Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 Spuriiingin Sækirðu myndlistar- sýningar? Sigurður Grétar Viðarsson tann- læknanemi: Já, í litlum mæli þó. Ingimar Guðmundsson sjóari: Já, stundum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir læknir: Alltof lítið. Ástæðan er tímaskortur og það væri gaman að fara oftar. Guðmundur Elíasson rekstrar- stjóri: Nei, það geri ég ekki. Gunnar Gunnarsson rithöfund- ur: Það kemur fyrir. Ágústa Hafsteinsdóttir, starfs- maður í Hagkaupi: Jú, það geri ég öðru hverju. Lesendur Fjöldi vélstjóra á fiskiskipum Landað úr þýskum togara Samherja í Sundahöfn. Helgi Laxdal skrifar: í sjónvarpsfréttum þann 30. okt. sl. var m.a. fjallað um aðcilfund LÍÚ og þau ummæli Kristjáns Ragnars- sonar að um borð í íslenskum fiski- skipum væru í mörgum tiifellum of margir vélstjórar. í sama fréttatíma var haft viðtal viö mig þar sem ég hafnaði þessari fullyrðingu Krist- jáns og tók sem dæmi að Samherji ætti og ræki 3 skip í Þýskalandi og á þeim væri allt upp í 6 í vél en á sambærilegum skipum 3 í vél sam- kvæmt íslenskum lögum. í fréttatíma Sjónvarps 31. okt. efaðist Þorsteinn Már Baldvinsson um þessi ummæli mín og sagði að Samherji tæki þátt í að gera út tvö fiskiskip af ámóta stærð og íslensk fiskiskip og á þeim skipum væru tveir vélstjórar og einn aðstoðar- maður í vél. Eftir ummæli Þorsteins fékk ég upplýsingar frá þýsku útgeröinni sem gengur undir skammstöfuninni DFFU um mönnun skipanna þriggja sem Samheiji gerir út í Þýskalandi, þ.e. „Save manning dockument", eða lágmarks öryggismönnun skip- anna sem gefin er út af opinberum aðilum i Þýskalandi. Skipin heita Cuxhafen sem er með 1400 kw vél til framdriftar. Það er mannað tveimur vélstjórum og einum aðstoðarmanni í vél sem er með 3,5 ára starfsþjálf- un og nám vegna starfsins. Væri skipið mannað samkvæmt íslensk- um lögum væru á því tveir vélstjór- ar en enginn aðstoðcumaður í vél. Hin skipin tvö heita Kiel og Wies- baden. Þau eru með rúmlega 2200 kw vél til framdriftar, um borð eru m.v. mönnunarskírteini 7 í vél, 3 vélstjórar, 3 aðstoðarmenn, þar af einn vélvirki og einn rafvirki. I upp- lýsingum frá útgeröinni kemur fram að um borð í skipunum séu 3 til viðbótar þeim fiölda sem kemur fram í mönnunarskírteininu og til- heyri þeir vélarúmsliðinu. Tveir þeirra starfi í tengslum við fiski- mjölsverksmiðjuna og einn sé Baadermaður. Þessi skip eru nokkuð stór eða tæpir 85 metrar að lengd. í því sam- hengi má benda á Sigli SI250 sem er um 81 metri að lengd og með fiski- mjölsverksmiðju um borð líkt og þessi skip. Þar eru 3 vélstjórar sam- kv. íslenskum lögum, enginn raf- virki. Það sama á við um skip Sam- herja. Sigldu þau undir íslenskum fána krefðust ísl. lög þriggja vél- stjóra, hvorki aðstoðarmanns né rafvirkja. En við þurfúm ekki raf- virkja á okkar skip vegna þess að í vélstjóranáminu er kennd raf- magnsfræði sem virðist ekki vera gert í þýska vélstjóranáminu, a.m.k ekki að neinu marki. Niðurstaða mín er sú að við Þorsteinn Már fór- um báðir nokkuð vel með stað- reyndir í nefndum viðtölum en við vorum bara ekki að tala um sömu skipin. - Skýrir það greinilega það sem á milli bar í öllum meginatriö- um. í ræðu á aðalfundinum lét Krist- ján Ragnarsson þess getið að skip- stjóramir væru búnir að yfirtaka störf vélstjóranna að hluta til og þess vegna ætti að fækka vélstjór- um um borð. Mínar upplýsingar benda í þveröfuga átt eða þá að vél- stjóramir standi t.d. einir „útstím- in“ á mörgum netabátnum. Aftur á móti kannast viðmælendur mínir ekki við að hafa séð skipstjórana við störf í vélarúminu. Hér er senni- lega á ferðinni ein af þekktum að- feröum Kristjáns til þess að koma á óeiningu milli stétta. - Það dregur úr samtakamætti þeirra gagnvart útgerðinni. Málfar íþróttafréttamanna Kristján Jónsson skrifar: Það virðast gerðar litlar kröfur um rétt málfar fiölmiölamanna, sér- staklega íþróttafréttamanna í sjón- varpi. - Það er eflaust hægt að tína margt til í þeim efnum, en sérstak- lega er það einn þeirra sem mest fer í taugamar á mér: Guðjón Guð- mundsson á Stöð 2. Mér finnst það eyðilegging á góðum fótboltaleik aö láta hann lýsa honum. Aðallega vegna þess hve hann talar fádæma vitlaust mál. Ekki bara íslenskt, heldur líka þegar hann gerir tilraun til þess að kveða að erlendum nöfn- um leikmanna. Það er mér mikið áhyggjuefni sem Liverpool-aðdáanda hve hann sækir í að lýsa leikjum liðsins. Mér er það þraut að heyra hann klæm- ast á nöfnum leikmanna liösins. Tek dæmi: „Þar getur á að líta menn eins og „Evind Lennohart- sen“ (Norðmanninn snjalla), og „Steve Markmanaman", svo eitt- hvað sé nefht. Mér finnst það algjör hneisa að bjóða landsmönnum upp á annað eins bull, og hvet ég forráðamenn Stöðvar 2 og annarra fiölmiðla að hugsa sig vel um áður en þeir henda hverjum sem er í ábyrga stöðu fyrir framan myndavélamar. - Gaupi, taktu þér nú bara sæti á tréverkinu - og, ja, ég skal sko segja ykkur það! Hvað er að í Bláfjöllum? R.