Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 7 Árni og heiðurssætin Af þeim þremur borgarfulltrú- um Sjálfstæöisflokkins, sem hætta þátttöku í borgarstjórnar- málum, Guðrúnu Zoéga, Jó- hanni Gunnari Birgissyni og Hilmari Guð- laugssyni, var aðeins þeim síð- astnefnda boðið svokallað heið- urssæti á list- anum nú. Heiðurssæti eru sætin fyr- ir neðan 20. sætið. Hinum tveimur var einfaldlega ekki boðið upp á slikan heiður. Þó svo þau tvö andæfi þeirri skoðun að ástæða þessa séu stirð samskipti þeirra við oddvita flokksins, Árna Sigfússon, staðhæfa inn- anbúðarmenn í borgarstjómar- flokki sjálfstæðismanna að sú sé ástæðan. Þau hafi einfaldlega ekki haft áhuga á frekara sam- starfi við Áma. Árni hafi á móti beitt áhrifum sínum og tryggt aö þeim yrði ekki boðinn neinn heiöurssess. Annars mun Jó- hann Gunnar ekki vera hættur í pólitík heldur mun hann stefna á þing við fyrsta tækifæri. Þetta heitir að feta í fótspor feðranna... Ötul prestshjón Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Holti í Önund- arfirði, þykir ásamt konu sinni hafa unnið gott starf í sinni heimabyggð. Gunnar og eigin- kona hans, Ágústa Ágústs- dóttir söng- kona, hafa blás- ið lífi í menn- ingarlíf Önfirð- inga. Gunnar hélt á sinum tíma til náms í Bandaríkjunum en sneri heim þegar snjóflóðið mannskæða féll á Flateyri. Hjónin njóta virðing- ar þeirra sveitunga sinna sem kunna að meta þann mannauð sem sprettur af öflugu menning- arstarfi... n Passíusálmarnir Ríkisútvarpið heldur upp- teknum sið að fá merkisfólk til að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar á fóstunni. Næsti lesari verður Svanhildur Óskarsdóttir sem jafnframt því að vixma að doktorsritgerð er sendikenn- ari í íslensku í Lundúnum. Upptökur á Passíusálm- unum fóru fram meðan Svanhildur var heima í jólafríi. Þess má geta að faðir hennar, Óskar heitmn Halldórsson, ís- lenskufræðingur og sérfræðing- ur í Hrafnkelssögu, las Passíu- sálmana í útvarpi fyrir löngu. Svanhildur mun vera yngsti les- ari útvarpsins á sálmunum til þessa... Afmæli Davíðs Eins og fram kom í Sandkomi í gær hélt Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra af landi brott rétt áður en afmæli aldar- innar brast á. Það munu fleiri hafa flújð land áður en Perlan var lögð undir af- mæli forsætis- ráðherra. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er sögð hafa þolað illa þann bjarma sem umlék Davíð Oddsson og hélt til Stokkhólms áður en herlegheitin hófust... Umsjón Reynir Traustason Fréttir Hemmi Gunn byrjaður í likamsrækt: Get ekki beðið eftir næsta tíma Amerískur útiuistarfatnaður Hinn landsþekkti skemmtikraftur og fjölmiðlamaður Hermann Gunnarsson segir að það sé geysilega erfitt að byrja að stunda líkamsrækt. Hins veg- ar borgi það sig margfalt að koma sér af stað því þegar mað- ur hefur komist í gegnum fyrstu tímana verður líkamsræktin mikil skemmtun. „Ég hef í raun gengið i gegnum þetta tvisvar. Ég byrjaði að synda fyrir nokkrum árum og þá þurfti ég að pína mig áfram fyrsta háifa mánuðinn. En að því loknu fór ég í laugina á hverjum degi í tvö ár og hafði gaman af. Síðan byrjaði ég núna fyrir rúmum mánuði aftur að hreyfa mig í líkamsræktarstöð hér í bæ. Þar var alveg sama sagan, mér fannst þetta óskaplega leiðinlegt í fyrstu. En eftir nokkra tíma og góð- an stuðning félaga minna komst ég í gegnum óþægindin og eftir það veit ég varla nokkuð skemmtilegra. Ég hreinlega get ekki beðið eftir því að mæta aftur á morgun." Það er alveg ljóst að margir eiga í vandræðum með að koma sér af stað í líkamsrækt eins og fram kem- ur í reynslusögu Hemma. Þeir sem hafa e.t.v. verið mikið í íþróttum á yngri árum, jafnvel verið afreks- menn, gætu átt erfitt með fyrstu skrefin. En það borgar sig að takast á við fyrstu tímana. „Þetta er allt annað núna og það er morgunljóst að ef menn ætla eitthvað að taka til í sálarlífinu og láta sér líða betur þá er það vonlaust mál með stóra kókosbollubumbu. Líkaminn verð- ur að fylgja með,“ segir þessi hressi útvarpsmaður. -KJA Heilsumolar Líkaminn vinnur best þegar hjartslættinum er haldið á til- teknu hraðabili. Áhrifaríkastar eru æfingamar þegar hjartsláttur- inn er stöðugur á bilinú 65-80% af hámarkshjartslætti. Þótt þú brennir að sjálfsögðu fitu á meðan á æfingum stendur er samt megintilgangurinn með þeim að hvetja til meiri framleiðslu á þeim ensímum sem auka fitu- brennsluna. Þú vilt líkama sem brennir fitu á auðveldan hátt. Eftir því sem fleiri vöðvar eru virkjaðir í æfingamar því minni tíma þarftu í æfinguna til þess að hún skili þeim árangri sem leitað er eftir; framleiðslu á fitu- brennsluensímum og þar með auk- inni fitubrennslu. Úr bókinni Betri línur (Jtsala Utsala ^Kioatatnaour Oömuðlpur Flísfatnaður o.fl. Cortina Sport Skólauörðustíg 20 - Sími 5521555 Hemmi Gunn ásamt samstarfsmönnum sfnum á Bylgjunni sem taka nú þátt í heilsuræktarátakinu „Leið til betra lífs“ ásamt DV og fieiri fyrirtækjum. DV-mynd BG ímaritfyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.