Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997
25
Iþróttir
íþróttir
1-1, 4-1, 8-3, 11-5, 15-9, 19-19,
(20-10), 25-11, 25-15, 29-16, 32-20.
Mörk KA: Karim Yala 8, Sævar
Ámason 6, Jóhann G. Jóhannsson
4, Kári Jónsson 3, Sverrir Bjöms-
son 3, Vladimir Goldin 3/1, Halldór
2/1, Þorvaldur Þorvaldsson 1,
Jónatan Magnússon 1, Sigtryggur
Albertsson 1.
Varin skot: Sigtryggur Alberts-
son 18/1, Hermann Karlsson 2.
Mörk Víkings: Rögnvaldur
Johnsen 6/3, Birgir Sigurðsson 4,
Níels Carl Carlsson 3, Kristján
Ágústsson 2, Karl Grönvold 2, Dav-
or Kovalcevic 2/1, Maxim Trúfan
1.
Varin skot: Birkir ívar Guð-
mundsson 15/1, Júlíus Amarsson
2.
Brottvísanir: KA 8 min., Vík-
ingur 6 mín.
Dómarar: Þorlákur Kjartansson
og Einar Sveinsson.
Áhorfendur: Um 300.
Maður leiksins: Karim Yala.
Átti að öllu leyti mjög góðan
leik.
Ferð á leikinn
Man. Utd-Arsenal
Feröaskrifstofan Úrval-Útsýn
ætlar að efna til hópferðar á stór-
leik Manchester United og
Arsenal í ensku úrvalsdeildinni
i knattspymu sem fram fer á Old
Trafford sunnudaginn 15. mars.
Knattspymuáhugamenn ættu
þama að fá mikið fyrir aurana
enda örugglega einn af úrslita-
leikjum deildarinnar.
Allar nánari upplýsingar um
ferðina eru hjá Lúðvík í Úrvali-
Útsýn í s. 569-9300.
MEISTARADEILDIN
B-riöill:
Feyenoord-Juventus .........2-0
1-0 Julio Cruz (66.), 2-0 Julio Cruz
(88).
Man. Utd 4 4 0 0 11-4 12
Juventus 5 3 0 2 11-8 9
Feyenoord 5 2 0 3 7-10 6
Kosice 4 0 0 4 2-9 0
C-riöill:
Barcelona-Newcastle.........1-0
1-0 Giovanni (17.)
Kiev 4 3 10 12-3 10
PSV 4 2 11 6-5 7
Newcastle 5 113 5-8 4
Barcelona 5 113 5-12 4
E-riöill:
Besiktas-Bayem Múnchen . . . 0-2
0-1 Jancker (5.), 0-2 Helmer (31.)
Gautaborg-Paris SG..........0-1
0-1 Rabesandratana (87.)
Bayem 5 4 0 1 13-5 12
Paris SG 5 3 0 2 9-9 9
Besiktas 5 2 0 3 5-7 6
Gautaborg 5 1 0 4 3-9 3
F-riöill:
Mónakó-Sporting Lissabon . . 3-2
0-1 Miguel (30.), 0-2 Oceano (38.), 1-2
Trezeguet (65.), 2-2 Henry (75.), 3-2
Henry (90.)
Lierse-Leverkusen...........0-2
0-1 Emerson (54.), 0-2 Kirsten (66.)
Mónakó 5 4 0 1 13-6 12
Leverkusen 5 4 0 1 9-5 12
Sporting 5 113 7-10 4
Lierse 5 0 1 4 2-10 1
Bartova mæt-
ir í Höllina
Nú er ljóst að Daniela Bar-
tova, fyrrverandi heims- og Evr-
ópumethafi í stangarstökki
kvenna, mun keppa á Stórmóti
ÍR í Laugardalshöll í janúar.
Hún hefur lýst því yfir að hún
ætli að setja heimsmet í Höll-
inni. Emma George frá Ástralíu
kemst ekki á mótið. -SK
Víkingar ekki
öfundsverðir
- er þeir töpuöu fyrir KA, 32-20
DV, Akureyri:
KA hafði hreint ótrúlega yfir-
burði gegn afar slökum Víkingum
er liðin mættust i frestuðum leik í
Nissandeildinni í handknattleik í
gærkvöld.
