Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Síða 2
20 kvikmyndir
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 JjV
Háskólabíó - Safnarinn:
Kvensamur morðingi
V; a Það hafa einhverjir orðið til
að líkja Safnaranum (Kiss the
Girls) við eina af betri sakamála-
myndum síðari ára, Seven. Það er
þó ekki margt sem þær eiga sameiginlegt ef frá er dregið að báðar fjalla
um fjöldamorðingja og í aðalhlutverki í þeim báðum er Morgan Free-
man sem hefur hér jafnsterka útgeislun og í Seven og er ekki í ósvip-
uðu hlutverki. Þar með lýkur samlíkingunni.
í byrjun kynnumst við lögreglumanninum Alex Cross sem er ekki
bara mikilsmetinn lögreglumaður og réttarsálæfræðingur heldur er
hann einnig vinsæll rithöfundur. Starfsvettvangur hans er Washington.
Þegar hann fréttir að ung frænka hans, sem stundar háskólanám í
Norður- Karólínu, er horfin telur hann það skyldu sína að rannsaka
málið. Þegar hann kemur á vettvang kemst hann að því að frænka hans
er líklega fórnarlamb raðmorðingja sem virðist safna að sér fallegum
og viljasterkum stúlkum sem hann heldur í haldi þar til þær gera eitt-
hvað sem honum líkar ekki, þá drepur hann þær og það eina sem bend-
ir til að þarna sé sami maðurinn á ferð er að hann merkir líkið með
undirskrift sinni, Casanova.
Kiss the Girls fer vel af stað og það er góð stígandi í henni fram yfir
miðja mynd eða þar til kemur að því að Cross kemst á slóð morðingj-
ans, þá fer heldur betur að losna um þéttan söguþráð og ótrúverðugleik-
inn tekur öll völd. Sagan verður ruglingsleg og er erfitt að fá botn í
sumar persónurnar. Þegar loks kemur að síðasta atriðinu tekst ekki
betur til en svo að það verður eins og endurtekning á fjölda slíkra at-
riða.
Eftir stendur þó að Kiss the Girls er ágæt afþreying og er borin uppi
af sterkum leikhópi þar sem Morgan Freeman og Ashley Judd ná ein-
staklega vel saman og er greinilegt að í Ashley Judd er gott leikaraefni.
Leikstjóri er Gary Fieder. Handrit gerði David Klass. Tónlist Mark Isham.
Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Ashley Judd, Gary Elwes, jay O. Sand-
ers og Tony Goldwyn. Hilmar Karlsson
Kringlubíó/Sagabíó - Flubben
Allir dansa samba
í Flubber segir frá vísindamanninum Philip Brainard (Robin
*** Williams) sem er svo utan við sig að hann hefur gleymt brúð-
kaupsdegi sínum i þrígang. Kærastan, dr. Sara Jean Reynolds (Marcia
Gay Harden), segir honum því upp og endumýjar kynni sín við hinn
slæga og hæfileikalausa keppinaut Philips, þrjótinn Wilson Croft
(Christopher McDonald), en Croft hefur um langa hríð stolið uppgötv-
unum snillingsins. Inn í þessa gamalkunnu frásögn fléttast önnur jafn-
algeng því háskólinn sem þau Philip og Sara kenna við rambar á barmi
gjaldþrots. Þaö eina sem getur bjargað skólanum er ný uppfinning Phil-
ips en eftir margra ára rannsóknir hefur honum tekist að skapa grænt,
orkuríkt, fljúgandi og dansandi gúmmí sem ofan á allt býr yflr sterkum
persónuleika. Bófinn Bennett Hoenicker (Wil Wheaton) ágimist upp-
finninguna og með aðstoð manna sinna, Smiths og Wessons (Clancy
Brown og Ted Levine), tekst honum að ræna undragúmmíinu hans
Brainards sem verður að koma því til bjargar.
