Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 4í 'f » » I i » I I I I I 17 Um nokkurt skeið hefur geng- ið sú flökkusaga að jólatré hafi slæm áhrif á pottaplöntur sem felli hlöð ogfölni upp í nærveru jólatrésins. Þá er líka talað um að jólatrén felli fyrr barrið vegna áhrifa frá potta- hlómum. H Hafsteinn Hafliöason garöyrkjuráöunautur meö benjamínfíkus og pálmalilju í fanginu. Hafsteinn segir þessi blóm eiga erfitt í svartasta skammdeginu en nærvera jólatrjáa hafi þar engin áhrif. DV-mynd E.ÓI. Skammdegið leikur jréð sem pottablómin grátt afsteinn Hafliðason, landsins þekktasti garðyrkjuráðu- nautur, var i miklum önnum i Blómavali en þar starfar hann sem ráðunautur þegar Tilveran hitti hann að máli. Hafsteinn segir þá trú manna að jólatré og pottablóm hafi slæm áhrif á hvort annað byggða á misskilningi. „Pottaplöntur þrífast yfirleitt ágæt- lega þótt þær standi nálægt jólatré og það er ekkert sem bendir til að jóla- trén felli frekar barrið séu þau látin standa nálægt pottablómum. Hins vegar ber að taka það til athug- unar að jólin ber upp á dimmustu daga ársins. Því getur það vel komið fyrir að pottaplönturnar felli lauf eða láti á sjá í jólavikunni" segir Hafsteinn. Skammdegið erfiður tími í skammdeginu fá pottaplöntumar nákvæmlega enga nýtanlega sólar- birtu til að ljóstillífa og vaxa á eðlileg- an hátt. Hafsteinn segir að strax í októ- ber byrji plöntumar að ganga á forð- ann frá liðnu sumri. Þá spíri þær líkt og kartöflur í yl og myrkri og nýti sér kraft úr eldri vefjum til að viðhalda nývextinum. „Suðlægar plöntur, ^6^18 og allar pottaplönt- umar okkar em, hafa ekki sama tímaskyn og • • norðlægar plöntur. • Daglengdin stjórnar ekki vexti þeirra á sama hátt og gerist með norðlægar plöntur. Á heimaslóð- um þeirra ríkir eilíft sumar með til- tölulega jafhlöngum dögum og sama hita árið um kring - og þess vegna vaxa þær dag frá degi án afláts - nema að þær aðstæður komi upp sem haml- að geta vextinum og láti þær falla i vamardá um nokkurt skeið. Lang- vinnir kuldakaflar eða þurrkatimabil á heimaslóðum plantnanna em ekki óalgengar aðstæður af þessu tagi - en þó er aldrei um eiginlegan vetur að ræða og þaðan af síður skammdegi eins og hér þekkist í stofunum okkar er einnig sami hiti árið um kring - en sólarbirtuna vantar frá því í október og alveg út febrúar. í ofanálag höldum við áfram að vökva pottaplöntumar eins og við erum vön á öðrum tímum árs. Vökvunin og stofuhitinn örvar plöntumar til vaxtar og þegar kemur fram að jólum em þær flestar orðnar örmagna af sólarleysi. Þá byrja þær að fella blöð - sem þær era reyndar bún- ar að sjúga allan kraft úr - til þess að minnka yfirborð sitt og draga úr upp- gufún.“ Falla í vetrardvala A Hafsteinn mælir með " því að fólk dragi úr vökvun í skammdeginu og geymi plöntumar á frem- ur svölum stað (14-18° C). Það er gert til þess að þær falli í nokkurs konar vetrardvala en þá ganga þær ekki á forðann heldur koma , endumærðar aftur til leiks gf eftir umpottun og að- ” hlynningu í febrúarlok eða marslok. „Þá ættum við að forðast að gefa áburð í skammdeginu. Plönturnar háma neöiilega ekki áburðinn í sig á sama hátt og kettir éta kattafóður eða við steikurnar. Næringarupptaka plantna er mjög flókin og þær geta ekki nýtt sér næringarefni í moldinni nema að eðlileg. ljóstillífun við sólar- Ijós og langan dag komi til viðbótar. Á vetuma er hætta á að næringarsöltin hlaðist upp i moldinni í svo miklu magni að rætur plantnanna brenni," segir Hafsteinn. Jólahreingemingin hefur slæm áhríf Það er misjafhlega erfitt að hlúa að pottablómum. Tvær plöntur ber oft á góma í þessu sambandi; pálmaliljuna (jukkuna) og benjamínfíkusinn. Pálmaliljan veldur fólki oft vand- ræðum. Hafsteinn leggur áherslu á að fólk staðsetji hana á svölum og björtum stað yfir vetrartímann. „Páimaliljan á rætur að rekja til há