KA hafði yfir í leikhléi, 20-10, og
segir sú staða meira en mörg orð.
KA-menn mættu mjög ákveðnir til
leiks og hreinlega „átu“ gestina
strax í byrjun og komust í 14-6.
I síðari hálfleik kom lið Víkings
til leiksins greinilega með það að
markmiði að hanga á boltanum og
fá ekki á sig 40 mörk í leiknum.
Þrátt fyrir að vera 10 mörkum und-
ir voru Víkingar sem lengst þeir
máttu í sókninni og þeir máttu oft
vera lengi í sókninni. Þó dæmdu
dómararnir oft töf á Víkinga. Vík-
ingar fóru í fýlu er mótlætið var
sem mest og þar fór Davor
Kovalcevic fremstur í flokki.
Birkir ívar Guðmundsson, mark-
vörður Víkings, var bestur Víkinga
í leiknum og sá eini sem eitthvað
gat. Hann varði 11 skot í fyrri hálf-
leik og fékk á sig 20 mörk og það
segir enn eina söguna um leikinn.
Sóknarleikur KA stóð oftast yfir í
aðeins nokkrar sekúndur og liðið
verður ekki dæmt af þessum leik
enda mótspyman engin. Karim
Yala var einna bestur þeimamanna
sem léku oft á tíðum vel.
-gk
Birgir Leifur Hafþórsson:
Komst ekki áfram
Birgir Leifur Hafþórsson komst
ekki áfram á evrópsku mótaröðina í
golfi en úrtökumótinu lauk á Spáni
í gær. Birgir Leifur lék hringina
fjóra á þremur höggum yfir pari,
hafnaði í 68. sæti á 291 höggi.
Veðurfar var óhagstætt kylfmg-
um alla keppnisdagana og þurfti i
tvígang að stöðva keppni vegna úr-
hellis og eldinga.
Birgir Leifúr var ekki á meðal 75
efstu en forsvarsmenn mótsins
ákváðu að skor 40 efstu gilti en
veðrið hafði þá þegar sett allt mótið
úr skorðum.
Birgir Leifur Hafþórsson mun
ekki láta deigan sígan heldur mæta
ótrauður til leiks á næsta ári og
reyna við evrópsku mótaröðina að
nýju. -JKS
Meistaradeild Evrópu:
Juventus fékk
skell í Hollandi
Meistararnir í
Juventus gengu niður-
lútir af leikvelli í gær-
kvöld eftir að Feye-
noord hafði unnið góð-
an sigur á liðinu á
heimavelli sínum, 2-0.
Úrslitin koma á
óvart, ekki síst fyrir
þær sakir að Feye-
noord hefur gengið
mjög illa í deildar-
keppninni í Hollandi.
Við þessi úrslit vænk-
aðist hagur Manchest-
er United til mikUla
muna eins og sést á
stigatöflunni hér til
hliðar.
Leikmenn Mónakó
gefast ekki upp fyrr en
í fúlla hnefana og það
sýndu þeir enn einu
sinni í gærkvöld gegn
Sporting Lissabon sem
náði tveggja marka
forskoti. Með ótrúlegri
baráttu og seiglu tókst
heimamönnum að
jafna metin og sigur-
markið leit dagsins
ljós á lokasekúndum
leiksins.
Newcastle tapaði á
heiift'avelli Barcelona í
afar slökum leik þar
sem ekkert gladdi aug-
að nema sigurmark
Brasiliumannsins
Giovanni.
-SK
Tryggvi hefur ekki samið
Tryggvi Guðmundsson, knattspymumaður úr ÍBV, er kominn til Nor-
egs til viðræðna við forráöamenn norska úrvalsdeildarliðsins Tromso.
Tryggvi æfði meö skoska úrvalsdeildarliöinu Aberdeen í vikunni en var
ekki boðinn samningur og hélt hann til Noregs í gær. Tromsa setti sig í
samband við hinn norska umboðsmann Tryggva fyrir nokkru og lýsti
yflr áhuga á að fá hann í sínar raöir en Tryggvi vúdi skoða hjá öðrum
félögum fyrst áður en hann gengi til viræðna við Tromso.
