Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds.
Hin nýja undirstétt
Vörukerrur viðskiptavina við kassana í matvöruverzl-
unum á föstudögum benda margar hverjar ekki til, að
innkaup séu vel grunduð á öllum bæjum. í kerrunum
ægir saman rándýru ruslfæði, tilbúnum verksmiðjurétt-
um, lituðu sykurvatni og alls óþörfu dóti.
Þetta vekur blendnar tiifinningar. Annars vegar er
ánægjulegt, að þjóðin skuli vera orðin svo rík, að fjöldi
manns getur verzlað í blindni. Hins vegar er eftirsjá í
lífskjörunum, sem fara forgörðum, þegar þúsundkaUam-
ir fjúka fyrir lítið í föstudagsinnkaupum.
Óþægilegust er vitundin um, að fólk kýs eins og það
kaupir. Það heldur sig við mikið auglýstar vörur og tek-
ur svo sem ekki neina afstöðu til innihaldsins. Töluverð-
ur hluti þjóðarinnar hagar sér eins og viljalaust rekald,
hvort sem er við kjörkassa eða búðarkassa.
Framleiðendur vöru og þjónustu á borð við stjómmál
hafa náð vaxandi tökum á sölutækni, en vamargeta
þeirra, sem standa handan kassans, hefur ekki aukizt að
sama skapi. Enda er svo sem ekki krafizt menntunar og
reynslu til að vera neytendur og kjósendur.
í matvörubúðum em framleiðendur famir að kaupa
hillupláss og staðsetningu í hillum. Þeir sjá jafhvel um
að raða í hillumar, sem þeir „eiga“. Það er ekki veltan,
sem kallar á hillupláss og staðsetningu, heldur er það
hilluplássið og staðsetningin, sem kallar á veltuna.
Innan um bílstjóra frá framleiðendum em fulltrúar
annarra matvörubúða að skrá verð, svo að tryggt sé, að
búðimar séu ekki að keppa í verði, heldur haldist á
nokkum veginn sama róli. Sárafáir matvörukaupmenn
á íslandi bjóða raunverulega samkeppni í vöruverði.
Á síðustu árum hafa verið slípaðar aðferðir til að fá
fólk til að halda tryggð við tegundir vöm og þjónustu,
framleiðendur og kaupmenn, burtséð frá því, hvemig
verð og gæði þróast í umhverfinu. Þúsundir manna eru
uppteknar af því að safna til tryggðarverðlauna.
Toppurinn á sölutækni nútímans felst í, að kaupend-
ur eru fengnir til að ganga um stræti og torg skrýddir
vörumerkjum, sem þeir kaupa dýrum dómum. Þannig fá
framleiðendur og seljendur merkjavöru ókeypis auglýs-
ingu ofan á yfirverðið, sem jafhan er á slíkri vöm.
í gamla daga hafði vara og þjónusta innihald, sem
leiddi til ímyndar hennar. Nú á tímum hefur ímyndin
hins vegar öðlazt sjálfstætt líf án tillits til innihalds. Um
ímyndina hefur risið fræðigrein, sem menntar markaðs-
fólk til að spila á veikar vamir neytenda.
Sameiginlegt einkenni neytenda og raunar kjósenda
er, að þeir taka ekki saman höndum til vamar. Sumpart
vita þeir ekki betur, sumpart nenna þeir ekkert að gera
í málinu og sumpart em lífskjör þeirra svo góð, að
neyzluaðgát er ekki forgangsmál í lífi þeirra.
Smám saman er að verða til undirstétt viljalítils fólks,
sem hefur sómasamlegar tekjur, en drepur frítímann við
sjónvarps- og myndbandagláp, sykurvatn og snakkpoka.
Þetta em eins konar neyzluvélar, sem taka ekki sjálf-
stæðan þátt í lífinu í kringum sig.
Þessi stækkandi hópur bætist við þá, sem af öðrum og
eldri ástæðum segja pass við lífinu. Samanlagt grefur
þetta fólk undan markaðsþjóðfélaginu og lýðræðinu, því
að meintar þarffr þess verða sífellt fyrirferðarmeiri í
augum markaðsmanna í stjómmálum og viðskiptum.
Ef skólakerfið kenndi borgaraleg fræði, þar sem nem-
endur ættu kost á að sjá gegnum ímyndir stjómmála og
annarrar söluvöm, mundi misvægið minnka.
Jónas Kristjánsson
Halldór Blöndal samgönguráðherra:
Póstur og sími
ekki til sölu
Telurðu að Póstur og sfmi sé vef
rekin stofnun í dag?
