Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1998, Page 9
UV FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 HLJÓMPLjÍTU 1 ii \ m jIJ Mark Eitzel/Caught in a trap and I can'L..: Drama *** „Caught in a trap and I can’t back out because I love you too much, baby“ er eitt íengsta plötuheiti sem ég man eftir. Enda kemst það ekki fyrir hér fyrir ofan. Þetta er þriðja sólóplata Mark Eitzel og lögin á plöt- unni eru með því þunglyndis- legra sem ég hef heyrt í lang- an tíma. Það má þó ekki leggja út frá að öll tónlistarleg tjáning eigi að vera á léttu nótunum. Eitzel er að gera akkúrat það sem hann vill og hann gerir það mjög vel. Sex af eliefu lögum plötunnar eru eingöngu leikin af Eitzel á kassagítar. í hinum lögunum eru honum til aðstoðar þeir James McNew úr Yo La Tengo, Steve Shelley úr Sonic Youth og Kid Congo Powers sem leikið hefur með Bad Seeds, Congo Norwell og Gun Club. Mark Eitzel er einmana maðurinn við enda barsins sem rétt fyr- ir klukkan þrjú að nóttu er að útskýra fyrir barþjóninum afhverju líf þeirra beggja séu ömurleg án þess að þeir viti af því. Textarnir eru áleitnir og i bland við tregafuUa röddina eru flest lögin stórgóð en samt af því tagi að þú þarft að vera einn heima með lokuð augu uppi í sófa þegar þú hlustar á þau. Platan Caught in a trap ... er hrá en það samsvarar líka öllu öðru og heildartilfmningin er því nokkuð góð. Páll Svansson Jewel/Pieces of You: Gullmolar inn á milli *** Þegar hlustað er á Pieces of you með Jewel kemur fyrst upp í huga mér söngkonan og lagasmiðurinn Michelle Shocked en báðar koma þær frá Alaska. Raddbeiting og textar eru alls ekki ólík hjá stöllunum þó að auðvitað taki þær á málefnum samfélagsins með ólíkum hætti. Jewel semur texta sína með almennari skírskotun en á sama per- sónulega mátann. Sum laganna á plötimni eru ekki alveg ný af nálinni eða allt frá 1994 og 1995 og sjálf platan er ekki að koma út í fyrsta skipti. Vinsældir söngkonunnar hafa þó aukist það mikið á síðasta misseri að ráðist var i endurútgáfu plöt- unnar. Lögin Who Will Save Your Soul, Pieces Of You og You Were Meant Fot Me eru tvímælalaust bestu lög plötunnar, algjörir gull- molar. Tónlist Jewel væri hægt að kalla Country, en áhrif þjóðlagatón- listar og rokks ásamt beinskeyttum ádeilutextum færa hana strax yfir á annan bás. Hann skipar hún með Michelle Shocked sem er ekkert til að skammast sín fyrir. Páll Svansson Pearl Jam/Yield: Ótrúlegir **** Það hefði vladið mér mik- ffli sorg ef Pearl Jam fetaði í fótspor sveita sem reyna að yngja sig upp og skreyta rokktónlist sína með dans- töktum eða hip-hop stælum. Það er sem betur fer ekki raunin á Yield sem að mínu mati er besta plata Pearl Jam síðan Ten kom út árið 1991. No Code sem kom út 1996 hlaut ekki góðar viðtökur að- dáenda sveitarinnar enda í þyngri kantinum og að mörgu leyti tilraun sveitar- innar í lagasmíðum. Yield er ótrúlega sviphrein plata og státar af ekta Pearl Jam ballöðum sem eru lögin Faithful og MFC. Given To Fly, fysta smáskífulagið af plötunni er ótrúlega mikið undir Led Zeppelin áhrifum svo meira sé ekki sagt. í heild er plat- an frábær og satt að segja fer hún langt fram úr væntingum ef mið- að er við No Code, síðustu plötu Pearl Jam. Páll Svansson ífonlist „Við höfðum æft síðastliðin átta ár á hverjum sunnudegi með þá mestu timburmenn sem hægt var að hugsa sér f u.þ.b. fimm fermetra herbergi. Sennilega var það hugsjónin að semja lög sem hélt okkur frá þvf að verða snarbilað- ir,“ segir Kelly. Stereophonics - ósköp venjulegir Walesbúar - og þó! Þeir eru frá Wales! Þorpi í Wales! Sem er kannski ekkert svo undar- legt nema fyrir þá ástæðu að aðrir íbúar Bretlands geta ekki ímyndað sér að einhver almennileg hljóm- sveit geti komið þaðan. Þeir eru reyndar öðruvísi, textar laganna fjalla allir um lifið og til- verunna í Welskum smábæ og þeir sjálfir eru fuiltrúar normsins , alla- vega að mati bresku pressunnar sem hefur sniðgengið þá miskunn- arlaust og veit satt að segja ekki hvemig hún á að taka á þessum ant- i-poppstjömum. Tró á sjálfa sig Og fyrir þrotlausa vinnu og trú á sjálfa sig hefur þeim tekist að slá í gegn og platan Word Gets Around sem kom út í fyrra seldist í tuttugu þúsund eintökum fyrstu vikuna sem er ótrúlegt fyrir jafn óþekkta sveit. Platan sjálf endaði í sjötta sæti á lista og menn fóru að ldóra sér í hausnum og panta ferð til Cwmaman í Suður-Wales. Það er ekki síst að þakka enda- lausu tónleikaflakki að vinsældir sveitarinnar hafa stóraukist á einu ári. Enda eru þeir búnir að halda um hundrað tónleika á þessu tímabili sem verður að telj- ast met. Keliy Jones söngvari, lagasmið- ur og gítarleikari, Stuart Cable trommari og Richard Jones (þó ekki ættingi) segja það reyndar ótrúlegt að ná þessum áfanga. „Mamma og pabbi horfðu iðu- lega dapurlegu augnaráði á mig þegar ég var að opna bréf með svörum frá plötuútgefendum. „Þú ert andskotans ekki nógu góður“, sögðu þau eða eitthvað álíka. Æft með timburmenn! „Við höfðum æft síðastliðin átta ár á hverjum sunnudegi með þá mestu timburmenn sem hægt er að hugsa sér í u.þ.b. fimm fer- metra herbergi. Sennilega var það hugsjónin að semja lög sem hélt okkur frá því að veröa snarbilað- ir“, segir Kelly. Þeim hefur verið líkt við Smiths og sagt er að þeir hafi ástríðu Manic Street Preachers. En það hefur verið erfitt að skipa þeim á bás enda verður að taka til greina að tónlistarlíf Wales er gjörólíkt þvi sem annars staðar þekkist á Bretlandseyjum. Blústónlist í bland við þjóðlegan arf Walesbúa ræður ríkjum á þeim pöbbum þar sem lifandi tónlist fer fram. „Hotel Califomia með Eagles er opinber þjóðsöngur þorpsins okk- ar svo að þið getið ímyndað ykkur tónlistarlegt öngþveiti æskuár- anna. Þegar Eagles héldu tónleika í London tæmdist þorpið í þrjá heila daga“, segir Kelly. Um sérstöðu og hæfileika Ster- eophonics er þó ekki hægt að deila um, hver svo sem áhrifavaldur tónlistar þeirra er. -ps Danslisti Islands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.