Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 Fréttir LÍÚ sagt neita að vera með á norrænni ráðstefnu um sjávarútveg: Ekki í sama húsi og Arthur Bogason - settum engin skilyrði, segir Kristján Ragnarsson DV, Ósló: Trillukarlinn Arthur Bogason er svo illa séður hjá íslenskum stórútgerðarmönnum að þeir geta ekki hugsað sér að sitja sömu ráð- stefnu og hann. Þess vegna hefur Landsamband íslenskra útvegs- manna, LÍÚ, hcifnað boði um að senda fulltrúa á norræna ráð- stefnu um sjávarútveg. Það er norðurnorska dagblaðið Norðurljós sem flytur þessar frétt- ir og þykir vænt um liðsinni At- hurs, formanns Landsambands smábátaeigenda, í baráttimni við íslenska togar- auðvaldið og rányrkju þess í Smugunni. DV bar þessa sérkennilegu norsku frétt und- ir Kristján Ragn- arsson, formann LÍÚ: „Það lá alla tíð fyrir að við ætluðum ekki að taka þátt í ráð- stefnunni. Við settum því engin Arthur Boga- son, foringi trillukarla. Boli braust úr húsi - lógaö eftir árekstur Æði rann á kálf af stærri gerðinni á bænum Kalastöðum í Borgarfirði á laugardagskvöld. Tuddinn braut sér leið gegnum tvær hurðir út úr húsi og hljóp svo í hríðarkófi upp á veg. Ekki vildi betur til en svo að þar varö hann fyrir fólksbíl. Bíllinn skemmdist mikiö og þurfti að lóga bolanum þar sem hann var ilia sár eftir ákeyrsluna. Ekki er vitað hvað bolanum gekk til eða hvert hann stefndi þegar á hann var keyrt. -sv Gatnagerð á Akranesi: Tilboð í gatnagerð opnuð DV, Akranesi: Opnuð hafa verið tilboð í gatna- gerð í Leynishverfi sem er nýtt íbúðahverfi á Akranesi og bárust fjögur tilboð í verkið. Kostnaðará- ætlun við það er upp á 34.822.632 krónur. Þróttur ehf. bauð 36,8 milljónir eða 5,8% yfir kostnaðaráætlun, Borgarverk ehf. bauð 32.1 milljón eða 92% af kostnaðaráætlun. Skófl- an hf. bauð 31,4 milljónir eða 90% af kostnaðaráætlun og Vélaleiga Hall- dórs Sigurðssonar bauð 22,9 milljón- ir eða 65% af kostnaðaráætlun. Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að taka lægsta tilboðinu, frá Vélaleigu Halldórs. -DVÓ skilyrði um ná- vist þessa eða hins,“ segir Krist- ján í samtali við DV. Hann sagði að LÍÚ hefði seint borist vitneskja um ráðstefnuna sem út af fyrir sig hefði komið í veg fyrir þátttöku í henni. Höfuð- ástæðan væri þó sú að enginn áhugi hefði verið fyr- ir því að sækja hana hjá íslensk- um útvegsmönnum. í fréttaskýringu norska blaðsins er sagt að Arthur hafi lýst yfir óbeit sinni á Smuguveiðum íslend- inga og þess vegna geti fulltrúar LÍÚ ekki hugsað sér að sitja sömu ráðstefnu og hann. Þá er ráð- stefnustjórinn, George Blichfeld, borinn fyrir þvi að LÍÚ hafi af- þakkað boð um að koma á ráð- stefnuna eftir að fréttist af komu Arthurs. Hjá LÍÚ vildu menn hins vegar ekkert um málið segja við norska fjölmiðla. Norðurljósið hefur eftir Arthuri að hann sé enn sem fyrr andvígur Smuguveiðum Islendinga en samt sé það þó baráttan um islensku fiskistofnana sem valdi mestu um að hann er ekki talinn í húsum hæfur hjá LÍU-mönnunum. „Við höfum ármn saman barist gegn þvi að íslensku fiskistofnarn- ir lendi á fárra manna höndum. Við viljum halda fjölbreytninni í útgerðinni," er haft eftir Arthuri um baráttu þeirra smáu við sæ- greifana á íslandi. -GK/SÁ Kristján Ragn arsson, formað ur LÍÚ. Þótt ökumenn hafi ekki fagnað snjónum, sem kyngt hefur niður, tók yngsta kynslóöin honum vel og þusti út að leika sér. DV-mynd E.