Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Page 14
14 FÖSTUDAGUR. 2 JANÚAR 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Aðgæsla í góðærí Nýliðið ár var um flest farsælt afkomu þjóðarinnar. Góðar vonir voru bundnar við það í upphafi. Þær vonir rættust og um margt gott betur. Meiri afli var dreginn á land en dæmi eru um og um leið var verð á mörkuðum hagstætt. Erlend fjárfesting skilaði sér í þjóðarbúið. Hag- vöxtur var meiri en gert var ráð fyrir og er meiri en í nálægum löndum. Það er því óumdeilt að góðæri ríkir. Samningar á vinnumarkaði eru flestir í höfn. Vinnufriður ætti því að vera tryggður fram til ársins 2000. Að vísu eru samning- ar sjómanna og útvegsmanna ófrágengnir. Mikil ábyrgð hvílir á samninganefnd þeirra enda um undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar að ræða. Haldi menn vel á spilum er ekki annað fyrirsjáanlegt í upphafi árs en farsæld ríki áfram. Þær raddir hafa þó heyrst að toppur uppsveiflunnar í efnahagslífinu hafi þegar náðst. Stöðugleiki hefur að sönnu ríkt hérlendis undanfarin misseri en sagan skelfir. Pjármálastjórnin hefur gjaman gengið betur þegar á móti blæs en í góð- æri. Þensla segir fljótt til sín bæði hjá einstaklingum sem hinu opinbera. Við núverandi aðstæður er það einkum brýnt að ríki og sveitarfélög sýni aðhald í fjármálum. Fjárlög ríkisins voru afgreidd með litlum afgangi þrátt fyrir verulegan tekjuauka. Eftirspum eftir vinnuafli hefur aukist. Kostn- aðarhækkun fyrir fyrirtækin felst í nýgerðum kjara- samningum. Líklegt er því að spenna aukist í hagkerf- inu. Við þær aðstæður er hætt við aukinni verðbólgu og að vextir þokist upp á við. Meðan kreppa ríkti í efnahagslífmu tóku fýrirtækin til hjá sér, hagræddu um leið og framleiðni jókst. Þess sama verður að krefast af ríkinu og ekki síður sveitar- félögunum. Draga þarf úr umsvifum hins opinbera. Það gerist með einkavæðingu og sölu opinberra fyrirtækja. Ríki og sveitarfélög eiga ekki að vasast í því sem betur er komið í höndum einstaklinga og fyrirtækja. Um leið ber að bjóða út margháttaða þjónustu sem nú er opinber. Þegar rætt er um hagræðingu í opinberum rekstri er yfirleitt einbltnt á ríkisrekstur. Rekstur á vegum sveitar- félaga vill gleymast. Hann vegur þó þungt og mun vaxa með auknum flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög verður að líta til allra þátta í rekstrinum. Með útboðum má ná hagræðingu og draga úr kostnaði borgaranna. Ríkið hef- ur dregið örlítið úr skattaáþján að undanförnu. Þær breytingar skila sér tvímælalaust enda dregur skattpín- ing vinnugleði og framlag niður. Sveitarfélög geta ekki staðið hjá aðgerðalaus. Þau verða að mæta ríkinu og draga úr álögum sínum. í góðæri er einmitt tækifæri til slíkra breytinga. Vinnumarkaður er þegar spenntur og vilji í nær öflum atvinnugreinum tfl að fjölga starfsfólki. Fjórðungur sam- neyslunnar er kominn í hendur sveitarfélaganna. Sam- neysla hér er meiri en að meðaltali í OECD-ríkjunum. Það þýðir að tækifæri er til tilfærslu frá hinu opinbera til einstakflnga og fyrirtækja á almennum markaði. Huga verður að öllum öðrum sviðum en þeim sem bein- línis varða öryggi borgaranna. Aukin samkeppni fyrirtækja hefur orðið neytendum til hagsbóta. Samkeppnin kaflar á enn meiri hagræðingu fyrirtækja og stundum sameiningu. Það má því enn hag- ræða í atvinnulífinu þótt margt hafi verið vel gert. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka þetta sér til fyrir- myndar. Sömu lögmál gilda. Jónas Haraldsson Hvaö um Bjarna Tryggvason? kann einhver aö spyrja. Ný viðhorf til Vestur- íslendinga, takk listasafnari í Kanada er islenskættaður lögfræð- ingur, og svo framvegis. Eitt nýlegt dæmi um þetta sambandsleysi ís- lenskra fjölmiðla varð- ar Guy Madden, einn þekktasta kvikmynda- gerðarmann Kanada- manna, en hann er ís- lendingur að hálfu leyti. Um daginn var hann að slá i gegn í Par- ís með nýjustu kvik- mynd sinni, en ekki hef ég rekist á stafkrók um þá uppákomu í íslensk- um dagblöðum, sem þó leggja ómælt rými und- ir alls kyns slúður um kvikmyndir. — „Því er það mér hulin ráðgáta hvers vegna fjölmiðlarnir í land- inu, sem sérhæfa sig í að elta uppi íslenska frægð, láta sér stöðugt sjást yfir það sem Kanadamenn af íslenskum ætt- um hafa afrekað, og eru enn að afreka, í sínu stóra landi.u Kjallarinn Aðalsteinn Ingólfsson listfræöingur Það er eitt ein- kenni á smáþjóðum að gleðjast óstjóm- lega yfir afrekum „sinna manna“ úti í hinum stóra heimi. Við Frónbú- ar geram þetta iðu- lega og seilumst ansi langt í því aö eigna okkur fram- úrskarandi fólk í útlandinu, jafnvel þótt tengsl þess við ísland séu lítil sem engin. Þvl er það mér hulin ráðgáta hvers vegna fjölmiölarnir í landinu, sem sér- hæfa sig i að elta uppi íslenska frægð, láta sér stöðugt sjást yfir það sem Kanada- menn af íslenskum ættum hafa afrekað, og era enn að af- reka, í sínu stóra landi. Þótt þeir hafi verið með minnstu þjóðarbrotum - um 16-20.000 íslending- ar era taldir hafa flust til Vestur- heims - gætir áhrifa þeirra nánast á öllum svið- um þjóðlífsins í Kanada. í ýmsum fylkjum landsins hafa helstu ráða- menn verið af íslenskum ættum, sömuleiðis þekktustu læknar, lög- fræðingar og vísindamenn, að ógleymdum menningarforkólfum, rithöfundum, tónlistarmönnum og kvikmyndagerðarmönnum. Einni stærstu verslunarkeðju Kanada- manna er stjórnað af hálflslensku fólki, lögfræðingar af íslenskum ættum sömdu viðskiptasamninga Kanadamanna og Bandaríkja- marma, NAFTA, einn þekktasti Hvað um Bjarna Tryggvason? kann einhver að spyrja. Hérlend- an áhuga á geimferð hans má aðal- lega þakka því að slíkar ferðir eru í tísku eins og stendur, og því að forseti vor var i Vesturheimi þeg- ar geimferð hans átti sér stað; gat því eignað okkur manninn opin- berlega. Landlægt skeytingarleysi Þetta landlæga skeytingarleysi um íslenska Kanadamenn er því sérkennilegra að þeir sjálfir hafa frá fyrstu tíð kappkostað að treysta tengslin við „gamla land- ið“, meðal annars með því að leggja fram umtalsverða fjármuni til íslenskra þjóðþrifamála. Þeir vora hvatamenn að stofnun Eim- skipafélagsins, þeir studdu og styðja enn við skógrækt á íslandi, og hafa styrkt íslenskar mennta- stofnanir með ráðum, dáð og pen- ingaframlögum. Þar hafa þeir einnig mætt ótrúlegu fálæti, jafn- vel