Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Færeyska lögþingið íhugar viðbrögð við bankaskýrslu: Skaðabætur gera lítið gagn Herinn á bak við fjölda- morðin í Alsír Herinn í Alsír stendur fyrir fjöldamorðunum á óbreyttum borgurum. Svo sagði Abdul Hamid Brahimi, fyrrverandi for- sætisráðherra landsins, í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð að- faranótt mánudagsins. Brahimi, sem lét af embætti fyrir tíu árum, sagði að fjöldamorðin væru skipulögð þannig að svo liti út sem bók- stafstrúarmenn múslíma hefðu verið þar að verki. Hann sagði að herinn hefði fengið hlutverk að koma óorði á bókstafstrúarmenn og refsa um leið almenningi sem kaus þá í kosningunum 1992, kosningum sem stjómvöld ógiltu. Sendinefnd Evrópusambands- ins er komin til Alsír til við- ræðna við stjómvöld um morð- ölduna þar að undanfórnu. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjáif- um sem hér segir: Skagabraut 5A, efri hæð og ris, þingl. eig. Sigurður Þór Gunnarsson, gerðarbeið- endur Akraneskaupstaður, Byggingar- sjóður ríkisins, Landsbanki íslands, lögfr- deild, og Vátryggingafélag íslands hf., mánudaginn 26. janúar 1998 kl. 13.00. Skólabraut 2-A, neðri hæð, þingi. eig. Góð verk sf., gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Lífeyrissjóður verslunar- manna, mánudaginn 26. janúar 1998 kl. 13.30. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, og Uffe Ellem- ann-Jensen, formaður Venstre og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafa orðið ásáttir um að ræða Færeyja- bankamálið í sjónvarpssal annað kvöld. Forsætisráðherrann hafði áð- ur hafnað einvígi um málið. Færeyska lögþingið íhugar þessa dagana hvemig það skuli bregðast við skýrskunni um bankamálið sem var birt síðastliðinn föstudag. Allt bendir til að á komandi vikum muni Færeyingar leggja fram kröf- Vesturgata 26, 1. hæð og ris, 01.01., þingl. eig. Valgeir Sigurðsson og Sigríður S. Sæmundsdóttir, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins, mánudaginn 26. jan- úar 1998 kl. 14.00.___________________ Vesturgata 67, efri hæð, þingl. eig. Jón Sólmundsson, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins, mánudaginn 26. janúar 1998 kl, 11.3Q._______________________ Vesturgata 78, efri hæð, þingl. eig. Eð- vald Ingi Ámason, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands, Akranesi, og Sam- vinnusjóður Islands hf., mánudaginn 26. janúar 1998 kl, 10,30.________________ Vesturgata 83, efri hæð og bílskúr, þingl. eig. Eðvald Ingi Ámason, gerðarbeiðend- ur Akraneskaupstaður, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Landsbanki Islands, Akranesi, og Samvinnusjóður Islands hf., mánudaginn 26. janúar 1998 kl. 11.00. ur um umtalsverðar skaðabætur. Arne Larsen, formaður ráðgjafa- nefndar danska þingsins um Fær- eyjar, segir í viðtali við danska blaðið Aktuelt í dag að óvíst sé að væntanlegar skaðabætur, sem tald- ar eru geta orðið á bilinu fimm til tíu milljarðar íslenskra króna, muni hafa mikil áhrif á færeyskt efnahagslíf. Erlendar skuldir Fær- eyinga nema nú um sextíu miUjörð- um íslenskra króna. „Ég vil ekki blanda mér í hve há- ar skaðabæturnar geta orðið. Þær DV Ósló: „Bandaríkjamenn hafa skyldum að gegna við varnir Evrópu og þeim skyldum munum við sinna. Þótt Norður-Evrópa sé langt í burtu, séð með bandarísk- um augum, er svæðið samt mjög mikilvægt og gott að hafa þar vini og sam- herja. Einnig heldur ísland mikilvægri stððu sinni nú þegar Atlants- hafsbandalagið stendur frammi fyr- ir endurskipulagningu," sagði Stro- be Talbott, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á fundi i Ósló i gær. Ráðherrann er á leið á fund Barentshafsráðsins í Luleá í Svíþjóð þar sem Bandaríkjamenn hafa áheyrnarfulltrúa. ÍLuleá mun Tal- bott m.a. ræða við Jevgeníj Prima- kov, utanríkisráðherra Rússlands, um öryggismál á norðurslóðum. Þá þurfa þó að vera mjög háar ef venju- legir Færeyingar eiga að flnna ein- hvern mun, til dæmis í sköttum sín- um,“ segir Larsen. Forráðamenn Den Danske Bank, sem margir telja aðalskúrkana í bankamálinu, samþykktu á neyðar- fundi á sunnudagskvöld að að ræða við færeysku landstjórnina um hugsanlegar skaðabætur. Þær gætu numið 2,5 milljörðum íslenskra króna. Bankastjórarnir vísa þó á bug að þeir hafi svindlað á