Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Blaðsíða 15
14
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
27*
Iþróttir
íþróttir
Mál Magnúsar Más:
„Bjartsýnn
á lausn"
Félagaskipti Magnúsar Más
Þórðarsonar handknattleiks-
manns úr ÍR í Aftureldingu hafa
enn ekki gengið í gegn. Lögfræð-
ingar félaganna hafa hist á fund-
um og Mosfellingar hafa boðið
ÍR-ingum greiðslu fyrir Magnús.
„Boltinn er hjá ÍR-ingum og ég
er bjartsýnn á að lausn finnist í
þessu máli innan skamms,"
sagði Jóhann Guðjónsson, for-
maður handknattleiksdeildar
Aftureldingar, viö DV.
Félagaskiptin hafa þegar verið
lögö inn til HSÍ en frestur til að
skipta um félag rann út 1. nóv-
ember. -GH
Ásmundur
til Þróttar
Ásmundur
Haraldsson,
sóknarmaður
úr FH, leikur
nær örugglega
með nýliðum
Þróttar úr
Reykjavík í úr-
valsdeildinni i
næsta sumar.
Ásmundur er 22 ára sóknar-
maður sem lék með KR þar til
hann skipti yfir til Hafnarfjarð-
arliðsins í vor. Hann stundar
nám í Bandaríkjunum en er
væntanlegur heim um tíu dögum
áður en íslandsmótið hefst
næsta vor. -VS
Missti af leik
gegn Man. Utd
Þorvaldur Makan Sigbjörns-
son, knattspyrnumaður úr
Leiftri, gat ekki leikið með vara-
liði Stoke gegn Manchester
United í fyrrakvöld þar sem til-
skilin leyfi bárust ekki i tæka
tíð. í gærkvöldi átti hann hins
vegar að spOa með varaliðinu
gegn utandeildaliöinu Hednes-
ford. -VS
knattspyrnu
Um helgina
Evrópukeppni í handbolta:
Afturelding-Runar.........S. 20.00
1. deild karla
HK-ÍBV....................L. 16.00
1. deild kvenna
Stjaman-Grótta KR.........L. 16.30
Fram-ÍBV..................L. 16.30
FH-Valur ............... . . L. 16.30
Haukar-Víkingur ..........L. 16.30
2. deild karla
Hörður-Ármann ............F. 20.00
Fjölnir-Selfoss...........F. 20.30
Grótta KR-HM .............F. 20.30
Úrslit eggjabikars í körfubolta
Keflavík-Tindastóll.......L. 15.00
1. deild karla
Leiknir, R.-Stjaman ......F. 20.00
Breiöablik-Hamar..........L. 15.00
Snæfell-Höttur ...........L. 20.00
Stafholtstungur-Höttur . .. . S. 14.00
Afturelding-Runar á sunnudagskvöldið:
Fimm ekki mikið
toppliðin í íslenska og norska handboltanum eigast við
ftureldine oe norska liðið Run- oe viö meeum alls ekki láta bað eer- Liðið sé iafnt. með eóðar skvttui
Afturelding og norska liðið Run-
ar leika síðari leik sinn í 16-liða úr-
slitum í borgakeppni Evrópu í
handknattleik í Mosfellsbæ klukkan
20 á sunnudagskvöldið. Þar þurfa
Mosfellingar að vinna upp fimm
marka forskot en Runar vann
heimaleikinn í Sandefjord um síð-
ustu helgi, 30-25.
Leikmenn Aftureldingar eru
hvergi bangnir við þetta verkefni og
segjast eiga góða möguleika á að slá
lið Runar út úr keppninni en Runar
trónir í toppsætinu í norsku úrvals-
deildinni og Mosfellingar eru í sama
sæti í Nissan-deildinni. En hvað
segir Bergsveinn Bergsveinsson,
markvörður Aftureldingar og lands-
liðins, um möguleika sinna manna?