Það er því líkur á að tveir íslenskir knattspymumenn leiki með Tromse
á næsta tímabili. KR-ingurinn Hilmar Bjömsson hefur átt í viðræöum við
Tromsö en hefur ekki enn skrifað undir samning. -GH
Bland í poka
Pétur H. Marteinsson mætti á fyrstu
æfingu Hammarby fyrir næsta tíma-
bil í sænsku knattspymunni síðasta
mánudag, Sviunum til mikillar
ánægju, en eins og fram hefur komið
eru líkur á aö hann fari til enska liðs-
ins Middlesbrough.
Pétur Björn Jónsson var líka mætt-
ur en hann er sem kunnugt er geng-
inn til liðs við Hammarby frá Leiftri.
Til aðgreiningar frá nafna sinum
kalla Svíamir hann Pétur 2.
Harald Martin Brattbakk er á leið
frá norsku meisturunum Rosenborg
til Celtic í Skotlandi fyrir um 300
miiljónir króna.
Herrakvöld KR verður haldið í fé-
lagsheimili KR annað kvöld. Húsið
veröur opnað klukkan 19. Ræðu-
maður kvöldins er Össur Skarphéð-
insson og veislustjóri er Atli Eðvalds-
son.
Colin Montgomerie átti glæsilegasta
teighögg ársins á evrópsku mótaröð-
inni. Hann notaði 3-jám í höggið á 18.
holu gegn Scott Hoch i Ryder-bikam-
um.
Umreett högg Montgomerie var um
300 metra langt, sveif yfir mörg tré og
hafnaði á besta stað á miðri braut.
„Þetta er besta högg mitt á ferlinum,"
sagði Montgomerie i gær.
Antoine Sibierski, leikmaður með
Auxerre, á yfir höfði sér 18 mánaða
keppnisbann vegna ólöglegs lyflaáts.
Hann er fjórði franski knattspymu-
maðurinn sem fellur á lyijaprófi á
stuttum tíma.
Mehmet Scholl, leikmaður Bayem
Múnchen hitti föður sinn í fyrsta
skipti í 19 ár á dögunum. Scholl á
tyrkneskan foður og þýska móður
sem skildu 1977.
Ronaldo veröur ekki með Inter Mil-
an er liðiö leikur gegn Vicenza i
ítölsku knattspymunni um næstu
helgi. Ronaldo er meiddur á hné og
verður frá i viku, mun styttri tíma en
búist var við.
Reykjavikurborg hefur ákveðið að
festa kaup á 600 fermetrum af nýjum
gúmmimottum sem hlaupið og stokk-
ið verður á þegar Stórmót ÍR fer fram
i Höllinni i janúar.
Stórmót ÍR tókst frábærlega vel i ár
og greinilegt er að bestu frjálsíþrótta-
menn heims em tilbúnir að koma til
íslans og keppa.
Það cetti aó vera hverjum manni ljóst
að sárlega vantar stórt íþróttahús þar
sem hægt yrði að bjóöa upp á góða að-
stöðu til stórra frjálsíþróttamóta. Stór-
huga og djarfír ÍR-ingar eiga hrós skil-
ið en ýmsir aðrir hafa og virðast ætla
að halda áfram að draga lappimar.
EVROPUKEPPNI
4. riöill:
Slóvakía-Þýskaland .........18-28
Noregur-Spánn...............28-25
Þýskaland 5 3 1 1 114-98 7
Spánn 5 2 1 2 132-117 5
Noregur 5 2 0 3 116-127 4
Slóvakía 5 2 0 3 123-143 4
5. riöill:
Pólland-Danmörk . .... 19-22
Ungverjaland-Svíþjóð . .... 28-24
Ungveijal. 5 4 1 0 124-107 9
Svlþjóð 5 3 0 2 125-116 6
Danmörk 5 2 1 2 107-111 5
Pólland 5 0 0 5 105-127 0
skorar
er ísland tapaði naumlega fyrir Hollandi
íslensku landsliðsmennimir í körfuknattleik
sátu eftir með sárt ennið eftir að hafa beðið ósig-
ur fyrir Hollendingum, 83-87, í fyrsta leik sínum
í undankeppni Evrópumóts landsliða í Laugar-
dalshöllinni í gær. Islendingar voru inni í leikn-
um allan timann og meö smáheppni hefði sigur-
inn getað fallið þeim í skaut.