Færey- ingum. verður á fundi Barentshafsráðsins einnig fjallað um möguleikana á auknu efnahagssamstarfi. „Við fylgjumst náið með stöðu kjarnorkumálanna við íshafið og þau verða að sjálfsögðu á dagskrá okkar Primakovs. Annars munum við ræða allt það sem ástæða þykir til að ræða,“ sagði Talbott. Talbott sagði að Rússar yrðu að breyta hugsunarhætti sínum gagn- vart ríkjum A-Evrópu. Þessi ríki hefðu rétt til að reka sjálfstæða ut- anríkis- og varnarstefnu þótt Rúss- ar litu á þau sem eins konar varnar- befti fyrir sig. Hann sagði að Rússar yrðu að skilja að enginn ógnaði ör- yggi þeirra frá vestri. Nú er ætlunin að einfalda varnarkerfi NATO í Evrópu á þann hátt að 20 stjórnstöðvar taka við af 64 sem nú eru og verður 1 stjómstöðin færanleg. Hugmyndin er að auka sveigjanleikann í starfi NATO. Litið er svo á sem NATO verði i framtíðinni fyrst og fremst þörf til að leysa deilur á takmörkuðum svæðum, eins og í fyrrum Júgóslavíu. -GK Enn eitt morðið Enn eitt hefndarmorðið var framið á Norður-írlandi í gær- kvöld þegar kaþólskur leigubíl- stjóri var skotinn til bana. Fyrr um daginn hafði Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms IRA, hafnað friðartillögum Breta og íra. Lætur ekkert á sig fá Hillary Clinton, forsetafrú í Bandaríkjun- um, sagði í út- varpsviðtali í gær að hún léti mál Paulu Jo- nes, sem sakar Clinton forseta um kynferðis- lega áreitni, ekkert á sig fá. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Til viðvörunar Friðargæslusveitir NATO voru á ferð fyrir utan húsakynni inn- anríkisráðuneytis lýðveldis Serba í Bosníu þar sem óttast var að harðlínumenn myndu reyna að grafa undan nýrri stjóm hóf- samra afla. Suharto vill meira Suharto Indónesíuforseti hefur fallist á að bjóða sig aftur fram til forsetaembættisins í kosningun- um í mars, þrátt fyrir mikla efna- hagserfiðleika að undanfömu. Nauðgarar teknir Lögreglan í Gvatemala er með nokkra menn í haldi sem grunað- ir eru um að hafa nauðgað fimm bandarískum stúdínum. Hin andlegu gildi Æðsti maður kaþólsku kirkj- unnar á Kúbu fór þess á leit við umheimmn í gær að hann beindi sjónum sinum að and- legu mikilvægi heimsóknar páfa þangað en ekki bara að fundi hans heilag- leika með Fidel Castro. Ekki fleiri skeyti Forseti Kína fullvissaði land- varnaráðherra Bandaríkjanna í morgun um að Kínverjar hefðu hætt sölu flugskeyta, sem ætlað er að granda skipum, til írans. Rokkari allur Bandariski rokkarinn Carl Perkins, sem samdi meðal annars lagið Blue Suede Shoes, lést í gær, 65 ára að aldri. Borgar ekki lengur Umboðsskrifstofa bresku barnapíunnar Louise Wood- ward ætlar ekki að greiða kostnað af rétt- arhöldunum í kjölfar áfrýjun- ar dómsins sem felldur var á síðasta ári. Woodward var dæmd í 279 daga fangelsi vegna dráps á ungum dreng sem var í gæslu hennar 1 Bandaríkjunum. Stuðn- ingsmenn Louise söfnuðu yfír 26 milljónum króna og verður það fé notað til að standa straum af kostnaði vegna nýrra réttarhalda. Erfiðar viðræður Búist er við að viðræður BiUs Clintons Bandaríkjaforseta og Benjamins Netanyahus, forsætis- ráðherra ísraels, sem hefjast í Washington i dag, verði erfiðar. Yasser Arafat, leiðtogi Palesttnu, fer til fundar við Clinton á flmmtudag. Skotinn á degi Kings Ungur maður var skotinn til bana í gær og þrjú börn særðust við hátíðahöld á degi Martins Luthers Kings í Louisiana í Bandaríkjunum. Talið er að hleypt hafl verið af byssu í skrúð- göngu í kjölfar deilna göngu- manna. Reuter STARF í BOÐI Útgáfufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfskraft í innheimtudeild. Hér er um krefjandi starf að ræða og þarf viðkomandi að vera samviskusamur, nákvæmur og með grunnþekkingu á tölvunotkun og bókhaldi. Þarf að geta byrjað strax. Umsækjendur leggi inn nafn með uppl. um fyrri störf á auglýsingadeild DV fyrir kl. 17 fimmtudaginn 22. jan. nk., merkf: Talnaglöggur. UPPBOÐ SYSLUMAÐURINN A AKRANESI Hagstœó kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni. a\\t milli hlmint. liiPP' wm Smáauglýsingar l> 550 5000 Prestur rétttrúnaöarkirkjunnar i Minsk í Hvíta-Rússlandi blessar vatn í tanki í úthverfi borgarinnar.íbúarnir biða eftir að geta fyllt ílát sín. Símamynd Reuter DV á fundi með Strobe Talbott: ísland mikilvægt í NATO endurbættu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.