Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997
37
DV
Jóhann Siguröarson leikur eitt
hlutverkiö í Grandavegi 7.
Grandavegur 7
í kvöld verður sýning á
Grandavegi 7 eftir Vigdísi Gríms-
dóttur á stóra sviði Þjóöleikhúss-
ins. Leikgerð er eftir Kjartan
Ragnarsson og Sigríði Margréti
Guðmundsdóttur. Skáldsagan
hlaut íslensku bókmenntaverð-
launin 1994.
Grandavegur 7 er saga fjöl-
skyldu, stéttar og húss, saga sem
nær yfir landamæri lífs og dauða.
Fríða, aðalpersóna verksins, er
skyggn. Daginn sem keyrt er yfir
hundinn hennar þyrpast ástvinir
og ættingjar á vettvang - lífs sem
liðnir. Hjá þeim leitar hún styrks
í erfiðleikum sinum og sorg. Lífið
heldur áfram og ástin knýr dyra í
fyrsta sinn.
Leikhús
Leikarar eru Margrét Vil-
hjálmsdóttir, Bergur Þór Ingólfs-
son, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Jóhann Sigurðarson, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Valdimar Öm
Flygenring, Magnús Ragnarsson,
yigdís Gunnarsdóttir, Elva Ósk
Ólafsdóttir, Þröstur Leó Gunnars-
son, Ingrid Jónsdóttir, Hjálmar
Hjálmarsson og Gunnar Hansson.
Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson.
Glæpur og
refsing í
Hrafnkelssögu
Hermann Pálsson, fyrrverandi
prófessor, flytur fyrirlestur 1
stofu M-201 í Kennaraháskólan-
um við Stakkahlíð kl. 16.15 í dag
sem hann nefnir Glæpur og refs-
ing í Hrafnkels sögu.
Kór Menntaskólans
við Sund
Jólatónleikar Kórs Mennta-
skólans við Sund verða i kvöld í
Langholtskirkju. Sérstakur gest-
ur kórsins er Sigrún Hjálmtýs-
dóttir sem syngur einsöng. Tón-
leikamir hefjast kl. 20.
Sjálfsbjörg
Teflt verður að Hátúni 12 kl. 20
í kvöld. Allir velkomnir.
LAUF
LAUF, samtök áhugafólks um
flogaveiki verður með almennan
félagsfund í kvöld kl. 20.30 að
Laugavegi 26, gengið inn Grettis-
götumegin. Laufey Steingríms-
dóttir næringarfræðingur flytur
erindi um hollt mataræði.
Samkomur
Kvennasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna
Mannréttindastofnun Háskóla
Islands gengst fyrir fundi í Odda,
stofu 101, kl. 17 í dag. Yfirskrift
fundarins er Kvennasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna og staða ís-
lands.
Jólaskreytinga-
námskeið
Fyrra jólaskreytinganámskeið
Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum í Ölfusi verður haldið í
dag og hefst kl. 12. Leiðbeinandi
er Erla Rannveig Gunnlaugsdótt-
ir blómaskreytir.
Leikhúskjallarinn:
Skært lúðrar hljóma
í kvöld heldur Smekkleysa
sm/ehf tónlistarveislu í Leikhús-
kjallaranum. Tilefnið er útgáfa á
fjórum seinni geislaplötum í Skært
lúðrar hljóma-útgáfuröðinni. Út-
gáfuröð þessi inniheldur ijóma ís-
lenskrar neðanjarðartónlistar. Eftir-
taldar hljómsveitir koma ffam Soð-
in fiðla, Andhéri og Á túr, auk
þeirra Berglind Ágústsdóttir.
Soðin fiðla, sem er hljómsveit úr
Kópavoginum og hefúr getið sér
gott orð fyrir spilamennsku í anda
Ride og Smashing Pumpkins, kynn-
ir plötu sína, Ástæðan fúndin.
