Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 Útlönd Stuttar fréttir i>v Nauðlending í Bangladesh: 89 björguðust Grace Kelly í sjálfsmorðs- söfnuði Grace Kelly, prinsessa af Mónakó, var leynilegur félagi í sértrúarsöfnuðinum Hof sólar- innar. Þetta er fullyrt í breskri heimildar- mynd sem bráðlega verð- ur sýnd. í myndinni er greint frá því að Grace hafi fengið vígslu, tengda kyn- ferðislegum athöfnum, nokkrum mánuðum áöur en hún lést í september 1982. Sértrúarsöfnuðurinn varð heimsfrægur 1994 þegar 69 félag- ar hans í Evrópu og N-Ameríku frömdu fjöldasjálfsmorö að því er virtist. Nú er verið aö rann- saka hvort um morð hafi verið að ræða. í heimildarmyndinni er greint frá því að Grace hafi gefið söfnuöinum aö minnsta kosti rúmlega hálfan milljarð ís- lenskra króna áður en hún lést. Breska blaöið Sunday Times greinir frá því aö upplýsingam- ar um aöild Grace að sértrúar- söfnuðinum séu komnar frá næt- urklúbbseiganda sem fullyröir að hann hafi starfað fyrir leið- toga safnaðarins í 15 ár. Hann segir að í upphafí hafi Grace greitt leiðtoganum fé. Hann hafi síðan orðið of gráðugur og þá hafi hún hótað að koma upp um hann. Súkkulaði er gott fyrir líkamann Nú þarf maður ekki lengur að gleypa í sig jólakonfektið í laumi. Sífellt fleiri sérfræðing- ar fullyröa að súkkulaði sé gott fyrir líkamann. En það er samt ekki ástæða til að úða góðgætinu í sig. „Lítill biti af dökku súkkulaði hressir mann jafnmikið og tíu stórir bitar af ljósu súkkulaði," segir Stephan Rössner, prófessor á Huddingesjúkrahúsinu í Stokkhólmi, í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. í ljósu, feitu mjólkursúkkulaði er kakómassinn 7 til 15 prósent. Nú þykir æskilegt aö massinn sé 30 til 70 prósent. Súkkulaði- fiklarnir segja að dökkt súkkulaði sé hollara þar sem það sé ekki jafn feitt og ljóst. Stephan Rössner segir ástæðu fyrir þá sem ráða sjúklingum sínum frá að borða súkkulaði til að skipta um skoðun. „Vísinda- legar kannanir sýna að jafhvel unglingar með sykursýki geta fengið sér súkkulaðimola án þess að það hafi áhrif á blóðsyk- urinn. Það getur verið mikil- vægt að þeir fái stöku sinnum tilbreytingu frá eplinu og brauð- sneiðinni." í dökku súkkulaði eru fen- ólefni eins og í rauðvíni sem verndar líkamann fyrir hjarta- sjúkdómum. Neitar að syngja fyrir páfann á Kúbu Þrátt fyrir þrýsting frá Páfa- garöi neitar söngkonan Gloria Estefan, sem er fædd á Kúbu, að syngja fyrir Jóhannes Pál II. páfa við messu á Kúbu í janú- ar. Ástæðan er fyrirlitning söngkonunnar á stjórn Fidels Kastrós, að því er eiginmaður Gloriu og um- boösmaður, Emilio Estefan, greinir frá. Hann segir að þau muni aldrei syngja á Kúbu á meðan stjórn Kastrós sé við völd. Reuter „Ég hélt að þetta væri mín sið- asta stund en komst svo að þvi að ég var á lífi. Þetta er kraftaverk," sagði einn þeirra áttatíu og níu sem voru um borð í innaríkisflugvél frá Bim- an Bangladesh Airlines flugfélaginu sem nauðlenti á akri nálægt bænum Sylhet í gærkvöld, Mikil þoka var er atvikið átti sér stað. Vélin, sem var af gerðinni Fokker F-28, var á leið frá höfuðborginni Dhaka og ætlaði að lenda í Sylhet. Greint hefur verið frá því að yfir fimmtíu manns, þar á meðal flug- stjórinn, hafi slasast, þar á meðal nokkrir alvarlega. í morgun héldu björgunarmenn áfram að kanna hvort einhver