól, þar sem trommusett og fiðlubogi voru meðal hinna látnu. Á eftir Sigur Rós steig Megas á svið með kassagítar- inn einan að vopni og lék gömul og ný lög í tæpa tvo tíma, meðal annars lög af nýjustu breiðskifú sinni, Fláa veröld. Áhorfendur nutu til fulinustu Tónlist Sigur Rósar á engan sinn líka hérlendis, enda linnti fagnaðarlátun- um seint eftir hið frábæra uppklappslag þeirra, Sól. gamalla perla á borð við Undir rós fengu áhorfendur smjörþeflnn af og Litlir sætir strákar. Samhliða því nýju efhi Megasar. Kvöldið náði svo - ekki setið auðum höndum Teknósveitin Súrefni hefur nú lokið upptökum á nýrri breið- skífu sem kemur út fyrir jólin. Lagið Disco hefur átt miklum vin- sældum að fagna upp á síðkastið og nú er nýtt lag þeirra félaganna, sem heitir You Can X, farið að hljóma í útvarpi. Bæði lögin eru á væntanlegri breiðskífu og remix af þeim sem fjöllistahópurinn Gus Gus á heiðurinn af. Súrefni hefur ekki setið auðum höndum upp á síðkastið og nú fyrir skemmstu hitaði sveitin upp fyrir Wiseguys á tónleikum hennar í Tunglinu og á Akureyri. Súrefni virðast ætla að verða fastur gestur á Wall of Sound- kvöldum vetrarins þar sem þeir félagar rnrmu koma til með að hita upp fyrir Les Ryt- hmes Digitales á tónleikum þeirra seinna í mánuðinum. Súrefni er ekki óvant því að hita upp fyrir erlendar hljómsveitir og má þar nefna Drum Club, Propellerheads, Bentley Rhythm Ace, Andy We- atherall og fleiri. Það er hið ný- stofnaða útgáfufyrirtæki Dennis sem gefur út disk Súrefnis. Subterranean í dag kemur út fyrsta breiðskífa hip hop-hljómsveitarinnar Subterr- anean. Hún er búin að starfa saman í rúmt ár og á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Meðlimir hennar eru fjórir talsins: Maggi (Maxie), Kalli (Charlie D.), Ragna (Cel 7) og Frew - fyrsta breiðskífan í dag (Balck Fist) sem er sænskur. Nýja breiðskífan ber nafnið Central Magnetizm og inniheldur tólf ný lög frá sveitinni. Stíll hljóm- sveitarinnar er talsvert frábrugðinn Quarashi sem er mun rokkaðri og harðari í sínu rappi á meðan Subterranean er meira undir áhrif- um frá hip hoppi af gamla skólan- um. í dag, samhliða útgáfu plötunn- ar, verður opnuð heimasíða hljóm- sveitarinnar og er slóðin inn á hana http://subta.innn.com. Papar á írlandi Hljómsveitin Papar leik- ur á skemmtistaðnum ír- landi um helgina. Sixties á Feita dvergnum Hljómsveitin Sixties leik- ur á veitingastaðnum Feita dvergnum í kvöld. Annað kvöld leikur Rún- ar Júlíusson þar. Mannakorn á Dalvík Hljómsveitin Mannakorn leikur fyrir gesti Café Menningar á Dalvík um helgina. heldur uppi stemningu á leikstofunni. Síddegistón- leikar Hins hússins Hljómsveitin Port spilar á síðdegistónleikum Hins hússins í dag, kl. 17. Skítamórall og Helgi Björns- son Hljómsveitin Skítamórall og söngvarinn Helgi Björnsson halda uppi fjörinu á fyrsta sveita- balli vetrarins í Miðgarði annað kvöld. I hvítum sokk- um Hljómsveitin í hvítum sokkum leikur á Kringlu- kránni um helgina. Ómar Diðriksson trúbador Kaffi Akureyri Einn besti söngvari og hljómborðsleikari Ástral- íu, Glen Valentine, skemmtir gestum Kaffis Akureyrar um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.