Ungskáldið Berglind Ágústsdóttir
kynnir plötu sína, Fiskur nr. 1. Á
honum hefur hún fengið vini og
kunningja til aö semja lög við Ijóð
Skemmtanir
sín. Andhéri, sem kemur úr
Menntaskólanum við Hamrahlíð og
leikur eins konar nýbylgjupopp,
kynnir plötu sína, Fallegir ósigrar.
Stelpuhljómsveitin Á túr, sem lenti
í öðru sæti Músíktilrauna Tónabæj-
ar 1996, kynnir plötu sína, Píka.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.
Rósenberg
Hljómsveitin Ó. Johnson og
Grjóni heldur lokatónleika sina í
Rósenberg í kvöld. Auk þeirra
munu koma fram ýmsar gestahljóm-
sveitir.
Hljómsveitin Soðin fiðla kemur fram í Leikhúskjallaranum í kvöld.
Hvasst með
suðurströndinni
Víðáttumikil 958 mb lægð um 800
km suðsuðaustur af Hvarfi þokast
norðaustur og grynnist. 1032 mb
hæð er yfir norðausturströnd Græn-
Veðrið í dag
lands. í dag verður austanátt á land-
inu, víða kaldi eða stinningskaldi
en allhvasst eða hvasst með suöur-
ströndinni. Súld eða rigning sunn-
an- og austanlands en úrkomulítið í
öðrum landshlutum. Hiti 3 til 9 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu er austan
stinningskaldi, skýjað en úrkomu-
lítið. Hiti 6 til 9 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 15.56
Sólarupprás á morgun: 10.37
Síðdegisflóð í Reykjavlk: 16.57
Árdegisflóð á morgun: 5.22
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjað 6
Akurnes rigning 8
Bergsstaðir alskýjaö 6
Bolungarvík skýjað 5
Egilsstaðir rigning og súld 5
Keflavíkurflugv. alskýjaö 7
Kirkjubkl. alskýjað 7
Raufarhöfn alskýjaó 5
Reykjavík alskýjaö 8
Stórhöfói alskýjaó 7
Helsinki alskýjað -3
Kaupmannah. léttskýjaó -1
Osló skýjaö -4
Stokkhólmur
Þórshöfn rigning 7
Faro/Algarve léttskýjað 10
Amsterdam rigning og súld 4
Barcelona skýjaö 13
Chicago hálfskýjaö 1
Dublin þokumóóa 7
Frankfurt alskýjaö 3
Glasgow rigning 8
Halifax alskýjaö 4
Hamborg léttskýjað -1
Jan Mayen skýjaó -5
London rigning 10
Lúxemborg þokumóða 1
Malaga léttskýjaö 11
Mallorca rigning 11
Montreal
París rigning 10
New York hálfskýjaö 10
Orlando heiöskírt 15
Nuuk alskýjað 5
Róm skýjað 12
Vín alskýjaö 3
Washington heiöskírt 10
Winnipeg heiðskírt -2
Aðalleiðir
greiðfærar
Greiðfært er að mestu leyti á öllu landinu. Hálka
og hálkublettir eru á einstaka stað á Vestfjöröum
og á norðanverðu Austurlandi. Hálka er á Vopna-
Færð á vegum
fjarðarheiöi. Leiðir á Suður- og Vestm-landi eru all-
ar vel færar. Hálendisleiðir eru allar ófærar.
Ástand vegp
m Steinkast
EI Hálka
Q) Ófært
Snjóþekja
s Vegavinna-aOgát B Öxulþungatakmarkanir
Cö Þungfært (g) Fært fjallabílum
Marta og Helgi
eignast dóttur
Myndarlega telpan á
myndinni fæddist á fæð-
ingardeild Landspítalans
3. nóvember kl. 16.10. Hún
Barn dagsins
var við fæöingu 4450
grömm að þyngd og
mældist 55 sentímetra
löng. Foreldrar hennar
eru Marta Pétursdóttir og
Helgi Guðmundsson og er
hún þeirra fyrsta bam.
