Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 23. DE?EMBER 1997
Spuriungin
Hjördís Ásgeirsdóttir, 5 barna
móðir: Nei, en ég hef gert það. Ann-
ars finnst mér best að iðka mína trú
heima við og svo hlusta ég náttúr-
lega á messuna.
Dana Sif Óöinsdóttir, 12 ára: Nei,
það geri ég ekki.
Sigríður Lilja Gunnarsdóttir, 13
ára: Nei.
Auður Hansen bókari: Ekki í ár
því ég ætla að dvelja á Kanaríeyjum
yfír jólin.
Helma Rut Einarsdóttir: Já, ég fer
í messu í Hallgrímskirkju.
Lesendur
Breiðbandiö er fram-
tíðin - ekki spurning!
Friðrik Friðriksson, for-
stöðumaður breiðbands-
þjónustu P&S, skrifar:
Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir þingmaður er
greinilega ekki í hópi þeirra
borgara sem horfa með til-
hlökkun til nýrrar fjar-
skiptatækni eins og nýlega
mátti lesa um í kjallara
hennar í DV. í það minnsta
telur hún sig umkomna að
lýsa því yfir að þær leiðir
sem Póstur og sími velur til
að byggja upp framtíðarfjar-
skiptakerfi sitt séu gamal-
dags og tæknin úrelt þannig
að breiðbandið sé gamli tím-
inn en ekki framtíðin.
Nokkur atriði til and-
svara. Breiðbandið er fjar-
skipta- og margmiðlun-
arkerfi til framtíðar, byggt meö full-
kominni tækni þar sem ljósleiðar-
inn er burðarefniö, hraðbrautin.
Uppbygging breiðbandsins tekur
nokkur ár og á þeim tíma standa
jafnt og þétt nýjar þjónustur til boða
sem eru nú jafnvel aðeins draumar.
Breiðbandið er leið Pósts og síma
inn í framtíðina og uppbygging þess
sem fjarskiptakerfis fyrir margmiðl-
un er óháð þeirri ákvörðun að heíja
dreifmgu á sjónvarpsefni nú um
breiðbandið. Sjónvarpsdreifing er
ein tegund þjónustu sem tekur
örum breytingum en hitt er mikil-
vægast að kjarni fjarskiptakerfis-
ins/breiðbandsins, sem byggt er á
nýtingu ljósleiðara, stendur óhagg-
aður til framtíðar þótt lausnir fyrir
notendur breytist. Þingmaðurinn
veltir fyrir sér hvort aukin notkun
á hefðbundnum símalínum úr kop-
ar, sem þjónað hafa í ára-
tugi, leysi vanda framtíðar-
innar eða hvort gervihnettir
geti leyst af hólmi dreifingu
um loft eða í jörð innan-
lands. Sú hugmynd byggist
væntanlega á þeirri sýn að
flytja öll fjarskipti íslend-
inga úr landi. Þegar allt er
til tekið og miðað við gæði,
áreiðanleika, flutningsgetu
og hagkvæmni Ijósleiðarans
fyrir islenskar aðstæður þá
hefur Póstur og sími komist
að þeirri niðurstöðu að
breiðbandskerfi byggt á ljós-
leiðaratækni sé best fallið
til að mæta fjarskiptaþörf í
upphafi næstu aldar.
Póstur og sími hefur legið
undir miklu ámæli að und-
anfomu en aldrei fyrr hefur
verið dregin í efa hæfni starfs-
manna fyrirtækisins og stjómenda
þess til að ákvarða um fjárfestingar
til uppbyggingar á nýrri tækni.
Reyndar á hið gagnstæða við þar
sem fyrirtækinu hefur gjaman ver-
ið hrósað bæði innanlands og er-
lendis fyrir framsýni í uppbyggingu
fjarskiptanetsins sem í dag er eitt
hið fullkomnasta í heiminum og
kostar notendur hvað minnst.
Rangfærslur formannsins
Kristján Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Sæplasts, skrifar:
í dálki DV „Með og á móti“
fimmtudaginn 18. des. sl. er fjallað
um fyrirhugaða sjávarútvegssýn-
ingu í Laugardalshöll. Þar lætur
Haraldur Sumarliðason hafa eftir
sér ummæli sem em þess eðlis að
ekki verður hjá því komist að gera
við þau athugasemdir, enda um
hreinar rangfærslur að ræða hjá
honum og virðist aöaltilgangurinn
hjá formanninum að reyna að kasta
rýrð á þá aðila sem skipulagt hafa
Islensku sjávarútvegssýninguna og
staðið að baki henni frá upphafi.
Formaðurinn leggur á það
áherslu að sýningarhaldið verði í
höndum íslendinga og fer fógmm
orðum um stuðning Samtaka iðnað-
arins við félagsmenn á undangengn-
um sýningum. Sem aðili að um-
ræddum samtökum hef ég ekki orð-
ið var við þann stuðning. Þvert á
móti hafa samtökin gefið þátttöku
okkar, sýningaraðilanna, lítinn
gaum og helsta framlag þeirra hefur
verið útgáfa lítils bæklings sem Iðn-
lánasjóður hefur greitt.
