Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 9 Utlönd Sænskir jafnaöarmenn í vanda: Skilja ekki að fólki ofbýður DV, Malmö: Þaö á ekki af sænskum jafnaðar- mönnum aö ganga. Erfðaprinsessan Mona Sahlin féll á takmarkalausri notkun á greiðslukorti frá hinu op- inbera. Nú spá menn Qokksleiðtog- anum og forsætisráðherranum Gör- an Persson falli vegna þess að hann hefur undanfarið Qogið út og suður á kostnað ríkisins. Reikningurinn nemur nær 20 milljónum íslenskra króna. „Mistök Perssons eru að hann skhur ekki hvað þetta er viðkvæmt mál. Það er eins og jafhaðarmönn- um æQi aldrei að lærast að skQja að fólki ofbýður," segir blaðamaðurinn Áke Ekdahl um Qanið í forsætisráð- herranum. Og nú fara kosningar í hönd, jafn- aðarmenn standa höllum fæti og mega síst við áburði um hroka og eyðslusemi. Umrædd mistök Pers- sons eru að hann leigði haustið 1996 þotu th að fara á fund í New York. Reikningurinn hljóðaði upp á 6,5 miUjónir íslenskra króna. í júlí í sumar fóru Persson og frú til Malaga á Spáni í leiguþotu. Reikn- ingurinn 1,2 miiljónir íslenskra króna. Og nú í október þurfti Pers- son enn til New York i leiguvél og ríkið borgaði 10 milljónir íslenskra króna fyrir ferðina. í Svíþjóð er það dómgreindarleysi Perssons sem vekur mesta athygli. Útgjöldin setja ríkið ekki á hausinn en jafnaðarmenn eru öðrum fremur fulltrúar vinnandi fólks í landinu. Undanfarin ár hefur sænsk alþýða búið við þröngan kost vegna að- halds í ríkisútgjöldum og viðvar- andi atvinnuleysis. Á meðan er al- þýðumaðurinn Persson á ferð og Qugi um heiminn á kostnað rikisins og virðist alblindur á siðleysi gerða sinna. í Malmö stóð einu sinni vagga verkalýðshreyfmgarinnar. Þar voru stórfyrirtæki á borð við skipasmiðj- ur Kochums og þar óx Göran Pers- son úr grasi. Hann ku enn eiga heima við Ferensveginn en gömlum jafnaðarmönnum finnst sem leið- togi þeirra hafi gleymt uppruna sin- um og slegist í hóp með þotuliðinu. Nú hefur sænskri þingneftid ver- ið falið að rannsaka ferðir Perssons síðustu árin. Grunur leikur á að hann hafi oft sameinað opinberar heimsóknir og fjölskylduferðir og í það minnsta einu sinni lá leiðin um ísland. -GK Kötturinn Humphrey, sem var heimilisköttur í Downingstræti, skoöar hér gullfisk á nýja heimilinu sfnu. Sfmamynd Reuter Humphrey var ekki skotinn Skrifstofa Tonys Blairs, forsætis- ráðherra BreQands, fékk i gær blaðaljósmyndara tQ að taka mynd af keftinum Humphrey á nýjum dvalarstað hans. Nauðsynlegt þótti að kveða niður orðróm um að Humphrey, sem var villiköttur en fékk inni í forsætisráðherrabú- staðnum fyrir átta árum, hefði ver- ið tekinn af lífi. TQ að bæta ímynd forsætisráð- herrahjónanna gaf Cherie Blair, eig- inkona Tonys, meira að segja út yf- irlýsingu þess efnis að sér hefði þótti leitt þegar Humphrey Qutti frá Downingstræti 10. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti skrifstofa forsætisráðuneytisins að kötturinn væri ekki heift heftsu og hefði verið boðið að dvelja hjá ríkis- starfsmanni. Þingmaður íhalds- Qokksins lýsti því yfir á sunnudag- inn að hann teldi að kötturinn hefði verið skotinn. Reuter Kosningar hjá Bosníu-Serbum: Harðlínumenn á niðurleið Harðlinumenn meðal Bosníu- Serba töpuðu nokkru fylgi og misstu hugsanlega þingmeirihluta siim í kosningunum sem fram fóru í serbneska lýðveldinu í Bosníu um helgina, ef marka má bráðabirgða- niðurstöður. Ríkisstjómir Bandaríkjanna og Evrópulanda hvöttu tfi að kosning- arnar yrðu haldnar. Með því vQdu þær að yfirráð harðlínumanna yrðu brotin á bak aftur tQ að hægt væri að framfylgja gerðum friðarsamn- ingunum. Vesturlönd hafa stutt Bfijönu Plavsic, forseta Bosníu- Serba, í baráttu henncir gegn harð- línumönnum sem enn fylgja Radov- an Karadzic, meintum striðsglæpa- manni, að málum. Enn er eftir að telja atkvæði frá af- skekktum hémðum og atkvæði Qótta- manna sem búa erlendis. Reuter Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hcesta gceðafiokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. / 0 ára ábyrgð 10 stcerðir, 90 - 370 cm i* Stálfótur fylgir ** Ekkert barr að ryksuga ;* Truflar ekki stofublómin ;*■ Eldtraust Þarf ekki að vökva **■ íslenskar leiðbeiningar i* Traustur söluaðili ** Skynsamleg fjárfesting BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA | VAXTALAUST LAN Bjóðum þessa bíla á vaxtalausum ■J lánum til 36 mánaða MMC Lancer GLX, árg. ‘89. Þú greiöir kr. 13.600 á mánuði. M. Benz 230, E árg. ‘84. Þú greiðir kr. 18.000 á mánuði. Lada Samara árg. ‘91. Þú greiðir kr. 4.900 á mánuði. VW Golf CL, árg. ‘86. Þú greiðir 9.700 á mánuði. Peugeot 405 árg. ‘91. Þú greiðir kr. 15.500 á mánuði. MMC Colt GLX, árg. ‘87. Þú greiðir kr. 7.000 á mánuði. Subaru E-12 árg. '91. Þú greiðirkr. 12.500 á mánuði. Mazda 626 árg. ‘87. Þú greiðir kr. 9.500 á mánuði. Mazda 323 árg. ‘87. Þú greiðir kr. 8.000 á mánuði. Peugeot 309 GT árg. ‘87. Þú greiðir kr. 8.900 á mánuði. Range Rover árg. ‘81. Þú greiðir kr. 13.900 á mánuði. Cherokee Laredo árg. ‘87. Þú greiðir kr. 22.000 á mánuði. Subaru 1800 stw,. árg. ‘88. Þú greiðir kr. 13.600 á mánuði. Mazda 323 árg. ‘93. Þú greiðir kr. 19.000 á mánuði. LÍTTU Á GREIÐSLUKJÖRIN, HVERGI BETRI LÁN TIL 36 MÁN. ENGIR VEXTIR. ENGIN ÚTBORG- UN NYBYLAVEGUR 2 SÍMI 554 2600 Ford Bronco arg. ‘85. Þú greiðir kr. 15.000 á mánuði. Skoda Forman árg. ‘93. Þú greiðir kr. 9.800 á mánuði. Dodge Aries árg. ‘87. Þú greiðir kr. 8.800 á mánuði. Chrysler New Yorker, árg. ‘84. Þú greiðir kr. 19.000 á mánuði. Opiö virka daga 9-18 og laugardaga 12-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.