Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Síða 3
L>V FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 kvikmyndir 2. Unga fólkið felmtri slegið eftir bflslysið. Eg veit hvað þu gerðir siðastliðið sumar Ryan Phlllippe leik- ur hinn ríka og spillta Barry Cox. Stjörnubíó og Sam-bíóin hefja sýningar í dag á unglingatryllinum I Know What You Did Last Sum- mer, sem kemur í kjölfar vinsælda Scream. Það var spá margra eftir að Scream sló hressilega í gegn að nú væri runninn upp tími hryll- ingsmynda þar sem markhópurinn væru unglingar og það virðist hafa gengið eftir. I Know What You did Last Summer náði miklum vin- sældum í Bandaríkjunum og und- anfariö hefur Scream 2 verið að gera það gott. Það sem er sameigin- legt með þessum myndrnn er að sami maðurinn, Kevin Williams- son, skrifar handritið að þeim öll- um. / í I Know What You Did Last Summer segir frá fjórum ungmenn- um sem eru i góðu skapi enda er síðasti skóladagurinn og sumarið er fram undan. Þau setjast upp í bíl eins þeirra og keyra út úr borginni, enginn sér manneskju sem virðist ekki koma neins staðar frá en verð- ur fyrir bíinum. Þau standa því frammi fyrir því að fyrir framan bílinn er að því er virðist dauður maður sem enginn þeirra þekkir en getur haft afdrifaríkar afleiðing- ar fyrir þau. Þau ákveða því að losa sig við líkiö og henda því fram af háum björgum og halda að þar með sé málinu lokið. Svo er nú ekki, martröðin er rétt að byrja. Ólíkt Scream þá eru í aðaMut- verkum allt óþekktir leikarar sem varla hafa sést í kvikmyndum en hafa nokkra reynslu í sjónvarpi. Jennifer Loe Hewitt, sem leikur Julie James, leikur í sjónvarpsserí- unni Party of Five og fékk nýlega tilnefningu frá stórblaðinu Hollywood Reporter, sem besta unga leikkonan í sjónvarpsseríu. Auk þess að vera virkur leikari, þá er hún söngkona og hefur gefið út þrjár geislaplötur. Sarah Michelle Geller leikur Helen Shivers. Hún hefur sína reynslu úr leikhúsi og sjónvarpi, leikur hún aðalhlutverkið í sjón- varpsseríunni Buffy the Vampire Slayer, sem gerð var upp úr kvik- mynd sem bar sama nafn. Aðeins sautján ára gömul árið 1994 fékk hún Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í sápuóperunni All My Children. Sarah Michelle Geller leikur í Scream 2. Ryan Phillippe leikur Barry Cox. Hann hefur leikiö lítið hlutverk í nokkrum kvikmyndum. Var hann einn af strákunum lun borð í skút- unni í White Squelle, þar sem hann lék á móti Jeff Bridges. Leikur Phillippe þremur kvik- myndum sem enn hafa ekki verið sýndar, Home- grown, þar sem mót- leikari hans er Billy Bob Thorton, Little Boy Blue þar sem hann leikur á móti Nastassja Kinski og Studio 54, sem byggð er utan um frægasta diskótek New York-borgar. Freddie Prinze jr., sem leikur Ray Bronson, hefur leikið í sjón- varpsþáttunum Too Soon for Jeff auk þess sem hann hefúr leikið í nokkrum sjónvarpsmyndum. Tveimur kvikmyndum hefur hann leikið í, Gillian On Her 37th Birth- day og The House of Yes. -HK tíðinni í ár mun franska leikkonan Catherine Deneuve fá sérstök heið- ursverðlaun fyrir fram- lag sitt til kvikmynda. The Boxer, sem telst framlag Bandaríkjanna á hátíðinni, er ein sex bandarískra kvikmynda sem keppa um Gull- björnin, meðal hinna eru Wag the Dog, leik- stjóri Barry Levenson, Jackie Brown, leikstjóri Quentin Tarantino og The Big Lebowski frá Coen-bræðrum. Af öðr- um myndum sem keppa um Gullbjöminn má nefna Barböru, dönsku kvikmyndina, sem sýnd var i Háskólabíói, The Butcher Boy, nýjustu kvikmynd Neils Jor- dans, og On connait la chanson, franska kvik- mynd, sem ein af hetj- um franskrar kvik- .