Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Síða 6
6
Neytendur
á hátíðarborð
Jólasteikin bragðast alltaf betur
ef fallega er lagt á borð og natni lögð
í umbúnað borðhaldsins. Þeir
Sverrir Friðriksson og Ágúst Reyn-
isson, framreiðslunemar á Hótel
Sögu, lögðu á borð fyrir lesendur
DV og gefa forsmekkinn að því
hvemig maður lætur sér líða vel
yfir borðhaldinu. Blómabúð Reykja-
vikur sá um skreytingar á borðun-
um.
Jólaborðið
Þegar þeir lögðu á borð fyrir að-
fangadagskvöld gerðu þeir ráð fyrir
þríréttaðri máltíð. í forrétt er grill-
aður humar með ristuðu brauði og
hvítvíni. Einkum mæltu þeir með
San Cerre, sem er franskt, frekar
þurrt hvítvín frá 1995. Rjúpur eru
aðalrétturinn og rauðvín með þeim
Wolf Blass, Presidents Selection frá
Ástralíu. Það er kröftugt og vel
kryddað vín. Ris a l’amande er síð-
an í eftirrétt og að sjálfsögðu er lög-
uð kirsuberjasósa út á hrísgrjóna-
veisluna. Auk þessa er rétt að gera
ráð fyrir að fólk drekki vatn með
matnum og eru vatnsglösin borin á
borð eftir að fólk er sest við borðið.
Nýársfagnaðurinn
Það sem einkennir borðhaldið í
kringum áramótin er meiri léttleiki
og gleði. Þá er helst borið fram
freyðivín með matnum en það geng-
ur í raun með öllum mat. Sverrir og
Ágúst gerðu ráð fyrir fimm rétta
máltíð og þrenns konar víni með
matnum. Fýrst á að snæða kjúkl-
ingalifur og renna henni niður með
Ponsardin sem er þurrt freyðivín.
Næst er það rjúpuseyði og sami
drykkur teygaður með. Því næst er
borinn fram ofnsteiktur lax og
Chablis Premier cru sem er þurrt
hvítvín. Aðalrétturinn er ofnsteikt-
ur lambahryggur og bakaðar kart-
öflur. Með lambinu mæla Sverrir og
Ágúst með Chateau Canternerle,
sem er kröftugt og bragðmikið rauð-
vín og hentar einkar vel með lamba-
kjöti.
Sverrir Friðriksson og Ágúst Reynisson, framreiðslunemar á Hótel Sögu,
sáu um að leggja á borð fyrir lesendur DV.
Jólastjarna heitir brotið á servíettunni á jólahátíðarborðinu.
Herrajakkinn þykir einkar glæsilegt brot á nýársborðinu.
Ris a l’amande með kirsuberjasósu
- fyrir 6
Grauturinn:
11 mjólk
125 g hrísgrjón í graut
örlítið salt
5 dl þeyttur rjómi
1 vanillustöng
2-3 msk. sykur
150 g afhýddar möndlur
mandarínubátar
Sjóðið grautinn við vægan hita
þar til grjónin eru fullsoðin. Látið
hann síðan kólna. Kljúfið vanillu-
stöngina í tvennt, takið komin inn-
an úr stönginni og blandið þeim
saman við ijómann. Þeytið rjómann
næstum til fulls. Blandið þá köldum
grautnum saman við og bætið
sykrinum út í eftir smekk. Brytjið
möndlumar gróft og blandið helm-
ingnum saman við grautinn.
Skreytið með afganginum af möndl-
unum og mandarínubátunum.
Kirsuberjasósa
1 krukka af steinlausum kirsu-
berjum, 370 g
1 tsk. maisenamjöl
2 msk. vatn
Hitið kirsuberin upp í safanum.
Hrærið maisenamjölið út í kalt vatn
og jafnið út í sósunni. Berið sósuna
fram volga með hrísgrjónagrautn-
um.
Þessi danski siður að borða ris a
l’amande er vinsæll hér á landi.
Margir vilja aðeins hafa eina möndlu
í grautnum og fylgja henni möndlu-
verðlaun. Það getur sannarlega stytt
aðfangadag í hugum margra bama ef
möndlugrauturinn er snæddur á há-
degi aðfangadags og þess gætt að
verðlaunin séu einhvers konar af-
þreying, spil eða eitthvað í þá veru.
Þá fær ungviðið eitthvað til að dreifa
huganum fram eftir degi.
Þarf að skila?
í kjölfar úthlutunar jólagjafanna
þurfa margir að skipta á innihaldi
pakkanna. Um slík vöruskipti gilda
ákveðnar reglur sem neytendur
ættu að þekkja. Ef vara er gölluö
ber seljandi ábyrgð á vörunni í eitt
ár frá því að kaupin voru gerð.
Hann hefur rétt á að gera við vör-
una en takist það ekki verður hann
að afhenda kaupandanum aðra sam-
bærilega vöru. Ef það er ekki mögu-
legt ber seljandanum skylda til að
endurgreiða vöruna. Kaupandinn á
samkvæmt lögunum ekki að bera
kostnað vegna gallaðrar vöru og
þarf ekki að sætta sig við að taka
inneignamótu frá versluninni.