kynni að vera lokaður inni í flaki vélarinnar. Lögreglumenn fullyrtu þó að allir hefðu komist út í gær- Skammbyssan, sem notuð var við morðiö á Olof Palme, fyrrum forsæt- isráðherra Svíþjóðar, var áður en morðiö var framið í febrúar 1986 geymd í sumarbústað sprengju- mannsins Lars Tingströms. Christ- er Pettersson, sem grunaður er um morðið á Palme, kom síðar til að sækja byssuna. Þetta eru upplýsingar sem lög- maðurinn Pelle Svensson gaf lög- reglunni en sprengjmnaðurinn kall- aði hann að dánarbeði sínum til að greina frá því sem hann vissi um Palmemorðið. Upplýsingar lög- mannsins eru i gögnum ríkissak- sóknara Svíþjóðar sem hann afhenti hæstarétti er hann fór fram á end- urupptöku málsins gegn Pettersson. Hæstiréttur birti í gær 1 þúsund síð- ur úr gögnum ríkissaksóknara. Lögmaðurinn segir að Christer Pettersson hafi verið lífvörður sprengjumannsins og að þeir hafi kvöld. Sjónarvottar sögðu að hundr- uð þorpsbúa og hermanna hefðu að- stoðað við björgunarstörf. Flugvallarstarfsmaður sagði að vélin hefði gert nokkrar tilraunir til að lenda í slæmu skyggni en ekki tekist. Hann sagði að vélin hefði brotnað í tvennt þegar hún maga- lenti á akrinum. „Það er ótrúleg heppni að ekki skyldi kvikna í vél- inni,“ sagði flugvallarstarfsmaður- inn. „Við vissum að eitthvað hefði far- ið úrskeiðis. Margir fóru að æpa og kölluðu á Allah," sagði einn farþeg- anna. Rannsóknaraðilar eru nú famir að safna saman hlutum úr flugvél- inni frá flugfélaginu SilkAir, dóttm-- fyrirtæki Singapore Airlines, sem hrapaði í fljót á suöurhluta um skeið búið saman. Báðir hafi verið þeirrar skoðunar að lífvörður ætti að hafa vopn. Pettersson vissi hvar hann gæti fengið lánaöa byssu. Þess vegna hafi þeir farið saman til klúbbeigandans og fikniefnasalans Sigges Cedergrens. „Tingström, sem hataöi fikniefna- sala, sat eftir í bílnum er Christer Pettersson fór upp til Cedergrens,“ er haft eftir lögmanninum í skýrslu lögreglunnar. Hann segir aö sprengjumaðurinn Tingström hafi séð vopnið. Óljóst er hvað varð um vopnið því samkvæmt lögmannin- um talaði sprengjumaðurinn „í gát- um“. Pettersson hefur allan tímann vísað því á bug að hann hafi notað eða átt skotvopn. í gögnunum kemur einnig fram að eitt vitnanna, sem kveðst hafa séð Christer Pettersson nálægt morðstaðnum, hafi verið yfirheyrt Súmötru á fostudaginn með 104 far- þega innanborðs. Vélin var 10 mán- aða gömul Boeing 737-300 vél sem var í áætlunarflugi á milli Indónesíu og Singapore þegar slysið varð. Þorpsbúar á Súmötru kváðust hafa heyrt þrjár sprengingar frá flugvélinni, tvær áður en hún hrap- aði og eina eftir að hún kom niður. Þorpsbúar sögðu að vængur hefði fallið af vélinni áður en hún stakkst í fljótið. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni áður en hún fórst. Svörtu kassamir hafa enn ekki fundist þó þeir eigi að gefa frá sér merki í þrjátíu daga. Sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi aðstoða yfirvöld Indónesiu við leitina. með dáleiðslu. ífyrsta sinn, sem vitnið var yfirheyrt, kvaðst það muna eftir klunnalegu göngulagi Petterssons. Vitnið átti hins vegar erfiðara með að muna eftir andliti Pettersson. Dáleiðsla 1987 hressti hins vegar upp á minnið. Þegar réttarhöldin yfir Pettersson stóðu 1989 kveðst vitnið hafa fengið hótun símleiðis frá konu sem var kunningi