„Ef við fáum fullt hús og mikla
stemningu er ég sannfærður um að
við klárum þetta. Fimm marka
munur í Evrópukeppninni er ekki
mikill. Við þurfum að leggja áherslu
á að spila sterka vöm og hafa góðar
gætur á leikstjómanda Runar sem
er mjög sterkur og prímusmótor í
liðinu. Ég var nánast kaffærður í
hraöaupphlaupum í fyrri leiknum
og við megum alls ekki láta það ger-
ast aftur. Það er rífandi stemning í
liðinu. Við vitum að við þurfum
góðan leik tO að takmarkið náist og
Leik Aftureldingar og Runar á
sunnudagskvöld dæma þýsku bræð-
urnir Wolfgang og Manfred Gremmel
en þeir hafa nokkrum sinnum dæmt
hér á landi og þykja hátt skrifaöir í
dómarastéttinni.
Sjónvarpsstööin Sýn mun sjónvarpa
leiknum beint klukkan 20 á sunnu-
dagskvöldiö.
Leikmenn Aftureldingar hafa sjálfir
staðið strarnn af þátttöku liðsins i
Evrópukeppninni. Kostnaðurinn
hingað til er 1,8 miiijónir en leik-
mennimir eru reiðubúnir að hækka
þessa tölu með því aö komast áfram.
við ætlum okkur áfram í næstu um-
ferð,“ sagði Bergsveinn.
Viljum ekki hætta núna
Skúli Gunnsteinsson, þjálfari og
leikmaður Aftureldingar, segir að
norska liðið sé léttleikandi og besta
félagslið Noregs um þessar mundir.
Liðið sé jafnt, með góðar skyttur
báðum megin, sterka homamenn og
snjallan leikstjómanda. Hann segir
að aðalstyrkleiki liðsins sé hraða-
upphlaupin og það hafi berlega
komið í ljós í fyrri leiknum.
„Við eigum töluvert góða mögu-
leika, svo framarlega sem við náum
upp góðum leik og fáum góðan
stuðning frá áhorfendum. Menn
hafa lagt hart að sér í peningasöfn-
un til að vera með i þessari keppni
og menn vilja ekki hætta núna,“
sagði Skúli.
Mosfellingar geta teflt fram sinu
sterkasta liði í leiknum á sunnu-
dagskvöld. í fyrri leiknum voru
Gunnar Andrésson og Þorkell Guð-
brandsson meiddir en hafa báðir
náð sér að fullu. Það ætti því ekkert
að vera því til fyrirstöðu að Aftur-
elding slái norska liðið út. Heima-
völlur Mosfellinga hefur löngum
þótt mjög sterkur og skemmst er að
minnast þess þegar Afturelding
vann góðan sigur á austurríska lið-
inu Stockerau í 1. umferð keppninn-
ar á heimavelli, 35-28. -GH
NBA í nótt:
Sex í röð hjá Lakers
Shaquille O’Neal og félagar hans annars þessi:
í LA Lakers unnu sjötta sigur sinn New Jersey-Cleveland.74-85
í röð í nótt þegar þeir lögðu SA Cassell 32, J. Williams 13, Gill 11 - Per-
Spurs á útivelli í framlengdum son 20, Ilgauskas 20, Knight 12.
leik. Shaq fór fyrir sínum mönn- Minnesota-Washington.88-91
um, skoraði 34 stig, þar af 5 í fram- Marbury 26, K. Gamett 20, Carr 18 -
lengingunni, þegar Lakers-menn Webber 22, Strickland 21, Cheaney 12.
hreinlega skelltu vöm sinni í lás Dallas-Philadelphia.98-99
og Spurs skoraði ekki stig í um Bradley 20, Finley 18, Reeves 14 - Iver-
fjórar mínútur. Úrslitin í nótt urðu son 31, Coleman 25, Stackhouse 21.
SA Spurs-LA Lakers .......100-109
Robinson 27, Duncan 19, M.Willimas 14
- Shaq 34, Jones 26, Van Exel 14.
Seattle-Detroit.............95-89
Payton 25, Baker 24, Schrempf 17 - Hill
20, Hunter 16, Sealy 14.
LA Clippers-Milwaukee .... 94-102
Murray 25, Rogers 18, Martin 17 -
Robinson 32, Allen 23, Gilliam 15.
-GH
Birgir Örn Birgisson skorar fyrir Keflvíkinga gegn KR í undanúrslitum eggjabikarsins í körfuknattleik í gærkvöldi. Nökkvi Már
Jónsson horfir á og eftirleikurinn er því auöveldur fyrir Birgi sem skoraði alls 6 stig í leiknum. Keflvíkingar mæta Tindastóli i
úrslitaleik á laugardaginn en Keflvíkingar eiga titil aö verja i þessari keppni. DV-mynd Brynjar Gauti.
