Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Franklín Steiner
fer í fangelsi í dag
- var ósáttur við að hefja afplánun daginn fyrir jólahátíðina
Franklln K. Steiner mun að lík-
indum hefja fangelsisafplánun í dag,
Þorláksmessu. Hann á að mæta í
Ráðherrahrókeringar:
Óbreytt
hjá Fram-
sókn
Yfirlýsing Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra um að hann
hyggist stokka upp í ráöherraliði
Sjáifstæðisflokksins viröist hafa
komið framsóknarmönnum í opna
skjöldu og lokað á þær óformlegu
umræður um breytingar á ráð-
herraliði flokksins sem þar hafa
farið fram undanfarið. Heimildir
DV, hafðar eftir háttsettum þing-
manni Framsóknarflokksins,
segja aö litlar líkur séu nú á að
Guðmundur Bjamason umhverf-
isráðherra hverfi til annarra
starfa og þar af leiðandi sé mjög
ólíklegt að nokkrar breytingar
verði á ráöherraliði Framsóknar.
Samkvæmt þessu munu fram-
sóknarmenn leita eftir öðrum
seðlabankastjóraefnum en Guð-
mundi.
Sá ráðherra Framsóknar sem
undir hvaö mestri ágjöf hefur stað-
ið, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra er heldur ekki á útleið.
Er það álit byggt á þeirri kenningu
að hún standi í raun of veikt til að
hægt sé að hrófla við henni. Því
verði hún flutt um set verði litið á
það sem „sönnun“ þess að sú gagn-
rýni sem hún hefúr setiö undir eigi
við rök að styöjast.
Það er eftirtektarvert að þeir
þingmenn Framsóknar sem helst
eru taldir koma til álita sem ráö-
herraefni í framtíðinni eru þau
Valgerður Sverrisdóttir og Guðni
Ágústsson. Hjálmar Ámason er
einnig talinn koma til greina. Siv
Friðleifsdóttir er hins vegar, sam-
kvæmt sömu heimildum, sögð úti
1 kuldanum.
Af ofantöldum vonbiðlum er
Valgeröur talin standa sterkust að
vígi, hún kemur úr sterku kjör-
dæmi, er kona og er talin vel hæf.
-phh
Hegningarhúsið í dag - á þann stað
þar sem fangar hefja ávallt úttekt á
refsingum sínum, burtséð frá hvert
þeir verða síðan sendir til „lang-
tímaafplánunar". Engu að síður má
búast við aö Franklín fari á Litla-
Hraun eftir hátíðar.
Þegar Fangelsismálastofnun boð-
aði Franklín í síðustu viku mót-
mælti hann tímasetningunni - dag-
inn fyrir jólahátíðina. Hann ætti
einnig eftir að gera ráðstafanir til
að freista þess að tryggja velferð
fiölskyldu sinnar.
Sakborningurinn er að fara að af-
plána 20 mánaða fangelsisdóm sem
Hæstiréttur kvaö upp yfir honum
fyrir fíkniefnamisferli. Fái hann
reynslulausn að loknum tveimur
þriðju af úttektinni - eins og gert er
ráð fyrir með fanga sem afplána
refsingu fyrir alvarleg fikniefnabrot
Þegar Fangelsismálastofnun boö-
aöi Franklín Steiner f sföustu viku
mótmælti hann tfmasetníngunni -
daginn fyrir jólahátföina.
- verður hann laus um mánaðamót-
in janúar/febrúar 1999.
Ákæra á hendur vitni Frank-
líns?
Samkvæmt heimildum DV í gær
mvm karlmaður, sem bar vitni í
máli Franklíns, að líkindum verða
ákærður á næstunni. í réttarhöld-
unum yfir Franklín kvaðst maður-
inn eiga megnið af þeim efrium sem
fúndust heima hjá Franklín. Dóm-
stólar töldu framburð hans hins
vegar markleysu og var Franklín
sakfelldur fyrir eignarhald á þeim.
