Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
Fréttir
Lögmenn deiluaðilanna Össurar hf. og Tryggva Sveinbjörnssonar, fyrrum framkvæmdastjóra:
Létu dæma samning sem
ekki þurfti að greiða
- Tryggvi rýfur trúnaðarsamkomulag og segir lögmann sinn ekki hafa haft umboð til að semja
Áður en dómur gekk í máli Öss-
urar hf. gegn Tryggva Sveinbjöms-
syni, þar sem Tryggvi var dæmdur
tU að greiða Össuri hf. 20,8 milljón-
ir króna, var gert trúnaðarsam-
komulag - utan dóms - um að
Tryggvi þyrfti ekki að greiða hina
dæmdu skuld. Skilyrðin voru m.a.
þau að Tryggvi afsalaði sér hluta-
bréfaeign í Össuri, hann félli frá
áformum um kæru gegn fyrirtæk-
inu, skilaði öllum skjölum og gögn-
um um starfsemi þess, félli frá rúm-
lega 20 milljóna króna mótkröfu og
myndi ekki hagnýta sér vitneskju
sem hann hefur um framleiðslu Ös-
surar hf.
Tryggvi hefur nú áfrýjað dómin-
um og þar með rofið leynilega sam-
komulagið sem gert var milli lög-
manna þessara aðila tveimur dög-
um áður en dómur var kveðinn upp.
Hann segir lögmann sinn, Svein
Andra Sveinsson, ekki hafa haft
umboð til að semja á þann hátt sem
raun bar vitni tveimur dögum fyrir
dóm. Tryggvi segist heldur ekki
geta sætt sig við að hafa nánast ver-
ið úthrópaður sem sakamaður þeg-
ar dómurinn var gerður opinber á
Stöð 2 rétt fyrir jól.
„Mér var ekkert kunnugt um
þennan dóm sem var kveðinn upp
tæpum tveimur mánuðum áður.
Svo er hann allt í einu birtin- mér
og fjölskyldu minni í sjónvarpi. Það
er með ólíkindum að hægt sé að
dæma mann án þess að hann skrifi
undir samkomulag eða veiti ótví-
Akranes:
Munur á tilboð-
um 40 mil|jónir
DV, Akranesi:
Opnuð voru tilboð 19. febrúar i
byggingu þriggja deilda leikskóla
við Laugarbraut á Akranesi sem á
að vera tilbúinn í haust.
Fimm tilboð bárust í verkið en
kostnaðaráætlun var 59.884.890
krónur. Trésmiðjan Akur lagði inn
tvö tilboö. Annað var upp á 50,9
milljónir og frávikstilboð upp á
50,5 milljónir. Lengjan bauð 51,9
milljónir, Trésmiðja Þráins Gísla-
sonar bauð 52,9 milljónir og Tré-
iðja Akraness 90,6 milljónir. Þaö er
40 milljóna króna hærra tilboð en
lægsta tilboöið frá Trésmiðjunni
Akri og 66% yfir kostnaðaráætlun.
Bæjarráð Akraness tók afstöðu
til þessara tilboða á fundi og ákvað
aö taka tilboði lægstbjóðanda, Tré-
smiðjunnar Akurs. BVamkvæmda-
nefnd um byggingu leikskólans
haföi lagt það til við bæjarráð aö
tilboði Akurs yrði tekið. -DVÓ
„Tangarsókn"
Nokkur fyrirtæki kynntu í gær
„Tangarsókn íslenskra fyrirtækja á
Evrópumarkað" f smábátahöfninni í
Hafnarfirði. Um er að ræða bát af
gerðinni Cleopatra Fisherman 33
sem er fullbúinn íslenskum véibún-
aði og tækjum. Báturinn, sem smíð-
aður er af Trefjum ehf. í Hafnarfirði,
mun á næstunni sigla til Evrópu og
koma þar við á um 60 stöðum, m.a.
á heimssýningunni Expo 98 í Lissa-
bon og sjávarútvegssýningunni
Norfish 98 í Þrándheimi. DV-mynd S
rætt umboð til þess,“
sagði Tryggvi.
Sveinn Andri Sveins-
son sagði við DV að
Tryggva hefði verið það
fullljóst að umrætt sam-
komulag hefði verið gert,
hvemig það hljóðaði og
að dómur myndi ganga
um efnisatriðin. Sveinn
Andri sagði leitt til þess
að vita að samkomulag
hefði verið gert aðila á
milli sem nú hafi verið
rofið.
