Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Síða 13
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 13 Vandi menntakerfisins: Er kvóti svarið? Allir vita að menntakerfið er í vanda og versti vand- inn er skortur á fé. Rík hefð er fyrir því að menntun eigi að vera ókeypis, það er að allur kostnaður sé greiddur af sameigin- legum sjóði lands- manna, enda nýtur þjóðin arðsins með margvíslegum hætti. En almannafé er því miður takmörkuð auð- lind. Endalaust má deila um hve ríkissjóð- ur eigi að vera stór, þ.e. um skattheimt- una, eða hvernig eigi að skipta honum, svo því verður sleppt hér. Gefum okkur að menntakerfið fái á hverjum tíma allt sem úr hinni takmörkuðu auðlind er að hafa, en það nægi ekki til að full- nægja þörfunum. Þá verður að finna leið til að skipta gæðuninn. Ef allir komast að sem viija og kennslu er skipt jafnt á milli þeirra, kemur of lítið í hiut hvers einstaks og menntun verður lítils virði, hvorki arðbær fyrir einstak- linga né þjóðfélagið í heild. Eina leiðin til að menntunin verði arðbær er því að takmarka aðgang að auðlindinni í von um að þeir sem fá tækifæri til að mennta sig muni nýta það til að mennta sig svo vel og hyggilega að arð- bært verði fyrir þá sjálfa og þjóðfélagið í heild. Prófgráður þriggja ættliða En hvernig á að tak- marka aðgang að menntun? Hvemig á að velja hverjir eigi að fá að nota þessa auðlind? Vænlegt gæti verið að leita fyrirmynda í sjávar- útvegi. Þegar kvóta var komið á þar, var honum úthlutað ákveðnum fjölskyld- um eftir veiði- reynslu skipa sem fjölskyldan átti. Menntunarkvóta mætti úthluta eftir menntunarreynslu fjöl- skyldna, það er eftir prófgráðum foreldra, eða jafnvel eftir prófgráð- um svo sem þriggja ættliða. Þá mundu þær fjölskyldur fá mest í sinn hlut sem kynslóð eftir kyn- slóð hefðu sannað hæfni sína til skólagöngu og jafnframt þróað með sér þau viö- horf sem líkleg- ust eru til vel- gengni i skóla- kerfinu. Það gæti t.d. ver- ið þumalfmgurs- regla að enginn fengi að hefja há- skólanám nema pabbi eða mamma, afi eða amma hefði háskólapróf. Þannig má ætla að kvótinn mundi nýtast vel, enda sanngjamt að einstak- lingamir njóti ávaxtanna af því erfiði sem foreldrar þeirra og for- feður hafa lagt á sig til að afla sér menntimar. Kvótaleiga eöa kvótakaup Nú er það reyndar ekki undan- Kjallarinn Vésteinn Ólason prófessor „Það gæti t.d. veríð þumalfing- ursregla að enginn fengi að hefja háskólapróf nema pabbi og mamma, afi eða amma hefði há- skóiapróf.u tekningarlaust að böm háskóla- menntaðs fólks hafi getu til náms eða áhuga á því, og gæti það leitt til lélegrar nýtingar kvótans og minnkandi arðs. Til að hamla gegn þessu og gera kerfið skil- virkara þyrfti því að setja ákvæði um að kvótinn verði framseljan- legur. Þeir sem ekki ættu rétt á menntun en sæktust af einhverj- um ástæðum fast eftir henni gætu þá leigt eða keypt sér kvóta. Grónar menntamannaættir gætu huggað sig við að þótt yngsta kynslóðin hefði ekki hæfileika eða elju til að stunda háskólanám, væri afkoma hennar tryggð. Hún gæti lifað praktuglega próflaus fyrir andvirði kvótans. Vésteinn Ólason Hvernig á að takmarka aðgang að menntun? Nota fyrirmyndina úr sjávar- útvegi? Foreldrafart Margt er likt með sauðkindinni og íslenska skattborgaranum. Flestir sauðimir skila sér af fjalli til að eigendur þeirra geti rúið þá inn að skinni. Síðan er aftur hald- ið