Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Side 11
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
menningu
Konur CRl frá Venus
Viðar Víkingsson er
leikstjóri sjónvarps-
þáttaraðarinnar Aðeins
einn eftir Hlín Agnars-
dóttur sem hefur vakið
furðu, reiði og mikla að-
dáun landsmanna undan-
famar vikur. Þar segir
sem kunnugt er ffá skipt-
um þriggja vinkvenna
við sama kvensjúkdóma-
lækninn vegna kven-
legra kvilla eins og leg-
slímuflakks og fyrirtíða-
spennu sem ekki er rætt
um á hverjum degi í
sjónvarpi. Síðasti þáttur-
inn er á sunnudaginn og
ekki seinna vænna að
spyrja Viðar hvemig
honum hafi líkað vinnan
við þá.
„Þetta var merkileg
reynsla og mjög ffæð-
andi,“ svarar Viðar. „Ég
fór meira að segja á Net-
ið og fletti upp endó-
metríósis og svona. Það
reyndust vera þúsrrnd
netsíður um flökkuslím-
húð - meðal annars
mátti sjá þar að þetta var
það sem hrjáði Marilyn Monroe.“
- Var þetta erfítt verk?
„Nei, ekki eríítt. Ég er mikill áhugamaður um
könnun geimsins og líf á öðrum stjömum, og ég
hugsa að þetta sé það næsta sem ég kemst að þvi
að vinna að því áhugamáli mínu. Konur eru svo
undarlegar lifverur að þær gætu vel verið ffá
öðram hnöttmn.
Fyrir mér var þetta sem sagt hálfgerður vís-
indaskáldskapur, og kannski hefði kona átt að
leikstýra þessu verki. En þegar gerðar eru
myndir um lönd og þjóðir era annarra þjóða
menn stundum látnir stýra þeim; gestir sjá oft
ýmislegt sem landsmenn koma ekki auga á sjálf-
ir. Ég vona að það sama gildi í þessu tilviki."
- Hvemig viðbrögð hefurðu fengið?
Sá eini. Kjartan Guðjónsson í hlutverki sínu.
„Hluti þjóðarinnar veit ekki
hvort hann á að hlæja eða gráta!
Sumir eru glaðir, aðrir segjast
vera búnir að fá alveg nóg af
túratappakjaftæði, enn öðram
finnst leikurinn of lágt stemmd-
ur. En ég vildi leggja áherslu á að
þetta er ekki farsi. Það sem ég
vildi ná fram var mótsagnirnar
milli þess sem fólk er að gera og
segja - eins og stundum má sjá í
bíómyndum sem gerast meðal
hefðarfólks á fyrri öldum þar sem
fólk talar svo fint mál og þérar
hvort annað í rúminu! Til að
eyða vandræðunum hjá lækn-
inum tala konumar um eitthvað allt
annað en það sem er að gerast. Það er
húmorinn í þessu. Maður upplifir
svipað stundum hjá tannlækninmn -
hann er að tala við mann en fær eng-
in svör af því að munnurinn á manni
er fullur af græjum. En þá er hann
bara að dreifa athygli sjúklingsins til
að hann gleymi því sem er að gerast.
Þetta var skemmtileg reynsla fyrir
mig, ekki sist vegna þess hvað leikar-
amir vora hugmyndaríkir. Þeir höfðu oft vit
fyrir mér. Þetta var hópvinna og ef hún hefur
tekist vel er það öllum að þakka sem nálægt
komu.“
Næsta verk Viðars Víkingssonar á skjánum
verður sjálft áramótaskaupið.
Viöar Víkingsson - las sér til um flökkuslímhúð á Netinu.
DV- mynd ÞÖK
Dagur tungunnar
í fyrramálið kl. 11 setur Kristján
Árnason prófessor Málræktarþing í
A-sal Hótel Sögu undir merkjum
dags íslenskrar tungu. Þar kynna
Dóra Hafsteinsdóttir og Magnús
Gislason oröabanka íslenskrar mál-
stöðvar á Netinu og að því búnu opn-
ar Björn Bjamason menntamálaráð-
herra orðabankann. I þinghléi gefst
gestum kostur á að kynna sér bank-
ann, en hann á að safna hvers kyns
tækni- og fræðiheitum og veita yfir-
sýn yfir íslenskan orðaforða í sér-
greinum og nýyrði. Einnig talar Sig-
urður Líndal um réttarstöðu ís-
lenskrar tungu, Ástráður Eysteins-
son um þýðingar, menntun og orða-
búskap og Kristján Ámason um þýð-
ingarfræði og þýðingarlist. Þinginu
verður slitið kl. 13.30.