Samkomulagið felur það m.a. í
sér, eins og áður segir, að aðilar
falli frá áformum um kærur hvor á
hendur hinum. Þar sem málinu hef-
ur nú verið áfrýjað geta aðilar, sam-
kvæmt samkomulaginu, vakið mál-
ið upp á ný ef þeim sýnist svo.
En hvers vegna sömdu aðilar
ekki sín á milli án þess að láta dóm-
stól gera það? Ástæðan er sú að með
því að fá dóm í málið höfðu for-
svarsmenn Össurar hf. gögn í hönd-
unum sem hægt var að leggja í inn-
heimtu ef Tryggvi sviki samkomu-
lagið. Þar sem Tryggvi hefur nú
áfrýjað er málið hins vegar í bið-
stöðu.
Kröfur Tryggva í áfrýjunarstefnu
eru á þá leið að héraðsdóminum
verði hnekkt enda byggist hann á
bókun sem lögö var fram í þing-
haldi tveimur dögum áður en hér-
aðsdómur var upp kveðinn. Tryggvi
byggir á því að Sveinn Andri hafi
„ekki haft heimild eða umboð til að
ráðstafa sakarefni málsins".
Tryggvi kveðst jafnframt aldrei
hafa fallist á að ágreiningi sínum og
Össurar skyldi lokið með 20,8 millj-
óna króna dómkröfu og að hlutafé
hans yrði framselt fyrirtækinu.-Ótt
Loðnan er með kenjóttari fiskum og hún hefur f ár breytt öliu hegðunarmynstri sfnu. Lítið hefur enn fariö í frystingu
þar sem mikil óta hefur verið í loðnunni. Hér má sjá káta starfsstúlku Hraðfrystihúss Eskifjarðar með fuilar greipar
af þessum fiski sem gefur gull í aðra hönd þegar þannig stendur ó. DV-mynd ÞH
Uppstilling Reykjavíkurlistans:
Sætti mig ekki við
hvað sem er
- segir Árni Þór Sigurðsson
„Ég tel ekki sanngjamt að ég fari í 11. sætið eða
neðar. Þetta snýst um einstaklingsfýlgi og þá kjós-
endur sem vildu fá mig inn. Það er ljóst miðað við
niöurstöðu prófkjörs að ég mun ekki sætta mig við
hvað sem er,“ sagði Ámi Þór Sigurðsson, núver-
andi borgarfúlltrúi Alþýðubandalagsins.
Ámi Þór lenti i fimmta sæti þegar litið er á heild-
aratkvæðamagn frambjóðenda Reykjavíkurhstans í
prófkjöri en á eftir flokkssystkinum sínum, Helga
Hjörvari og Guðrúnu Ágústsdóttur, sem samkvæmt
fyrirfram ákveðnum reglum prófkjörsins verða
tveir aðalborgarfúlltrúar flokksins. Níunda sætið
var ætlað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra til ráð-
stöfúnar og tíunda sætið var ætlað þeim flokki sem fengi að-
eins einn fúlltrúa meðal sjö efstu, þ.e. Kvennahsta.
Innan Kvennalistans hafa þær raddir heyrst að það komi
ekki th greina að hleypa þriðja fúlltrúa Alþýðubandalagsins
ffarn fyrir annan fúhtrúa Kvennalistans, m.ö.o. að það komi
ekki th greina að gefa 10. sætið eftir fyrir Áma.
Guðrún Ögmundsdóttir, fráfarandi borgarfuUtrúi
Kvennalistans, sem situr i kjömefrid Reykjavíkurlistans fyr-
Ami Þór
Sigurðsson.
ir hönd flokksins, sagði hins vegar að aðalmálið
væri að Kvennalistinn fengi tvo varaborgarfiUltrúa í
átján manna hópinn. „Það skiptir ekki öUu máh
hvort okkar fuUtrúi verður í 10. eða 11. sæti. Aðal-
máhð er að hver flokkur hafi fúhtrúa í 18 manna
hópnum því það veitir aðgang að þeim nefndum þar
sem málin em rædd og ákveðin. Ég legg hins vegar
áherslu á að borgarstjóri hafi til umráða 9. sætið og
það kemur ekki tíl greina að Ámi Þór eða einhver
annar taki það. Þetta er fyrst og fremst heimavinna
flokkanna sem á eftir að fara fram. Ég hef engar
áhyggjur af þessu, málið á eftir að leysast. Það hefúr
verið mjög góð samvinna mUh flokkanna varðandi nefiidar-
störf á kjörtímabUinu og ég trúi að svo muni það ganga í
framhaldinu,“ sagði Guðrún Ögmundsdóttir.
