Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 Fréttir Marta Lovísa orðin sjúkraþjálfi Norska prinsessan Marta Lovísa hefur lokið námi sínu í sjúkraþjálfun sem hún hefur stundað í Hollandi undanfarin ár. Prinsessan kveðst hafa lært mikið um fólk í náminu og starfsþjálfuninni. Það komi henni að gagni síðar i lífínu þó svo að hún leggi starflð ekki fyrir sig. Demi fyrirgaf móður sinni Kvikmyndaleikkonan Demi Moore er sögð hafa sæst við móður sína, Virginiu Guynes, í lok síðasta árs. Að beiðni ömmu sinnar heimsótti Demi móður sína sem er með krabbamein. Demi sleit sambandi við móður sína er hún seldi tímariti frásögn af stormasömu einkalífi Demi og eiginmanns hennar, Bruce. Skömmu áður hafði Demi greitt fyrir afvötnun móður sinnar. Golden Globe-kvikmyndahátíðin: Titanic langbest Jach Nicholson með Golden Globe-verölaunin sem hann fékk úr hendi söngkonunnar Madonnu. Símamynd Reuter Stórmyndin Titanic, sem er dýrasta kvikmynd er gerð hefur verið, hlaut á sunnudagskvöld fiögur Golden Globe kvikmyndaverðlaun. Titanic var kjörin besta myndin og hún fékk einnig verðlaun fyrir bestu leikstjórn, bestu tónlist og besta söng. „Sannar þetta ekki að stærðin skiptir máli,“ sagði leikstjóri Titan- ic, James Cameron, í gríni þegar hann tók við verðlaununum fyrir bestu leikstjómina. Aðalstjömur Titanic, Leonardo DiCaprio og Kate Winslet, hlutu ekki náð fyrir augum veitenda verð- launanna. Það voru tveir reyndari leikarar sem fengu leikaraverðlaun- in, þau Peter Fonda fyrir leik sinn í Ulee’s Gold og Judi Dench fyrir að leika Viktoríu drottningu frábær- lega í myndinni Mrs Brown. Jack Nicholson og Helen Hunt, sem bæði leika í myndinni As good as it gets, fengu verðlaun fyrir best- an leik í gamanmyndum. Myndin Leikstjóri myndarinnar Titanic, James Cameron, ásamt eiginkonu sinni, Lindu Hamilton. Símamynd Reuter fékk einnig verðlaun sem besta gamanmyndin. Verðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverki fengu Kim Basinger fyrir hlutverk sitt í L.A. Confidential og Burt Reynolds fyrir klámkóngshlut- verk sitt i Boogie Nights. Það vakti athygli við verðlauna- veitinguna í Hollywood á sunnu- dagskvöld er Ving Rhames, sem fékk verðlaun fyrir bestan leik í sjónvarpskvikmynd, myndinni Don King: Only in America, reyndi að gefa Jack Lemmon verðlaunin sín. Lemmon haföi einnig verið útnefnd- ur í sama flokki fyrir leik í sjón- varpsmyndinni 12 Angry Men. Lemmon vöknaði um augu og þakk- aði fyrir heiðurinn sem honum var sýndur en kvaðst eiginlega ekki geta tekið við styttunni. X-files, eða Ráðgátur, fékk Golden Globe verðlaunin fyrir sjón- varpsmyndaflokk. Bestu leikaramir í sjónvarpsmyndaflokkum eru Ant- hony Edwards, sem leikur í ER, eða Bráðavaktinni, og Christine Lahti sem leikur í Chicago Hope. Miðvikudaginn 28. janúar mun aukablað um skatta, fjármál og tryggingar fylgja DV. Fjallað verður um flest það er við kemur sköttum, fjármálum og tryggingum heimila og einstaklinga. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að hafa samband við Jóhönnu Á.H. Jó- hannsdóttur, DV, fyrir 21. janúar. Þeir sem ætla að auglýsa í þessu aukablaði hafi samband við Gústaf Kristinsson, auglýsinga- deild DV í síma 550 5731. Ath: Síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 22. janúar. Fyrirsætan Claudia Schiffer sýnir hér svartan kvöldkjól hönnuðarins Valentinos á sýningu vor- og sumartískunnar í París um helgina. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.