ÓI. Dagfari í bóknám til Singapúr Fræðslumál á íslandi hafa jafn- an borið af í heiminum. Það eina sem hefur háð okkur hér heima er sá annmarki að við höfum ekki haft efni á að borga kennurum mannsæmandi laun. Að öðru leyti hefur menntun verið á háu stigi hér á landi, eftir því sem við höfum vitað best og samkvæmt því sem kennarar og fræðsluyfirvöld hafa sagt okkur. Við höfum ekkert þurft að sækja til annarra þjóða í þeim efnum og það er þá helst til Svíþjóðar sem menn hafa sótt sitthvað um kennsluaðferðir, sem er sosum ekki margt, enda höfum við löngum stát- að okkur af því að vera meðal fremstu bókaþjóða og menningar- þjóða í heimi og vita allt best. Skólamál hafa þótt standa jafnvígis því besta í veröldinni og gumað hef- ur verið af þvi í marga mannsaldra að ungviðið sé betur menntað á Is- landi en annars staðar þekkist. Þessar kenningar hafa verið teknar góðar og gildar svo lengi sem elstu menn muna, enda aldrei nein áþreifanleg tök á því að sanna annað og hér hafa allir kunnað að lesa og skrifa og reikna og hér hafa menn tekið stúdentspróf með bravör, jafnvel þótt kunnáttan hafi ekki ver- ið upp á marga fiskana. Prófin hafa sem sé sann- að menntun okkar þótt kunnáttan eða þekking- in hafi ekki endilega mælst. Eftir því sem sam- göngum og fjarskipta- tækni hefur íleygt fram, hafa íslendingar dregist inn í þá óþægilegu um- ræðu, hvort og hvemig fræðslu sé háttað frá einu landi til annars og menn hafa tekið upp á því að mæla árangur og þekkingu hvers annars og bera saman fræðin. Þá hefur komið í ljós, sem hefur mælst mjög illa fyrir hér á landi, að aðrar þjóðir hafa mennt- að sitt unga fólk til jafns við okkur. Og það sem verra er, sumar þessar þjóðir hafa gert betur. Það hefur sem sagt mælst í samanburðar- könnunum að menntun íslenskra barna stendur mun aftar og lakar en þekkist meðal annarra þeirra þjóða, sem íslendingar hafa hingað til haldið að væra langt á eftir þeim. Þetta kúltúrsjokk hefur leitt til þess að 20 íslenskir skólastjórar verða sendir til Singapúr til að læra hvemig kennt er til stafs. Skólastjórarnir eiga að setjast á námsbekk í Austurlöndum og átta sig á því hvemig það megi vera að Asíubúar kunni meira og bömin séu betur að sér í þeim heimshluta heldur en á Islandi, þar sem kennslan hefur borið af meðan við vissum ekki annað. Þetta er nefnilega ekki spuming um það hvort íslensku bömin viti minna heldur hvað íslensku skóla- stjórarnir viti. Þetta þurfa skóla- stjóramir að fá botn í og auðvitað dugar ekkert minna en þeir fari á staðinn, ferðist um heiminn og kynni sér nýjustu kennsluaðferðir. Slíkt verður ekki lært af bókum og ef þessi for heppnast hlýtur næsta skrefið vera það að senda íslensk grunnskólaböm til Singapúr til að læra það sem þau geta ekki lært hér heima. Sú kennsluaðferð gæti og reynst ódýrari vegna þess að kennaralaun í Singapúr eru langt fyrir neðan það sem þekkist á ís- landi. Þannig mætti hækka stand- ardinn í kennslunni og spara út- gjöld í menntakerfinu. Tvær flugur í einu höggi. Skólastjóraferðin til Singapúr er þess vegna hið mesta þarfaþing. Kann að kosta einhver útgjöld í bili, en margborgar sig þegar nem- endumir verða sendir næst. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.