„myndagerðar, Alain j.Resnais, leikstýrir. -HK Daniel Day-Lewis leikurfyrrum hnefaleikakappa íThe Boxer, sem er opnunarmynd hátíð- arinnar. Kevin Williamson Kevin Williamson skrifaði handrit að Scream, I Know What You Did Last Summer og Scream 2, allt metaðsóknarmyndir. Er hann í dag sá handritshöfundur sem allir viija hafa meö sér. Ný- lega gerði hann risasamning við Miramax Films um handritsgerð og leikstjóm kvikmynda, sem gefúr honum milljónir dollara í aöra hönd auk prósentuhagnað. Auk þess gerði hann samning við Columbia um að framleiöa sjón- varpsseríur og byrjar sú fyrsta, Dawson’s Creek í haust. Fyrsta kvikmyndin sem hann mun bæði skrifa handrit að og leikstýra er framtíðarmyndin, The Faculty. Kevin Williamson fæddist í Norður-Karólinu og stundaði há- skólanám í leiklistardeild við East Carolina University. Að námi loknu fór hann til New York og var ætlun hans að reyna fyrir sér sem leikari. Það gekk hálf brösuglega, fékk hann að vísu smáhlutverk í sjónvarpi og leikhúsi en vinnan var þaö stop- ul að hann gat ekki lifaö af henni. Williamson fór þvi til Los Angeles og fór að vinna sem að- stoðarmaður hjá leikstjóra sem stjórnaði tónlistarmyndböndum. í frítíma sínum hóf hann að skrifa handrit. Fyrsta handrit hans var Killing Mrs. Tingle, svört kómedía sem verður kvik- mynduð á þessu ári. Scream var næsta handrit hans og það fyrsta sem hann seldi. -HK Tomorrow Never Dies ★ ★★★ Bond þarf hér að fást við athyglissjúkan flöl- mtðlamógú! með hjálp kínverskrar súperpíu. Brosnan er snillingur í því aö halda hárflnu jafnvægi milli sjálfsháðs og alvöru og það er að stórum hluta honum að þakka hve Tomorrow gengur vel upp, bæði sem grín og hágæðahasar. Myndin er ómissandi skemmtun í skammdeglnu og Brosnan hér með yfirlýstur besti Bondinn. -úd L.A. Confidental Skuggahliöar Los Angeles sjötta áratugar- ins eru sögusviölö í övenju innihaldsríkri og spennandi sakamálamynd sem enginn ætti að missa af. Spilltar löggur, ósvífnlr æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar vændiskonur eru á hverju strái. -HK Titanic ★★★★ Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst James Cameron að koma heilli f höfn dýrustu kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta Camerons skilar sér f eðlilegri sviösetningu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leo- nardo DiCaprio og Kate Wlnslet eru eftlr- mlnnileg f hlutverkum elskendanna. -HK Alien: Resurrection ★★>, Myndin er langt i frá gallalaus, en aö mlnu mati nær myndin að hefja sig upp yfir galF ana. Handritshöfundurinn Joss Whedon ger- ir góöa hluti, en það er fyrst og fremst hinn myndræni samruni Borgar týndu bamanna og Alien sem gerlr þessa mynd að sannri ánægju. Eins og alltaf er það Sigourney Weaver sjálf, drottning geimveranna, sem stendur upp úr. -úd Barbara ★★★★ Vel upp byggð og vel leikin mynd f alla staði, sérstaklega vakti það ánægju hversu allar aukapersðnur og smáatvik voru vel og flm- lega útfærð. Myndatakan er áferðarfalleg og aldrei of uppskrúfuð i landslagsyfirliti og dramatískum veöurlýsingum en nýtti jafn- framt vel náttúrufegurð eyjanna. -úd Taxi ★★★ Nokkur ár eru frá þvf kvikmynd eftir Carlos Saura