Helgi Hjörvar sagðist í samtah við DV ekki hafa áhyggjur
af að þessir hnökrar leystust ekki. „Það skiptir í raun engu
meginmáh hvaða númer menn hafa í sætunum 10 tU 14. Það
fylgja þessum sætum engar ákveðnar tengingar í ákveðin
embætti eða nefhdir. Það er samkomulagsatriði mUh flokka
þegar þar að kemur," sagði Helgi Hjörvar. -phh
Stuttar fréttir dv
Of l'rtiö sparað
Þjóðhagslegur spamaður er of
htiU að mati Samtaka iðnaðarins
og nægir ekki tU að fjármagna
nema 3/4 af fiárfestingum síðasta
árs sem þó em í tæpu meðahagi
OECD- ríkja. Afleiðingin er við-
skiptahalh og erlend skuldasöfhun.
Hærri launavisrtala
Launavísitala meðallauna mið-
að við janúar er 167,9 stig og hefúr
hækkað um 4,5% miðað við mán-
uðinn á undan, samkvæmt út-
reikningum Hagstofúnnar.
Ekkert samiö viö Stones
Ragnheiður
Hansen, um-
boðsmaður er-
lendra stór-
poppara, segir
við Morgun-
blaðiö að kol-
rangt sé að
Rolling Stones
séu væntanleg-
ir tU íslands í sumar. Engir samn-
ingar við hljómsveitina hafl tekist.
Ágóöi til sveitarfélaga
Eignarhaldsfélag Brunabótafé-
lags íslands ætlar að greiða aðUd-
arsveitarfélögum sínum ágóða-
hluta í ár, aUs 110 mUljónir króna.
Ætlast er tU að sveitarfélögin verji
peningunum tíl aö greiða vátrygg-
ingariögjöld og tU brunavama. Fé-
lagið hefúr áhuga á að fjármagna
kaup á nýjum slökkvibUum og
endumýjun á 45 áratugagömlum
og úreltum slökkvibUum víða um
landið.
Bæjarstjórinn á lista
Ingimundur Sigurpálsson, bæj-
arstjóri Garðabæjar, verður efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokksins
tU bæjarstjómarkosninga í vor.
Tveir bæjarfúUtrúar munu áfram
verða í efstu fjórum sætunum, þau
Laufey Jóhannsdóttir og Erling Ás-
geirsson.
Nýjar verðbréfareglur
í gær tóku gUdi nýjar reglur um
viðskipta- og upplýsingakerfi Verð-
bréfaþings íslands. í þeim er kveð-
ið á um hæfhiskröfúr tU þeirra
sem aðgang hafa að kerfinu, um af-
notaheimUdir þeirra og öryggis-
kröfur.
Metafli Hólmaborgar
Hólmaborg-
in landaði í
gær stærsta
loðnuíarmi ís-
landssögunn-
ar, 2.690 tonn-
um. Vermæti
farmsins var
17.661.751 og
hásetahlutur
eftir þessa eins og hálfs sólar-
hrings veiðiferð var 281.700 krón-
ur. Fyrirtæki Aðalsteins Jónsson-
ar gerir út Hólmaborgina.
Jafnar sjónvarpsstöövar
íbúar byggðanna við Faxaflóa
horfa jafnt á fréttir Sjónvarpsins
og Stöðvar 2 samkvæmt könnun
Félagsvísindastofnunar, eða um
40%. Sjónvarpið hefúr htUs háttar
forskot annars staðar á landinu.
Úrtakið var 1000 manns og um
47,5% svöruöu. Stöð 2 sagði frá.
14 þúsund tii sólarianda
14 þúsund manns hafa bókað sig
tU sólarlanda í sumar. í metár
stefhir hjá íslenskum ferðaskrif-
stofúm, að sögn Sjónvarpsins.
Sest að á íslandi
Tyrknesk
kona, sem HaU-
dór Ásgríms-
son utanríkis-
ráðherra hefur
boðið landvist
á ísland af
mannðúðará-
stæðum, ætlar
að þekkjast
boðið. Konan hefúr eignast bam
með íslenskum manni og hefúr átt
í erfiðleikum í heimalandi sínu
vegna þess, af trúarlegum og sið-
ferðUegum ástæðum. Morgunblað-
ið segir að ráðuneytið sendi kon-
uxmi farseðla á næstu dögum og
Rauði krossinn mun greiða götu
hennar eftir að tU landsins er
komið. -SÁ