á fjall, á vit náttúrunnar. Rollurnar með eitt, tvö jafnvel þrjú afkvæmi í eftirdragi. Hrútarnir koma lítið við sögu af- kvæmanna, fyrir utan getnaðinn sjálfan. Forystuhrútarnir halda jú hjörðinni saman og leiða hana á vit nýrra haga, en afskiptaleysi þeima gagnvart afkvæmum símnn minnir einna helst á hranalega framkomu íslenskra feðra í garð bama sinna. Það heyrir hins veg- ar til algjörra undantekninga að kvenkind vanræki skyldur sinar gagnvart lömbunum. Þau skokka á eftir henni sumarlangt og læra hina eilífú leit að lífgrösum. Vanræksla færist í vöxt Vanræksla foreldra á börnum sínum færist í vöxt, samanber 70% kæramála til barnavemdamefnda landsins síðasta árið sem tengjast vítaverðri framkomu foreldra gagnvart bömum sínum. Hvaða þættir nútimalegs velferðarsamfé- lags skyldu glepja foreldra frá því að sinna bömum sínum af nægi- legri alúð? Ögun og uppeldi fer oft forgörðum þegar börnum tekst ekki að mynda nægilega traust til- fmningabönd við uppalendur sína. Án ástar og virðingar hafa likam- legar refsingar og heiftúðug skammaryrði uppalandans engan slagkraft. Sambönd bama og forsvars- manna sem byggja á skeytingar- leysi, sjálfselsku, óbifanlegum aga, kúgun og hastarlegu refsingar- kerfi í anda Kafka enda oftast nær með skelfingu. Hvolparnir taka að bita í hend- urnar sem ólu önn fyrir þeim. Foreldramir verða óttaslegn- ir. Leitað er blóraböggla í hverju horni. Helvítis rappið, dópið og áfengis- sýkin. Sjón- varpssefjunin, tölvuveikin og ítroðslustefha íslenska skólakerf- isins liggja vel við höggi. Mun sjaldgæfara er að foreldrar líti i eigin barm og grandskoði það umhverfi sem þau sjálf sköpuðu baminu sínu, með eigin breytni og firringu. Nútímaleg einstak- lingshyggja ber keim af stjórn- lausri eigingimi og sannast hið fornkveðna, að bömin læra það sem fyrir þeim er haft. Taumlaust tillitsleysi einkennir miskunnarlausan markaðsheiminn. Menn liggja marflatir fyrir auðfengnu fé spá- kaupmennskunnar og lottóvinninganna. Auglýsingarskrumið beinir neytandanum að ávanakenndum verslunarvenjum, skuldasöfnun og enda- lausum eltingarleik við óteljandi gjald- daga. Glæpir eru framdir vegna peninga; morð, gripdeildir, vopnuð rán og fjárkúgun. Hvað á að gera við böm og unglinga sem gerast sek inn alvar- lega glæpi gegn samfé- laginu? Böm og ung- lingar undir lögaldri era lögum samkvæmt ekki sakhæf á íslandi vegna vanþroska. Hömlulaust of- beldi, morð og rán endurspegla fyrst og fremst verðmætamat sem byggir á hlutadýrkun og kynóram. Það ber að refsa foreldram fyrir fátækt, heimilisleysi og örvænt- ingu ungmenna, sem um leið spila stóra rullu í sjálfsvígum ungs fólks, fikniefnaneyslu og ofbeldis- verkum. Innibyrgö höfnunarkennd Munaðarleysingjahæli heimsins eru að fyllast af börnum sem ekki eru munaðarlaus en þau líða fyrir sinnulausa foreldra. Böm ganga kaupum og sölum. Seljendumir era for- eldramir, kaupend- umir; vændishring- ar og þrælahaldarar. Hvað er til ráða? Foreldrar af báðum kynjum era að kikna undan þeirri ábyrgð sem uppeldi og framfærslubyrði leggur á herðar þeim. Þessi firring homo sapiens á sér sam- svörun viða i dýra- ríkinu. Þjóðgarða- haldarar í Afríku hafa undanfarin ár verið að furða sig á miklum fjölda yfir- gefinna filsunga. Miklu skógarhöggi við jaðra þjóðgarð- anna er kennt um uppbrot filafjöl- skyldnanna. Filamömmurnar era stöðugt á harðahlaupum í leit að skjóli