Kl. 14 á sunnudaginn, sem er dag-
ur íslenskrar tungu, verður opnuð
vefsíða með verkum eftir Jónas Hall-
grímsson og um hann í Þjóðarbók-
hlöðunni. Það er menntamálaráð-
hema, Bjöm Bjamason, sem opnar
síðuna, en hana hefúr unnið Richard
N. Ringler, prófessor í norrænum
fræðum við Wisconsin-háskóla í
Madison í Bandaríkjunum. Á sið-
unni eru enskar þýðingar á verkum
Jónasar ásamt efni um þau, upplest-
ur á verkum hans og söngur. Þetta er
í fyrsta sinn sem verk Jónasar eru
kynnt hinum enskumælandi heimi.
Þema dagsins að þessu sinni er hið
mælta mál, og meðal annarra við-
burða má nefna að verðlaun Jónasar
Hallgrimssonar verða veitt á sal
Menntaskólans á Akureyri kl. 15.
Þau hlaut Vilborg Dagbjartsdóttir
skáld þegar þau vora veitt í fyrsta
sinn í fyrra. Kynnt veröur upplestr-
arkeppni grunnskólanema á Suður-
landi sem hefst eftir áramót. Ritsam-
keppni verðiu- kynnt í tilefhi af ald-
arafmæli bamablaðsins Æskunnar,
unglingar heimsækja fjölmiðla og
ræða gildi tungimnar og ljóð verða
sýnd á skyggnum í kvikmyndahléum
í Háskólabíói alla helgina. Bandalag
íslenskra leikfélaga, Þjóðkirkjan og
grannskólar landsins taka frjálsan
þátt í hátíðahaldinu.
frrasogmn er
ólmur hestur
A siðasta ári sendi Jón Kalman Stefánsson frá
sér bókina Skurði í rigningu, sem geymir fjölbreytt-
ar sagnir af sérstæðu fólki í íslenskri sveit. ^
í nýrri bók, Sumarið bakvið Brekkuna,
gefur Jón Kalman lesendum sínum tæki-
færi til að endumýja kynnin við þær
óborganlegu persónur sem þar stigu á
svið.
Eins og í fyrri bókinni gengur frá-
sögnin fyrst og síðast út á að segja
skemmtilegar sögur af undarlegum
atburðum og furðulegum uppátækj-
um persónanna. Sjónarhomið reik-
ar frá einum bæ til annars og höf-
undur gefur lítið fyrir að tengja
atburði eða persónur saman í
tíma. Hann stöðvar frásögnina
hvenær sem honum sýnist svo,
ýmist til að leggja út af því
sem þegar hefur gerst eða til
að minna á eitthvað annað
sem hann vildi sagt hafa en
hefur gleymt að minnast á
í hita leiksins. Þannig fer hann
til dæmis i miðri sögu að rifja upp
hundrað ára gamla atburði, vegna þess að frá-
sögnin togar hann þangað - eins og óímur hestur
sem ekkert fær við ráðið (67). Þessi frásagnarháttur
endurspeglar þá staðreynd að í lífinu er ekkert fyr-
irfram gefið og „að stund-
um botnar maður hvorki
upp né niður í veröldinni"
(9) sem allt í einu hefur
teymt mann á einhvem
allt annan stað en maður
ætlaði á í upphafi.
Þessa dynti og uppá-
tæki lífsins er stundum erfitt að hemja og er þá
nokkuð skrítið þó efasemdir og spumingar knýi á?