Torrey engum likur
- Tindastóll í fyrsta skipti í úrslitaleik í stórmóti - mætir Keflavík í úrslitaleik eggjabikarsins á morgun
Það verða Tindastóll og Keflavík
sem leika til úrslita í eggjabikarnum
í körfuknattleik en leikurinn fer fram
í Laugardalshöllinni á laugardaginn.
Undanúrslitaleikimir fóru fram í
Höllinni í gærkvöldi. I fyrri viður-
eign kvöldsins sigmðu Keflvíkingar
lið KR-inga, 90-80, og í þeirri síðari
sigraði Tindastóll lið Njarðvíkinga í
háspennuleik, 102-90, eftir framlengd-
an leik.
Viðureign Tindastóls og Njarðvík-
inga var leikur kvöldsins og bauð upp
á allt sem leikur af þessu tagi hefur
upp á að bjóða. Hann var þræl-
skemmtilegur á að horfa, spenna
lengstum, glæsileg tilþrif og hittnin á
stundum var ævintýraleg.
Njarðvíkingar byrjuðu betur og
náðu um tíma 15 stiga forystu í fyrri
hálfleik. Tindastólsmenn vom ekki af
baki dottnir og minnkuðu bilið fyrir
hálfleik en þá var staðan 48-44 fyrir
Njarðvík.
Síðari hálfleikur var vægast sagt
hlaðinn spennu. Tindastóll komst i
fyrsta skiptið yfir í leiknum, 56-59,
með þriggja stiga körfu frá Torrey
John og þar með var tóninn gefinn.
Torrey hrökk í gang svo um munaði
en alls skoraði hann ellefu þriggja
stiga körfur í leiknum. Njarðvíking-
um tókst að jafna metin rétt undir lok
venjulegs leiktíma, 78-78.
Tindastólsmenn voru mun at-
kvæðameiri í framlengingunni og
sigu jafht og þétt fram úr. Njarðvík-
ingar vora þá búnir að missa Petey
Sessoms út af með fimm villur og var
það blóðtaka fyrir þá. Teitur Örlygs-
son reyndi hvað hann gat með frá-
bærum leik en hann mátti ekki við
margnum.
Þáttur Torreys Johns í þessum leik
gleymist seint. Þegar kappinn hrekk-
ur í gang stöðvar hann ekkert. Hann
hitti á ótrúlegustu stöðum og hirti
einnig fjölda frákasta.
„Þetta var stórkostlegt"
„Þetta var stórkostlegt. Við áttum
það takmark að komast í úrslit í þess-
ari keppni og það gekk eftir. Þetta er
í fyrsta sinn sem liðið kemst alla leið
í úrslitaleik í stórkeppni. Þetta er eitt
besta liö sem Tindastóll hefur teflt
fram. Hópurinn er breiður og sterk-
ur. Við ætlum að njóta þess að spila
þennan úrslitaleik og að sjálfsögðu
stefnum við að sigri. Við eigum von á
miklum stuðningi frá fólki heima á
Króknum. Þaðan eiga margir eftir að
koma akandi í bæinn gagngert til aö
styðja við bakið á okkur gegn Kefla-
vík,“ sagði Tindastólsmaðurinn
Sverrir Þór Sverrisson við DV eftir
leikinn í gærkvöldi.
Torrey John skoraði 50 stig fyrir
Tindastól. Amar Kárason og Sverrir
Þór Sverrisson skomðu 12 stig hvor
og Láms Dagur Pálsson 9 stig. Alls
gerði liðið 15 þriggja stiga körfur.
Hjá Njarðvík var Teitur Örlygsson
yfirburðamaður. Hann skoraði 30 stig
en Petey Sessoms 32 stig og skotnýt-
ing hans var ekki sérstök. Páll Krist-
insson skoraði 16 stig og vann geysi-
lega vel.
Öruggt hjá Keflvíkingum
Keflvíkingar unnu öruggan sigur á
KR, 90-80, í hinum undanúrslitaleik
kvöldsins. Keflvikingar voru sterkari
á öllum sviðum, hittu vel og vörnin
var lengstum í góðu lagi. Það sama
verður ekki sagt um KR-inga. Það var
eins og alla baráttu vantaði en það
kann aldrei góðri lukku að stýra.