sléttunar í Mexikó en þar ríkir svalur og þurr vetur. Yfir vet- urinn þarf hún nánast ekkert vatn og hún þolir allt niður í sex stiga frost, svo fremi sem moldin sé skraufaþurr. Því em heitar og dimmar stofur og vetrarvökvun nokkur áreynsla fyr- ir hana! Benjaminfíkusinn, aftur á móti, er dæmigert hitabeltistré úr regnskógum Suður- og Aust- ur-Asíu. Hið eigin- lega umhverfi hans er því rakt og hlýtt. Benja- mínfikusinn er samt afar þol- in planta með mikla aðlögunar- hæfiii. Hann dafhar yfirleitt ágæt- lega í stofunum okkar meðan loft- ið þar er ekki of þurrt og við höld- um stofuhitanum einhvers staðar í kring um 18-20° C að jafnaði," segir Hafsteinn. Hafsteinn segir benjaminfikus- inn afar vanafasta plöntu og því komi allar tiifæringar eða > breytingar í um- ' hverfinu illa við hann enda felli hann gjaman blöð við breyttar aðstæður. „Stundum nægir jafnvel að á sumrin geri nokk- urra daga dumbungsveð- ur eftir fáeina góða sólar- daga - eða öfúgt! Skamm- degið með sína stuttu daga reynir mjög á hann. Hafi hann ekki notið góðrar birtu og umönnunar til að vaxa og safha í sarpinn um sumarið er honum enn frekar hætt við að láta á sjá þegar líður að jólum. Jólahreingem- ingin - með fylgjandi brambolti og tilfærsl- um - getur svo alveg farið með hann. Helstu orsakirn- a fyrir því að potta- plönt urnar 1» •• um státnum í skamm- deginu og þar til sólin hækkar nægilega hátt á himninum aftur til að ljóstillífun þeirra fari gang á ný. Sjaldan bætir það heldur úr skák að á jól- unum logar á mörgum kertum á hverju heimih og á borðum era oftast meira af eplum en venju- lega. Hitinn frá kertunum og etýl- engasið sem eplin gefa frá sér era skæðari heilsu pottaplantn- anna en jólatréð. Jafiivel þótt frá því leggi nokkurt etýlen- gas - eins og öllum visnandi plöntum - þá er það í svo litl- um mæli að þess verður varla vart og dugar til að erta ná- lægar plöntur. Epli hafa þar vinninginn - og það langtum betur. Tvö epli á stofu- borðinu gefa fara að láta á sjá um jólaleytið era því oftast þær að skammdegið, hár stofuhiti og þurrt andrúmsloft leika þær grátt. Ofvökvun og ef til vill áburð- argjöf era líka varhugaverðar ef við viljum halda plöntun- ser tvisvar sinnum meira af etýleni á sólarhring en eitt tveggja metra hátt jólatré," seg- ir Hafsteinn Hafliðason að lokum. -aþ ber sitt barr Norðmannsþinur, abies nord- manniana, er nefndur eftir finnska grasafræðingnum Alex- ander Nordmann, sem uppgötv- aði þessa trjátegund í Kákasus árið 1837 og kynnti hana fyrir vísindunum. Hið upprunalega útbreiðslu- svæði norðmannsþins nær yfir Kákasusfjöll, hálendi Grikklands og Tyrklands allt til fjalla Litlu- Asíu. í heimkynnum sínum verður tegundin að 45 til 60 metra háum trjám, sem er það hæsta sem trjá- tegundir verða í Evrópu. Af hæð- inni dregur ættkvíslin nafnið Abies sem er ættað úr grísku og þýðir yfirgnæfandi. Fyrstu plönturnar af norð- mannsþin voru gróðursettar í Vestur-Evrópu árið 1848 og nú er hann ræktaður til skrauts og timburframleiðslu víða um sunn- anvert barrskógabeltið beggja vegna Atlantshafs. Um 1960 var byrjað að rækta norðmannsþin til framleiðslu á jólatrjám. Hann náði Qjótt mikl- um vinsældum á þeim vettvangi vegna þess að hann hefur fallegt sköpulag. Barriö er mjúkt, ilm- andi, fagurgrænt og heldur sér ákaQega vel eftir að trén eru komin inn í upphitaðar stofur. Á síðustu áratugum hef- ur eftirspurn á norðmannsþins- jólatrjám auk- ist mikið, þannig að nú prýðir h a n n f 1 e s t heimili, allt frá íslandi til Ítalíu. Ræktun hans telst vist- vænn landbún- aður og er einkum stunduð í Danmörku og á Skotlandi. Það þarf ekki að hafa fyrir norömcmnsþininum, hann held- ur barrinu hvað sem á dynur. Yf- irbragð trésins veröur þó frísk- legra ef þess er gætt að hafa ávallt nægt vatn í jólatrésfætin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.