Formaðurinn gerir mikið úr því
að sýningin eigi að vera alíslensk.
Til þess að tryggja markaðssetningu
erlendis hafi þó verið gerður samn-
ingur við breska fyrirtækið EMAP,
útgefanda Fishing News
International. Hann lætur þó hjá
líða að geta þess að breska fyrirtæk-
ið er orðið eignaraðili að Sýningum
efh. og væri fróðlegt að vita hvort
formaðurinn telur það fyrirtæki
vera lengur alíslenskt.
Formaður minn rómar einnig
nýja samstarfsaðila; ASÍ, VSÍ, LÍÚ,
Samtök fiskvinnslustöðva og Sam-
tök seljenda skipatækja, auk fleiri
aðila. Vert er að geta þess að fyrir
utan Samtök seljenda skipatækja
hafa þessi hagsmunasamtök ekki
verið þátttakendur í íslensku sjáv-
arútvegssýningunni enda t.d. mjög
vandséð hvaða tilgangi það þjónar
fyrir hagsmunasamtök launþega að
taka þátt í sjávarútvegssýningu.
Þar sem Samtök iðnaðarins virð-
ast nú hafa fengið skyndilegan áhuga
á sýningarhaldi íslensku sjávarút-
vegssýningarinnar er vert að spyija
hvers vegna í ósköpunum þau
reyndu ekki fremur að ganga til liðs
við þá aðila sem fyrir voru. Með því
hefðu samtökin alla vega gengið að
aðila sem hefur reynslu og ljóst er að
íslenskir sýnendur treysta og vita að
nær árangri. Þaö hefðu Samtök iðn-
aðarins gert hefðu þau haft hags-
muni þeirra félaga sinna sem taka
þátt i slíkum sýningum að leiðarljósi.
Allur málflutningur aðstandenda
nýju sýningarinnar hefur einkennst
af útúrsnúningum og að því að
beina umræðum ffá þvl sem skiptir
meginmáli, þ.e. hagsmunum
sýnenda. Ég tel að skynsamlegast
væri fyrir Samtök iðnaðarins,
„samtakanna minna“, að horfa á
stofnfé sitt í umræddu sýningarfyr-
irtæki sem glatað fé og hlusta á ósk-
ir félaga sinna að ganga til liðs við
skipuleggjendur íslensku sjávarút-
vegssýningarinnar og þar með hafa
hag félaga sinna í fyrirrúmi.
Jafnaðarmenn og peningavelta
Kjötkveöjuhátíö veröur haldin í miöbæ Reykja-
víkur ef jafnaöarmenn komast til valda, segir
bréfritari.
Jafnaðarmenn hafa verið að sigra
í kosningum á Vesturlöndum und-
anfarið. Nú ætla íslenskir jafnaðar-
menn að sameinast og leika sama
leikinn. Þaö eru mjúku málin sem
slegist er um. Því er haldið fram að
fjármagninu eigi að dreifa jafnara.
Heilbrigðis- og skólamál eru þar efst
á baugi.
Ef jafnaðarmenn ná völdum
munu þeir nálgast kjöltukatla efna-
hagslífsins með því að kippa upp úr
þeim bitum og dreifa til fólksins.
Kannski er þetta jafneinfalt og að
segja það. Hins vegar er það svo að
markaöurinn í dag er það upp-
spenntur að fjármagnið í honum er
bundið í veltu og helgast af því að
þetta fjármagn á sig sjálft í veltunni
en er verðlaust utan hennar. Þannig
er það að veltan er þanin á þvílíkan
hátt að hvergi má taka vænan bita
án þess að gera hann verðlausan.
Gullið hefur alltaf þótt gott.
Sjálfstæðismenn hafa með mark-
aöshugsun siimi eignast fjármagns-
markaðinn og því geta þeir hagað
stefnumálum sínum eftir því. Jafn-
aðarmenn eru hins vegar í þeirri
aðstöðu að geta ekki fært til pen-
inga að ráði þó að þeir séu við völd
vegna þess að þeir eiga aðeins lítinn
hlut í veltunni í þjóðfélaginu. Það er
því nauðsynlegt fyrir
jafnaðarmenn að eiga
stærri hlut í veltu efna-
hagslífsins áður en
mannúðarloforðin eru
sett fram. ímyndum
okkur að jafnaðarmenn
vinni meirihluta í
næstu kosningum. Þeir
koma ijóðir og sællegir
að kötlum efnahagskerf-
isins og dást þessi ósköp
að dáindissoðspottum
sem rýkur upp af. Þeim
til undrunar stendur
letrað með gulli: „ekki
snerta, uppskriftin er
ónýt“. Kokkurinn liggur
meðvitundarlaus, „hæ-
grimafian" er skrifað á
enni hans með blóði. Forustumaður
jafnaðarmanna stígur upp á stól og
segir: „Við ausum úr pottunum, nú
verður haldin veisla". Allir lands-
menn flykkjast að. Kjötkveðjuhátíð
verður haldin í miðbænum að hætti
þeirra i Riodejanero! Allir ríku
karlarnir flýja umsvifalaust til
Brasilíu. Nokkrum dögmn seinna
les Gerður G. Bjarklind upp í út-
varpinu svohljóðandi skilaboð: „ís-
land er gjaldþrota, Margrét Þórhild-
ur Danadrottning á nú landið."