Sakargiftir í væntanlegri ákæru á
hendur vitninu munu felast í röng-
um framburði fyrir dómi. Ekki ligg-
ur fyrir hvort efni veröa til að
ákæra Franklín sérstaklega fyrir
hlutdeild að röngum framburði.
-Ótt
Kostnaður við Þjóðminjasafnið 700 milljónir
Samin hefur veriö áætlun um heildarkostnaö vegna uppbyggingar á húsakosti Þjóöminjasafns (slands viö
Suöurgötu. Áætlaöur heildarkostnaöur er 700 milljónir króna, þar af er fyrsti áfangi áætlaður 430 milljónir. Gert er
ráö fyrir aö verklegar framkvæmdir viö fyrsta áfanga hefjist 1. september 1998 og aö safniö veröi opnaö aö nýju hlnn
17. júní áriö 2000. Hér sjást, frá vinstri: Páll Skúlason háskólarektor, Björn Bjarnason menntamálaráöherra og Sturla
Böbvarsson, formaöur Þjóöminjasafnsnefndar, undirrita samninginn. DV-mynd S
Hástökk forsætisráðherra:
Davíð Oddsson í öðru sæti
Litlar breytinar hafa orðið á bók-
sölulistanum síðan í síðustu viku.
Hástökkvari vikunnar er án efa
Davíð Oddsson því smásagnasafn
hans, Nokkrir góðir dagar án Guð-
nýjar, er nú í öðru sæti listans en
var í því sjöunda í síðustu viku.
Bókin um Bert og baðstrandagell-
umar er sem fastast í þriðja sæti
listans. í fimmta og sjötta sæti list-
ans eru bækur sem notið hafa
stöðugra vinsælda fyrir þessi jól.
Þær eru Það var rosalegt eftir Sig-
urdór Sigurdórsson og Útkall TF-
LÍF eftir Óttar Sveinsson.
Bækur Óttars Sveinssonar hafa
notið mikilla vinsælda undanfarin
ár. Aðspurður um hverju hann
þakki þessa velgengni segir Óttar:
„Ég hef fundið sterka strauma og
góðan meðbyr frá landsmönnum
allt frá þvi að fyrsta „Útkallið" mitt
23. dfseml
•eiösli
ir án Guön;
Listi
1. (1.) Veislubók H;
2. (7.) Nokkrir
3. (3.) Bert og baöi
4. (2.) Kökubók Hai
5. (4.) Þaö var rosal
6. (5.) Útkall TF-LÍF
7. (10.) Meö bros í
8. (6.) Fótspor á hlm
9. (-) Sálumessa syn
10. (-) Einar Benedik
ir söluhæstu bækur
istarar Argentínu
, öávíö Oddsson
gellurnar A. Jacobss^i ofe S. Olsson
JóháfejneS' Felixson
S igu rd rtfiþr s s 0 n
Óttárlmhison
Magnús ÓsiSttpS|3n
Einar Már Guömundgisoh
Ingólfur Margeirsároh'*
Guöjón Friörikss®f í
kom út árið 1994. Leiðin hefur verið
jöfn og stöðug upp á við með allar V
fiórar bækumar. Ég hef reynt að til-
einka mér framsetningu á sönnum
spennusögum með íslenskum sögu-
hetjum þar sem lesandinn fær að
lifa sig inn í atburðina. Bækumar
hafa greinilega skírskotun til allrar
fiölskyldunnar. Það sem hefur gefið
mér mest er þegar lesendur segjast
vera ánægðir - ekki bara karlar og
konur heldur líka unglingar sem
segjast gjarnan „stela“ bókinni frá
mömmu eða pabba."
