Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Side 12
26 ntyndbönd
MYNDBAHDA
&
'Xtt
The Saínt:
Þunnur þrettándi
Gamli kunninginn okkar, Dýrlingurinn, er hér
dubbaður upp í Hollywood-stórmynd, hvorki meira
né minna. Reyndar er lítið eftir af upprunalega dýr-
lingnum nema nafnið en það er nú bara eins og
gengur og gerist. Hann er hér moldríkur ofurþjófur
með samvisku sem samþykkir að stela formúlu af
vísindamanni nokkrum. Vísindamaðurinn reynist
vera íðilíbgur kona og hann verður ástfanginn. Vondur karl í Rússlandi
ætlar að nota formúluna til að ná þar völdum og gera Rússland að hern-
aðarlegu stórveldi á ný. Söguþráðurinn og reyndar öll atburðarásin í
myndinni og hegðun persónanna er með því bjánalegra sem sést í mynd-
um af þessari stærðargráðu. Hún er of heimskuleg til að vera spennandi
og tekur sig of alvarlega til að vera fyndin. Hasarinn er þar að auki í
linara lagi. Persónurnar eru óspennandi og leikaramir misjafnir. Skást-
ur er Val Kilmer i aðalhlutverkinu og hann fær að leika sér með ýmiss
konar dulargervi sem framkalla nokkrar kómiskar senur. Þetta bjargar
annars vonlausri mynd um eina stjömu hjá mér.
Útgefandi CIC myndbönd. Leikstjóri Phillip Noyce. Aðalhlutverk: Val Kil-
mer og Elisabeth Shue. Bandarísk, 1997. Lengd 118 mín. Bönnuð innan
12 ára. -PJ
The Last Days of Frankie fhe Fly: 'Sl
Hefnd ** W
Frankie the Fly er vesælasti smákrimminn í geng-
inu. Hann er sá sem aflir hæðast að og níðast á.
Hann dreymir um að losna undan yflrráðum yfir-
manns síns, Sal, og fær í því skyni kfámmyndaleik-
stjóra til að gera með sér kvikmynd eftir eigin hand-
riti og ætlar að fá klámmyndaleikkonuna Margaret
(sem hann er ástfanginn af) í aðalhlutverkið. Sal
kemst á snoðir um fyrirætlanir hans og neyðir hann
til að horfa á meðan hann pyntar og niðurlægir leik-
stjórann og Margaret. Þá er Frankie nóg boðið og
hann hyggur á hefndir. Söguþráðurinn í myndinni
er athyglisverður en einhvern veginn er ekki unnið
nógu vel úr honum og það vantar svolítið meiri léttleika í myndina til
að gera hana nógu skemmtilega. Leikararnir eru misjafnir. Michael
Madsen og Dennis Hopper eru í sínum föstu rullum og hvorki betri né
verri en vanalega. Daryl Hannah er eiginlega alltof gömul til að vera trú-
verðug í klámdrottningarhlutverkinu en Kiefer Sutherland á góða
spretti sem leikstjórinn þótt hann hafl stundum farið yflr strikið í ofleik.
Skemmtilegastur er Dayton Callie i hlutverki bófans sem er næstráð-
andi Sal í genginu. Það er margt athyglisvert í myndinni en betur má ef
duga skal.
Útgefandi Skífan. Leikstjóri Peter Markle. Aðalhlutverk: Dennis Hopper,
Kiefer Sutherland, Daryl Hannah og Michael Madsen. Bandarísk, 1996.
Lengd 92 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Scream:
**★* Hryllilega fyndin
Allt fer á annan endann og margir liggja undir
grun þegar eitursnjall raðmorðingi fer að herja á ró-
lyndislegan smábæ. Hann gerir morðin að eins kon-
ar leik þar sem fróðleikur um hryllingsmyndir er
það helsta sem kemur að gagni. Ekki var laust við
að myndin minnti mig á Clueless en í báðum mynd-
um var tiltölulega staðlað og klisjukennt kvik-
myndaform tekið fjrir og klisjumar látnar vinna
fyrir grínið í myndunum. Þessi mynd gengur þó enn
lengra en Clueless því hér tala persónurnar beinlín-
is um klisjurnar eins og þær séu persónur í mynd
(sem þær auðvitað eru). Ekki skemmir fyrir að Wes
Craven hefur fengið heilan her af ágætisleikurum af yngri kynslóðinni
sem greinilega hefur skemmt sér vel. Að öðrum ólöstuðum fannst mér
Matthew Lillard taka sig best út. Síðasti hálftíminn í myndinni býður
upp á einhverja skemmtilegustu klisjufléttu sem ég hef orðið vitni að
og löngu eftir að myndinni lauk var ég enn að glotta yflr henni. Það
mætti kalla þessa mynd hryllingsmynd en hún er í rauninni ekkert sér-
staklega hrollvekjandi. Hún er hins vegar fyrirtaks grínmynd.
