Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Qupperneq 2
20
&rikmyndir
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
Drottningin og
Háskólabíó - Eyjan í Þrastarstræti:
Einangrun ***
Síðari heimsstyrjöldin er
endalaus uppspretta mann-
lífsmynda og efniviðar í
bókmenntir og kvikmyndir.
Eyjan í Þrastarstræti er
byggð á skáldsögu eftir Uri
Orlev mn ungan dreng sem
verður innlyksa í gyðinga-
gettóinu í Varsjá í Póllandi.
Stríðið er hálfhað og útrým-
ingarherferð nasista hefur
skipulega tæmt gyðinga-
hverfið í Varsjá. Fíölskylda
Alex er með þeim síðustu að
fara en hann býr með fóður
sínum og frænda. Áður en þeim er fylgt út tekst Alex að hlaupa úr röð-
inni og fela sig fyrir hermönnunum. Frændinn er skotinn og faðirinn
horfinn, en Alex treystir því að hann sé á lífi og tekur til við að bíða hans.
Og nú taka við mánuðir einsemdar. Hverfið er tómt og Alex i felum og á
stöðugum flótta undan leitarflokkum nasista. Þess utan er lífsbaráttan
hörð og lítið um mat. En Aiex er staðráðinn i þvi að lifa af og bíða fóður
síns og með hjálp bókarinnar um „Robinson Crusoe“ tekst honum að
skapa sér litla „eyju“ í gettóinu, rétt handan múrsins sem aðskilur það frá
daglegu lífi Varsjárborgar.
Mynd Sörens Kragh-Jacobsens er 'sem betur fer enginn danskur
Schindler’s List heldur látlaus mynd af einsemd ellefu ára drengs. Hún er
sterkust þar sem lýst er þessari einangrun en annars er Eyjan furðu
skrykkjótt, sérstaklega er upphafskaflinn dálítið litlaus. Það er litið um
skýringar eða sögulegt samhengi sem virðist eiga að undirstrika einangr-
unina enn frekar fyrir áhorfandanum. Þannig er áhorfandinn settur í spor
bamsins sem ekkert veit utan sins þrönga heims. Þetta er áhugaverð nálg-
un en dálítið hættuleg og skilur eftir sig óþarflega mikið af ósvöruðum
spumingum. En það lætur kvikmyndavélinni einkar vel aö skapa and-
rúmsloft einangmnar og fælni þar sem einu tengsl Alex við umheiminn
og annað fólk era þau sem hann horfir á yfir vegginn út um loftræstirist,
og það er sú sterka mynd sem eftir situr í huganum.
Leikstjóri: Sören Kragh- Jacobsen. Handrit: John Goldsmith og Tony Grisoni,
eftir bók Uri Orlevs. Aðalhlutverk: Jordan Kiziuk, Patrick Bergin, Jack Warden,
Stefan Sauk. -úd
Regnboginn - Chasing Amy:
Ástfangnir vinir ★★
Það era margir sem hafa hrifist af hráum stíl og ögrandi húmor Kevins
Smiths og hefja hann upp til skýjanna og það átti hann skilið eftir fyrstu
kvikmynd sína, Clerks, þar sem var lýst í svarthvítu degi í lífi afgreiðslu-
manns og vina hans. Smith sýndi með Clerks að hann hafði næmt auga
fyrir afhrigðilegum hlutum í lífinu og hafði húmor fyrir því sem kannski
angraði aðra. Smith fylgdi Clerks eftir með Mallrats, sem undirritaður
hefur ekki séð en er víst gæðaklössum fyrir neðan Clerks. Með Chasing
Amy réttir hann úr kútnum en ekki mikið.
Chasing Amy fjallar um þrjár persónur sem allar starfa við að búa til
teiknimyndasögur. Æskuvinirnir Holden og Banky hafa náð töluverðum
árangri, öfugt við Alyssu, sem kemur eins og eldibrandur inn í lif þeirra.