Þegar ein mlnúta var eftir og Hollendingar með
forystu, 33-84, vann Herbert Arnarson boltann í
vöminni. íslendingar geystust í sóknina og áttu
góða möguleika að komast yfir en skot Guðmund-
ar Bragason-
ar 35 sekúnd-
um fyrir
leikslok
dansaði á
körfuhringn-
um en fór
ekki niður.
Hollending-
arnir náðu
frákastinu
og fengu
dæmd tvö
vítaskot þeg-
ar 15 sekúnd-
ur vom eftir
sem bæði
rötuðu rétta
leið. Eini
möguleikinn
í stöðunni
var því að
skora úr 3ja stiga skoti og það kom í hlut Guð-
mundar Bragasonar að reyna það en skot hans
geigaði og Hollendingamir gátu fagnað naumum
sigri.
íslenska liðið fékk óskabyrjun í leiknum. Her-
bert Amarson kom því á sporið með þvi að skora
fyrstu körfu leiksins og hann fór á kostum á upp-
Einkunnagjöf DV
Herbert Arnarson, Teitur
Örlygsson og Guðmundur
Bragason.
Hermann Hauksson
Guðjón Skúlason
= Frábær
= Mjög góður
= Góður
og
hafskafla leiksins. íslendingar náðu fljótlega 10
stiga forystu og Hollendingarnir vissu vart
hvaðan á sig stóð veðrið. En með risana tvo und-
ir körfunni, þá Geert Hammink og Mike Nahar,
náðu Hollendingamar áttum á ný og jöfnuðu met-
in. Allur leikur Hollendinganna snerist um að
koma boltanum á þá tvo og af skiljanlegum ástæð-
um áttu íslensku varnarmennimir í erfiðleikum
með þá, enda meira en hausnum minni en þeir.
En stórskyttur íslenska liðsins, Teitur, Herbert og
Guðjón, fundu allir fjölina sína í fyrri hálfleik og
skomðu samtals sjö 3ja stiga körfur.
í síðari hálfleik voru skyttumar þrjár í
strangri gæslu og sérstaklega Teitur sem náði að-
eins að skora 3 stig í hálfleiknum. En þrátt fyrir
það átti íslenska liðið í fullu tré við það hollenska
enda var baráttan mjög góð og það var synd að
hún skyldi ekki skila sigri.
Herbert Amarson lék best i íslenska liðinu.
Hann var með góða nýtingu og hefur tekið gríðar-
legum framfóram frá því hann hélt út í atvinnu-
mennskuna. Guðmundur Bragason og Teitur Ör-
lygsson áttu einnig góðan leik. Guðmundur var
ekki öfundsverður að þurfa að glima við risana í
hollenska liðinu undir körfunni en stóð sig engu
siður vel gegn þeim og Teitur var virkilega heit-
ur í fyrri hálfleik. Hermann Hauksson kom sterk-
ur upp í síðari hálfleik og Guðjón Skúlason skil-
aði góöum fyrri hálfleik. Maður hefði viljað fá
meira út úr þeim Fali Harðarsyni og Jóni Ámari
enda vora þeir of ragir við að skjóta og brjótast
inn í vörn Hollendinganna. Nýliðinn Friðrik Stef-
ánsson var eðlilega nokkuö taugaóstyrkur en
komst engu að síður vel frá sinu.
í heildina séð var margt jákvætt í leik íslenska
liðsins og það eitt að eiga góða möguleika á að
innbyrða sigur gegn jafnsterku liði og Hollending-
ar era með segir okkur að íslenskur körfubolti er
á uppleið og landsliðsmennirnir eiga hrós skilið
fyrir góða frammistöðu. -GH
Herbert Arnarson lék best í íslenska liöinu gegn Hollendingum og hér skorar hann
góöa körfu. Allt íslenska liöiö lék vel og var mjög nálægt sigri gegn sterku liöi
Hollands. DV-mynd Brynjar Gauti
Jón Kr. Gíslason og Guðmundur Bragason:
„Nálægt sigri“
„Þetta var ágætis leikur en heppnin var ekki á okkar bandi. Karakterinn var góð-
ur og baráttan fin en því miður tókst okkur ekki að vinna og það voru mikil von-
brigði. Þetta voru sterkir menn sem ég var að glíma við en ég held að við höfúm stað-
ið okkur þokkalega gegn þeim. 3ja stiga skotin gengu ágætlega en ég hefði kannski
viljað sjá meiri keyrslu," sagði Guðmundur Bragason fyrirliði.
