Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Síða 18
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 UV 8 ^jðtal____________________________________________ ★ T* Séra Skírnir Garðarsson leitaði að sjálfum sér á Svalbarða: Utangarðs- maður DV, Niðarósi: „Ég er eiginlega talinn til utan- garðsmanna héma. Það er kannski þess vegna sem ég kann svo vel við mig á Svalbarða. Ég er frjálsari í einangruninni þar,“ segir séra Skírnir Garðarsson, prestur í Þrændalögum í Noregi. Hann hefur þrisvar haldið jól í myrkri, einangr- un og kulda á Svalbarða og langar aftur. Skímir býður kafíi og brosir kankvíslega og hallar sér aftur í stólnum. Þaö em bara sögumenn sem halla sér svona aftur í stólnum með hendur á hnakka og hafa allan heimsins tíma innan seilingar. „Ég er aö norðan - frá Akureyri - og ætlaði alltaf að verða prestur á Norðurlandi. Það hefur einhvem veginn aldrei oröið neitt úr því og þess vegna er ég hér, embættislaus þessa stundina," heldur hann áfram í sama tóninum eins og ekkert sé sjálfsagðara en að verðandi prestar á Norðurlandi þjóni fyrst í Finn- mörku, Tromsfylki, Þrændalögum og að sjálfsögðu á Svalbarða. Þetta er bara svona. Hafði alltaf áhuga „Áhuginn á Svalbarða vaknaöi meðan ég var á Svalbarða, held ég,“ segir Skímir og mér skilst æ betur að presturinn er hvorki sérlega al- varlegur né hátíðlegur. Það er kannski þess vegna sem hann pass- ar illa inn í norsku þjóðkirkjuna? „Nei, þetta var svona, að ég hafði alltaf áhuga á Svalbarða án þess að vita eiginlega af hverju. Meðan ég var í guðfræðinámi tók ég fyrsta skrefiö á leið minni til Svalbarða og réði mig í byggingavinnu í Tromsö. Það var fínt að vera þar.“ Skímir horfir upp í loftið á skrifstofu prests og býður svo meira kaffi. Bara eitt markmið Aö loknu guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1976 hélt Skirnir áfram að undirbúa Svalbarðadvöl sína - já, og að setjast þar að - skilst mér á presti. Hann fór til Noregs og nú til prestsverka. „Já, en heyrðu, við megum ekki gleyma því að í millitíðinni hitti ég konuna mína, það er að segja meðan ég var enn í háskólanum. Hún vann í mötuneytinu í Félagsstofnun stúd- enta og var norsk. Foreldrar hennar bjuggu þá á íslandi en áttu annars rætur aö rekja til Svalbarða. Þessi tengsl spilltu ekki fyrir áhuga mín- um á Svalbarða." Presturinn er enn að segja frá sjálfsögöum hlutum. Vid leitum verðleuíiagrip fyrir íslensku tófilistar- verðlautiin H VERJ U LEITAÐ? / ' * L • E - /V * rOjlLJSTAííYííiÐi 13 Leitað er að verðlaunagrip íslensku tónlistarverðlaunanna sem veitt eru í lok febrúar ár hvert. Gripurinn skal vera úr varanlegu efni. Fjöldaframleiðsla þarf að vera möguleg. Dómnefnd, skipuð fulltrúum aðstandenda ÍTV, velur verðlaunagripinn. Gripurinn má ekki vera lægri en ío cm, ekki hærri en 30 cm og ekki breiðari en 30 cm. Á gripnum þarf að vera pláss fyrir látúnsskjöld með heiti verðlaunanna, ártali og nafni tónlistarmannsins. VERDLAUN Höfundur verðlaunagripsins fáer f sinn hlut 250.000 kr. frá Landsbanka íslands. ÍTV og samstarfsaðilar kaupa allt að 30 eintök af verðlaunagripnum á ári, árin 1998-2002. Gert er ráð fyrir að framleiðslukostnaður á þeim fjölda gripa sé ekki hærri en 100.000 kr. HVERNIG S K I L A ? Skila skal tíkani eða teikningu, merktu dulnefni, ásamt lýsingu á gripnum og hugmyndinni á bak við hann. Rétt nafn skal fylgja í lokuðu umslagi. SKILAFRESTUR Skilafrestur er til 5. janúar, kl. 18.00. Skila skal tillögum í Hitt húsið. Sýning verður hatdin í Gallerí Geysi frá 10.