Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
35
Fréttir
Keyptu gamalt aflaskip á 10 krónur:
Breyttu síldarbát I glæsiskip
Dy Hólmavík:
Mikið glæsiskip sigldi um
Húnaflóa í sumar og var auk
þess til sýnis gestum hinna
ýmsu hátíða sumarsins og til
þjónustu reiðubúið. Þar má
nefna Djúpuvíkurhátíð og
Bryggjuhátíð á Drangsnesi
þar sem nokkur hundruð
manna tóku sér far með skip-
inu.
Með sanni má segja að ali-
ir hafi undrast þann glæsi-
lega búning sem þetta aldna
skip hefur verið fært í. Þar
hafa frjór hugur og hagleiks-
hendur stýrt góðu verki. Nán-
ast er um að ræða fljótandi
hótel sem nokkrir viðstaddir
sögðu að verðskuldaði fjórar
stjörnur. Skipið sem hér um
ræðir er Húni n frá Höfða-
kaupstað, 130 tonna skip sem
Bjöm Pálsson alþingismaður
lét smíða 1963 í Skipasmíða-
stöð KEA á Akureyri. Var
það fengsælt aflaskip, ekki
síst á síldveiðum, undir far-
sælli stjóm Hákonar Magnús-
sonar.
Fyrir um tveimur árum
björguðu hjónin Ema Sigurbjöms-
dóttir og Þorvaldur Skaftason skip-
inu frá því að veröa eldinum að
bráð. Það hafði þá fyrir nokkm lok-
ið hlutverki sínu sem fiskiskip og
verið úrelt. Gjaldið sem þau þurftu
að leggja út var ekki hátt eöa 10
krónur.
„Hann var þá vélarlaus og í held-
ur óhrjálegu ástandi," segir Þor-
valdur. Þá þegar hófust þau handa í
þeim tilgangi að gera þetta skip að
notalegum viðkomu- og verustað
fyrir gesti sem einnig gætu hugsað
Þorvaldur og Erna í fagurlega skreyttri brúnni.
DV-mynd Guöfinnur
sér að njóta þægilegs og af-
slappandi lifs í stuttum og
einnig lengri ferðum þar
sem njóta mætti náttúrufeg-
urðar Húnaflóasvæðisins og
fylgjast með fjölskrúðugu
fugla- og dýralífi þess, svo
sem hátterni hvala og sela
sem mikið er af á þessum
slóðum.
„Núna erum við búin að
leggja út til kaupa á vél ogr
tækjum, svo og búnaði við
innréttingu og breytingar,
nær tvo tugi milljóna króna
og ekki allt búið,“ segir Þor-
valdur.
Nú hafa þau hjón ákveðiö
að venda sínu kvæði í kross
og hefja landvinninga á nýj-
um vígstöðvum. Eru þau
komin í samstarf við þá sem
reka Fjörukrána í Hafnar-
firði um feröir i samstarti
við þá.
„Hér taka okkur allir opn-
um örmum, bæði ferðamála-
menn og bæjaryfirvöld -
vilja gera allt til að styðja
okkur og styrkja. Ég er því
mjög bjartsýnn," segir Þor-*'
valdur Skaftason. -G.F.
Skriðuföll í Kambaskriðum
DV, Stöðvarfirði:
Mikil aurskriða féll á veginn um
Kambaskriður á milli Stöðvarfjarðar
og Breiðdalsvíkur að morgni laugar-
dags og lokaðist vegurinn af þeim
sökum.
Bílar sem voru á þessari leið lok-
uðust sitt hvoru megin, þar á meðal
vöruflutningabíll á leið til Fáskrúðs-
fjarðar. Þá varð sérleyfishafi Suður-
fjarða að bera farangur yflr skriðuna
og farþegar að ganga. Annar bíll beið
Breiödals meginn skriðunnar og tók
við farþegum og farangri. Er þetta
bagalegt fyrir sérleyflshafann þar
sem nú er mikið að gera í flutning-
inn á fólki og farangri og fer hann
tvær ferðir á dag milli Egilsstaða og
Breiödalsvikur.
Skriðan mun vera um 20 metrar á
breidd og um 4 metrar á þykkt.
Vöruflutningabilstjóri sagöi að ekki
mundi unnt að ryðja skriðunni burt
strax, þar sem enn væru að koma
smá spýjur úr hlíðinni. Á meðan er
þó alltaf hægt að fara Breiödalsheiði,
en í góðviðrinu nú er hún snjólaus
eins og flestir aðrir fjallvegir.
Það lengir þó leiðina nokkuð fyrir
þá sem til Fáskrúðsfjaröar fara eða
úr um 45 km í um 150 km. -GH
Við áskuiu landsmönmim öllnin
alcðikqra jóla, árs oq friðar.
Pökkum lcscndiim
imjy/cjdiiia á árimi
»l.iun i /<t thil.l.i i ttiil t\iimtndoiui iu ,u