Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
17
® TOYOTA
Tákn um gceði
Hún er vígaleg, hún Guðfinna, í flugvélinni enda kann hún vel við sig i háloftunum. DV-mynd Hilmar Þór
Guðfinna Sævarsdóttir flugnemi:
Er haldin ferðaþrá
Loksins dreif ég mig í þetta,“
sagði Guðfmna Sævarsdótt-
ir, nemi á einkaflugmanns-
námskeiðinu. Hún er rúmlega tví-
tug og hefur lengi gælt við þann
draum að gerast flugmaður. Það var
þó ekki fyrr en núna sem hún lét af
því verða og sér ekki eftir því.
„Um leið og ég fór í fyrsta flug-
tímann fann ég að það yrði ekki aft-
ur snúið. Þetta heUlaði mig alveg,"
segir Guðfinna.
„Reyndar er bóklega námskeiðið
nýbyrjað þannig aö lítil reynsla er
komin á það hvemig mér gengur.
Það liggur þó þegar ljóst fyrir að
mér þykir þetta skemmtilegt og
áhugavert nám.“
Lærir líka
húsgagnasmíði
Guðfinna hefur verið dugleg að
vinna og safna peningum fyrir nám-
inu. Hún lætur sér þó ekki nægja að
leggja stund á flugnám, hún er
einnig í Iðnskólanum og lærir þar
húsgagnasmíði en það mun hana
líka hafa dreymt um að læra í
áraraðir. Vegna Iðnskólanámsins
gefst henni kostur á námslánum og
þannig fiármagnar hún flugnámið
sem kostar talsvert fé.
„Mér er sama hvað það kostar ef
ég fæ vinnu við flug og það er nú
það sem ég stefni að. Mér finnst
þetta svo gaman. Ég hef alla tíð ver-
iö haldin sterkri ferðaþrá og þess
vegna fór ég í flugið,“ sagði Guð-
finna.
Hlakkar til að fljúga ein
Guðfinna hefúr flogið tíu flugtíma
og er þvi hálfhuð á leið sinni í sóló-
réttindin sem gera henni kleift að
fljúga einni, án kennara.
„Ég hlakka rosalega til að fara al-
ein í loftið. Það hlýtur að vera góð
tilfinning."
Blaðamanni lék forvitni á að vita
hvort Guðfinna hefði orðið hrædd
þegar hún fór fyrst í loftið.
„Nei, en ég var hrædd um að
verða hrædd. Ég var búin að hlakka
svo lengi til að byrja og var hrædd
um að ég yrði kannski lofthrædd
eða smeyk í fyrta tímanum. Það
gerðist sem betur fer ekki.“
Guðfinna hefur ekki miklar
áhyggjur af því hvort hún fái vinnu
síðar við flugið eða ekki.
„Ef ég fæ ekki vinnu við þetta,
mun ég ekki koma til með að líta
svo á að ég hafi sóað tíma og pening-
um í eitthvað sem mistókst. Alls
ekki. Ég hef þá alltaf réttindi til að
fljúga sjálf og það veitir mér mikið
frelsi til að ferðast. Auk þess er flug-
ið eitt skemmtilegasta áhugamálið
sem völ er á. -ilk
COROLLA
er með ABS hemlakerfi
(petta er hluti af stjórnbúnaðinum)
R
Komdu í sýningarsal okkar
að Nýbýlavegi í Kópavogi eða
til umboðsmanna okkar um land allt.
Nánari upplýsingar í síma 563 4400
eða www.toyota.is.
Frjáls eins og fuglinn
Guðmundur hefur sjálfstraustið i lagi
og er staðráðinn f að gerast atvinnu-
flugmaöur.
DV-mynd Pjetur
Guðmundur á sér fleiri áhugamál
en flugið. Hann er að eigin sögn
fiallamaður og mikið fyrir hvers
kyns útivist. Til stendur meira að
segja að ganga til liðs við hjálpar-
sveit bráðlega. Það virðist fátt geta
stöðvað Guðmund sem
þegar hefur flogið
yfir 20 tíma og er
kominn með sól-
óréttindi.
Líðurvelí
loftinu
Guðmundur
segir flugið
vera örlítið
öðruvísi en
hann hafði
búist við.
„Það er
auðvitað
alltaf þannig
að áður en
maður byrjar
á einhverju
getur hann ekki
gert sér fulla grein
fyrir hvemig það er.
Það verður bara að koma í Ijós.
Hjá mér hefúr það komið í ljós að
flugið er fiölbreyttara og skemmti-
legra en ég átti von á.“
„Það er meiri háttar gaman að
fljúga og alls ekki erfitt. Fyrir þá
sem hafa áhuga á því sem
þeir eru að gera er ekkert
erfitt. Mér líður vel í loftinu
og ég fyllist frelsistilfinningu.
Finnst ég vera fijáls eins og
fuglinn," segir Guðmimdur.
Elías Elíasson er maðurinn
sem kennir Guðmundi i loft-
inu. Guðmimdur segir hann
vera úrvalsnáunga sem óhætt
sé að treysta á.
Það gerir flugnámið enn
skemmtilegra ef kennarinn er
pottþéttur. Góður kennari er
gulli betri.“ -ilk
j ér hefúr alltaf fundist
flugið töfrandi," segir
Guðmundur Magnússon,
sem ákvað nýlega að nú væri að
hrökkva eða stökkva á flugnám-
skeið.
Guðmundur er 19 ára mennta-
skólanemi sem ætlar að setja upp
stúdentshúfu í vor. Hann er með
sjálfstraustið í lagi og er staðráð-
inn i að vinda sér beint í atvinnu-
flugmannsnám að því loknu.
„Ég er viss um að ég get þetta
og hef engar áhyggjur af þvi að fá
ekki vinnu síðar meir. Það þýðir
ekkert annað en að vera bjartsýnn.
Ég veit að ég kemst í gegnum
þetta,“ segir hann.
Flug- og fjallamaður
Það er óhætt að segja að
gamall draumur sé að ræt-
ast hjá Guðmundi með
setu hans á einkaflug-
mannsnámskeiðinu.
Hann hefúr frá blautu
bamsbeini heillast af
öllu sem tengist flugi.
„Ég las allar flug-
bækur og -bæklinga
sem ég komst í þegar
ég var gutti. Fékkst
líka eitthvað við að
smíða lítil fluglíkön.
Flugið hefur alltaf átt hug
minn.“