Þarna eru þrjár persónur sem allar lifa fyrir daginn í dag, ólíkar en era
nokkuð áhugaverðar í byrjun. Áhuginn á þeim hverfur þó fljótt vegna
þess hversu múlbundin þau eru í eigin sjálfskönnun sem aðallega beinist
að kynlífinu. Holden, sem verður að teljast „eðlilegastm-" af þríeykinu fell-
ur kylliflatur fyrir Alyssu, sem hefur talið sér trú um að hún sé lesbía.
Hún vill vinskap, ást Holdens á henni er þó með þvílíkum styrkleika að
hún er varnarlaus, er sem sagt rómantísk inn við beinið þótt yfirborðið
sé hrjúft. Banky sem hefur meðal annars gaman af að sýna þriggja ára
bömum klámblöð og er vissulega sá af þríeykinu sem er brenglaðastur í
hugsun, finnur fyrir afbrýðisemi sem hann á erfitt með að hemja.
Chasing Amy er nánast samtöl út alla myndina, kryddaður og grófur
textinn er úr götumáli og er frekar leiðinlegur til hlustunar þótt ágætir
leikarar nái sér stundum vel á strik. Fyrstu mínúturnar i myndinni fara
mest í að öskra hvert á annað og segja sögur af hetjudáðum i kynlífinu.
Aðeins hægist um, en það er lognið á undan storminum. Það er skilyrði
fyrir kvikmynd eins og Chasing Amy þar sem allt snýst um vissar persón-
ur og sálarlíf þeirra að þær séu áhugaverðar alla myndina, en svo er ekki
í þessu tilfelli og því er myndin langdregin þótt einstaka sprettir nái að
lyfta myndinni. Það sem eftir stendur er framleikinn og góður leikur.
Leikstjóri og handritshöfundur: Kevin Smith. Kvikmyndataka: David
Klein. Aðalleikarar: Ben Affleck, Joey Lauren Adams og Jason Lee.
_____________________________________________________Hilmar Karlsson
I dag tekur Regnboginn til sýn-
ingar bresku kvikmyndina Mrs.
Brown sem var fyrst sýnd hér í fá-
ein skipti á kvikmyndahátið síðast-
liðið haust. Mrs. Brown hefur feng-
ið mjög góðar viðtökur alls staðar
þar sem hún hefur verið sýnd og er
talið nokkuð víst að Judy Dench
verði tilnefnd til óskarsverðlauna
fyrir leik sinn í hlutverki Viktoríu
drottningar.
Mrs. Brown byggir á sönnum at-
burðum sem almenningur á valda-
tímum Viktoríu vissi að sjálfsögðu
litið um. Segir myndin frá valda-
mestu konu í heimi, drottningu
breska heimsveldisins, konu sem al-
menningur bæði óttaðist og dýrk-
aði, og almennum þjóni við hirð
hermar, sem kom úr neðstu stigum
þjóðfélagsins og hafði það hlutverk
að líta eftir hestum hirðarinnar. Að-
stæður gerðu það að verkum að á
milli Viktoríu og skoska hesta-
sveinsins, Johns Brown, myndaðist
náinn vinskapur sem hneykslaði
hirðina.
Það hafa áður verið uppi hug-
myndir um að kvikmynda þessa
sögu en ávallt hefur það strandað á
viðhorfi bresku konungsfjöl-
skyldunnai- og það var alls ekki
með velþóknun hennar að
kvikmynd eftir þessari sögu
var gerð því konungs-
fjölskyldan neitaði að-
standendum kvik-
myndarinnar um
leyfi til að mynda í
einni af höllun-
um sem eru i eigu
bresku krúnunnar.
Sá sem leikur
John Brown heitir
Billy Connolly og er
ekki eins þekktur |
leikari á alþjóðavísu
og Judy Dench en er
vel þekktur gam-
anleikari
Bret-
landseyj-
um auk
þess
sem
Judy Dench leikur Viktoríu drottningu og hefur fengið mikið lof fyrir leik
hann hefur leikið i nokkrum kvik-
myndum. Meðal annarra leikara
eru Antony Sher, Geoffrey Palmer
og Gerard Butler.
