Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Blaðsíða 14
14
Jón Gunnar Guðmundsson
hætti á sjónum fyrir þrem-
ur árum og rekur nú tösku-
viðgerð í Reykjavík. Þetta eru
nokkuð snör umskipti í lífi
mannsins og er víst að mörgum
þætti nóg um að snúa svo ræki-
lega við blaðinu.
Jón Gunnar byrjaði að stunda
sjóinn á unglingsaldri. Hann telur
að ævintýramennskan hafi dregið
hann þangað eins og flesta aðra
sem fóru á sjó á þessum tíma.
Hann hækkaði síðan smám sam-
an upp stigann og varð stýrimað-
ur 1974.
Hann hætti fyrir þremur árum
eftir tæplega þrjátíu ára sjó-
mennsku. Hann er nú 48 ára. „Ég
var orðinn mjög slæmur í bakinu
eftir allan þennan tíma. Svo var
ég líka orðinn leiður á þessu. Ég
var aldrei heima og sá sjaldan
börnin mín og fjölskylduna," seg-
ir Jón Gunnar.
Það var hins vegar tilviljun að
hann fór út í töskuviðgerðir. „Ég
hafði verið stýrimaður í rúm 20
ár þegar ég ákvaö að hætta og
Jón Gunnar Guðmundsson
sneri sér að töskuviðgerðum
eftir að hann hætti
á sjónum.
reyna að fá mér vinnu í landi.
Þegar maður er kominn yfir fer-
tugt fær maður aftur á móti ekki
vinnu í landi. Ég mældi þvi götur
atvinnulaus í tvö ár og sótti um
allt sem hægt var að sækja um
með litlum árangri," segir Jón
Gunnar. Hann segist hafa orðið
áþreifanlega var við það þarna að
skipstjórnarmenntun sé einskis
metin í landi.
Eftir þessi tvö ár var hann hins
vegar svo heppinn að fá vinnu við
töskuviðgerðina hjá SÍBS sem þá
átti fyrirtækið. Siðan vildi svo til
að SÍBS vildi selja það tveimur
mánuðum eftir að Jón Gunnar
hóf þar störf svo hann lét slag
standa og keypti fyrirtækið og
hefur rekið það síðan. „Ég kunni
ekkert fyrir mér í töskuviðgerð-
um. Ég bara rétt vissi til hvers
átti að nota þær,“ segir Jón Gunn-
ar og hlær við.
Hann segir að þessi vinna sé
um margt lík sjómennskunni.
„Maður þarf að vera útsjónarsam-
ur og þrauka. Þetta er bara að
duga eða
drepast," segir Jón Gunnar.
Hann segir að lífið á sjó og í
landi sé eins og dagur og nótt.
„Maður sér stundum eftir því að
hafa ekki hætt fyrr þegar maður
var yngri og hressari," segir Jón
Gunnar.
Hann telur að sjómennskan sé
ekki eins skemmtileg nú og hún
var. „Áður hafði maður frjálsari
hendur með aflann og hvar mað-
ur sótti hann. Nú segir skrifstofu-
báknið í landi manni bókstaflega
hvað maður má veiða á dag og
hvar maður á að vera. Þetta er
ekki eins spennandi og það var.“
Hann segir að stundum komi sú
tilfinning yflr hann að hann sakni
sjávarins. „Það er hins vegar allt
annað að vera í landi. Þegar mað-
ur er úti á sjó er maður í allt öðr-
um heimi. Ég myndi hins vegar
ekki vilja fara út á sjó aftur,“ seg-
ir Jón að lokum. -HI
DV-mynd Hilmar Þór
Sigurjón Hannesson, starfsmaður við höfnina, var á sjónum í tæp 40 ár:
Þetta er það
sem ég þekki
best
Sigurjón Hannesson starf-
aði við sjómennsku í tæp
40 ár, eða frá 1949-1987.
Lengst af starfaði hann sem skip-
herra hjá Landhelgisgæslunni.
Hann starfar nú við Reykjavíkur-
höfn. Hann er 62 ára.
Eini möguleikinn
Það var einfalt að svara því hvað
hefði dregið hann á sjóinn. „Það var
eini möguleikinn til atvinnu þar sem
ég er alinn upp. Það var ekki um neitt
annað að velja. Það fóru flestir á sjó-
inn á mínum aldri,“ segir Sigurjón.
Þegar hann hafði starfað þetta lengi
á sjónum bauðst honum vinna hjá
Siglingamálastofnun þar sem hann sá
um áhafnamál, sat sjópróf fyrir hönd
stofnunarinnar og gerði umsagnir um
sjóslys til Ríkissaksóknara. „Þetta
voru að sjálfsögðu töluverö viðbrigði
að vera allt í einu kominn í skrifstofú-
vinnu. Hins vegar hjálpaði það til að
á Siglingamálastofhun er verið að
fjalla um skip. Þannig var ég að
nokkru leyti áfram i þvi umhverfl
sem maður hafði alltaf verið," segir
Sigurjón.
Hann nefhir einnig að tengslin við
sjómenn og skip hafi haldið áfram.
„Maður er búinn að vera að hrærast
í sjónum lengi og þetta er það eina
sem maður telur sig þekkja nokkuð
vel,“ segir Sigurjón.
Sigurjón starfaði hjá Siglingamála-
stofhun í átta ár en þá söðlaði hann
aftur um og hóf störf hjá Reykjavíkur-
höfii og hefur verið þar síðan. Þar
starfar hann á dráttarbátimum.
„Það má því segja að ég sé komin
með aðra löppina til sjós aftur.
Maður er bara kominn nær
því sem maður var lengst
í,“ segir hann. Hann
bætir því við að við
höfhina sé hann í enn
þá nánari tengslum
við skip og sjómenn
og hann kunni mjög
vel við það.
Sigurjón segir hins
vegar að þegar menn
séu komnir yfir miðj-
an aldur megi menn
teljast heppnir að fá
starf við sitt hæfi. „At-
vinnumöguleikar okk-
ar í landi eru afar litlir.
Það er ekki margra
kosta völ þegar menn
eru komnir á þennan ald-
ur,“ segir Siguijón.
Hann segist hins vegar vita
til þess að skipstjómarmenn
hafi tekið að sér verkstjóm og
þótt góðir í því. -HI
Sigurjón Hannesson,
starfsmaður Reykjavíkurhafnar
og fyrrverandi skipherra hjá Land-
helgisgæslunni. DV-mynd Pjetur
J i/A)_r‘3JJJ ■
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1998
Sjómen
Menn geta ekki unnið enda-
laust á sjó. Að endingu kemur
að því að menn verða að hætta
á sjónum ogfara að vinna í
landi. Pað er hins vegar æði
misjafnt hvað skipstjórar og
stýrimenn taka sérfyrir hendur
þegar þeir hætta að sækja sjó-
inn. Tilveran talaði við nokkra
sem hafa snúið aftur í land eftir
langt starf á sjónum.
aftur í land
Jón Gunnar Guðmundsson stundaði sjóinn í fjörutíu ár:
Var orðinn leiður á þessu