Hálfgerð uppgjöf kom upp hjá vestur-
bæjarliðinu um miðjan síðari hálfleik
og var eftirleikurinn því auðveldur
hjá Keflvíkingum. Dana Dingel og
Guðjón Skúlason vom bestu menn
Keflvíkinga í leiknum. Dingel skoraði
28 stig og Guðjón 22 stig.
Hjá KR-ingum var Hermann
Hauksson langatkvæðamestur, skor-
aði 27 stig og reyndi hvað hann gat en
samherjar hans fylgdu ekki frum-
kvæði hans og því fór sem fór. Kevin
Tuckson náði sér ekki á strik og skor-
aði aðeins 13 stig. Nökkvi Már Jóns-
son var ágætur í síðari hálfleik og
gerði alls 14 stig.
„Allt á réttri leiö hjá okkur“
„Ég er ánægður með leik okkar.
Við héldum út í 40 mínútur og vöm-
in var góð. Við lékum af skynsemi í
síðari hálfleik, þá sem ein liðsheild
og þjöppuðum okkur vel saman. Þetta
er allt saman á réttri leið hjá okkur,"
sagði Keflvikingurinn Guðjón Skúla
eftir leikinn við DV. -JKS
Framkvæmdastjórn ÍSÍ:
„Máiið úr
••
Stf
sogunm
DV hefur borist samþykkt framkvæmdastjómar
íþrótta- og Ólympíusambands íslands frá fundi
stjómarinnar 12. nóvember sl. Á fundinum var eft-
irfarandi bókun samþykkt:
„í DV i gær og í fyrradag er fjármálastjórn fyrr-
verandi formanns Óí gerð að umtalsefiii með vís-
an til bókunar gjaldkera neftidarinnar þann 20.
ágúst sl.
Án þess að fara frekar ofan í efnisatriði þessa
máls vill framkvæmdastjóm ÍSÍ taka fram að hún
lítur svo á að með þeim skýringum sem þáverandi
gjaldkeri Óí, Torfi Tómasson, hefur gefið 26. sept-
ember sl. sé málið úr sögunni. Enda í fullu sam- júlíus Hafstein, fyrrver-
ræmi við niðurstöðu síðasta fundar ÓI16. október andi formaður Óí.
sl. Stjómin harmar að þetta skuli hafa orðið að
blaðamat.“
Sigríöur Jónsdóttir veröur varaforseti
Á fyrsta fundi framkvæmdastjómar íþrótta- og Ólympíusambands íslands
var einróma samþykkt verkaskipting innan stjómar ÍSÍ. Ellert B. Schram
var kosinn forseti íþrótta- og Ólympiusambandsins á fyrsta þingi sambands-
ins um síðustu mánaðamót. Á fundi framkvæmdastjómar var samþykkt að
Sigríður Jónsdóttir yrði varaforseti, Friðjón B. Friðjónsson gjaldkeri og
Benedikt Geirsson ritari. Þá var einnig samþykkt einróma að ráða Stefán
Snæ Konráðsson sem framkvæmdastjóra sambandsins. -SK
Bland i poka
Framarar halda herrakvöld sitt I
Safamýrinni I kvöld. Ræöumaður
veröur Ámi Gunnarsson fyrrverandi
alþingismaður. Jóhannes Kristjáns-
son skemmtir. Skemmtimin hefst kl.
19.00.
Gunnar Einarsson og félagar i MW
unnu mikilvægan útisigur á De
Graafschap, 1-2, i hollensku úrvals-
deildinni í knattspymu i gærkvöld.
Þetta em mikilvæg stig fyrir MW í
fallbaráttunni.
Gheorghe Muresan, stærsti leikmaö-
ur NBA-deildarinnar í körfuknatt-
leik, leikur ekki með Washington
Wizards næstu sex vikurnar. Rúmen-
inn er meiddur á ökkla og var settur
í gips í gær.
Barcelona steinlá fyrir Athletic Bil-
bao, 3-0, í spænsku 1. deildinni í
knattspymu í gærkvöld. Forysta liös-
ins á Real Madrid og Celta Vigo er nú
aðeins eitt stig og eitthvað mikið
virðist nú að hjá Barcelona eftir góða
bytjun á tímabilinu.