„Ég er auðvitað vonsvikinn að tapa þessu en við vorum mjög nálægt því að vinna
hann. í heildina getum við verið ánægðir með okkar leik og það voru allir að leggja
sig fram. Mér fannst við vera að gera réttu hlutina gegn þessu liði og litlu stóru strák-
arnir okkar voru að beijast alveg á fullu. Sóknarleikurinn var ekki eins beittur í síð-
ari hálfleik og í þeim fyrri enda voru skyttumar okkar í strangari gæslu. Þessi leik-
ur gefur okkur byr undir báða vængi upp á framhaldið. Það verða allir leikimir erf-
iðir og fram undan er geysilega strembinn leikur gegn Eistum," sagði Jón Kr. -GH
ENGLAND
Úrvalsdeildin:
Chelsea-Everton .............2-0
Dennis Wise skoraði fyrra mark
Chelsea úr vitaspymu á 80. mínútu
og Gianfranco Zola bætti öðru viö úr
vítaspyrnu á 90. mínútu. Slaven Bilic,
Everton, fékk að líta rauða spjaldið.
1. deild:
Middlesbrough-Nott. Forest . . 0-0
3. deild:
Chester-Swansea..............2-0
Enski bikarinn:
Solihull-Darlington..........3-3
(Eftir framlengingu)
„Eins og glæpamenn“
- leikmenn og þjálfari Júgóslava æfir vegna klúðursins
ísland (44)83
Holland (43) 87
2-0, 8-6, 16-6, 17-17, 31-29, 35-39,
40-41, (44-43), 47-43, 51-51,70-69,
75-75, 79-79, 81-80, 81-84, 83-84, 83-87.
Stig Islands: Herbert Amarson
19, Teitur Örlygsson 18, Guðjón
Skúlason 16, Hermann Hauksson 15,
Falur Harðarson 3, Friðrik Stefáns-
son 2.
Stig Hollands: Geert Hammink
33, Mike Nahan 21, De Valde 12,
Mario Bennes 8, VirgU Ormskerk 6,
Bas de Voogd 4, Cees van Rootselaar
3.
Vamarfráköst: ísland 11, Hol-
land 9.
Sóknarfráköst: ísland 8, HoUand
2.
3ja stiga körfur: Island 21/10,
HoUand 4/7.
Vítanýting: tsland 13/11, HoUand
16/21.
Dómarar: Frá Júgóslavíu og Lúx-
emborg. Slakir og sýndu okkar
mönnum aUs enga miskunn.
Áhorfendur: Um 1000.
Maður leiksins: Herbert Amar-
son. Lék mjög vel allan leiktím-
ann.
Herbert og Teitur:
„Grátlegt"
„Það var alveg grát-
legt að tapa þessu
svona. Þeir voru orðn-
ir drullutaugaveiklað-
ir og þeir gátu bara
leitað á einn stað, það
er stóra mennina. Á
pappírunum áttum við
ekki að geta unnið
þetta lið og með smá-
heppni hefði það getað
gerst. Mig langaði svo
rosalega aö fara til
Belgíu og geta sagt fé-
lögum mínum frá því
að við hefðum unnið
Holland. En við lögð-
um okkur 110% fram
og það var virkilega
gaman að taka þátt i
leiknum," sagði Her-
bert Amarson, besti
maður íslenska liðs-
„Viss vonbrigöi“
„Við fengum ágætis
möguleika til að jafna
leikinn en því miður
gekk það ekki. Þetta
var barátta út í gegn
við þessa stóru leik-
menn þeirra og ef þeir
skoruðu ekki brutum
við á þeim. Það voru
viss vonbrigði að geta
ekki varist þessu bet-
ur því við vissum
hvað þeir ætluðu að
gera. Við getum alveg
örugglega lært eitt-
hvað af þessum leik.