Flubber er sérstök fyrir þá sök að hana hefði verið hægt að gera fyr-
ir 35 áram. Hér er á ferðinni endurgerð á The Absent-Minded Profess-
or (1961) og þótt tæknibrellurnar séu hér fullkomnari kemur hún I
beinu framhaldi af þeim bamamyndum sem Disney-fyrirtækið sendi
frá sér á sjöunda áratugnum. Ákveðinnar fýlu hefur gætt hjá mörgum
gagnrýnendum sem sjá þetta sem skort á frumleika. Vissulega má segja
að skemmtilegra heföi verið að sjá mynd sem markvisst hefði visað í
hefðina. Hana hefði mátt sveigja að kröfum þeirra rýna sem eitt sinn
vora krakkar og vilja nú íróníska og þroskaða endurvinnslu á þeim ein-
földu minnum sem eitt sinn hrifu þá. Bull og vitleysa, segi ég. Það er
kominn tími til að krakkamyndir séu skrifaðar án tillits til hefðar sem
flest börn þekkja hvort sem er ekki nema að takmörkuðu leyti. Flubber
býr yfir einfaldleika sem því miður er allt of sjaldséður í kvikmyndum
síðustu ára. Hún er barnamynd fyrir böm og ég get engan veginn séð
það sem galla. Besti mælikvarðinn á slíkar myndir er salur, fullur af
ánægðum börnum. Og krakkarnir voru í stuði.
Leikstjóri: Les Mayfield. Aðalhlutverk: Robin Williams, Marcia Gay
Harden, Christopher McDonald, Raymond J. Barry, Clancy Brown, Ted
Levine og Wil Wheaton.
Guðni Elísson
Unnusti framkallaður
Picture Perfect, sem Kringlubíó
frumsýnir í dag, segir frá því í róm-
antískri gamanmynd hvernig hægt
er með brögðum að fá fólk til að líta
í „rétta“ átt. Aðalpersónan er Kate,
falleg og hæfileikarík ung kona sem
starfar sem auglýsingastjóri. Hún
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að útlitið og hæflleikarnir era ekki
alltaf það sem gildir þegar ná skal
árangri. Yfirmaður hennar telur
hana ekki hæfa þegar þarf að finna
að hafa ýmsar afleiðingar sem Kate
reiknaði ekki með í upphafi.
í aðalhlutverkum eru Jennifer
Aniston, Jay Mohr, Kevin Bacon,
Olympia Dukakis, Illeana Douglas
og Kevin Dunn. Leikstjóri er Glenn
Gordon Caron.
Jennifer Aniston er ein af „vinun-
um“ úr sjónvarpsseríunni Friends.
Faðir hennar er leikarinn John An-
iston, sem þekktur er úr sápuópe-
runni Days of Our Lives og guðfað-
Kevin Bacon og Jennifer Aniston í hlutverkum
félaga.
yfirmannsefni vegna þess að hann
telur hana ekki nógu ábyrga. Þá er
móðir hennar alltaf með aðfinnslur
um að hún verði að fara að finna
sér eiginmann en í þeim efnum á
Kate að baki mörg misheppnuð ást-
arævintýri.
Kate hefur mikinn áhuga á sam-
starfsmanni sínum, Sam, en hann
lítur ekki við henni og er ástæðan
sú að hún er á lausu. Sam vill
semsagt helst aðeins stúlkur sem
eru lofaðar. Kate kemst að þeirri
niðurstöðu að hún verði að finna
sér ímyndaðan kærasta, þá muni
yfirmaður hennar hætta að telja
hana ábyrgðarlausa og Sam myndi
fara að líta við henni. Hún fær vin-
konu sína með i ráðabrugg, þær
finna ljósmynd af Kate sem tekin
var við brúðkaup vinkonu þeirra,
þar sem við hlið hennar stendur
myndarlegur maður. Kate kynnir
hann fyrir öllum sem kærasta sinn
og allt fer í betra horf á öllum víg-
stöðvum. Til að gera söguna trú-
verðugri hefur Kate upp á unga
manninum á myndinni og leigir
hann eitt kvöld til að geta sýnt sig
með honum. Þetta bragð á þó eftir
verk í nokkrum uppfærslum. Má
segja að leynt og ljóst hafi verið
stefnt að því af foreldrum hennar að
hún yrði fræg leikkona og var
skólanám hennar miðað við það.
