Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Qupperneq 10
io mennmg
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 UV
Hundurinn Hrói gengur aftur
í smásagnasafninu Vatnsfólkið stígur Gyrð-
ir Elíasson stærra skref í átt að hefðbundinni
frásögn en í nokkurri af fyrri bókum sínum.
Þó er rétt að taka fram að þrátt fyrir þetta er
enginn hörgull á því sem hingað til hefur dreg-
ið lesendm: að verkum Gyrðis. Hér er að finna
þann heim sem lesendur hans þekkja orðið vel,
heim sem er kunnuglegur án þess að verða
nokkum tíma fyrirsjáanlegur, einhver undar-
leg blanda af hinu þekkta og þægilega og hinu
óvænta, jafnvel óhugnanlega. En það er eins og
aðeins hærra sé til lofts og víðara til veggja í
þessum heimi en áður, og þar er fjölmennara
en maður á að venjast úr sögum Gyrðis.
Að vísu eru hér gamlir kunningjar, einmana
maður sem á konu í kirkjugarðinum, rithöf-
undur sem kemur að tómu húsi að vorlagi með
ritvél í svartri tösku, og hér gengur hundurinn
Hrói aftur, sem var jarðaður með viðhöfn í
Gangandi íkoma. En persónugalleríiö stækkar
og persónumar í þessum sögum eru hefð-
bundnari en í eldri sögum Gyrðis, sögumar
snúast um samskipti þehra fremur en ein-
semd, og þær eiga sér fortíð, sem á stundum
fær meira að segja að leika hlutverk í sögu
þeirra.
Gyrðir sækir sér líka persónur í íslandssög-
una. í sögunni „Skáldkonan" dúkkar Guðrún
frá Lundi upp eins og ekkert sé sjálfsagðara,
býður sögumanni upp á kaffi og minnir meira
en lítið á aðrar gamlar konur í sögum Gyrðis.
William Morris er sögumaður „Dagbókarinn-
ar“ og feilur einhvem veginn eins og flís við
rass að þeim einfórum sem Gyrðir hefur svo
oft lýst.
Það liggja ýmsir þræðir frá þessum sögum,
bæði í bókmenntir annarra og fyrri verk Gyrð-
is sjálfs. Sú hugsun verður raunar áleitnari
með hverri bók Gyrðis að verk hans séu öll
einn samfelldur vefur, þar sem ýmsar tenging-
ar, bæði augljósar og duldar, liggja milli ein-
stakra texta. Þetta smásagnasafn er þannig
eins konar völundartexti og þaðan getur les-
andinn ratað eftir rangölum í óvæntar áttir.
Margar sagnanna eiga það sameiginlegt að
fjcilla á einn eða annan hátt um skrif og rithöf-
unda af ýmsu tagi. Síðasta sagan í bókinni og
sú lengsta nefnist „Rithöfundurinn". Þetta er
býsna merkileg saga, ekki síst fyrir þá þræði
sem liggja milli hennar og eldri sagna Gyrðis.
Hér er aftur kominn rithöfundur í litlu sveita-
þorpi, ekki ólikur aðalpersónu Svefnhjólsins
svo dæmi sé nefnt. En hér er þó grund-
vallarmunur á. Saga þessa
rithöfundar er sögð utan
frá, og ekki er laust við
írónískan undirtón í frá-
sögninni, jafnvel þannig að
manni finnst að Gyrðir
daðri við sjálfsparódíu. Ég
ætla ekki að gerast spámaður
og halda því fram að þessi
saga marki endalok hins ein-
mana rithöfundar í verkum
Gyrðis, að hann sé grafinn með
ritvélinni sem hann heygir í
garðinum hjá sér (165). En ýmislegt bendir til
þess að sagnaskáldskapur Gyrðis stefni inn á
nýjar brautir, og þangað verður spennandi að
fylgja honum.
Gyrðir Elíasson:
Vatnsfólkið
Mál og menning 1997.
Bókmenntir
Jón Yngvi Jóhannsson
Jói í borg og sveit
Mynd Freydísar Kristjánsdóttur af skilvindunni.
Undirtitillinn á bók Stefáns Aðalsteinsson-
ar, Kappi á krossgötum, er Af ævintýrum Jóa
í borg og sveit, og þetta er alls ekki fyrsta ís-
lenska bamabókin sem leitast við að bera
þessa tvo heima saman. íslensk börn hafa
margoft fengið að lesa um ólifnaðinn í þéttbýli
en þar virðast aðallega búa götustrákar og
hrekkjalómar og jafnvel vænstu sveinar verða
að óðum slagsmálahundum. Á móti borginni
er sveitin þar sem götustrákarnir verða að
góðum og dugmiklum drengjum og vandamál-
in hverfa eins og dögg
fyrir sólu. Svo er einnig
hér.