Útgefandi Skífan. Leikstjóri Wes Craven. Aðalhlutverk: Neve Campbell
o.m.fl. Bandarísk, 1996. Lengd 117 mín. Bönnuð innan 16 ára.
-PJ
Joyride:
Lík í skottinu ★
Myndin gerist mestöll á subbulegu móteli. Þrjú
ungmenni ræna bíl eins gestanna í fyllirísrugli en
bregður i brún þegar þau finna lík í skottinu. I ljós
kemur að eigandi bílsins, kona sém kallar sig bara
Smith, er þrautþjálfaður atvinnumorðingi og vill fá
bílinn sinn í hvelli áður en lögreglan kemst á slóð
hennar. Sagan býður upp á stílfærða ofbeldismynd
með svölum persónum en kemst aldrei á skrið. Hug-
myndin er ágæt en handritið er illa skrifað og barna-
legt. Leikararnir eru allir með afbrigðum slappir
nema perlan Benicio Del Toro, sem leikur rannsókn-
arlögreglumann, en hann fær aöeins örfáar línur. Hann lífgar þó upp á
atburðarásina þá sjaldan hann er í mynd. Wilson Cruz, sem leikur
hommann í My So-Called Life. er í einu hlutverkanna og er álíka léleg-
ur og flestir aðrir. Myndin er að mestu leyti heimskuleg, fyrirsjáanleg
og leiðinleg og sérstaklega er endirinn aumkunarverður.
Útgefandi Skífan. Leikstjóri Quinton Peeples. Aðalhlutverk: Tobey
Maguire, Amy Hathaway, Wilson Cruz og Christina Naify. Bandarísk,
1996. Lengd 91 mín. Bönnuð innan 16 ára.
-PJ
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 T>V
ndalisti vikunnar
■ •
SÆTI
21. til 27.október
FYRRI { VIKUR !
VIKA ÁLISTAÍ
TITILL
UTCEF. TEG.
i : 2 ) 2 ]. Saint, The J ClC-myndbönd Spenna
2 Ný í SUHHflB 1 il ] Scream j i Skífan Spenna
3 ; 1 i 2 1 L j Donnie Brasco i Sam-myndbönd Spenna
4 People VS. Larry Flynt
3 j Fools Rush In
■MÉBHÉÍMHÉlí
5 Vegas Vacation
Skífan 1 Gaman
Skifan j Gaman
Warner myndir Gaman
7 l 6 3 ) Smilla's Sense of Snow 1 Sam-myndbönd Spenna
8 i J 7 3 Relic J J Háskélabíó j j Spenna
9 : 12 2 Pallbearer, The Skrfan Gaman
io: 10 , j Beavis and Butt-Head Do America j j J ClC-myndbönd J . Gaman
ii : 9 6 0 English Patient Skifan j Drama
12 J J 8 3 J J Crash J J Myndform Spenna
13: 11 8 Metro J Sam-myndbönd j Spenna
»j; 14 r - - -v--' 2 If These Walls Could Talk j Háskólabíó Drama
15 i 18 2 Frankie The Fly Skifan 1 J Skífan J Spenna
16 i J 13 j 10 Jerry Maguire J J Drama
17: 15 5 { CasperzA Spirited Beginning J Skífan Gaman
18 ! J n 1 2 J J j 1 Love You, 1 Love You Not j j J Skrfan J j Drama
19 i 16 10 Ghost and the Darkness j ClC-myndbönd j Spenna
20 ; Ný 1 Steal Big, Steal Little \ Sam-myndbönd j Spenna
Donnie Brasco stoppaði stutt viö í efsta sæti list-
ans, Dýrðlingurinn haföi betur gegn mafíumyndinni
og einnig táningahrollvekjunni Scream sem kemur
æðandi inn á listann og fer beint í annað sætiö. Að
öðru leyti eru engar nýjar myndir á listanum fyrir
utan Steal Big, Steal Little sem er í 20. sæti. Er um
að ræða nýja mynd með Andy Garcia í hlutverki
ólíkra tvíbura sem eiga von á miklum arfi þegar fóst-
urmóðir þeirra deyr. Annar er vel innrættur og bíður
þess sem veröa vill en hinn hefur þegar veðsett arf-
inn og liggur á að fá peningana. Á myndinni eru
Skeet Urich og Neve Campell í hlutverkum sínum í
Scream þar sem leikstjóri er Wes Craven sem fræg-
ur varð þegar hann leikstýrði fyrstu Álmstrætis-
myndinni.
