Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Page 11
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1998 11 Fréttir ► Gífurleg aukning bóksölu: Davíð og Einar Már söluhæstir - seldust í 10 þúsund eintökum Söluhæstu bækumar í jólabóka- flóðinu að þessu sinni eru Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar eftir Davíö Oddsson forsætisráðherra og Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmunds- I son. I Smásögur Davíðs seldust í um 10 þúsund eintökum, að sögn Ólafs Ragnarssonar, útgefanda hjá Vöku- Helgafelli, og var uppseld á Þorláks- messu. Skáldsaga Einars Más seldist einnig upp hjá forlaginu fyrir jól, að sögn Halldórs Guðmundssonar, útg- áfústjóra Máls og menningar, og var prentuð í tæplega 10 þúsund eintök- um. Að minnsta kosti 10% aukning var á sölu bóka milli ára þó svo að jóla- bókasalan í fyrra væri með besta móti. „Okkur sýnist vera aukning frá því um síðustu jól, sem aftur voru ágæt jól. Eftir nokkra lægð undanfarin jól jókst salan heihnikið í fyrra og og er að bætast heihnikið við núna, þannig að við erum mjög ánægð,“ sagði Ámi Kr. Einarsson, verslunarstjóri hjá Máli og menningu. Ámi segir að sú sterka hefð að fólk hafi eitthvað að lesa um jólin sé síður en svo á undanhaldi og það sýni að það halii ekkert undan fyrir bókinni þó að aðrir miðlar bætist við. -Sól Davíð Oddsson. Einar Már Guðmundsson. I I t Veitustofnanir Reykjavíkur: Líklegt að af sam- einingu verði - kjör starfsfólks munu ekki versna Samstarf sjómanna og Hafró mikil nauðsyn - segir Guðmundur V. Gústafsson, skipstjóri á Hólmavík í Húnaflóa þetta veiðitímabU. Það er þriðjungsminnkun frá árinu á undan. Sjómenn binda reyndar vonir við að kvótinn verði aukinn eftir að könnun hefur farið fram á svæðinu seinna 1 vetur. Guðmundur segir að aiira hagur sé að nýting á öUum sjávarafla sé með þeim hætti að hún skUi sem mestum afrakstri. Vert sé þó hvað rækjuveið- amar snertir að taka aUmikið og nokkm meira tUlit tU þess hvemig veiðamar ganga en gert hefur verið, hafa sjómennina, sem þekkja slóðina allra manna best, með í ráðum. Svæö- ið sé þannig að mikUl dagamunur get- ur verið á því hvar rækjan veiðist. Nokkur tog rannsóknaraðUa á þrem- ur tU fjórum dögum á ári geti veriö og sé ónógur mælikvarði á veiðigetu stofnsins. -Guðfinnur. DV, Hólmavík: Guðmundur Viktor í brúnni á Sæbjörgu ST 7 með eiginkonu sinni, Birnu Ric- harðsdóttur, og dótturinni Guðnýju. DV-mynd Guðfinnur „Á flórum dögum fengu bátar héð- an 72 tonn af rækju á Ófeigsfjarðar- svæðinu, nánar tUtekið í Ingólfsfirði þar sem rannsóknarskip Hafriarann- sóknarstofnunarinnar tók ekki tog og lét órannsakað í leiðangri sínum þeg- ar stofnmælingar fóm fram í nóvem- ber sl. Ég tel því að stofninn og þá um leið veiðigetan sé allmikið vanmetfrm að þessu sinni,“ sagði Guðmundur V. Gústafsson skipstjóri við DV. Eins og áður hefur fram komið leggur Hafrannsóknarstofhun tU að aðeins verði veidd 1.400 tonn af rækju Alft-eð Þor- steinsson, formað- ur stjórnar veitu- stofnana Reykja- víkurborgar, segir líkur frekar benda til þess að af sam- einingu Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykja- víkur verði. Hlut- ur Vatnsveitu Reykjavíkur verði hins vegar skoðað- ur sérstaklega. Líklegt er að Vatnsveitan muni taka yfir fráveitu- mál borgarinnar og hafi þannig yf- irumsjón með hol- ræsamálum. Alfreð hélt ræðu í árlegri móttöku stjómar veitustofnana fyrir starfsfólk veitu- fyrirtækjanna á laugardag. Þar sagði hann starfsfólki að það þyrfti ekki að óttast neitt í kjölfar þeirra skipulagsbreytinga sem að öUum líkindum standa nú fyrir dyrum. Kjör starfsmanna myndu ekki skerðast, engum yrði sagt upp vegna breytinganna og borgin stefndi ekki á að einkavæða stofn- animar eða breyta þeim í hlutafélög. „Vissulega mun einhver fækkun á starfs- fólki fylgja sam- einingunni, en hún verður framkvæmd þannig að fólk verður ekki ráð- ið i stað þeirra sem hætta fyrir aldurs sakir. Þannig mun þetta ferli taka nokkum tíma, en með þessu móti verður eng- um sagt upp í kjölfar samein- ingar,“ segir Al- freð í samtali við DV. Haxm á sæti í nefnd á vegum borgarráðs ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur og Áma Sigfússyni sem fjaUar um sameiningu veitustofnana. Nefndin réð tU sín undirbúningshóp sem hefur skoðað þessi mál og mun skUa skýrslu og tiUögum í byrjun janúar. í kjölfar þess mun verða tekin ákvörðun um hvernig að málinu skuli staðið. -KJA Alfreð Þorsteinsson segir að eng- um verði sagt upp í kjölfar samein- ingar veitustofnana. Frá og með I. janúar 1998 tekur HEKLA að sér einkaumboð á Islandi fyrir framleiðanda Skodabifreiða. Frá 2. janúar 1998 mun HEKLA panta alla varahluti í sömu bifreiðar. Áætlað er að fyrstu Skodabifreiðarnar komi til HEKLU á vormánuðum 1998. Volkswagen Group HEKLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.