-25. janúar '98 á öllum tillögum sem berast í keppnina. UPPLÝSINGAR Frekari upplýsingar um verðlaunin eru veittar í Hinu húsinu, Aðalstræti 2 eða f sfma 551 5353. L LandsbankJ fslands Séra Skírnir Garðarsson hélt þrisvar jól á Svalbarða með fjölskyldu sinni. Nú langar hann þangað aftur þrátt fyrir kolsvart myrkrið og kuldann. DV-mynd Gísli Kristjánsson Engir Svalbarðingar Eftir að Skírnir hafði verið prestur í átta ár á ýmsum stöðum I Norður-Noregi kom loks tækifærið til að fara til Svalbarða og vera þar. Opinberir starfsmenn eins og prestar fá bara að vera tvö ár á Svalbarða en geta sótt um þriðja árið ef þeim líkar vel. Skímir tók þrjú ár. Lengri tíma getur einn maður ekki þjónað samfellt vegna þess að stjómvöld vilja koma í veg fyrir að á Svalbarða vaxi úr grasi fólk sem hefúr eyjamar sem heimabyggð. Stjómvöld telja það óæskilegt að til verði þjóðflokkur „Svalbarð- inga“. Skímir var á Svalbarða árin 1985 til 1988 og hefur eftir það þjón- að sem prestur eitt sumar í afleys- ingum. Núna er hann afleysinga- prestur á Svalbarða en situr í Niðarósi og er tilbúinn að fara norður hvenær sem kallið kemur. „Ég kem alltof sjaldan til Sval- barða,“ segir Skímir og nú talar hann í alvöm. Gífurleg vonbrigði Haustið 1985 rann stundin upp. Fjölskyldan, þ.e. eiginkonan, Torill Albrigtsen, og þrjú ung böm, yfirgaf siðmenninguna og settist að langt norðan marka hins byggilega heims. Skímir var loksins orðinn prestur í Longeyarbyen. „Ég varð fyrir gífurlegum von- brigðum," segir Skímir og nú emm við greinilega komnir að alvöm málsins. Skímir kom að kirkju í niðurníðslu og daginn áður en fjöl- skyldan kom var ísbjöm skotinn á aðalgötu bæjarins. Ekki glæsilegt ástand það. „Presturinn sem var á undan mér var einn og hann gafst eiginlega upp í starfi. Hann bara var á staðnum en gerði ekkert. Þess vegna vom bæði kirkjan og prestsbústaöurinn ónothæf og við urðum að búa í bragga allan fyrsta veturinn," segir Skimir. Kolsvart myrkur „Bömunum líkaði vel og ég hætti að sjá eftir þessu uppátæki. Konan mín kunni hins vegar aldrei við myrkrið og kuldann. Myrkrið á Svalbarða er alveg kolsvart; ekki minnsta skíma allan veturinn held- ur bara kolsvart myrkur," segir Skímir og teiknar myrkrið í loftið með höndunum. Alveg kolsvart myrkur. „Ég ætlaði alltaf aö vera eitt heilt ár á Svalbarða. Fannst það vera markmið í sjálfú sér að vera eitt heilt ár án þess að fara nokkm sinni til fastalandsins, og ég gerði það. Með þessu móti ætlaði ég að læra eitthvað nýtt um sjálfan mig,“ segir Skímir og nú er glottið komið aftur í augnkrókana. „Og lærðirðu eitthvað?" spyr ég, spenntur. Nei. Ekkert? „Jú, það er ekki satt að ég hafi ekki lært eitthvað. Ég lærði t.d. að aka vélsleða og svo lærði ég þónokk- uð í rússnesku því ég byrjaði að heimsækja Rússana í Barentsburg þótt það væri eiginlega bannað. Þeir vom hins vegar svo stoltir af hvað allt var fint hjá þeim þá og þeir buðu okkur hjónum I heimsóknir," segir Skímir sem kunni vel við Rússana. Sambandsleysi Skírnir segist einnig hafa lært það að ef menn búa lengi á eyðistað eins og Svalbarða slitna menn smátt og smátt úr sambandi við umheiminn. Ekkert skiptir lengur máli og menn einangrast algerlega. Ekkert annað gerist í einverunni. „Þeir sem héldu út að vera lang- dvölum á Svalbarða áður fyrr var harðgert fólk líkamlega en þó sérstak- lega andlega. Núna er þetta allt ann- að. Það er flogið á hverium degi, sjón- varpið er löngu komið og fáir sem em þama norðurfrá langdvölum," segir Skímir og sýnist sem Svalbarði sé mirrna spennandi en áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.