Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 11
JLlV ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 totenningn Barbara tilnefnd Danir hafa tilnefnt til Bodil-verðlaunanna sem verða veitt i 51. sinn í ár. Kvikmynd Nils Malmros, Barbara, sem enn má sjá í Háskólabíói, safnar flestum tilnefningum, eða alls fimm. Þeirra á meðal eru báðir að- aUeikaramir, Lars Simonsen sem leikur kokkálinn séra Pál og Anneke von der | Lippe sem leikur Barböru sjálfa, hjartahlýja náttúrubarnið sem áttar sig ekki alveg á r kröfum og höftum siðmenningarinnar. Barbara er líka ein þriggja mynda sem til- j nefhdar eru sem besta danska kvikmyndin 1997. Önnur hinna er Lansinn II eftir Lars i: von Trier sem við vorum svo heppin að fá i að sjá á Kvikmyndahátíð í haust og kemur | vonandi í sjónvarpið bráðum. Menn voru löngu búnir að geta sér til um þessar til- nefningar, en þá þriðju hafði enginn giskað á. Það er svart- hvíta kvikmyndin Let’s Get Lost eftir Jonas Elmer, fyrsta kvikmyndin hans sem allsendis óvænt keppir við helstu risa í dönskum kvikmyndaiðnaði nú um j stundir. Aðalleikarar hennar keppa sömu- leiðis við aðalleikara Barböru og Lansans um besta leik í kven- og karlhlutverkum. Let’s Get Lost er um auðnuleysingja í 3 Kaupmannahöfn samtímans, tilgerðarlaus i kvikmynd og afskaplega dönsk, hlý og fynd- in en lætur svo lítið yflr sér að ýmsum dug- | legum kvikmyndagerðarmönnum finnst nóg um athyglina sem hún hefur fengið. Um- sjónarmaður menn- ingarsíðu sá hana einn kaldan laugar- dag síðastliðið haust, aleinn innan um hundruð danskra ungmenna sem grétu af hlátri yfir uppátækjum söguhetjanna. Myndin er afar fá- mál - sem betur fer, þvi danskan sem kennd er á íslandi Ögurstund ( Barböru sem fáðÍ hreÍnÍ ekki ** gerö er ettir sígildri skáld- tungumállð a tjald- sögu Færeyingsins Jorg- hiu. En hinn hýri og ens Frantz Jacobsens. hlýi tónn skilaði sér prýðilega. Bodil-styttunum verður úthlutað sunnu- daginn 8. mars. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Heimagrafreitur RÚV Frá draumi til draums Gallerí Njála út janúar Sýningum fer fækkandi á Gallerí Njálu eftir Hlín Agnarsdóttur sem leikfélagiö Nótt og dagur hefúr sýnt í Borgarleikhúsinu und- anfarið. Næsta sýning er á laugardaginn kemur, 24. janúar, og sýningum lýkur í lok mánaðarins. Leikritið segir frá karli og konu sem kynnast á Njáluslóðum. Hann er rútubíl- stjóri og áhugamaður um myndlist og Njálu, hún er háskólamenntaður íslenskufræðing- ur á leið í doktorsnám um konur í fornsög- unum en starfar um sinn við leiðsögn ferða- manna um Njáluslóðir. Leikarar eru Stefán Sturla Sigurjónsson og Sig- rún Gylfadóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Meiri Njála Gestir Listaklúbbs Leik- húskjallarans sannreyndu feiknarlegar vinsældir Njálu á mánudagskvöldið fyrir rúmri viku. Þá héldu ., , Jón Böðvarsson og Krist- “ UÍDn“ T-, T, . stjori vippar ha- jan Johann Jonsson ermdi skólaborgaranum um persónur úr þeirri yfiröxlina (Gallerf miklu bók, einkum Hall- Njálu. gerði Höskuldsdóttur sem kölluð var langbrók, eiginmenn hennar og ástir. Stefán Sturla og Sigrún léku valin at- riði úr Gallerí Njálu og lásu upp úr bókinni sjálfri. Dagskráin var lífleg og sérstaklega gaman að heyra ólíka túlkun Jóns og Kristjáns á þessum gamalkunnu persónum. Einkum kom á óvart nýstárlegur lestur Kristjáns á orðum sögunnar um Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda. Sú