David Howell frá Bretlandi er með
forystu eftir fyrsta hringinn á stór-
móti í golfi sem hófst í Marokkó í
gær. Hann lék á 67 höggum. Henrik
Nyström frá Svíþjóð er á 68 en marg-
ir kunnir kappar náðu sér ekki á
strik í gær.
Grikkir unnu góðan sigur á Englend-
ingum, 2-0, I fyrri leik þjóðanna í 8-
liöa úrslitum Evrópukeppni 21-árs
landsliða í knattspymu í gær. Leikið
var á hinum sterka heimavelli OFI á
Krlt sem KR-ingar fengu að kynnast í
haust.
Tryggvi Guömundsson gæti leikið
með Stockport gegn Swindon I 1.
deild ensku knattspymunnar á morg-
un ef marka má fréttir í enskum fjöl-
miðlum í gærkvöld. Hann hefur sem
kunnugt er verið til reynslu hjá félag-
inu að undanfömu.
Bland i poka
Vujadin Boskov er tekinn á ný við ,
þjálfun ítalska 1. deildar liðsins
Sampdoria en Argentínumaðurinn
Cesar Luis Menotti ákvað að segja
starfi sínu lausu hjá félaginu þar sem
forráðamenn félagsins vildu ekki
ganga að hans ósk og styrkja liðið
með tveimur sterkum leikmönnum.
Héöinn Gilsson skoraði 9 mörk fyrir
lið sitt, Fredenbeck, í þýsku 2.
deildinni i handknattleik i
fyrrakvöld. Þaö dugði þó ekki til
sigurs því Fredenbeck tapaði með
einu marki og er í neðri hluta
norðurriðilsins.
Jevgeny Kefelnikov frá Rússlandi
sigraði i gær Bandaríkjamanninn
Michael Chang, 6-3 og 6-0, á heims-
meistaramóti átta bestu tennisleikara
heims sem fram fer i Hannover í
Þýskalandi þessa dagana.
Júlíus Jónasson skoraði 5 mörk fyr-
ir St. Otmar þegar liöið tapaði fyrir
Suhr, 29-25, í svissneska handboltan-
um i fyrrakvöld. Þetta voru fyrstu
stigin sem St. Otmar tapar á timabil-
inu.
Ron Atkinson verður væntanlega
næsti framkvæmdastjóri enska knatt-
spyrnufélagsins Sheffield Wednesday.
Atkinson hefur áður stýrt málum þar
á bæ en félagið varð deildabikar-
meistari 1991 undir hans stjóm.
Manchester United ætlar að fylgjast
með hinum efnilega framhetja frá
Chile, Marcello Salas, í landsleik um
helgina. Salas leikur með River Plate
í Argentínu, sem hefur sett á hann 1,4
miUjarða króna kaupverð en Alex
Ferguson, stjóri United, hefur sagt að
það væri sem slíkt engin hindrun.
Heiðar og Hilmar
búnir að semja
- fara til Lilleström og Tromsö
Knattspyrnumennimir Heiðar
Helguson (áður Sigurjónsson) úr
Þrótti í Reykjavík og Hilmar Bjöms-
son úr KR leika báðir í norsku úr-
valsdeildinni á næsta ári. Heiðar
skrifaði undir fiögurra ára samning
við Lilleström í fyrrakvöld og Hilm-
ar komst að munnlegu samkomu-
lagi við Tromsö í gær.
Heiðar er tvítugur sóknarmaður
frá Dalvík og hefur spilað með
Þrótturum undanfarin þrjú ár.
„Draumurinn um að gera knatt-
spymuna að atvinnu er orðinn að
veruleika og nú er að standa sig,“
sagði Heiðar við DV í gærkvöld.
Hilmar er 28 ára kantmaður sem
hefur spilað með KR alla tíð nema
hvað hann lék hálft tímabil með FH
árið 1993. Samningur hans er til
þriggja ára en Hilmar verður þó
væntanlega laus eftir tvö ár. Hann
var samningsbundinn KR og félögin
hafa náð saman um kaupverðið.
„Þetta er mjög spennandi en um leið
sárt að yfirgefa KR,“ sagði Hilmar
við DV í gærkvöld.