Leikstjóri Mrs. Brown er John
Madden sem mikið hefur
unnið við leikhús
beggja vegna
Atlantshafs-
ins. Tveimur
kvikmyndum
hefur hann
leikstýrt, Et-
han Fromme,
sem gerð
| var eftir
I skáidsögu
Edith
Wharton,
með Liam
Neeson og Pat-
ricia Ar-
quette í aðal-
hlutverkum,
og Golden
gate, sem
gerist í San
Francisco á
tímum
McCarthy of-
sóknanna. Þá
hefur hann
leikstýrt
hluta af
hinni
viður-
Biily Connolly ieikur hestasveininn John Brown sem drottningin hrífst af.
kenndu Prime Suspect sjónvarpss-
erlu. -HK
Judy Dench
Judy Dench er ein virtasta
leikkona Englands, ein fárra leik-
kvenna sern hefur verið öðluð. í
áratugi hefur hún veriö meðlim-
ur Royal Shakespeare Company
og verið ein helsta leiksviðsleik-
kona Breta allt frá því hún kom
fyrst fram á sjötta áratugnum.
Hún hefur leikið öll stærstu
kvenhlutverk í Shakespeare leik-
ritunum og í fyrra fékk hún mjög
góða dóma fyrir leik sinn i Amy’s
View eftir David Hare sem sýnt
var í National Theatre.
Af og til hefur hún leikið í
kvikmyndum og má geta þess að
hún leikur M í síðustu tveimur
James Bond myndunum, Gold-
eneye og Tomorrow never Dies.
Meðal annarra kvikmynda sem
hún hefur leikið í má nefna A
Room with a View, A Handful of
Dust, Jack and Sarah, A Midsum-
mer Night’s Dream, A Study in
Terror, He who Rides a Tiger og
Shakespeare-myndum Kenneth
Brannaghs, Hamlet og Henry V.
Judy Dench hefur einnig leikið
mörg hlutverk í sjónvarpi og hér
á landi er hún sjálfsagt þekktust
fyrir leik sinn í sjónvarpsserí-
unni A Fine Romance.
-HK
Kvikmyndahátíðin í Beriín fram undan:
Kvikmyndaveisla
í tólf daga
í næstu viku hefst hin árlega kvik-
myndahátíö í Berlín. Munu tuttugu
og fimm kvikmyndir keppa um hinn
eftirsótta Gullbjörn sem veittur er
bestu kvikmyndinni í lokin. Kvik-
myndahátíðin í Berlín er ásamt há-
tiðinni í Feneyjum sú kvikmyndahá-
tíð sem gengur næst þeirri í Cannes
í virðingarstiganum. Flykkist fólk
víða að til Berlínar til að taka þátt í
herlegheitunum, fara í bíó, skoða
fólk og láta sjá sig.
Auk þeirra mynda sem komast inn
í aðalkeppnina eru tugir annarra
kvikmynda frá öllum heimshomum
kynntar og settar á markaðinn, því
eins og á öllum kvikmyndahátíðum
er Berlín kvikmyndakaup-
stefna þessa tólf daga sem
hátíðin stendur.
Opnunarmyndin i ár er
The Boxer, sem leikstýrt er
af Jim Sheridan. Með aðal-
hlutverkið fer Daniel Day-
Lewis og er þetta þriðja
myndin sem hann og Sher-
idan gera saman. Áður
hafa þeir gert My Left Food
og In the Name of the
Father, en sú mynd fékk
Gullbjöminn árið 1994.
Hinn kunni leikari Ben
Kingsley er formaður eliefu
manna dómnefhdar. Á há-
Barbara er eina kvikmyndin frá Norðurlöndun-
um sem keppir um Gullbjörninn í ár.