Spurningar um hvað sé draumur og hvað veruleiki,
hvað uppspuni og hvað lygi? Slíkum hugleiðingum
kemur Jón Kalman að í yndislegu innskoti af hin-
um meinfýsna Starkaði sem kemur þeim hugsunum
inn hjá íbúum sveitarinnar að kannski séu þeir
bara hugarfóstur skálds að sunnan. Sem er auðvit-
að skelfilegt ef satt er. Hvað ef sveitin er hugarsmíði
lélegs höfundar, segir Starkaður, „ömurlegur sam-
tíningur og andlaust hnoð, hugsið ykkur, þá
köfiium við í ólesnum orðum, enginn
kemur til að leysa okkur úr viðj-
um orðanna, nei vonandi
erum við orð eftir nóbels-
skáldið, slíkt er alltaf lesið,
ef ekki af ánægju, þá vegna
skyldunnar." (17)
Sumarið bakvið Brekkuna
er bráðskemmtileg bók, laun-
fyndin og sérlega vel skrifuð.
Persónurnar eru dregnar skýr-
um dráttum í öllum sínum
breyskleika og það er greinilegt að
höftmdi er annt um þær. Hann velt-
ir sér aldrei upp úr mistökum þeirra
heldur útskýrir þau af alúð og hlýju
og þó hann geri stundum grín þá er
það notalegt grín. Aldrei grín sem læt-
ur persónumar glata reisn sinni. Þær fá
að vera manneskjur þrátt fyrir mistök
og asnaskap.
Stíll bókarinnar er ljóðrænn og gríp-
andi frá fyrstu síðu: „Maður verður að
beygja af þjóðveginum. Ekki æða áfram eft-
ir malbikuðum leiðum, heldur beygja og leysa ryk-
orminn úr læðingi malar-
vegarins. Aka framhjá
ryðgaðri olíudælu, hrund-
um húsum og heimagraf-
reitnum þar sem grasið
kæfir krossa og legsteina
og hrossagaukspar verpir
milli tveggja gleymdra
grafa frá byijun þessarar aldar.“ (7)
Og áfram er haldið eftir veginum. Gjörið þið svo
vel.
Jón Kalman Stefánsson:
Sumarið bakvið Brekkuna
Bjartur 1997
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
Vignir Sigggeirsson,
tölti, á Þyrli.
heimsmeistari f
DV-mynd E.J.
Heims-
leikarnir á
myndband
Eiðfaxi og Plús-film hafa gefið
út myndband um heimsmeistara-
mótið í hestaíþróttum, en það var
háð í Seljord í Noregi í sumar.
íslenska landsliðinu gekk ákaf-
lega vel á heimsleikunum, betur
en nokkra sinni fyrr ef talin era
öll gullin sem söfhuðustu á
knapana.
Myndbandið er 94 mínútna
langt. í fyrri hlutanum era sýnd
kynbótahross og tiundaður árang-
ur þeirra, en í síðari hlutanum
íþróttaknaparnir og hrossin
þeirra. Þar fara margir af fremstu
knöpum á íslenskum hestum í
heiminum.
Inn á milli sýninga knapanna er
skotið mannlífsmyndum eða við-
tölum sem hefðu mátt vera fleiri.
Myndatakan er góð og myndin
skýr enda var veður afbragðsgott í
Seljord alla mótsdagana.
Úrslit allra greina eru tíunduð
og hjálpar það til við upprifjunina.
í heild er myndbandið hinn
eigulegasti gripur jafnt fyrir þá
sem vora á mótinu og vilja rifja
upp atburðarásina og hina sem
ekki komust.
E.J.
Hestaþing
Níunda ritið í flokki hestabóka
eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra
ber nafnið Hestaþing I og er þem-
að sýningar kynbótahrossa
1906-1989, nærri þúsund að tölu.
Skráningin er í töfluformi þannig
aö skráð era hrossin sem komu
fram á sýningunum og árangur
þeirra í einstökum atriðum.
Sýning-
ar kyn-
bótahrossa
á árunum
1990-1996
eru í fyrri
hestabók-
um Jónas-
ar, Heið-
urshross-
um (1991),
Merakóng-
um (1992),
Hagakrók-
um (1993),
Heiða-
mæðrum I
og II (1994
og 1995) og Fákalöndum (1996) og
sýningar þessa árs eru í ættbókar-
hluta nýju bókarinnar. Þá era til á
prenti upplýsingar frá upphafi
sýningarhalds á hrossum hér á
landi.
Gagnabanki útgáfunnar er nú
kominn í þaö ástand sem hentar til
uppflettingar á Intemetinu og má
búast við að fljótlega verði hægt að
veita mönnum áskrift að bankan-
um.
Hestaþmg
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir