Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
Fréttir
Gæði
„Saltkjöt er ekki það sama og salt-
kjöt,“ segir Úlfar Eysteinsson mat-
reiðslumeistari og einn af bragð-
gæðingum DV. Þar á hann við að
gæði saltkjötsins geti verið mjög
mismunandi eftir því um hvaða
hluta skepnunnar sé að ræða.
Úlfar tók sig til og leiddi blaða-
mann Neytendasíðunnar í allan
sannleikann um hvernig velja bæri
gott saltkjöt. Farið var í tvær versl-
anir Hagkaups, í Skeifunni og
Kringlunni, og í Nóatún að Nóatúni
17.
Hart smjör
Þeir sem nota íslenskt smjör á
brauðið lenda oft í erflðleikum af
því smjörið er of hart.
Ef smjörið er tekið beint út úr
ísskápnum má skera það í sneið-
ar með ostaskera. Þunnar sneið-
amar mýkjast fljótt og fara þar
auki einkar vel á diski.
Ódýr gleraugu í Ótrúlegu
búöinni
Forsvarsmenn Ótrúlegu búðar-
innar hötðu samband við Neyt-
endasíðuna og komu því á fram-
færi aö þar væru seld lesgleraugu
á aðeins 198 krónur stykkið. Þau
gleraugu eru því krónu ódýrari
en gleraugun 1 Bónusi sem voru
þau ódýrustu í gleraugnakönnun
DV í síðustu viku.
Jógúrt í staö rjóma
Heilsufrík geta auðveldlega
notað þeytta jógúrt í stað rjóma á
eftirréttinn. Þá er 1/2 lítra af
jógúrt blandað saman við þrjár
eggjahvítur og 150 g af sykri.
Eggjahvítumar era þeyttar þar
til þær era stinnar, sykrinum
blandað saman við og jógúrtin
sett síðast út í.
Þessi jógúrtþeyta á sérstaklega
vel við með ávaxtaeftirréttum.
Stökkt blaösalat
Eflaust era einhverjir sem ekki
ætla að sprengja sig á saltkjöti og
baunum. Þetta einfalda salat er
tilválið fyrir þá sem ætla að
hugsa um heilsuna í dag, jafnt
sem aðra daga.
Stökkt blaðsalat,
1/2 dl sólþurrkaðir tómatar,
skomir í strimla,
2-4 skalottlaukar, fínt saxaðir,
1 dl blandaðar ólífur,
2/3 dl furuhnetur, þurrristaðar
á pönnu,
1/2 dl jómfrúarólífuolía,
2 msk balsamico-edik,
salt og pipar úr kvörn.
Þerrið blaösalatið í salatþeyti-
vindu og rífið niður í skál. Látiö
tómatana, skalottlaukinn, ólíf-
urnar og furuhnetumar út í.
Slettið ólífuolíu, ediki, salti og
pipar úr kvöm yfir. Hræriö öllu
lauslega saman.
(Aö hætti Sigga Hall.) -glm
DV
Hvernig velja skal gott saltkjöt:
saltkjöts mismunandi
Hagstætt aö velja sjálfur úr
kjötboröi
Ferðin hófst í Nóatúni þar sem
úrvalið var nokkuð gott. í kæliborð-
inu var hægt að fá allt frá síðubitum
á 299 krónur kílóið upp í fram-
hryggjarsneiðar á 928 krónur kílóið.
Einnig var m.a. hægt að fá pakka
með völdum bitum frá Borgarnesi á
599 krónur kílóið. Úlfari leist nokk-
uð vel á pakkana frá Borgarnesi og
sagði að oft fælust góð kaup í pökk-
um með völdum bitum. Þá gilti hins
vegar að vera snöggur að velja bestu
pakkana. í Nóatúni var einnig hægt
að fá saltkjöt á tilboðsverði. Slátur-
félag Suðurlands bauð t.d. blandaða
tilboðspakka á 299 krónur kílóið og
Sölufélag Austur-Húnvetninga bauð
tilboðspakka á 355 krónur. „í þess-
um ódýru pökkum getur maður átt
von á öllu, t.d. hálsbitum og síðubit-
um og talsvert af beini
og fitu. Almennt gildir
að því lægra sem verðið
er á kjötinu þeim mun
meira af fitu og beini
ertu að kaupa,“ sagði
Úlfar.
Fyrstur kemur,
fyrstur fær
í kæliborðinu leist
Úlfari einna best á fram-
hryggjarsneiðarnar og
taldi að þær væru alveg
peninganna virði. „Þar
er fólk að kaupa meyrt
kjöt og litla fitu og bein.
í kjötborði Nóatúns
var m.a. hægt að fá
framhryggjarsneiðar á
895 krónur, síðubita á
175 krónur kílóið og Úlfar var hrifinn af framhryggjarsneiöunum í
blandaða bita að eigin Nóatúni og Hagkaupi. Þær eru meyrar, fitu- og
vali á 545 krónur kílóið. beinlitlar.
Úlfar taldi að hag-
stæðast væri að kaupa bita úr
blandaða bakka kjötborðsins og
velja bitana sjálfur. Þar gæti fólk
valið sér góða bita, t.d. fram-
hryggjarsneiðar, ef það hefði hraðar
hendur. Fyrstur kemur fyrstur fær
er því lykilorðið þegar velja skal
gott saltkjöt.
Lægra verö, meiri fita
Næst lá leiðin í Hagkaup í Skeif-
unni. Þar var úrvalið ekki jafn mik-
ið og í Nóatúni en taka verður tillit
til þess að þessi ferð var farin fyrir
hádegi í gær. Úrvalið átti því vænt-
anlega eftir að aukast.
í kæliborði Hagkaups var m.a.
hægt að fá pakka með völdum bit-
Pakkar meö völdum bitum geta veriö góöur kostur. Pá veröur fólk aö hafa
hraðar hendur til aö krækja í bestu bitana.
um frá Ferskum kjötvöram á 579
krónur kílóið og 599 krónur kílóið
frá SS. Einnig var hægt að fá pakka
með framhryggjarsneiðum á 926
krónur kílóið.
Ódýrastir voru tilboðspakkar frá
Ferskum kjötvörum á 197 krónur
kílóið. „í þessum pökkum kennir
ýmissa grasa. Þar má m.a. fmna
hálssneiðar og síðubita," sagði Úlfar.
Hann áréttaði einnig að fólk yrði að
taka tillit til þess að í tilboðspökkun-
um fengi það oft talsvert af beinum
og fitu með sem væri óhagstætt.
í Hagkaupi í Kringlunni var úr-
valið meira og kjötborðið girnilegra
en í Skeifunni. í kjötborðinu var
hægt að fá allt frá síðubitum á 299
krónur kílóið upp í góðar fram-
hryggjarsneiðar á 926 krónur kílóið
Svipuð gæöi og verö
Fyrir þá sem ekki hafa tíma til að i
elda sjálfir býður Hagkaup i Kringl- .
unni einnig upp á heitan matarbar *
þar sem fólk getur keypt saltkjöt,
kartöflur og súpu á 445 krónur og
545 krónur.
Af þessari litlu könnun er ljóst að
úrvalið af saltkjöti er mikið og verð-
flokkar margir. Verð og gæði virt-
ust í fljótu bragði vera svipuð hjá
Nóatúni og Hagkaupi.
Segja má að niðurstaða Úlfars sé (j
tvíþætt: í fyrsta lagi að framhryggj-
arsneiðar séu peninganna virði fyr- f
ir fólk sem vill meyrt og fitulítið (
kjöt. í öðru lagi að völdu bitarnir
séu hagstæður kostur ef fólk hefur
hraðar hendur og nær góðum bit-
um. -glm
Heföbundin sprengi-
dagsuppskrift
Ekki er kálið sopið þótt í ausuna
sé komið. Það er því ekki nóg að
geta valið gott saltkjöt því fólk verð-
ur líka að kunna að elda það.
Hér kemur ein hefðbundin upp-
skrift að saltkjöti og baunum.
1 pakki gular baunir,
11/2 kg saltkjöt,
2 1/2-3 1 vatn,
3-5 beikonsneiðar,
1 stór laukur.
Baunirnar eru lagðar í bleyti í
1/2-1 sólarhring í einum 1 af vatni.
Hellið í sigti og látið renna af þeim.
Hitið 11/2-2 lítra af vatni í potti og
setjið baunimar í og látið sjóða.
Fleytið froðuna ofan af.
Setjið saltkjöt og beikon út í pott-
inn. (Ef kjötið er mjög salt er ekki
ráðlegt að sjóða nema lítinn hluta
með baununum og afganginn í öðr-
um potti.) Afhýðið lauk og skerið í
femt og setjið í pottinn. Sjóðið við
vægan hita í 1 1/2 klst. og fleytið
froðuna ofan af. Gott er að setja róf-
umar út i og láta þær sjóða með síð-
asta hálftímann.
Fleiri hollráö
Úlfar Eysteinsson matreiðslu-
meistari segir að gott sé að láta 1/2
Margir fá vatn í munninn þegar þeir hugsa um saltkjöt og baunir.
bolla af sykri út í pottinn til að ná sjóða kjötið of mikið en of lítið.
ákveðnu mótvægi við saltið. Kjötið eigi helst að vera laust frá
Einnig segir Úlfar að betra sé að beinunum eftir suðuna.
Ef fólk hefur
gleymt að leggja
baunirnar í
bleyti er auðvelt
að bjarga því.
Baunirnar eru
þá settar í stóran
pott með smá-
vegis af vatni í.
Þær era látnar
sjóða á hæsta
straum í hálf-
tíma. Varast ber
að vatnið gufi
upp. Síðan eru
hálfsoðnar baun-
ir settar í mat-
vinnsluvél og
hrærðar í mauk.
Eftir þessa með-
ferð geta þær
farið í súpuna
samkvæmt upp-
skrift.
Einnig má
meyra baunirn-
ar í örbylgjuofiii.
Þá eru þær sett-
ar í skál með vatni og hafðar í ofn-
inum á hæsta styrk í 20 mínútur.
-glm
I
<
I
<
<
<