hefur rekið á fjörur okkar og Taxi veldur flölmörgum aðdáendum hans engum vorv brigðum. Tilflnningaþrungin kvikmynd þar sem fram fer eins konar uppgjör viö fasismann og þjóöerniskenndin sýnd i sinni verstu mynd. Aö- alpersónurnar eru tvö ungmenni sem sjá lifið í öðru Ijósi en foreldrarnir. -HK Lína langsokkur ★★★ Lína langsokkur er löngu orðin klassfsk og það vill stundum gleymast að hún er ekki erfð með genunum heldur lesin á bðkum. Lína er hinn stjórnlausi óskadraumur allra barna, frjáls, óháö og gersamlega sjálf- stæð, því hún bæði getur allt og leyfir sér allt. Þarna tókst vel tii hvað varöaöi telkn- ingar og útfærslur og það er óhætt að mæla meö þessum Lfnu-pakka fyrir börn á öllum aldri. -úd The Jackal ★★★ Endurgerðir á klassfskum myndum hljóta oft litla náð f augum kvikmyndagagnrýnenda og er Sjakalinn þar engin undanteknlng. En þótt myndlna skorti þá yfirveguðu byggingu og persónusköpun sem einkenndi fyrir- rennarann er hún afbragðs skemmtun. Sjakalinn kemur ekki alltaf á óvart, en sem spennumynd gengur hún upp. Bygging hennar er góö og leikurinn til fyrirmyndar. Ég mæll með hennl. -GE Starship Troopers ★★★ Starship Troopers fer hægt af stað en í seinnl hluta myndarinnar er ekkert hlé á spennunni. Þrátt fyrir aö uppskeran sé innl- haldslftil og óvenjublóöug mynd sem á flestallt undir glæsilegum tæknibrellum mæli ég með henni. Brellumar eru þaö gðö- ar að flestlr hnökrar gleymast eða skipta ekki máli. -ga Stikkfrí ★★★ Gott handrit og góða barnaleikara þarf til að gera góöa barnamynd og þetta er að fmna f kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess ger- Ir góölátlegt grin að þeim aöstæðum sem börn fráskilinna foreldra lenda f. Skemmtileg og Ijúf fýrir alla fjölskylduna. -HK Með fullri reisn Eftir að hafa hneykslast upp I héls (og veröa léttskelkaöir líka) á hinum fturvöxnu fatafell- um The Chippendales uppgötva þeir félagar Gaz (Robert Cariyle) og Dave (Mark Addy) að það að fækka fotum uppl á svlði er hiö arð- bærasta athæfi. Það er varia hægt aö hugsa sér betri ávfsun upp á skemmtun en svona sögu og svo sannarlega skllaöi myndin þvi gríni sem hún lofaði, með fullri reisn. -úd A Life Less Ordinary ★★★ Myndin segir frá verkefni tveggja engla til að endurreisa sanna ást á jöröu. Fyrri hiutinn er bráöskemmtilegur, ekki sfst vegna hinna stórfurðulegu engla, sem, blankir og plrrað- ir á jarðlífinu, beita hinum ýmsu ráöum til að leysa verkefni sitt. En svo fer aö halla undan fæti - seinni hlutinn er ekki eins góö- ur. Með góöum töktum - og góðu handritl - f fyrri hlutanum tekst McGregor og Diaz að halda myndinnl á flugl. -úd The Devil's Advocate ★★★ Leikur þeirra Keanu Reeves og Al Paclno er ágætur þótt segja megi að Pacino hafi ekkl þurft að hafa mikið fyrir hlutverki sínu sem myrkrahöfðinginn. Leikstfll Keanus einkenn- istvenjulega af hlki sem minnir á óöryggi og hentar því vel hinum ráðvillta lögfræðlngi Lomax. Fléttan er að sama skapi skemmti- leg og þótt hún komi ekkl endilega á óvart gengur hún upp. -GE Home Alone 3 Alex D. Llnz skortir nokkuö af þeim krafti sem einkenndi leik Culkins. Hann er þð sætur krakki og kemst langt á þvf. Og ef menn eru ekki orðnir lelðir á þeim fjölbreyti- legu og síendurteknu limlestingum sem ein- kenna þennan myndaflokk ætti hún ekki að valda vonbrigöum. _____________________________ -9»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.