Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Side 5
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 #» helgina „ ■ ** Orgelspuni Sænski orgelleikarinn Mattias Wa- ger leikur á orgeltónleikum í Hail- grímskirkju á sunnudaginn kl. 17. Tónleikamir eru á vegum Listvinafé- lags Hallgrímskirkju. Wager er þekkt- ur fyrir spuna í orgelleik sínum og hefur unnið til nokkurra alþjóðlegra verðlauna fyrir spuna. Á efnis- skránni á sunnudaginn er fjölbreytt orgeltónlist eftir J.S.Bach, Franz Liszt auk þess sem Wager mun leika glæ- Robert Melling. nýtt orgelverk eftir Anders Nilson sem nefnist Dómkirkjan á fjallinu. Wager er staddur hér á landi á veg- um sænska útgáfufyrirtækisins Opus 3 Records við upptökur í Hallgríms- kirkju fyrir hljómdisk. Þar leikur hann tónlist fyrir orgel og slagverk ásamt slagverksleikaranum Anders Astrand, en þeir voru gestir kirkju- listahátíðar í Hallgrímskirkju síðast- liðið vor. Emma Roche. Tónleikar í Garðabæ: Verðlaunanemar Tónlistarskóli Garðabæjar stendur fyrir spennandi tónleikum í Kirkju- hvoli á laugardaginn klukkan 17. Þar munu koma fram margverðlaunaðir tónlistamemar frá Royal Scottish Academy of Music í Glasgow. Á eöiisskrá þeirra em m.a. píanó- verk eftir Chopin, Liszt og Brahms, verk fyrir flautu eftir Widor, Enesco og Richard Rodney Bennet, ljóðasöng- ur eftir Schumann, Schubert og Brahms og verk fyrir flautu, mezzó- sópran og píanó eftir Saint Saens. Flytjendumir eru Emma Roche, flautuleikari frá írlandi, Allison Co- ok, söngkona af skoskum uppruna, Robert Melling, meðleikari frá York, og Evgeny Morozov, píanóleikari frá Úkraínu sem er í framhaldsnámi hjá Philip Jenkins en hann er okkur ís- lendingum að góðu kunnur. Öll hafa þau komið fram á opinberum tónleik- um í ýmsum löndum og þegar unnið til margra verölauna hvert á sínu sviði. Þetta em síðustu tónleikar þeirra hér á landi. Allison Cook. Evgeny Morozov. Mattias Wager leikur fjölbreytta orgeltónlist ásamt spuna í Hallgrímskirkju á sunnudag. Þær Anna Júlí- ana Sveins- dóttir og Sól- veig Anna Jónsdóttir ætla aö leika og syngja fyrir Akureyringa á laugardag. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju: Anna Júlíana Sveinsdóttir messósópran og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á morgun klukkan 17. Á efnisskrá tónleikanna er m.a. Ijóðaflokkur eftir Schumann við ljóð Maríu Stúart Skota- drottningar, nýleg sönglög Jónasar Tómas- sonar við Andalúsíuljóö í þýðingu Daníels Á. Daníelssonar, ljóðlög eftir Richardt Strauss, sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, þekktar ópemaríur og Vínartónlist. Anna Júlíana hefur oft komið fram á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis. Hún hefur m.a. sungið á tónlistarhátíðum í Kaup- mannahöfn og Bergen auk þess að hafa sungið fiölmörg óperuhlutverk við Ríkis- ópemna í Aachen í Þýskalandi og í óperu- uppfærslum hér heima. Hún starfar nú við tónlistarkennslu í Reykjavík og Kópavogi. Sólveig Anna Jónsdóttir er fædd og uppal- in á Akureyri og stundaði píanónám frá átta ára aldri, fyrst á ísafirði en síðan á Akur- eyri, Reykjavík og Texas í Bandaríkjunum. Helstu kennarar hennar vora Ragnar H. Ragnar, Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy Weems. Sólveig starfar viö tónlist- arkennslu og pianóleik í Reykjavík og Garðabæ og hefur m.a. leikið með SÍ, Kamm- ersveit Reykjavíkur og ýmsum smærri kammermúsíkhópum. Andalúsíulióð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.