.JPóstur og sími er vel rekin stofnun,
þjónustan ódýr og mjög vel er fyigst með
á tæknisviðinu. Það er t.d. afar ánægju-
legt að ísland skuli vera fyrsta landið
sem eingöngu notar starfrænt símakerft
og ég legg áherslu á að Póstur og Sími er
hluthafi í sæstnengnum milli Evrópu og
Kanada, sem hefur opnað og mun í fram-
tíðinni opna ótalda möguleika á fjar-
skiptasviðinu, þannig að við getum fylgst
með þeirri þróun sem er í heiminum í
dag
A hinn bóginn geldur Póstur og stmi
óneitanlega þess í daglegum viðskiptum
og markaðssetningu að vera opinber
stofnun sem er rekin eftir fjárlögum.
slík ákvörðun hafi áður verið lögð fyrir
Alþingi. Ákvarðanataka með þessum
hætti er of þung í vöfum og samræmist
ekki nútíma viðskiptaháttum. Þess vegna
tel ég óhjákvæmilegt að breyta rekstrar-
formi Pósts og síma til þess að styrkja
samkeppnisstöðu hans og starfsöryggi
þess fólks sem þar vinnur. Ég legg á-
herslu á að í mfnum huga kemur ekki
annað til greina en að Póstur og sfmi
verði áfram alfarið í eigu ríkisins.”
Þú crt þá að tala um að stofnuninni
verði breytt f hlutafélag f ríkiscign?
.Já og ég tel að það rekstrarfonn sé
ákjósanlegt, bæði fyrir rikissjóð, neyt-
endur og starfsmenn Pósts og síma.
Hvort sem við hugsum um Póst og síma
sem stofnun eða fyrirtæki er hann ein af
___________._.____:_:______i_________— - a
breytilegan rekstur. Ég tek stundun
dæmi af þvt' að fáir geti hugsað sér ai
það dæmi geti gengið upp til lengdar ai
Landsbankinn eða Búnaðarbankinn séi
reknir eftir fjárlögum frá Alþingi. Á þv
er almennur skilningur að ríkisbankami
verði að geta keppt ólúndrað á á frjálsur
maritaði án atbeina rikisins eða Alþingi
og hið sama á vitaskuld við Póst og sím
vegna síaukinnar samkeppni frá innlend
um og erlendum aðilum. Eriend stórfytir
„Lýsti samgönguráðherra því ítrekað yfir að Póstur og sími yrði ekki seldur á meðan hann væri ráðherra," seg-
ir Ögmundur og vitnar m.a. f viðtal við ráðherra í BSRB-tíðindum.
Trúverðugleiki
í stjórnmálum
slma hf. og líklegar af-
leiðingEtr hennar heldur
varðandi trúverðug-
leika í stjómmálum.
Svo er komið að ráða-
menn leyfa sér að segja
eitt í dag en fram-
kvæma annað á morgun
og það sem meira er,
þeir komast upp með
það. Alltof margir fjöl-
miðlamenn horfa í
gegnum fingur sér þeg-
ar slíkt er uppi á ten-
ingnum.
Næsti millileikur
Ýmsar hliðar á þessu
máli jaðra við að vera
grátbroslegar. Þannig
segir samgönguráð-
herra að andóf almenn-
„Allt er þetta samkvæmt erlendri
forskrift. Ad taka einkavæöingar•
aðferðina skref fytir skref. Aldrei
of stórt í einu. í Danmörku var
svipað tal uppi á sínum tíma. Nú
eru yfirráð yfír danska símanum
hins vegar komin til Chicago.u
Kjallarinn
Ögmundur
Jónasson
alþingismaður og
form. BSRB
Samgönguráð-
herra hefur í nafni
ríkisstj ómar innar
skýrt frá þvi aö
hann sé að undir-
búa sölu á Pósti og
síma hf. þvert á
fyrri yfirlýsingar.
Þegar Pósti og
síma var breytt í
hlutafélag á sínum
tíma lýsti ráðherr-
ann því ítrekað
yfir á Alþingi, á
fundum og í fjöl-
miðlum að ekki
stæði til að selja
fyrirtækið. í viðtali
við Halldór Blöndal
í BSRB-tiðindum í
september 1995
lýsti samgönguráð-
herra því ítrekað
yfir að Póstur og
sími yrði ekki seld-
ur á meðan hann
væri ráðherra. „Ég
legg áherslu á að í
mínum huga kem-
ur ekki annað til
greina en að Póst-
ur og sími verði
áfram alfariö í eigu
ríkisins," sagði
ráðherrann m.a. í
viðtalinu.