glæsOega hetja er greini- lega ekki öll þar sem hún er séð. Troðfullt var á samkomunni og urðu tug- ir manna frá að hverfa, og því er hún rifjuð upp nú að hún verður endurtekin í Þjóðleik- húskjaUaranum annað kvöld, miðvikudags- kvöld, vegna fjölda áskorana. Húsið verður að venju opnað kl. 19.30 og er vissara að koma tímanlega tU að tryggja sér sæti. Dag- skráin hefst svo kl. 20.30. Um helgina lauk fram- haldstryUinum „Hjartans mál“ eftir Guðrúnu Helga- dóttur á hinni rómuðu ríkis- sjónvarpsstöð. Kvað verkið endanlega niður þær raddir að ekki væri hægt að skrifa íslenska glæpasögu þar eð hún yrði aUtaf haUærisleg í íslensku umhverfi. Var sakast við smæð og dreng- skap samfélags okkar. TU- feUið er, að því minna sem samfélagið er, því meira þarf að fela og hlutfaU þeirra sem fást tU að taka þátt i feluleikn- um er hærra. Viskýþambandi prævat æ og mafíumorð verða vonandi seint trúverð- ug, en miðaldra konur með beinagrindur í garðinum ganga upp. Á tímum þar sem hver minnihlutahópurinn á fætur öðrum verður sýnUeg- ur í þjóðfélaginu og fær aUs konar réttindi, þá er það gleðiefni að augu manna eru að opnast fyrir því að mið- aldra konur eru hreint ekki eins meinlausar og þær virð- ast og hafa að auki verið ung- ar fyrir löngu og höfðu þá uppurð í sér til að fremja eitt og annað. Guðrúnu Helgadóttur, ásamt leikurum og leikstjóra, tókst að skapa nokkuð raun- venUegt fólk. Það er ekki eins auðvelt og virðist að búa tU hóp af manneskjum með greinUega mismunandi lund- arfar og láta þær sameinast á þrisvar sinnum tuttugu mín- útum um eitt áhugamál. Fjór- ar stjömur þar, þótt eina karl- hetjan hafi einhvem veginn ekki náð þrívídd. Einni færri = þrjár fyrir textann, þar sem hlutfaU hvaðerímatinn- meinaredda-hvednig- hefuruðað er fullhátt og merkingarmeiri setningar færri. Það hefði rúmast meiri dýpt á aUs 60 mínútum, og það er hjátrú að áhorf- Það gekk alveg ágæfiega að teyma áhorfandann í þrjá sunnudaga þar tU upp komst hvað var undir garðflisun- um, sem aUa nema örgustu sakleysingja grunaði frá fyrsta þætti, og í heild var þetta snotur léttur krimmi. Sunnudagsleikrit RÚV urðu fyrir þeirri byltingar- kenndu gagnrýni fyrir skömmu, að þau líktust allt of mikið leikritum og fremur ætti að afhenda kvikmynda- gerðarmönnum sunnudags- kvöldin en úreltum leikrita- höfundum. Mörgum ihalds- sömum borgaranum finnst ágætt þegar hlutimir líkjast sjálfum sér, þó er rétt að sunnudagsleikritin hafa ekki Fjölmiðlar Auður Haralds nýtt hreyfimyndamiðilinn út i æsar. Ástæðan fýrir því er líklega ekki sú að stjórnend- ur ríkissjónvarpsins viti ekki hvar þeir vinna, heldur að það er ódýrara að mynda stofuleikrit í myndveri en að þeysa um landið með tæki og tvö hundruð manna fylgdar- lið að taka almennilega hreyfðar hreyfimyndir. En áhorfendur hafa lýst velþóknun sinni á sunnu- dagsleikhúsinu með því að horfa talsvert á það. Þá geta stofuleikrit ekki verið al- vond. Það vonda er, að stofh- unin skuli ekki hafa efni á að gefa kvikmyndagerðar- mönnum sömu tækifæri og leikriturum. Haldi fjárhagslegar hetjudáðir RÚV áfram kemur röðin næst að kvikmyndagerðar- mönnum. Taka númer, krakkar. Úr framhaldstryllinum Hjartans mál - Þór Tulinius og María Ellingsen í hlut- verkum ungu hjónanna. andinn þoli ekki að hugsa svolítið. Leikrit eru aldrei verk eins manns og niðurskurðar- hnifurinn oftast í hendi leikstjórans, og skyldi því aldrei sakast við höfundinn einan