Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Qupperneq 19
T^V ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
19
Drykkjuskapur útbreiddur
„Drykkjuskapur var útbreiddur og
á sjúkrahúsinu voru ólar í rúmunum.
Jafnvel tröllin, sem unnu í námunum,
gátu bilast á drykkjunni. Annars voru
menn reknir fyrir að vera lengi á
fylliríi. Það var raunar merkilegt að
þótt fjórir læknar væru starfandi á
sjúkrahúsinu voru aldrei sjúklingar
þar. Allir sem veiktust voru umsvifa-
laust sendir til lands," segir Skírnir.
Skírnir var formaður 17. maí-
nefndarinnar á staðnum þegar hann
uppgötvaði að sjúkrahúsið stóð alltaf
tómt.
„Ég hef aldrei verið svona 17. maí-
maður en af því að ég var orðinn for-
maður fannst mér að við þyrftum að
hafa lúðrasveit. Allir sem eitthvað
kunnu á hljóðfæri voru kallaðir sama
og svo var farið á sjúkrahúsið og
læknarnir spurðir hvort ekki mætti
spila fyrir sjúklingana. Þá var okkur
sagt að hér væru engir sjúklingar en
við gætum æft úti. Þar var hálka, einn
af okkur datt og fótbrotnaði. Hann var
lagður inn í skyndi og svo spiluðum
við fyrir hann,“ segir Skírnir um
sjúkrahúsreksturinn.
Útbreitt framhjáhald
„Annars var framhjáhaldið síst
minna vandamál en drykkjuskapur-
inn,“ heldur hann áfram í sama sjálf-
sagða tóninum og áður. „Sjeffamir
vora sumir með tvær í takinu, eigin-
konuna og svo gifta eða ógifta hjá-
konu. Ég greip einu sinni inn í svona
framhjáhaldsmál en sjeffmn sagðist
hafa rétt til að gera það sem honum
sýndist. Það mál leystist þegar eigin-
konan pakkaði saman og fór,“ segir
Skírnir og er enn að segja frá sjálf-
sögðum hlutum.
Skírnir segir að stéttaskipting hafi
líka verið mikil og yfirmenn borðuðu
t.d. ekki með undirmönnunum. „Ég
neita því ekki að ég sá stundum eftir
að hafa farið til Svalbarða og spurði
mig hvað ég væri að gera þarna. Og
núna bíð ég eftir að komast aftur,"
segir Skímir.
Kristnihald á Svaibarða
„Það voru margir sem töldu að
harðjaxlarnir á Svalbarða hefðu ekk-
ert við kristindóm að gera. Þess vegna
var allt kristnihald í hálfgerðu lama-
sessi og er það enn. Það er kannski
þess vegna sem mér finnst ég enn eiga
ýmislegt ógert á Svalbarða," segir
Skirnir til að skýra frekar áhuga sinn
á að komast norður þangað enn á ný.
Hann hefur líka sagt upp stöðu
sinni í Þrándheimi, eða Niðarósi eins
og íslendingar kölluðu alltaf bæinn.
Skírnir var um árabil sóknarprestur í
Tempe-kirkjunni í einu fátækasta
hverfi bæjarins og er nú afleysinga-
prestur þar. Hann langar eiginlega
burt en veit þó ekki hvert ef hann fær
ekki aftur stöðu á Svalbarða.
Ofsatrúarmenn
„Ég verð líka að viðurkenna að mér
líkar ekki að vinna fyrir stofnun sem
verður sér til skammar með reglulegu
millibili," segir Skírnir og á þá við
vaxandi áhrif ofsatrúarmanna innan
norsku kirkjunnar. Baráttan gegn
kvenprestum harðnar og samkyn-
hneigðir eru útilokaðir.
„Það er eins og kynlíf skipti öllu í
kirkjunni. Norðmenn hafa aUtaf átt i
mesta basli með aUt neðan beltis,"
segir Skírnir mn ofsatrúna og kynór-
ana sem ríða húsum í Noregi.