Þetta tapaðist ekki á
sóknarleiknum heldur
réðum við ekkert við
þessa stóru menn
þeirra," sagði Teitur
Örlygsson. -GH
Iþróttafréttir eru einnig á bls. 26
HANDB0LTI
DV, Belgrad:
Leikmenn og þjálfari júgóslavneska
handknattleikslandsliðsins eru æfir út
í handknattleikssamband landsins.
Liðinu var sem kunnugt er snúið heim
frá London í fyrradag á leið sinni til ís-
lands vegna þess að forkólfum sam-
bandsins hafði láðst að útvega hópnum
vegabréfsáritanir til íslands.
„Ég hef ferðast um heiminn í 35 ár
en aldrei upplifað annað eins. Við vor-
um sendir heim eins og glæpamenn.
Landslið verðskuldar ekki svona með-
ferð,“ sagði Zoran Zivkovic, þjálfari
Júgóslava, við dagblöð í Belgrad í gær.
Þegar liðið lenti aftur í Belgrad
mætti enginn frá handknattleikssam-
bandinu til að taka á móti þvi, aðeins
vinir og vandamenn. Með tilstyrk
kaupsýslumanna, sem styrkja landslið-
ið, tókst að útvega því Boeingþotu á
leigu. Hún fór frá Belgrad um miöjan
dag í gær og lenti í Reykjavík seint í
gærkvöld.
Júgóslavnesku landsliðsmennimir
eru orðnir fullsaddir á slóðahætti sam-
bandsins en þeir hafa nánast verið i
stríði við það i hálft annað ár. Þeir
sögðu í blaðaviðtölum að málið væri
allt stórt hneyksli og það var einmitt
orðið sem júgóslavnesku dagblöðin not-
uðu í fyrirsögnum sínum í gær. -VN
ÁLENGJUNNIí DAG
Bland í poka
Friðrik Stefánsson, KFÍ, lék vel
meö íslenska landsliðinu gegn
Hollandi í gærkvöld. Hann er
fyrsti ísfirðingurinn til að leika
með landsliði Isiands.
Dómarar leiksins voru mjög
harðir við íslensku leikmennina,
dæmdu á þá villur í tíma og
ótíma en slepptu augljósum brot-
um Hollendinga.
Leikur islenska landsliðsins í
gærkvöld gegn Hollendingum
var mikill sigur fyrir íslenskan
körfuknattleik.
Fram til þessa hefur landsliðiö
leikið gegn frekar slökum þjóð-
um og var leikurinn í gærkvöld
fyrsti alvöruleikurinn í langan
tíma.
Landsliðsmennirnir stóðust
prófið þrátt fyrir ósigurinn og
ljóst er að með meiri reynslu í
leikjum gegn þeim bestu gætu
óvæntir hlutir gerst.
Það segir í raun alla söguna að
leikmenn og aðstandendur ís-
lenska liðsins skuli hafa verið
óánægðir með að tapa fyrir hinu
sterka liði Hollands.
-SK
Jóhannes
lagði írann
Jóhannes B. Jóhannesson
komst í gær í 16 manna úrslit á
heimsmeistaramótinu i snóker
með því að sigra írska meistar-
ann Joe Canny, 5-4. Þar með er
Jóhannes öruggur með verðlaun
á mótinu því 16 efstu sætin eru
verðlaunasæti.
„Þetta var hörkuleikur því
Canny komst í 3-1 og 4-2 en ég
hafði þetta á endasprettinum. Ég
er mjög hamingjusamur með
þennan árangur sem er minn
besti á ferlinum,“ sagði Jóhann-
es við DV í gær.
Hann átti að spila við Marco
Fu frá Hong Kong í 16 manna úr-
slitum nú fyrir hádegið. Fu er
heimsmeistari 21 árs og yngri og
er talinn besti keppandinn á
mótinu. Hann hefur unnið alla
leiki sína til þessa og aðeins tap-
að þremur römmum samtals.
-VS