The Saint
Aðalhlutverk: Val
Kilmer og Elisa-
beth Shue.
í dag er Simon
Templar orðinn
meistaraþjófur, snill-
ingur í að dulbúa sig
og vinna öll þau
hættulegu verk sem
honum eru falin.
Markmið hans er að
safna 50 milljón doll-
urum inn á leyni-
reikning sinn. Um
leið og þeirri tölu er
náð sest hann í helg-
an stein. Og verkefn-
ið, sem hann þarf að
leysa til að fylla
þessa tölu, er að stela
vísindaformúlu sem
ung vísindakona hef-
ur fundið upp og á
eftir að leiða af sér
byltingu í orkumál-
um heimsins.
Scream
Courtney Cox og
Neve Campell
Sidney á við fleiri
vandamál að glíma
en flestir aðrir tán-
ingar. Móðir hennar
var myrt fyrir einu
ári, faðir hennar er í
viðskiptaferð og
unnusti hennar
þrýstir á hana að
koma með sér í rúm-
ið í fyrsta sinn. Það
er ekki á bætandi að
morðingi tekur að
valda skelfingu í
bænum. Notar hann
senur úr þekktum
spennumyndum til
að ginna fórnarlömb
sín í dauðagildru og
á lögreglustjórinn á
staðnum í hinum
mestu erfiðleikum
með að fá botn í til-
gang morðingjans.
Donnie
Brasco
Aðalhlutverk: Al
Pacino og
Johnny Depp.
Myndin er byggð á
sannri sögu alríkis-
lögreglumanns sem
komst inn fyrir raðir
æðstu manna í mafí-
unni og villti á sér
heimildir um þriggja
ára skeið. Eftir því
sem tíminn leið og
hann kynntist hin-
um nýju „starfsfélög-
um“ sínum betur
urðu skilin milli laga
og glæpa óljósari í
augum hans. Þetta
hafði veruleg áhrif á
allt hans líf, enda
erfitt að vera FBI-
maður, eiginmaður,
faðir og vinur mafi-
unnar.
People vs.
Larry Flynt
Woody Harrelson
og Courtney
Love
Myndin fjallar um
Larry Flynt, hinn
umdeilda útgefanda
Hustlers. Þegar blað-
ið kom út í fyrsta
skipti upphófust
strax háværar raddir
um að slíkt blað ætti
að banna. Flynt
neyddist til að hefja
baráttu sína fyrir lífi
blaðsins, prentfrels-
inu og tjáningarfrels-
inu í hvaða mynd
sem var. Málið fór
alla leið fyrir hæsta-
rétt Bandaríkjanna
og aðstæðurnar urðu
til þess að Flynt var
talinn síðasti kross-
fari síns tíma.
Fools Rush in
Salma Hayek og
Matthew Perry
Ungur maður frá
New York, Alex
Whitman, hittir
hina fögru Isabel í
Las Vegas. Þau
eyða einni nótt
saman og halda svo
til síns heima. Þeg-
ar Isabel birtist dag
einn á þröskuldin-
um hjá Alex og til-
kynnir honum að
hún sé ófrísk verð-
ur hann hinn glað-
asti og vill ólmur
giftast henni. Isabel
samþykkir það en
það er annað að
elska og þekkja
hvort annað eins og
hinir ungu elskend-
m- eiga fljótlega eft-
ir að komast að.