„Það var einu sinni hringt í mig frá
skrifstofu biskups og spurt hvort ég
gæti hugsað mér að hafa tUtekinn
mann sem aðstoðarprest. Ég vissi
ekki að maðurinn var hommi og sagði
já. Hann reyndist afburðavel sem
prestur, var músíkalskur og ekkert
upp á hann að klaga en safnaðar-
stjómin lét hann fara og nú er hann
embættislaus," segir Skímir um erflð-
leika sína í söfnuðinum.
Fólkið skiptir engu
Hann segist og hafa verið gagn-
rýndur fyrir að blanda sér inn í fé-
lagsleg vandamál eins og að ala önn
fyrir fjölskyldu flóttamanns sem
hvergi átti höfði að að haUa og að hafa
tekið undir sinn verndarvæng tvo
drengi sem foreldrarnir höfðu hastað
út í fyUeríi.
„Það er oft eins og vandamál fólks-
ins skipti engu máli. Nú á að auka
þátttöku safnaðarins í ísraelstrúboð-
inu norska. Eins og það skipti öUu
máli að kristna gyðinga í ísrael með-
an rónarnir liggja hálfdauðir hér fyr-
ir utan,“ segir Skímir og hefur talað í
sig hita. Norðmenn hafa um langt ára-
bil reynt að snúa gyðingum frá viUu
síns vegar með grátlega litlum ár-
angri.
„Manni finnst stundum eins og
Norðmenn haldi að þeir hafi fundið
upp kristindóminn," segir Skírnir mn
þessa sémorsku blöndu af sjátfum-
gleði og trúarofsa.
Of frjálslyndur
„Ég leit aUtaf á mig sem gamaldags
prest og ég er það. Hér í Noregi er ég
hins vegar aUtof frjálslyndur. Þess
vegna sagði einn prestur við mig að
ég væri eiginlega utangarðsmaður,"
segir Skírnir.
„Þetta er alvarlegt mál. Hér í Nor-
egi eru tvær tegundir af prestum.
Annars vegar prestar sem eru á móti
konum, hommum og fráskildu fólki.
Hins vegar eru svona gamaldags
prestar eins og ég sem finnst ekkert
að því að gifta fráskilið fólk ef það viU
eigast,“ segir Skímir tU að skýra tog-
streituna innan norsku kirkjunnar.
„Ég er mjög ósáttur við að kirkjan
verði sér aUtaf að athlægi. Ég er frjáls-
ari á Svalbarða. Þar er eingangrunin
ekki svona mikU,“ segir Skírnir.
Langar heim
„Ég var að spá í að flytja heim í
sumar og var að svipast um eftir laus-
um stöðum en svo fann ég að lífið
heima átti ekki lengur við mig,“ segir
Skímir og talar um lág laun, langan
vinnutíma og stress.
„Það er samt eins og ég festi aldrei
rætur héma. Það er aUtaf eitthvað
sem pirrar og svo býr það sennUega í
öllum Islendignum, hvar sem þeir
em, að vera aUtaf á leiðinni heim,“
segir Skírnir.
Gísli Kristjánsson
y
/ (0) ^eV\a? %lsi ^ ' /{rTum kohuw
Bætt kjör kvenna skila sértil barnanna og samfélagsins. Munið gíróseðlana. i i hjálmrstofnun — Vnr/kirkjunnar - heima og heinian
„Grúm“
-ómótstæðilegir
fyrir kaldar tær!
Vatnsheldir kuldaskór með
einstaklega hlýju Thermolite
fóðri. Verð aðeins 5.980,-
KKIDMSr
SKEIFAN 7 - Sflll: Sll ] B00 - FAX: 511 1B7S
jjrval
- gott í bátinn
NA LENGRA
GUNNAR BERNHARD EHF.
VATNAGARÐAR24
SÍMI: 520 1100
FYRST KEM EG