Sagan af Jóa hefst í
Reykjavík og sögumaður
dregur upp heldur dap-
urlega mynd af lífinu
þar. Foreldrar Jóa sinna honum lítið, pabbinn
er sjómaður en mamman flutt burt og Gunna
frænka hans gerir lítið annað en fæða hann og
nöldra. Jóa gengur illa í skóla og lendir upp á
kant við skólafélagana. Sögumaður hleypur
nokkuð hratt yfir sögu í þeim hluta verksins
sem gerist í borginni og það er eins og honum
leiðist óskaplega að þurfa að segja frá þessu
ömurlega lífemi. Persónur í borginni eru ein-
hliða og lítið er sagt frá öðru en slagsmálum,
heimalærdómi og samskiptum við Sig-
rúnu kennara Jóa og dóttur hennar
Önnu, en þær eru einstaklega góðar
manneskjur, enda úr sveit.
Þegar í sveitina er komið lifhar sögu-
maður heldur betur við og sagan verð-
ur allt að því skemmtileg aflestrar.
Sveitin er sannkallaður töfraheimur
þar sem allir eru góðir og hjálpsamir og
bömin prúð og frjálsleg í fasi. Þau
hjálpa fullorðna fólkinu við bústörfin
en í frístundum sín-
um drepa þau
minka og veiöa lax
með lúkunum.
Sveitabærinn sem
verður heimili Jóa
er sérstakur fyrir
þær sakir að þar em gamlir búskaparhættir í
hávegum hafðir. Bóndinn notar hesta en ekki
dráttarvél og öll störf em unnin með gamla
laginu.
Þama hefur sögumaður skapað sér einstakt
tækifæri til að fræða lesendur um náttúruna
og búskaparhætti sem eru óðum að hverfa.
Það gerir söguna bæði áhugaverða og upplýs-
andi þegar best lætur en allt of oft verður
fræðslan yfirþyrmandi og drekkir sögunni.
Allt er best í hófi.
Myndir Freydísar Kristjánsdóttur hæfa sög-
unni ágætlega. Þær eru jafn gamaldags og frá-
sögnin sjálf. Bestar finnst mér þær myndir
sem sýna það sem nútímabömum er framandi.
Myndin af skilvindunni á bls. 39 kemur í góð-
ar þarfir og víkkar skilning lesenda.
Stefán Aöalsteinsson: Kappi á krossgötum
Myndir: Freydís Kristjánsdóttir
Mál og menning 1997.
Bókmenntir
Margrát Tryggvadóttir
heiði, en er síðan í New York á þriðja ár.
Þetta er hrifnæmur maður og fróð-
leiksfús, glaðsinna og félagslyndur á yf-
irborði en undir niðri er ókyrrð í sál-
inni. Hann er reikull í ástamálum en
iðulega þjakaður af samviskubiti yfir
léttúð sinni.
Honum opnast
margir nýir
heimar. Hann
fer til Grikk-
lands til að
taka þátt í
kristilegum
hátíðarhöldum, en lengir svo
dvöl sína, vinnur með bænd-
um við framræslu mýra, ferð-
ast um og safnar sér efni í Grikk-
og býr um skeið í munkaklaustri.
Smám saman heillast þessi íslenski bragga-
strákur af landinu, mannlífi þess og töfra-
birtu.
Eftir að heim er komið gerir hann stúlku
bamshafandi, en fer til Ameríku áður en
hún verður léttari. Þar vinnur hann sem
þjónn á veitingahúsi, en hefur jafnframt bók-
menntanám og kynnist mennta- og listalífi
heimsborgarinnar. Að auki skyggnist hann
inn í heim alþjóðastjórnmálanna sem frétta-
ritari í aðalstöðvum Sameinuðu þjóöanna.
Það er eins og hér dragi nokkuð úr kristi-
legum þankagangi sögumanns. Hins vegar
opinberast honum leyndardómar kynlífsins
við kynni af hinni indversku Marlene sem
hann býr með um skeið. Nær hún á honum
„heljartökum sem rekja mátti til látlausra og
síbreytilegra bólfara".
Höfundur bregður
upp mynd af þeim
stöðum sem hann
kynntist og greinir
um leið frá ýmsum
sögulegum viðburð-
um þeim tengdum.
Stundum er fulllengi dvalið við almennan
fróðleik. Þó er innri þróun sögumanns rauði
þráðurinn í bókinni. Hann lýsir því hvernig
aukin þekking opnar honum ný svið og seg-
ir á einlægan hátt frá togstreitu sálarlífsins
og fiölskrúðugum ástamálum.
Bókin er skemmtileg aflestrar og lipurlega
skrifuð þótt stöku sinnum verði orðfærið ei-
lítið hátíðlegt. Hún geymir margar nærfærn-
ar mannlýsingar, lýsir litríkri lífsreynslu og
miðlar persónulegri sýn á liðna tíð.