þegar vantar bitastæðan texta eða tengingu. Bernardel-kvartettinn, skipað- ur Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Gretu Guðnadóttur, Guðmundi Krist- mundssyni og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, lék þrjá strengja- kvartetta á tónleikum Kamm- ermúsíkklúbbsins á sunnudags- kvöldið; Kvartett í B-dúr K 589 eftir Mozart, Kvartettinn Frá draumi til draums eftir Jón Nor- dal, en Jón samdi kvartettinn fyr- ir 40 ára afmæli Kammermús- íkklúbbsins í fyrra; og loks Kvar- tett í cís-moll ópus 131 eftir Beet- hoven. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir Kvartett Mozarts, einn af svokölluðum prússnesku kvar- tettum, er saminn af óvenjulitlu andríki. Ef ekki væri fyrir undra- fagurt stef annars þáttarins væri þessi kvartett sjálfsagt í minni metum. Mozart var blankur og skuldugur og þjakaður af von- leysi og veikindum eiginkonu sinnar um þær mundir sem hann samdi verkið og sagðist sjálfur þurfa að strita og stríða til að halda í sér liftórunni. Kannski ekki hægt að búast við eintómum meistaraverkum frá tónskáldi í þeirri stöðu. Leikur Bernardel-kvartettsins var líka fremur daufur og komst ekki á það flug sem svo oft einkennir leik þessa ágæta tónlistar- fólks. Það vantaði meira jafnvægi og stöðug- leika í flutninginn. Kvartett Jóns Nordals var frumfluttur af Bernardel á afmælistónleikum Kammermús- ikklúbbsins í fyrra. Þá höfðu þrír þættir verksins fengið nöfn sem vísuðu í ljóð Jó- gamals unaðstrega. Tónmál verksins er hómófónískt, þar sem raddirnar eru ekki að keppa hver við aðra heldur styðja hver aðra í samhljómi sem er þéttur og spenntur en umfram allt hlýr og ljóðrænn. Fegurð er einkennis- orð þessa verks og víst að það á eftir að heyrast oft um ókomin ár. Nú, tæpu ári seinna, var ein- staklega gott að fá að rifja upp sætleika þessa fallega verks. Bemardel-kvartettinn lék það líka feiknavel; þungt og ástríðu- þmngið legato þessa magnaða samhljóms lagðist yfir sálina eins og mjúk og hlý voð í vetrar- kuldanum. Kvartett Beet- hovens í cís- moll opus 131 á það sammerkt með verki Jóns að vera engin hálfkærings- smið. Fegurð hans er fólgin í andstæðum draumkenndrar dulúðar og kraftmikUs fjörs hröðu þáttanna. Það er svo margt í þessu verki - friðlaus og leitandi stef og stef í sátt og friði, spenntar tilfinningar og ró. Þetta er síðasti kvartettinn sem Beethoven samdi og er víðs fjarri því kvartettformi sem hann tók að erfðum frá Haydn og Mozart - stórbrotið sjö þátta spil- verk sem lýtur eigin formi og lögum. Leikur Bernardel-kvartettsins var daufur framan af og vantaði meiri þrótt og hreinni svip. Þegar leið á kvartettinn var eins og flytjendum yxi ásmegin og verkið lifnaði við í ægifogru og syngjandi andante e molto cantabile og lifði til enda. Bernardel-kvartettinn: Guðmundur Kristmundsson, Sigrún Eðvalds- dóttir, Greta Guðnadóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir. DV-mynd Hilmar Þór hanns Jónssonar, Söknuð, en nú hefur Jón gefið kvartettinum sjálfum nafn með tilvísun í sama ljóð: Frá draumi til draums. Ummæli undirritaðrar eftir frumflutninginn voru þessi: Verkið hófst á angurværu stefi sem sellóið kynnti; stefi sem gekk í gegnum upp- hafsþáttinn ems og rauður þráður. Með þessu stefi var tónninn gefinn; tónn angur- værðar sem var þó ekki blandin depurð, eins og stundum er, heldur miklu frekar sætleika

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.