Verslanir sem taka þátt í
sölukönnun DV að þessu sinni em
Mál og menning, Hagkaup, Bókabúð
Brynjars á Sauöárkróki, Bókabúð
Sigurbjöms á Egilsstöðum, Kaupfé-
lag Ámesinga á Selfossi, Bókabúð
Keflavíkur. -glm
Áfram sjálfstæður
Skorradalshreppur verður
áfram sjálfstæður þar sem íbúar
hans reyndust vera 52 þann 1. des.
Bæði þeir sem em hlynntir og mót-
fallnir sameiningu við aðra hreppa
hafa flutt í og úr hreppnum til að
ná íbúatölunni upp eða niður fyrir
þau mörk sem lög mæla fyrir um
sjálfstæð sveitarfélög. RÚV sagði
frá.
Björn vanhæfur
Davíð Odds-
son mun skipa
nýjan útvarps-
sfióra þar sem
einn umsækj-
andinn, Mark-
ús Öm Antons-
son, er náskyld-
ur mennta-
málaráðherra
og ráðhera því
vanhæfúr í málinu. RÚV sagði frá.
Fritt í strætó
Frítt er með Strætisvögnum
Reykjavíkur í dag frá hádegi. SVR
hvetur fólk til að nota strætisvagn-
ana í dag, á mesta verslunardegi
ársins, og draga þannig úr umferð-
arþunga og bílastæðavanda í borg-
inni.
Læknamistök
Bætur vegna læknamistaka era
aöeins greiddar sjúklingum sem
fara í mislukkaðar aðgerðir á
sjúkrahúsum en ekki á einkastof-
um. Tryggingayfirlæknir segir
þetta mismunun. Sjónvarpið sagði
frá.
Séra Jón kyrr
Séra Jón A.
Baldvinsson,
prestur í
London, verð-
ur ekki kallað-
ur heim um
áramótin eins
og búist hafði
verið við.
Framtíö emb-
ættis hans er þó enn óráðin. RÚV
sagöi frá.
Hafernir skotnir
Fimm hafemir hafa fúndist
skotnir hér á landi undanfarin ár.
Ottast er aö mun fleiri hafi verið
skotnir. Öminn er alfriðaður, enda
hefúr hann verið i útrýmingar-
hættu um árabil.
Sellafield mengar
Geislavirkt efiii frá endur-
vinnslustöð kjamorkuúrgangs í
Sellafield í Englandi verður komið
í hafiö umhverfis ísland innan
fárra ára. Þaö er nú þegar við Nor-
egsstrendur. Efniö helmingast á 5
þúsund árum, aö sögn Stöðvar 2
Málverkafalsanir
Rannsóknarlögregla gerði hús-
rannsókn í gær vegna meintra
málverkafalsana en talið er að allt
að 200 málverk klassískra ís-
lenskra málara séu í umferö, ekki
síst á opinberum söfnum. RÚV
sagði frá.
Ný pylsubrauð
Dagur segir
að Einar S. Ein-
arsson, forsfióri
VISA, sé búinn
að fá einkaleyfi
á nýrri uppfinn-
ingu sinni,
pylsubrauði
fyrir tvær pyls-
ur.
Ný heilbrigðisstofnun
Heilbrigðisstofnunin í ísafiarðar-
bæ tekur til starfa eftir áramótin en
búið er að sameina sex heilbrigðis-
stoöianir i eina; Fjórðungssjúkra-
húsið og heilsugæslustöðina á ísa-
firði, sjúkraskýlið og heilsugæslu-
stöðina á Þingeyri, heilsugæslustöð-
ina á Flateyri og Öldrunarstofnun
Önfirðinga. Vestri segir frá.
Lést í bílveltu
Maðurinn, sem lést í bílveltu á
Meðallandsvegi í fyrrakvöld, hét
Sigurgeir Jóhannsson, 79 ára
bóndi í Bakkakoti II í Meðal-
landi. Sigurgeir lætur eftir sig
eiginkonu, sem slasaðist talsvert
í bílveltunni, son og sfiúpdóttur.
t