Ó. skrifar: Ég hef undanfarin 20 ár verið tíð- ur gestur i Bláfiöllum og á öðrum skíðasvæðum í nágrenni Reykjavík- ur. - Mér þykir miður að horfa upp á síminnkandi aðsókn á skíðavæö- in, svo sem síðustu fimm árin, án þess að nokkuð virðist gert til að laða fólk að stöðunum. Virðist sem metnaðarleysið sé algjört við rekst- Eitthvað þarf að gera til að draga fólk í Bláfjöil. urinn á svæðinu. Biðraðastjómun virðist t.d. aflögð, engar auglýstar uppákomur, svo sem Bláfialladagur, frítt í lyftur einn dag, heitt á könn- unni, lifandi tónlist einn laugardag, blysför niður fiallið að kvöldi til, o.fl. - Eitthvað til að vekja athygli á staðnum og auka aðsókn. Mér finnst eins og engin uppákoma hafi verið síðan „Volvo Ski Show“ kom í Bláfiöll. Eitt- hvað þarf að gera til að draga fólk í Bláfiöll. Löggan til fyrirmyndar? G.B. skrifar: Skal nokkurn undra þótt venjulegir ökumenn virði um- ferðarreglur að vettugi þegar lög- reglan sjálf er sama markinu brennd? Með skömmu millibili varð ég tvívegis vitni að umferð- arlagabrotum lögregluþjóna. í fyrra skiptið tók lögreglubill vinstribeygju á móti rauðu ljósi, án þess að vera með blikkandi ljós, og í síðara skiptið kom ljós- laus lögreglubifreið í flasið á mér. Hvemig getur lögreglan ætl- ast til að borgarar fylgi umferðar- reglum þegar hún gerir það ekki sjáif? - Spyr sá sem ekki veit. Forsjársvipting móður 131070-3659 skrifar: Ég hef ekki vitað til þess að sál- fræðingur einn sér stjómi öllum aðgerðum varðandi forsjársvipt- ingu. En slík var raunin þegar Félagsmálastofnun Reykjanes- bæjar svipti móður mína forsjá yfir tveimur bömum hennar. Ég veit að með réttu eiga bæði fé- lagsmálaráðgjafi og sálfræðingur að starfa saman í svona málum. Að mínu mati og ættingja minna voru þetta ósanngjarnar aðgerð- ir. Raunar uppspuni og einelti frá upphafi af hálfu viðkomandi sál- fræðings, og leiddi ekkert annað af sér en sorg og óhamingju í sál- arlífi okkar. Frekar ætti að hugsa um aö halda tengslum milli móð- ur og barna og tengsl milli systk- ina. Enginn hefur rétt til að slita þessi tengsl nema viðkomandi sé alveg óhæfur en svo var ekki í þessu tilviki. Sighvatur stakk upp í þá... Helgi Pálsson hringdi: Þeir eru yfirleitt léttir og skemmtilegir þættirnir Á elleftu stundu, með þeir Ingólfi og Áma. Síðast kom ágætur gestur, Sig- hvatur Björgvinsson. Hann stakk upp í stjómendur í þeirra orða fýllstu merkingu. Gaf öllum að borða. Gott innlegg Sighvats. Hann kom mjög vel fyrir, mann- legur og óþvingaður. Það er líka meira við hæfi að fá einn góðan gest en kannski gest og maka hans eða afkvæmi. Mér finnst það ekki passa, það er eins og að- algesturinn þurfi á stuðningi að halda. Þátturinn sl. þriöjudag var prýðilegur. Losta á lands- byggðina Gísli skrifar: Mér hefur gramist herfilega að allar daður- og nætursögumar sem auglýstar eru skuli maður þurfa að sækja til Reykjavíkur. Nú er aö vísu búið að jafha sím- kostnaðinn svo við hér á lands- byggðinni þurfum ekki að greiða meira en þeir á höfuðborgar- svæðinu. Hitt er annað að t.d. hér á Höfn Hornafirði er enginn dansstaöur með stúlkum sem dansa gegn greiðslu. Þetta allt verður aö sækja til Reykjavíkur. Hví má ekki vera losti og léttúð á landsbyggðinni? Ekki einu sinni yfir sumartímann þegar ferða- menn eru flestir? Ég vil nefni- falliö Svala skrifar: Nú er Hagstofan að ólmast aft- ur með fallbeygingu á heimilis- föngum og heiti póststöðva. Nú skal allt aftur vera í þágufalli, t.d. Jón Jónsson Mýrargötu 120, 200 Kópavogi. Vill hún bara ekki láta skrifa: Handa Jóni Jónssyni, o.s.frv.? - Ég vil hafa þetta fýrir mig og skrifa: Jón Jónsson Mýr- argata 120, 200 Kópavogur. Og það geri ég. Vonast til að verða ekki kærð fyrir vikið í þessu ann- ars stífa reglu- og lögregluríki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.