ókurteisi. Eitt verkefni veit ég um sem Vestur-íslendingar hafa styrkt áratugum saman og hafa engar þakkir hlotið fyrir snúð sinn, ekki svo mikið sem eitt lítið letters-bréf. Of langt mál væri að grennslast fyrir um ástæður þessa skeytingar- leysis. Rætur þess er eflaust að finna í 19. aldar fordómum þeirra íslendinga sem ekki hleyptu heim- draganum, en þeir vora fúsir að finna vesturförunum allt til for- áttu, ekki síst að þeir væra að hlaupast undan merkjum í hita sjálfstæðisbaráttunnar. Fáir vora eins framsýnir og Einar H. Kvaran, sem hélt því fram árið 1895 að vest- urferðimar yrðu íslendingum ein- ungis til góðs, því þær kæmu í veg fyrir að „hiö þjóðarlega andrúms- loft (yrði) að innbyrgðu baðstofu- lofti, þar sem lífsstraumar heims- menningar ná aldrei um að leika“. Því miður hafa vesturferöirnar ekki heldur fengið verðskuldaða umfjöllun hér á landi, hvorki með- al fræðimanna né rithöfunda. Þó eru fáir atburðir í íslenskri sögu merkilegri en þessir fyrstu fjölda- flutningar frá landinu. Vonandi boða skáldsögur Böðv- ars Guðmundssonar og ný bók Guðjóns Arngrímssonar breytt viðhorf íslendinga til þessara frænda okkar í Vesturheimi. Þeirra saga er framlenging á sögu íslensku þjóðarinnar ekki síður en hluti af sögu kanadískrar þjóðar. Aðalsteinn Ingólfsson Skoðanir annarra Fjölskyldugildi á undanhaldi „Ýmis merki sjást nú um það í íslensku samfélagi, að gömul og gróin fjölskyldugildi séu á undanhaldi með ýmsum óæskilegum afleiöingmn. Samheldni fjölskyldna virðist minni. Lítill agi, aðhald og eftir- lit við heimanám era nokkrar af orsökum fyrir lak- ari árangri í námi og ýmis konar lausung fylgir. Langur vinnudagur margra á hér væntanlega ein- hvem hlut að máli, en hrekkur hvergi til sem eina skýringin. Er mögulegt að afþreying við sjónvarp og tölvur tefji svo fyrir bömum og fullorðnum að heimanám, elskulegur agi og uppeldi líði fyrir?“ Halldór Ásgrímsson í Degi 30. des. Með skóinn úti í glugga „Stundum finnst manni eins og viss hluti íslensku þjóöarinnar sé alltaf með skóinn úti í glugga. Og þeir era líka til sem leika jólasveina alla sína tíð. Þeir segjast vera á leiðinni til byggða með nainmi í poka og nú eigi allir að sameinast um að setja skóinn út í glugga. Þetta endurspeglast i umræðunni um sjáv- arútveginn. Sumir era með skóinn úti í glugga allt árið um kring, en aldrei kemur nammið. Jóla- sveinamir segja aö það sé vegna þess að namminu hafi verið stolið og nú séu jól hjá þjófunum alla daga ársins. Þetta er ekki beint málefnalegt eða uppbyggj- andi í samfélagi eyjunnar." Bjarni Hafþór Helgason í Ægi. Sameiginleg markmið „Markmið foreldra og skóla fara saman. Markmið- ið að hverju barni skuli mætt í samræmi viö þarfir þess, að hvert bam öðlist þroska og menntun og taki stöðugum framfóram, að hverju bami líði vel og hafi sjálfstraust og sjálfsvirðingu sem nauðsynleg er hverri manneskju. Foreldrar og skóli fara ekki alveg sömu leiöir að markmiöinu en með góðu samstarfi þeirra verða leiðirnar samræmdar, styðja hver aðra og stuðla að betri árangri." Ragnheiður Hergeirsdóttir í Dagskránni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.