Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
^jqj 33J3Jjj
Flugmen
framb'ðarinnar
Starf flugmannsins hefur í áratugi verið hjúpað dýrðarljóma í augum__
fjöldamargra hnokka. Undanfarin misseri hefur mikill uppgangur átt sér stað í
fluggeiranum og æfleiri láta drauminn rætast. Tilveran sá því ástæðu_
til að guða á gluggann í húsi Kvennaskólans þar sem einkaflugmannsnámskeið
ferfram um þessar mundir.
Baktería sem hverfur aldrei
- segir Kári Guðbjörnsson flugkennari um flugið
Kári Guðbjörnsson er flug-
umferðarstjóri, flugmaður
og prófdómari hjá flug-
málastjóm. Hann kennir einnig á
einkaflugmannsnámskeiði flugskól-
ans Flugtaks sem blaðamaður heim-
sótti í liðinni viku.
Kári staðfestir að nú sé mikill
uppgangur í flugmálum á íslandi
sem leiði til þess að þeim sem
freista þess að læra að fljúga fjölgi
svo um munar.
„Já, það hefur verið áberandi
uppsveifla síðustu þrjú árin. Við
höldum tvö námskeið á ári. Undan-
farin fjögur námskeið hafa sótt allt
upp í sextíu manns en fyrir átta
árum voru stundum ekki nema
fjórtán nemendur í einu,“ segir
Kári.
„Ástæðan fyrir þessum meðbyr
er líklega breyttir tímar og góðæri.
Það leiðir til þess að fleiri geta ferð-
ast og því þarf fleiri flugvélar og
menn til að fljúga þeim. Einnig er
hröð endurnýjun á flugmönnum
núna sökum þess hve margir láta af
störfum vegna aldurs. Það eru ekki
nema átta ár síðan einungis tveir til
þrír flugmenn voru ráðnir á ári í
vinnu hér innanlands. Nú er öldin
önnur og mun fleiri eiga kost á
starfi.“
Flugnám í tísku
Kári segir að langflestir þeirra
sem hefja flugnám hafi i hyggju að
Kári er heltekinn af flugdellunni. Auk þess aö kenna á einkaflugmannsnám-
skeiöi er hann prófdómari hjá flugmálastjórn, flugumferöarstjóri og flugmaður.
Hann flýgur líka svifdreka þegar hann er í þannig skapi. DV-mynd Pjetur
gerast atvinnuflugmenn. Þó séu
þeir enn til sem ætla að láta
drauminn um einkaflugmanninn
rætast og vilja bara hafa flug-
mennskuna sem áhugamál, /
ekki atvinnu.
Kári neitar því ekki að
flugnám sé í tísku núna.
„Flugið hefur fengið mikla aug-
lýsingu að undanförnu vegna auk-
innar samkeppni hér á landi. Um-
fjöllunin sem kemur í kjölfarið
verður eflaust til þess að fleiri sjá
framtíðarmöguleika í flugnámi.
Það er „töff‘ að læra að fljúga,"
segir hann.
Fljótt að borga sig
Mörgum þykir kostnaðarsamt
að læra að fljúga og eflaust eru
einhverjir sem veigra sér við svo
dýru námi. Kári tekur undir þetta
en bendir á að hafi menn hug á at-
vinnumennsku sé námið fljótt að
borga sig.
„Þetta er stutt nám og fái menn
vinnu fljótlega eftir að því lýkur
rétta þeir úr kútnum á skömmum
tíma.“
Til að komast á einkaflug-
mannsnámskeið verður fólk að
vera orðið 17 ára og þeir sem ætla
að halda áfram í atvinnuflug-
mannsnám þreyta inntökupróf í
Flugskóla íslands.
„Flugið er skemmtilegt áhuga-
mál og fái maður „flugbakteríuna"
þá losnar hann ekki svo glatt
við hana aftur. Eins og ein-
\ hver sagði: Hver er munur-
inn á sannri ást og flug-
\ bakteríu? Svarið er að
flugbakterían hverfur
aldrei." -ilk
Leikföngin stækka
Olíkt mörgum öðrum flugnemnum tók
Friðrik Friðriksson þá ákvörðun að
skella sér í flugnám án þess að hafa
nokkum tima ætlað sér það. Friðrik er líka
eldri en flestir á námskeiðinu og stefhir ekki á
atvinnuflugnám. Hann er að þessu fyrir sjálfan
sig og engan annan, langaði bara aflt í einu að
læra að fljúga.
„Þetta var skyndiákvörðun. Ég fór í sumar-
leyfi fyrir fram og eyði því nú í þetta tiu vikna
flugnámskeið. Bróðir minn er í atvinnuflug-
mannsnámi núna og allt í einu kveikti hann
hjá mér áhuga, blessaður," segir Friðrik.
Ferðast um á jeppa
Friðrik ber ekki á móti því að hann sé
„dellukarl". Að eigin sögn á hann það til að
gripa í sig eitthvað ákveðið viðfangsefni og fást
við það um tíma. Svo muni einnig vera með
þennan skyndilega flugáhuga hans.
„Ég er mikifl jeppaáhugamaður og hef mjög
gaman af því að ferðast. Ég keyri upp á hálend-
ið og nú er mig farið að langa að geta flogið
þangað líka og horft á fegurð þess úr háloft-
unum. Það hlýtur að gefa mér aðra mynd af
þeim stöðum sem ég hef heimsótt á jeppanum.
Líklega tengist þessi flugáhugi stráknum í
mér sem virðist seint ætla að hverfa. Það eina
sem gerist er að leikfongin stækka. Nú langar
mig til dæmis að kaupa hlut i flugvél svo ég
geti flogið óháður leiguskilmálum."
Ekki flókið að fljúga
Friðrik vinnur hjá tilkynningaskyldu ís-
lenskra skipa. Hann segir vinnufélagana ekki
hafa orðið mjög hissa þegar hann sagði þeim
frá þessu nýja áhugamáli.
„Æ, þeir bara hristu hausinn og brostu. Ætli
þeir hafi ekki bara hugsað að þetta væri enn
ein vitleysan í mér,“ segir Friðrik.
Friðrik vill ekki meina að það sé flókið að
fljúga. Enn sem komið er hefur hann þó ekki
f 1 o g i ð
marga tíma.
Hann segir
að með
hækkandi
sól stefni
hann á að
komast oft-
ar í loftið.
„Þegar
ég settist
f y r s t
u n d i r
stýrið í
flugvélinni
varð mér ljóst
að ég hafði
m i k 1 a ð
þetta fyr-
ir mér.
M é
fannst reyndar
■ að þetta væri
% ósköp svipað
\ þvi að
\ keyra bíl.
Þetta eru
einfaldar
11 flugvélar
og marg-
ir nýir
} bilar eru
m u n
t æ k n i -
væddari
en þær.
/
i Þetta er
e k k e r t
mál,“ segir
Friðrik. -ilk
Friörik stefnir ekki á
atvinnuflugmanns-
nám. Hann er dellu-
karl og vill bara
geta fiogið sjálfur.
DV-mynd
Hilmar Þór