Ógallaðar vörur
Kaupmenn þurfa ekki að taka við
ógallaðri vöra og láta aðra í skipt-
um. Hins vegar eru það almenn
hagsmunamál neytenda og kaup-
manna að allir séu sáttir við sinn
hlut og því er sterk hefð fyrir skila-
þjónustu við neytendur. Flestar
verslanir taka við ógölluðum vöram
en þá oftast gegn kaupum á annarri
vöru sem verslunin hefur upp á að
bjóða eða gegn inneignamótu í
versluninni.
Neytendur geta hæglega haft vað-
ið fyrir neðan sig og kynnt sér rétt
sinn um leið og varan er keypt.
Hægt er að láta geta þess á nótu
hvort henni megi skila og þá með
hvaða hætti. Einnig er gott að vita
fyrir fram hvað skilafrestur á vör-
unni er langur og hvenær skilin
eiga að fara fram í síðasta lagi.
Algengt er að verslanir geri fyrir-
vara um að ekki sé hægt að skila
vöra þegar útsala hefst í verslun-
inni. Ef enginn fyrirvari er gerður á
inneigarnótu af hálfu verslunarinn-
ar getur hún ekki takmarkað notk-
unarrétt á útsölu.
Jólabækur fyrir janúarlok
Bókaverslanir 1 landinu taka
flestar á móti nýjum og nýlegum
ógölluðum bókum eftir jólin, ef þær
eru i plasti. Verð bókanna er yfir-
leitt miðað við útsöluverð bókanna
síðustu dagana fyrir jól. Ef ekki er
tekinn út annar vamingur er gefin
út inneignarnóta fyrir andvirði bó-
kanna. Skil bókanna þurfa þó ekki
að fara fram fyrr en undir janúar-
lok, að sögn Árna Kr. Einarssonar,
verslunarstjóra í Máli og menningu,
en hann vill forða fólki frá þeim
gríðarlega löngu biðröðum sem oft
verða í búðinni vegna bókaskila
dagana á milli jóla og nýárs.
Um bókaskil hjá stórmörkuðun-
mn Hagkaups og Bónuss hefur sú
regla gilt að bók er skipt út gegn
uppítöku annarrar bókar.
Afgreiðslu-
tíminn
yfir jólin
Verslanir 10-11 verða opnar
kl. 10-15 á aðfangadag og verða
opnar aftur á venjulegum versl-
unartima annan í jólum.
vofir paaM3?./ia .rs mjOAam.HiW
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
Ráðherrapels
MikO spenna greip um sig
meðal yngri þingmanna stjóm-
arliðsins eftir að Davlð Odds-
son tilkynnti að
breytingar yrðu
á ríkisstjóm-
inni innan
fárra mánaða.
Daginn eftir
mættu margir
þeirra í þingið
í sínu finasta
pússi. Þing-
fréttaritarar
fjölmiðlanna
hentu gaman að því að
hægt væri að þekkja úr
kandidatana á stífþússuðum
skóm. Enginn sló þó út Siv
Friðleifsdóttur sem mætti í
nýjum pels sem færi áreiðan-
lega vel við einhverja ráðherra-
skrifstofuna
Sálin á Mogganum
Eins og greint frá í DV á
miðju ári stendur fyrir dyrum
uppstokkun í rikisstjórninni.
Davíð staðfesti
þetta loks í við-
tali við Sjón-
varpið um helg-
ina en til-
greindi ekki
hverjir færu
út. Það liggur
fyrir að Frið-
rik Sophus-
son fjármála-
ráðherra
hættir brenndur af inn-
gripum Davíðs í störf sín. Þá er
nú talið líklegt að Þorsteinn
Pálsson dragi sig í hlé og
hverfi til annarra starfa. Ekki
liggur fyrir hvað hann taki sér
fyrir hendur en þó eru vísbend-
ingar um að hann ætli sér rit-
stjórastól á Mogganum þegar
Matthías Johannessen hættir
störfum fyrir aldurs sakir. Þar
er vitnað til þess að hann ti-
undar í viðtali í Sjómannablað-
inu Víkingi aö sín „blaða-
mannssál" sé á línu Moggans ...
Dýrasta jólaskrautið
Jólaskraut landsmanna er
með ýmsum hætti og víða era
miklar og veglegar skreytingar
sem eflaust
kosta sitt. Það er
þó samdóma
álit manna að
ekkert bæjarfé-
lag státi af dýr-
ara jóla-
skrauti en ísa-
íjarðarbær.
Það mun
vera ætlun
Samheija-
manna að láta flaggskip
sitt, Guðbjörgu BX, liggja í
höfninni á ísafirði ljósum
prýdda um hátíðamar. Skipið,
sem hefur skipt um einkennis-
stafi og er sjaldséð vestra, kem-
ur í kjölfar þess að stjómarfor-
maður Samheija, Kristján Þór
Júlíusson, flytur alfarinn frá
ísafirði...
Dagur og Guðrún P.
Það þótti undarlegur upp-
sláttur hjá Degi um siðustu
helgi þegar sagt var frá því að
Guðrún Péturs-
dóttir hugleiddi
að taka 8. sætið
á lista Sjálf-
stæðisflokksins
til borgar-
stjórnarkosn-
inga. í frétt
S.dórs um
þetta mál er
málið sett
upp með þeim
hætti að um
ræða. DV hafði sagt tíðindi af
þessu máli i rúma viku áður en
Dagur kveikti. Nú er beðið eft-
ir næstu stórfrétt blaðsins.
Kannski það verði að upp-
stokkunar sé að vænta í ríkis-
stjóminni...