Petterssons. Þess vegna þorði vitnið ekki að benda á Petters- son fyrir rétti. Hótun konunnar var tekin upp á símsvara og kærði vitn- ið hófimina til lögreglunnar. Það var ekki fyrr en 1996 sem vitnið sagði, fyrst í sjónvarpi og síðan hjá rannsóknamefnd, að það hefði allan tímann verið visst í sinni sök. Hæstiréttur í Svíþjóð hefur beðið Pettersson að tjá sig skriflega um það sem kemur fram gegn honum í beiðni ríkissaksóknara um endur- upptöku málsins. Órói á mörkuðum Órói var enn á mörkuöum í Asíu í morgun í kjölfar hruns í kauphöllinni í Tokyo i gær. Hran- ið varð vegna gjaldþrots fyrirtæk- isins Toshukus. Flugárekstur SAS-flugvél, með 123 farþega, var nærri lent í árekstri við flug- vél frá Air Europe, með ferða- menn á leið til Bodö, í 35 þúsund feta hæð yfir Þrándheimi síðast- liðinn miðvikudag. Paulauskas sigraði Artm-as Paulauskas hlaut flest atkvæði í forsetakosningunum í Litháen á sunnudaginn eða 45,35 pró- sent. Næstflest atkvæði hlaut Valdas Adam- kus, 28 prósent. Vytautas Landsbergis lenti í þriöja sæti meö 16 prósent atkvæöa. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta verðrn- efiit til annarrar umferðar eftir tvær vik- ur. Lífstíöarfangelsi Saksóknari i París krafðist í gær lífstíðarfangelsisdóms yfir II- ich Ramirez Sanchez sem kallað- ur hefur verið Sjakalinn Carlos. Sjakalinn er fyrir rétti vegna meintra morða á frönskum leyni- þjónustumönnum. Skallapilla Bandaríska matvæla- og lyfja- eftirlitið hefur í fyrsta sinn viður- kennt pillu gegn skalla. Einungis þarf að taka eina pillu á dag. Lyf- ið kemur á markað um miðjan janúar. Fergie ein á jólunum Hertogaynjan af Jórvík, sem köUuð er Fergie, mun í ár opna jólagjafimar ein. Dætumar verða með bresku konungsfjölskyldunni á aöfangadag. Elísabet drottning hefur þó boðið Fergie í te á annan í jólum. Fayed fær vegabréf Egyptinn Mohamed Fayed, fað- ir ástmanns Díönu prinsessu og eigandi Har- rodsverslunar- innar, fær ef tU vill breskt vegabréf. Jack Straw, innarík- isráðherra Bretlands, hef- ur lofað að end- urskoða vegabréfsumsókn Fayeds sem búið hefur í Bretlandi í 30 ár. Andlitslyfting Þaö era ekki bara kaupmenn sem vinna fram á rauða nótt fyrir jólin. Lýtalæknar í Bandaríkjun- um eru einnig önnum kafnir vegna aðgerða sem viðskiptavinir hafa fengið í jólagjöf fyrir fram. Milosevic ánægður Milan Milutinovic, frambjóð- andi Slobodans MUosevics, leið- toga Serbíu, sigraði í forsetakosn- ingunum í Serbíu á sunnudaginn. Stjórnarandstæðingar segja að um kosningasvindl hafi verið að ræða. Heim frá Bosníu Clinton Bandaríkjaforseti sneri í gær heim frá Bosníu þar sem hann hafði ver- ið í eins dags heimsókn tU að heimsækja bandaríska her- menn. Forset- inn þurfti að flýta heimferö- inni vegna slæms veðurs yfir Italíu þar sem hann átti að skipta um flugvél. Slátra kjúklingum Yfirvöld í Hong Kong ætla að slátra kjúklingum sem koma frá meginlandi Kina fylgi þeim ekki heUbrigðisvottorð. Nú hafa þrír látist af völdum fuglaflensunnar í Hong Kong. Reuter Reuter Jólasveinninn er kominn til Betiehem og skemmtir hér palestínskum börnum á torgi nálægt fæöingarkirkjunni. Ferðamenn hópast nú til Betlehem til aö vera í fæöingarborg frelsarans á jólunum. Sfmamynd Reuter Palmemorðið: Skammbyssan geymd hjá sprengjumanni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.