Stephen Fry leikur Oscar Wilde.
Wilde
Laugarásbíó sýnir um þessar
mundir bresku kvikmyndina
Wilde. Myndin hefst 1883 þegar
hinn ungi og atorkusami Óscar
WOde kemur tO Englands eftir
langa fyrirlestraferð um Bandarík-
in. WOde var á þessum árum
ástríðufullt skáld með ómælda
hæfileika og fuOur sjálfstrausts.
Fáum árum síðar er hann giftur
maður, faðir tveggja sona og á há-
tindi ferOs síns, nýbúinn að senda
frá sér The Picture of Dorian Gray.
Oscar WOde var löngu búinn að
gera sér grein fyrir því að hann
væri samkynhneigður en felur það
með sjálfum sér, enda samkyn-
hneigðir álitnir glæpamenn og rétt-
Kvikmyndir
dæmdir. Þessu verður þó erfitt að
halda leyndu eftir fyrsta fund WOd-
es og Alfreds Douglas lávarðar,
kaOaður Bosie, sem WOde feOur
kylliflatur fyrir. Úr verður storma-
samt samband sem um síðir á eftir
að hafa alvarlegar afleiðingar.
Með hlutverk Oscars WOde fer
Stephen Fry og hefur hann fengið
mikið hrós fyrir túlkun sína á skáld-
inu og þykir líkjast honum mikið.
Nýjar myndir:
Háskclabíó: Event Horizon
Laugarásbíó: Wilde
Laugarásbíó: Most Wanted
Kringlubíó: LA. Confidental
Saga-bíó: Pabbadagur
Bíóhöllin: Á strákaveiðum
Bíóborgin: Á fölskum forsendum
Regnboginn: Með fullri reisn
Stjörnubíó: Auðveld bráð
Krossgátan
Lárétt: 1 leyfi, 7 skjálftinn, 8 innan,
10 blað, 11 skjótur, 12 tómt, 13 gyltu,
14 þurftu, 16 eira, 17 fuglarnir, 19
ráðning, 20 viðumefni.
Lóðrétt: 1 dettinn, 2 hlífa, 3 stun-
duðu, 4 siglu, 5 spurðu, 6 þreytu, 9
traustar, 13 sníkjur, 15 sefa, 18
ónefndur.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 fýlufór, 7 öfug, 8 ljá, 10
sanga, 11 ös, 12 tókust, 15 virkur, 17
lind, 19 enn, 21 ónn, 22 árna.
Lóðrétt: 1 fost, 2 ýfa, 3 lunkinn, 4
uggur, 5 flas, 6 rásir, 9 jötunn, 13
óvin, 14 fló, 16 ker, 18 dá, 20 na.
Gengið
Almennt gengi LÍ
27. 11. 1997 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollaenqi
Dollar 71,270 71,630 71,190
Pund 118,900 119,500 119,320
Kan. dollar 49,940 50,250 50,390
Dönsk kr. 10,6060 10,6620 10,8160
Norsk kr 9,8720 9,9260 10,1040
Sænsk kr. 9,2120 9,2630 9,4910
R. mark 13,3640 13,4430 13,7340
Fra. franki 12,0640 12,1330 12,2900
Belg. franki 1,9570 1,9688 1,9972
Sviss. franki 50,0900 50,3700 50,4700
Holl. gyllini 35,8200 36,0300 36,5400
Þýskt mark 40,3900 40,5900 41,1800
it. líra 0,041180 0,04144 0,041920
Aust sch. 5,7350 5,7710 5,8520
Port escudo 0,3954 0,3978 0,4041
Spá. peseti 0,4774 0,4804 0,4875
Jap. yen 0,560800 0,56410 0,592600
írskt pund 105,250 105,900 107,050
SDR 96,170000 96,74000 98,460000
ECU 79,9600 80,4400 81,1200
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270