Esra og
Ingólfur
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Það kann að vera rétt að mál
Esra Péturssonar og sálumessu
hans þurfi frekari athugunar við.
Eitt kemur þó ekki heim og saman
í málinu en það er hví nauðsynlegt
sé að draga nafn skrásetjara og út-
gefanda inn i þessa rannsókn.
Söguritari var fenginn til að rita
sögu Esra og festa það á blað sem
hann vildi segja um sína ævi. Ef
hann hefur ákveðið að hafa bókina
svona er lítið hægt að segja við
því. Fráleitt getur sá sem skráir
tekið upp á sitt eindæmi að rit-
skoða ummæli læknisins eða þá að
breyta emhverju sem áður var
búið að festa á blað og höfundur
taldi ástæðu til að fylgdi með í
skræðunni.
Skrásetjarinn lagar að vísu stO-
inn en hann má ekki fara út fyrir
sinn ramma sem er að koma því
til skila sem honum og viðmæl-
anda hans fór á milli. Aðra álykt-
un er því ekki unnt að draga en þá
að hendur Ingólfs Margeirssonar
séu hvítþvegnar i þessu undarlega
máli.
Töffarastælar
ráðamanna
Ingvi H. Eggertsson skrifar:
Eru háttvirtir þingmenn og ráð-
herrar í einhvers konar nautaats-
leik við sjómannastéttina? Hug-
myndir um hugsanlega niðurfell-
ingu sjómannaafsláttar eru bara
til þess fallnar að æsa menn upp.
Þetta er hættulegur leikur og legg
ég til að menn breyti hegðun sinni
áður en illa fer. Þetta á jafnt við
um þingmenn og sægreifa, að svo
lengi megi deigt járn brýna að það
biti. Kannski eru þetta meiningar-
lausir töffarastælar i þessum
mönnum og að þeir lognist út af
eins og gúmmítöffara er háttur
þegar á hólminn er komið. Að lok-
um vil ég óska háttvirtum þing-
mönnum og ríkisstjórn gleðilegra
jóla og ég vona að þeir verði sem
lengst í jólafríi, því þeir gera þá
enga dellu á meðan.
Hermann kaup
aldarinnar?
Eiríkur hringdi:
Nú fýrir stuttu var fjallað um
það i DV að kaup Crystal Palace á
varnarjaxlinum Hermanni Hreið-
arssyni frá ÍBV hefðu verið kaup
aldarinnar í ensku knattspyrnunni.
Þetta finnst mér vera hin mesta
firra, því kaup fallkandídata í
ensku úrvalsdeildinni á íslenskum
bakverði geta varla talist þau bestu
sem gerð hafa verið á þeim vett-
vangi á allri tuttugustu öldinni.
Þetta segi ég með fullri virðingu
fyrir Hermanni. Hann á að mínu
mati fullan rétt á að spila í ensku
úrvalsdeildinni og kemst vonandi
að hjá frambærilegra liði í fram-
tíöinni. Ég held aö íslenskir fjöl-
miölar ættu að varast að falla í þá
gildru að blása upp mikilvægi og
getu íslenskra íþróttamanna. Það
hefur enginn gott af slíku, hvorki
íslensk alþýða né íþróttamennim-
ir sjálfir.
Munum líknar-
félögin
Guðrún hringdi:
Mig langaði bara svona rétt að
minna fólk á allt það óeigingjama
hjálparstarf sem hin ýmsu líknar-
félög vinna. Þó svo starfiö sé mik-
ið allan ársins hring er það aldrei
jafii mikið og um jólin, þvi það er
á þessum árstíma sem neyð þeirra
sem minna mega sín kemur hvað
skýrast fram. Því beini ég þeim
eindregnu tilmælum til fólks að
veita þessum félögum liðsinni -
hjálpum þeim að hjálpa öðrum. Þó
svo við höfum það flest gott um
þessar mundir eru alltaf einhverj-
ir sem þurfa á aðstoð að halda.
Gerum jólin skemmtilegri fyrir
alla. Það getum við sem erum af-
lögufær gert með því að veita likn-
arfélögum smáhluta af auði okkar.