Jennifer Aniston er vinsælust
þeirra ungu leikara sem leika í Fri-
ends og hafa margir spáð því að hún
eigi eftir að verða kvikmynda-
stjarna. Fyrsta kvikmyndin sem
hún lék í er She’s The One, sem
sýnd var i fyrra og er Picture Per-
fect, mynd númer tvö. Hún leikur
smáhlutverk í Til There Was You,
sem nýlega var frumsýnd og leikur
aðalhlutverkið i The Object of My
Affection, sem Nicholas Hytner leik-
stýrir eftir handriti leik-
skáldsins Wendy Wass-
erstein. Talið er að
sú mynd gæti skor-
ið úr um hvort
Jennifer Ani-
ston sé efni í
góða
leikkonu.
-HK
Jennifer
Aniston leik-
ur unga
stúlku í aug-
lýsingabrans-
anum sem allt
gengur á aftur-
fótunum hjá.
ara gom-
ul fór hún
í auka-
tíma í
þekktan
leikskóla í
New York
og lék
smáhlut-
Einnar nætur gaman
Ming-Na Wen er ung leikkona sem þykir standa sig
vel í erfiðu hlutverki.
Wesley Snipes
valinn besti leik-
arinn.
Mike Figgis
fékk óskarstil-
nefhingu sem
besti leikstjóri
og besti hand-
ritshöfundur fyr-
ir Leaving Las
Vegas. Bak-
grunnur hans
iiggur í leikhúsi
og tónlist. Hann
fæddist í borg-
inni Carlisle en
ólst upp til átta
ára aldurs í
Nairobi í Kenya.
One Night Stand, sem farið verð-
ur að sýna í dag er nýjasta kvik-
mynd breska leikstjómas Mike
Figgis sem skaust upp á stjörnu-
himininn þegar hann sendi frá sér
Leaving Las Vegas. í One Night
Stand er sögð áreitin ástarsaga þar
sem koma við sögu nokkrar per-
sónur sem virðast fátt eiga sameig-
inlegt. Við kynnumst fyrst Max
Carlyle sem hefur allt af öllu og er
hamingjusamlega giftur. Á ferða-
lagi í New York kynnist hann
giftri konu, Karen, og á milli
þeirra myndast mikil spenna eftir
eina ástríðufulla nótt. Þegar heim
er komið nagar samviskan hann
um leið og hann á erfitt með að
ráða við tilfinningar sína gagnvart
Karen. Einur ári síðar fer Max
ásamt eiginkonu sinni til New
York til að vera við sjúkrabeð
besta vinar síns, Charlie, sem er að
deyja úr alnæmi. Við sjúkrabeðið
hittir hann Karen en það kemur í
ljós að hún er gift bróður Charlie.
Max og Karen reyna að streitast á
móti tilfinningum sínum en án ár-
angurs...
Það er frítt lið leikara sem fer
með helstu hlutverkin: Wesley
Snipes leikur Max Carlyle, eigin-
konu hans leikur ung leikkona,
Ming-Na Wen, sem hefur vekið at-
hygli fyrir leik sinn í þessari
mynd, Robert Downey jr. leikur
vininn Charlie, Kyle MacLachlan
leikur bróður hans og Nastassja
Kinski leikur Karen. One Night
Stand var fyrst sýnd á kvikmynda-
hátiðinni í Feneyjum og var
Þaðan flutti fjöl-
skylda hans til
Newcastle. Á unglingsárunum átti
tónlistin allan hug hans og hann
lék á trompet og gítar í hinum
ýmsu rokkhljómsveitum, meðal
annars var hann í hljósmsveitinni
Gas Board sem Bryan Ferry stofn-
aði. Eftir að Figgis flutti til London
lék hann á trompet í djasshljóm-
sveitum og vann við ýmsa til-
raunatónlist.