Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
Fréttir
DV
Plastprent hf. hlaut íslensku gæðaverðlaunin 1997:
Mikilvægt vopn í út-
rás á erlenda markaði
- sagði Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Plastprents
„Þrátt fyrir töluvert hugmynda-
flug og mikinn metnað þá get ég
fullyrt það að starfsmenn Plast-
prents áttu ekki von á að verða
þessa mikla heiðurs aðnjótandi.
Fyrirtækið er 40 ára og þessi verð-
laun eru góð afmælisgjöf og mikil
viðurkenning.
Verðlaunin eru einnig mjög mik-
ilvægt vopn í þeirri hörðu sam-
keppni sem við eigum framundan í
útrás fyrirtækisins á erlenda mark-
aði,“ sagði Eysteinn Helgason,
framkvæmdastjóri Plastprents hf.
sem hlaut í gær íslensku gæðaverð-
launin 1997.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
afhenti verðlaunin við hátíðlega at-
höfn á Kjarvalsstöðum í gær en þá
var Alþjóðlegi gæðadagurinn. Þetta
er í fyrsta skipti sem verðlaunin
eru veitt hér á landi. íslensku
gæðaverðlaunin eru samstarfs-
verkefni forsætisráðuneytisins, Há-
skólans, Vinnuveitendasambands-
ins, Framtíðarsýnar, útgáfufélags
viðskiptablaðsins, Gæðastjórnun-
arfélags íslands og Alþýðusam-
bandsins.
Stefnubreyting í fyrirtækinu
„Við hófum stefnubreytingu í
fyrirtækinu 1991 og það atriði sem
við tókum á hvað fyrst voru gæða-
málin. Við ákváðum gæðastaðalinn
ISÖ-9002 sem við fengum í ársbyrj-
un 1994. Þessi áfangi var mjög dýr-
mætur og mikilvægur hluti af þeim
áfanga sem við höfum náð. Síðan
höfum við bætt ýmsum þáttum við
þetta kerfi og reynt að þróa það.
Við höfum nú ákveðið að sækja eft-
ir vottun á ISO-14000 gæðastaðli,"
sagði Eysteinn.
Hann sagði að stefnumið fyrir-
tækisins væri að ná 10 prósentum
af veltu fyrirtækisins í útflutningi
fyrir aldamót. Eysteinn sagði það
grundvöll góðs árangurs í gæða-
starfi að stjórnvöld tryggi efnhags-
legan stöðugleika. Þá benti hann á
að mjög mikilvægt væri að huga
betur að menntun í landinu, sér-
staklega háskólanámi, þannig að
þjóðin missti ekki sinn besta
mannkost úr landi til samkeppnis-
aðila erlendis.
Verðlaunin erlend fyrirmynd
Eyjólfur Sveinsson, formaður ís-
lensku gæðaverðlaunanna, sagði að
verðlaunin ættu sér erlenda fyrir-
mynd.
„Svipuð verðlaun hafa verið
veitt í Bandaríkjunum og Japan.
Þó má segja að þau séu alger hlið-
stæða evrópsku gæðaverðlaunanna
sem bæði eru veitt í hverju Evr-
ópulandi fyrir sig og einnig á evr-
ópska vísu. Mjög oft vinna stórfyr-
irtæki sigur í sínu heimalandi og
fylgja honum síðan eftir með um-
sókn til evrópsku gæðaverðlaun-
anna. Það er ekki aðeins í erlendri
samkeppni sem ég tel að íslensku
gæðaverðlaunin eigi eftir að setja
svip sinn á íslenskt athafnalíf.
Gæðaverðlaunin eru í raun eitt-
hvert stærsta skref í viðleitni ís-
lenskra fyrirtækja við að bæta
starfsemi sína með það að marki að
Verb ábur kr. 59.900
Black Line myndlampi
Nicam Stereo hljóbkerfi
Umbaðsmenn um land alltVESTURLAND: Hljómsýa Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga. Borgarnesi. Blómslurvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi.VESTFIRfllfl: Rafbúð Jónasar Þórs. Palreksfirði. Póllina isalirJi. NDRDURIAND. íf
Sieingrimsfjarðar. Hólmavík. tf V-Húnvetninga. Hvammstanga. If Húnvetninga. Blónduósi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KEA Ðalvík. Bókval. Akureyri. Ljósgjafina Akureyri. Dryggi, Húsavik. KE Þingeyinga. Húsavik. Urð, Baufarhófn. AUSIURLAND:
Kf Héraðsbúa. Egilsstöðum. Verslunin Vik. Neskaugssiað. Kauptún. Vopnafirði. Kf Vopnfiröinga, Vopnafirði. Kf Héraðsbúa, Seyöisfirði. Turnbræður, Seyöisfiröi.Kf fáskrúðsfjaröar. fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK. Hðfn Homafirði. SUÐURLAND:
Rafmaonsverkstæöi IH. HvoMli. Mosfell. Hellu. Heimslækni. Selfossi. KF Árnesinoa. Selfossi. Rás. Þorlákshöfn. Brimnes. Vesimannaevium. HEYKJANES: Rafborn. Grindavík. Rallaonavinnust. Sin. Inavarssonar. Garði. Rafmætlí. Hafnarfirði.
Verðlaunasteinninn skoðaður. Frá vinstri Davíð Oddsson forsætisráðherra,
Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Plastprents hf. og Eyjólfur Sveins-
son, formaður IGV. Steinninn er eftir Pál frá Húsafelli. DV-mynd Brynjar Gauti
verða samkeppnishæfari, starfs-
mönnum sínum og hluthöfum til
hagsbóta," sagði Eyjólfur við verð-
launaafhendinguna.
Breytingar í atvinnulífi
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að atvinnulífið í landinu
hefði gengið í gegnum miklar
breytingar á undanfornum árum.
Hann sagði að skipst hefðu á skin
og skúrir en í heildina hefði þó
gengið býsna vel.
„Fyrirtækin hafa styrkst, fag-
mennska hefur aukist og tæknium-
hverfí hefur tekið gífurlegum fram-
förum. Búast má við að þessi gæða-
verðlaun komi að miklu gagni við
erlenda markaðsstjórn og verði
þekkt merki. Þá er þess einnig von-
andi ekki langt að bíða að íslensk
fyrirtæki geti sótt óhikað um evr-
ópsku gæðaverðlaunin og er ekki
að efa að íslensk fyrirtæki gætu
náð langt í þeim efmun," sagði
Davíð m.a. við verðlaunaafhend-
inguna.
-RR
Davíð Oddsson afhendir Eysteini Helgasyni viöurkenningarskjal í tilefni af
því að Plastprent hlaut íslensku gæðaverðlaunin 1997. Verðlaunaafhend-
ingin fór fram á Kjarvalsstööum í gær. DV-mynd Brynjar Gauti