-VS
Hörður til Valsmanna
Hörður Már Magnússon er genginn tO liðs við
úrvalsdeildarlið Vals í knattspymu á ný eftir eins
árs dvöl hjá Leiftri á Ólafsfirði. Hörður Már er 26
ára miðju- eða sóknarmaður og lék meö Val í fimm
ár en fram að því með Kópavogsliðinu ÍK.
Þar með hafa Valsmenn krækt í þrjá nýja menn
en áður höfðu þeir fengið Ingólf Ingólfsson frá
Stjörnunni og Ólaf Stígsson frá Fylki. -VS
Robson ánægður með Pétur
- fékk leyfi til að spila með Middlesbrough gegn Leicester
Pétur H. Marteinsson fundaði í
gær með Bryan Robson, fram-
kvæmdastjóra enska knattspymufé-
lagsins Middlesbrough. Robson lýsti
yfir mikilli ánægju með frammi-
stöðu Péturs í leiknum með varaliði
Boro gegn Notts County. Eins og
fram kom í DV í gær var þjáifari
liðsins, Gordon McQueen, einnig
mjög jákvæður í garö Péturs.
Pétur hafði aðeins leyfi frá
Hammarby í Svíþjóð tO að spila
þennan eina leik. í gær náðist síðan
samkomulag við sænska félagið um
að hann yrði áfram hjá Middles-
brough og léki með varaliðinu gegn
Leicester á mánudaginn kemur.
Talsvert hefur verið fjallað um
dvöl Péturs hjá Boro, bæði í
Englandi og Svíþjóð, og ummæli í
hans garð verið lofsamleg. Ljóst er
að Hammarby vOl ógjaman missa
hann, enda hefur Pétur verið jafn-
besti leikmaður liðsins tvö undan-
farin ár. Hann var valinn leikmaður
ársins hjá félaginu í fyrra og gæti
hæglega hlotiö þann titO aftur í ár.
Pétur er samningsbundinn Hamm-
arby sem vann sér sæti í sænsku úr-
valsdeOdinni. Samningur hans við
félagið rennur út um næstu mán-
aðamót en þá tekur nýr samningur
gOdi. -VS
Sverrir Sverrisson úr IBV fékk tilboð frá St. Johnstone í morgun:
„Þarf að vera mjög gott“
Sverrir Sverrisson.
Sverrir Sverrisson, landsliðsmaður
í knattspymu og íslandsmeistari með
ÍBV, fékk í morgun tilboð frá skoska
úrvalsdeOdarliðinu St. Johnstone.
Sverrir hefur dvalið hjá félaginu í
þrjá daga og forráðamenn þess vOja
semja við hann eftir að hafa séð hann
í einum æfingaleik.
„Ég spOaði einn óopinberan leik og
gekk vel í fyrri hálfleOmum en var al-
veg búinn í þeim síðari. En þeir virð-
ast hafa séð nóg, þeir vOdu fá mig í
annan leik á mánudag og þegéu ég
sagðist ekki geta verið svo lengi tO-
kynntu þeir mér að ég fengi tOboð frá
þeim í fyrramálið,“ sagði Sverrir við
DV í gærkvöld.
Hann sagði að þó málin hefðu þró-
ast svona væri aUs ekki víst að hann
myndi yfirgefa ÍBV.
Á eftir að ræða við Eyjamenn
„Mér líst ágætlega á mig hjá félag-
inu en spumingin er sú hvort ég vOji
fóma öðrum hlutum í staðinn fyrir að
fara í atvinnumennskuna. Þetta tO-
boð frá St. Johnstone þarf að vera
virkUega gott tU að ég taki því. Svo á
ég eftir ræða við Eyjamenn, ég geri
ekkert án samráðs við þá,“ sagði
Sverrir.
St. Johnstone sigraði í skosku 1.
deUdinni í fyrra. Liðið hefúr farið
ágætlega af stað í úrvalsdeUdinni og
er þar í fimmta sætinu sem stendur.
-VS
Grótta/KR - Þór
í kvöld, föstudaginn 14. nóvember,
kl. 20.30 mætir sameinað lið Gróttu
og KR Pór, Akureyri, í stórleik á
Nesinu. Stuöningsmenn mæti á
Rauða Ijóninu kl. 19.30.
Vesturbæingar og Seltirningar eru
hvattir til að mæta og hvetja sitt
nýja félag.
Grótta
KR