Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Page 4
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 13 "V
, m helgina
---------
Nemendaleikhúsið:
Ástardrykkurinn er sunginn á ítölsku en íslenskur texti birtist á skjá fyrir ofan sviöið.
Nemendaleikhúsið sýnir á
sunndaginn verkið Börn sólarinn-
ar eftir rússneska ritsnillinginn
Maxim Gorki. Leikendur í verkinu
eru útskriftarnemar Leikiistar-
skóla íslands. Þeir heita: Agnar
Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfs-
dóttir, Friðrik Friðriksson, Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson, Helga
Vala Helgadóttir, Linda Ásgeirs-
dóttir, Ólafur Darri Ólafsson og
Sjöfn Everts.
Fáar sýningar eru eftir á Börn-
um sólarinnar. Næsta verkefni
Nemendaleikhússins verður verk-
ið Uppstoppaður hundur eftir
Staffan Göthe í þýðingu Hallgríms
H. Helgasonar og leikstjórn Hilm-
ars Jónssonar.
Sýningar á Börnum sólarinnar
eru i Lindarbæ.
Þaö fer hver aö veröa síöastur aö sjá Börn sólarinnar.
Ástardrykkurinn er létt og fjörug saga sem gerist í feröamannaþorpi viö Gar-
davatniö.
\ í kvöld mun íslenska óperan
frumsýna óperuna Ástardrykkinn
éftir ítalska tónskáldið G. Donizetti.
Óperan er létt og fjörug saga sem
er látin gerast í ferðamannaþorpi
við Gardavatnið á Ítalíu.
Hin glæsilega Adina stýrir hóteli
foður síns en Nemorino er fátækur
listmálari sem verður að hafa ofan af
fyrir sér með húsamálun. Gianetta
er þjónustustúlka á hóteli Adinu.
Fjöldi ferðamanna frá ýmsum
heimshornum kemur við sögu.
Þeirra á meðal er liðsforinginn og
lúðraþeytarinn Belcore og
Dulcamare sem er einstaklega lag-
inn sölumaður. Dulcamare býður
allra handa meðul til að auka
hamingju og heppni í lífinu. Hann
selur Nemorino ástardrykkinn
sem á að ávinna honum ást Ad-
inu.
Söngvarar í sýn-
ingunni eru Sig-
rún Hjálmtýs-
dóttir, Bergþór
Pálsson, Ces-
are Zamparino,
Loftur Erlingsson
og Hrafnhildur Björns-
dóttir.
Stjórnandi er Robin Stapleton.
Börn sólarinnar
Sigríöur, Jóhann og Ðirgir opna sýningu á verkum sínum á Akureyri á morg-
un.
Listhúsið Þing:
Bernskan og
umhverfi íslendings
Myndlistarmennirnir Birgir Snæ-
bjöm Birgisson, Jóhann Torfason
og Sigríður Ólafsdóttir opna sýn-
ingu á verkum sínum á morgun kl.
16 í Listhúsinu Þingi að Hólabraut
13 á Akureyri.
Þremenningarnir, sem eru búsett-
ir í Reykjavík, hafa fylgst að í gegn-
um árin og alloft sýnt saman. Þau
útskrifuðust frá Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands vorið 1989 og til-
heyra því yngstu kynslóð íslenskra
myndlistarmanna.
A sýningunni gefur að líta mál-
verk og teikningar sem unnin em á
síðasta ári. Flest verkin á sýning-
unni eru „flgúratíf1. Jóhann og Sig-
riður sækja í hefðina og fást við um-
hverfi íslendingsins séð með augum
nýmar kynslóðar. Verk Birgis fjalla
að hluta til um sakleysi bernskunn-
ar sem gjarnan birtist á tviræðinn
hátt i verkum hans.
Sýningin stendur til 15. febrúar.
Hún er opin alla daga milli kl. 14 og
18.