frá brennheitri sólinni, und- ir krónum trjánna og þær hlaupa afkvæmin endanlega af sér, fyrir fullt og allt. Skyldi fartin á mæðram vestur- landa orka svipað á börn og fils- ungana í Afríku? Yfirgefin böm, vanrækt og afskipt mega að von- um kvíða framtíð fullri af óhjá- kvæmilegri, innbyggðri höfnunar- kennd, því þau voru brotin niður, áður en þeim gafst færi á að vaxa úr grasi, undir traustum handa- jaðri samviskusamra foreldra. Gisli Þór Gunnarsson „Hvolparnir taka að bíta í hend- urnar sem ólu önn fyrir þeim. For- eldrarnir verða óttaslegnir. Leit- að er blóraböggla í hverju horni. Helvítis rappiðf dópið og áfengis- sýkin.u Kjallarinn Gísli Þór Gunnarsson MA-próf í sálfræði frá Ríkisháskóla Kaliforníu í San Fransisco Með og á móti Var úrval kvikmynda nógu gott á Kvikmyndahátíð í Reykjavík? Boðvar BjarM Pét- ursson, í stjórn kvikmyndahátíöar. Peninga- leysi „Þvi verður ekki neitað að það olli okkur í stjórn Kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík nokkrum áhyggjum þegar við vorum að vinna að dag- skránni að fjölbreytni yrði ekki nógu mikil. Sér i lagi þar sem eitt helsta markmið há- tíðarinnar er einmitt að sýna myndir frá menning- arsvæðum sem ekki era venjulega á tjald- inu. Ástæðan fyrir þessu er ein- faldlega peningaleysi. Þar sem kvikmyndahátíðin hafði ekki nægilegt fjármagn fyrir hátíðina í ár tókum við það til bragðs að vinna mjög náið með kvik- myndahúsunum og fá myndír frá þeim. Þessar myndir, sem flestar voru mjög frambærilegar og hefðu að öllum líkindum ekki verið sýndar nema á kvikmynda- hátíðum, vora því miöur flestar af engilsaxneskum uppruna. í framtíðinni verður að tryggja að hátíðin fái aukið fjárframlag þannig að Qölbreytni sé meiri. Því er hins vegar ekki hægt að neita að kvikmyndahátíðinni tókst nú eins og endranær að auka mjög á framboð og fjöl- breytileika mynda í bíóhúsum borgarinnar. En betur má ef duga skal.“ Stóð varla undir nafni „Það var ákveðinn meðaljóns- blær á þessari kvikmyndahátíð sem reyndar stóð varla undir nafni. Lítið af þeim áhugaverðu verkum sem hafa verið að vekja athygli og hringsóla á kvikmyndahá- tíðum erlendis komu hingað. í staðinn birt- ist heil slumma af af- gangsmyndum kvikmynda- húsanna, myndum sem sumar era að koma út á myndbandi á sama tíma. Þessar myndir einkennd- ust margar af flatneskjulegri meðalmennsku og þaðan af verra og áttu fæstar heima undir hatti þess fyrirbæris sem venjan er að kalla kvikmyndahátíö. Ein af- leiðing af þessu var alger skortur á breidd en myndirnar voru margar hverjar mjög keimlíkar (dópistar, fyllíbyttur og dópistar, kannski þetta hafi átt að vera þema?). Reyndar má segja að ein mynd, Riget, hafi ein og sér haft meiri breidd en öll hátíðin. Það vill svo til að það er ekki nóg að mynd sé dramatísk eða alvarleg eða með áherslu á persónusköp- un og fólk til þess að hún sé „góð“ eða bara betri en afþrey- ingarframleiðslan. Þótt það sé vissulega fallegt framlag að hafa kvikmyndahátíð árlega, í stað annars hvers árs, er framtakið tilgangslaust ef metnaðurinn er ekki meiri. Ef valkostir af því tagi sem einkenndu þessa hátíð eiga aö vera eina mótvægið við afþreyingarmyndimar vil ég ein- faldlega frekar baða mig upp úr lágmenningunni. Hún er þó alla- vega ekki að reyna að villa á sér heimildir.“ -HK Ulfhlldur Dagsdótt- ir kvikmyndagagn- rýnandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.