Nú bregður hins vegar svo við
að hann segir að hlutafélagavæð-
ingin hafi aðeins verið miilileikur,
undanfari sölunnar.
Við þetta gerast ýmsar spum-
ingar áleitnar, ekki einvörðungu
varðandi einkavæðingu Pósts og
ings gegn gjaldskrárhækkununum
að undanfömu megi túlka sem
kröfu um að fyrirtækið verði selt.
Ætli hið gagnstæða sé ekki nær
sanni. Almenningi blöskrar hækk-
anirnar og vill nýta sér að stofn-
unin er í almannaeign. Þess vegna
em fulltrúar almennings, sem fara
með vald yfir stofnuninni, beðnir
um að grípa í taumana. Halldór
Blöndal hefur hins vegar, væntan-
lega eftir miklum djúpsálfræðileg-
um leiðum, fúndið það út að í raun
vilji almenningur engu ráða held-
ur afsala sér yfirráðum yfir þess-
ari starfsemi og færa hana í hend-
ur nýjum eignaraðilum.
Og hveijir skyldu þeir verða? ís-
lenskir, segir ráðherrann og sver
og sárt við leggur að hann vilji að
fyrirtækið verði íslenskt um alla
framtíð. Og erum við þá komin aö
næsta millileik ríkisstjómarinnar
gagnvart þjóðinni. Nú þarf að
sannfæra hana um að eignarhald-
ið fari ekki úr landi.
Erlend forskrift
Allt er þetta samkvæmt erlendri
forskrift. Að taka einkavæðingar-
ferðina skref fyrir skref. Aldrei of
stórt í einu. í Danmörku var svip-
að tal uppi á sínum tíma. Nú em
yfirráð yfir danska simanum hins
vegar komin til Chicago. Þar eru
höfuðstöðvar fyrirtækisins
Ameritec sem hefur fengið meiri-
hlutayfirráð í stjóm danska sim-
ans en alls hafa bandarískir eign-
araðilar meirihlutaeign í fyrirtæk-
inu.
Til Bandarikjanna fer nú arður-
inn, og þar verða ákvarðanir tekn-
ar um verðlag og fyrirkomulag
þjónustunnar í framtíðinni. Ætla
má að svipað verði uppi á teningn-
um með íslensku símþjónustuna
ef þjónar markaðsaflanna munu
áfram ráða hér för.
Ögmundur Jónasson.
Skoðanir annarra
Verðmæti brottkastsins
„Þegar kannað var fyrir nokkrum árum hvað
þetta brottkast væri mikið var giskað á að það næmi
um 50 þús. tonnum á ári. Síðan mun það hafa stór-
aukist og margir telja að það sé ekki minnna en 100
þús. tonn á ári. Ef við deilum í þetta með fólksfjölda
og dagatölunni 365 kemur út merkileg tala. Það reyn-
ist vera éitt kílógramm af fiski á dag fyrir hvem ís-
lending, yngri sem eldri. Þetta er engin smáræðis
lífsbjörg."
Páll Bergþórsson í Lesbók Mbl. 22. nóv.
Fyrirlitining á flokkakerfinu
„Ég fyrirlít flokkakerfið og hef sífellt lagt til at-
lögu við það. Bandalagi jafnaðarmanna tókst að vísu
ekki að brjóta það upp. Tilraunin rann út í sandinn
en hugmyndimar og minningamar lifa.... Ég á mér
þann draum í pólitíkinni að hér verði til stór jafnað-
armannaflokkur. Ég vinn með þeim sem vilja vinna
að því markmiði. Ef ég kemst að þeirri niðurstöðu
að ég geri það best með þvi að ganga í Alþýðuflokk-
inn þá mun ég gera það.“
Agúst Einarsson i Degi 22. nóv.
Útgerðin og auðlindagjaldið
„í kvótakerfi standa útgerðarmenn frammi fyrir
tveimur valkostum. Annar er að stunda veiðar og ná
inn þeim hagnaði sem hlýst af spamaði vegna kvóta-
kerfisins. Hinn er að selja kvótann. Ef seinni kostur-
inn er valinn, þá vaknar sú spuming hversu hátt
verð á að mkka fyrir sölu af þessu tagi. Til að svara
því veröur að bera valkostina tvo saman. Annars
vegar að róa og taka sjálfur inn hagnaðinn; hins veg-
ar að selja kvótann og snúa sér að öðmm verkefh-
um. Það segir sig sjálft að ef kvótaverðið er lægra en
hagnaðurinn af því að veiða, þá mun enginn selja.“
Vilhjálmur Wiium í Mbl. 23. nóv.