Nafnaskrá hefði mátt fylgja.
Sigurður A. Magnússon:
Með hálfum huga. Þroskasaga.
Mál og menning 1997.
Bókmenntir
Ámi Óskarsson
Sig-
urður A.
Magnús-
son sló eft-
irminni-
lega í gegn
með Upp-
vaxtarsögu
sinni sem út
kom á árunum
1979-1986. Bók-
in Með hálfum
huga hefst þar
sem sá bálkur
endar, en nú kallar
höfundur fólk sínum réttu nöfnum. Sagan
nær yfir tímabilið 1950-1956.
Lesandinn kynnist ungum manni á þrí-
tugsaldri sem fer að skoða heiminn. Hann
heldur til Kaupmannahafnar, dvelur eitt ár í
Grikklandi, býr um haust í Stokkhólmi, kem-
ur við í Helsinki, snýr heim að nýju og
starfar um hríð hjá vamarliðinu á Miðnes-
Kápumynd af höfundi
er eftir Louisu
Matthíasdóttur.
Síðustu
forvöð
Allra síð-
asta sýning
á óperunni
Cosi fan
tutte
Svona eru þær allar - hjá íslensku óper-
unni er annað kvöld, 28. nóvember. Að-
standendur eru bókaðir annars staðar,
hljómsveitarstjórinn og söngkonurnar
þrjár, Sólrún Bragadóttir, Ingveldur Ýr
Jónsdóttir og Þóra Einarsdóttir, og er
guðsþakkarvert að við skyldum geta hald-
ið þeim svona lengi.
Sýningar hafa gengið vel og hafa ungir
ópemgestir verið áberandi undanfarið
eftir að óperan bauð skólafólki sæti á sér-
stökum „skólabekkjum" fyrir lægra verð.
Sýningin er líka ekki síst fyrir ung augu
og eyru því sagan er hér látin gerast á
baðströnd í nútímanum og koma söngvar-
amir fram í baðfötum - eins og sagt er
um stúlkur í fegurðarsamkeppn i.
Sigfríður Björnsdóttir skóf ekki utan af
hlutunum í gagnrýni sinni í DV 13. októ-
ber: „David Freeman nær því markmiði
sínu að láta það gerast í leikhúsi sem
menn gætu hvergi upplifað annars stað-
ar. Þetta er ógleymanleg sýning!"
Setið við sagnabrunn
Þórður Tómasson í
Skógum er lands-
þekktur fyrir ómet-
anlegt framlag sitt
til íslenskrar menn-
ingar. Tugir þús-
unda innlendra og
erlendra ferða-
manna heim-
sækja ár hvert
byggðasafnið í
Skógum undir
Eyjafiöllum sem
hann byggði ffá grunni.
Einnig hefúr hann skrifað fiölda
bóka um þjóðffæði og nú sendir hann frá
sér nýja bók sem hann nefnir Setið við
sagnabmnn.
Þar fiallar Þórður um huldufólk og aðr-
ar vættir, segir frá bústöðum huldufólks
og margvíslegum samskiptum þess við
mannfólkið. Þá fiallar hann um siði sem
tengjast nafngift og skirn, feigð, dauða og
greftmn. í síöari hluta bókarinnar er
fiöldi ffásagna af minnisverðum einstak-
lingrnn og atburðum; lokakaflinn er um
Guðmund kíki, einn síðasta förumann á
Suðurlandi sem var mikill sagnamaður.
Með honum hvarf af sjónarsviðinu einn
síöasti fúlltrúi munnlegrar sagnahefðar á
íslandi. Fjöldi mynda er í bókinni.
Mál og mynd gefur bókina út.
Líf og trú
Vaka-Helgafell hefúr _
gefið út bókina Líf og ^
trú. Endurminningar
og hugleiðingar Pét-
urs Sigurgeirssonar
biskups. Hann hef-
ur sjálfur skrifað
bókina.
Pétur á langa
og merka lífs- i
göngu að baki I
sem hann rek- U
ur í bókinni, ™
sögulega viðburði og'
einkalega, skemmtilega við-
burði og átakanlega. Hann segir frá kynn-
um sínum af merkum samtímamönnum,
þeirra á meðal má nefna forseta Banda-
ríkjanna og tvo páfa. Séra Bolli Gústavs-
son, vígslubiskup á Hólum, ritar eftir-
mála.
Pýramídar
Mál og menning
hefur gefið út
fræöslubók fyrir
börn um pýra-
mída, allt frá hin-
um fornu
pýramídum í
Egyptalandi og
Ameríku til
slíkra bygginga
nútímanum. Bókin er
vandlega myndskreytt í lit. Anne Millard
skrifaði bókina en Haraldur Dean Nelson
þýddi hana.
4
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir